Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 21 Reuter Til vinstri má sjá risaolíuskipið Bridgeton, en á undan því fara bandarísku herskipin Kidd og Fox. Persaflói: Skipalestin fær að sigla sína leið Washington, London, Persallóa, Reuter. SKIPALEST olíuskipa frá Kuwa- it og fylgdarskipa þeirra úr bandaríska flotanum hélt sigl- ingu sinni óhindrað áfram á Persaflóa í gær, en hún sigldi um Hormuz-sund í gær. íranskar herþotur og þyrla nálguðust skipalestina, en sneru á brott, er þær höfðu fengið aðvörun. Sov- éskt herskip sigldi einnig upp að skipalestinni, en hafði sig ekki í frammi. íranir tilkynntu í gær að floti þeirra myndi hafa heræf- ingu á flóanum i dag. 1 gær voru skipin vel hálfnuð á siglingu sinni til olíustöðva í Kuwa- it, og búist var við að þau næðu þangað í dagrenningu. Skipin sigla undir bandarískum fána. Ahafnir bandarísku herskipanna voru í viðbragðsstöðu, og stóðu til- búnar til orrustu er siglt var um þau svæði undan íransströndum, þar sem flestar árásir hafa verið gerðar á olíuskip. Um borð í skipunum frá Kuwait, olíuskipinu Bridgeton og gasflutn- ingaskipinu Gas Prince, voru bandarískir foringjar, sem skyldu vera talsmenn skipanna ef íranir krefðust þess að stöðva þau og rannsaka, en til slíks hafa þeir heimild samkvæmt alþjóðalögum. Til slíks kom þó ekki. íranir stöðvuðu átta önnur skip í Hormuz-sundi í gær. Sjö fengu að halda áfram ferð sinni, en eitt var fært til hafnar til rannsóknar og því haldið fram að það flytti vörur til íraka. Aðgerðir þessar telja menn til þess ætlaðar að sýna vald írana. íranir sögðu í gær að skipin fengju ekki að flytja olíu frá írök- um, og að íranir myndu koma í veg fyrir það, sama undir hvaða fána skipin sigldu. Einnig var tilkynnt að í dag myndu hefjast flotaæfing- ar á Persaflóa, báðum megin Hormuz-sunds. Fyrir fimm dögum tilkynntu íranir að heræfingar væru áætlaðar á þessu svæði í ágúst, og íranska fréttastofan IRNA sagði þá að æfingamar væru aðvörun til stórveldanna. Sovéskur andófs- maður látinn laus Moskvu, Reuter. NIZAMETDIN Akhmetov, so- véskur andófsmaður, fékk í gær leyfi til að flytjast til Vestur- Þýskalands að sögn heimildar- manna meðal andófsmanna. Akhmetov er 38 ára gamall og var fyrr á árinu látinn laus eftir 18 ára vist i þrælkunarbúðum og á geðveikrahælum. Heimildarmennimir sögðu að Akhmetov vænti þess að geta snúið aftur heim til Sovétríkjanna fljót- lega. Hann er frá Bashkiríu í suðurhluta Úral-fjallanna. Árið 1969 var hann dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu og fímm ára útlegð fyrir „and-sovéskan áróður". 1972 var enn bætt við tíu ára þrælk- unarvinnu og fímm ára útlegð, sennilega fýrir afbrot framin í fangavistinni. Árið 1982 var Akh- metov úrskurðaður geðveikur af sovéskum læknum en líkur vom taldar á því að hann hefði dreift röngum upplýsingum til hnjóðs Sov- étríkjunum af ásettu ráði. AP Ekki fótfúin Hulda Crooks, 91 árs gömul amma frá Kalifomíu, sést hér taka við vegabréfinu sinu á Los Angeles-flugvelli. Gamla konan var á leiðinni til Japan en þar hóf hún í fyrradag að klífa hið fræga og heilaga Qall Fuji sem er tæplega 3800 metrar að hæð. Crooks væntir þess að ljúka prílinu á föstudaginn en hún er enginn nýgræðingur í þessari íþrótt; t.d. hefur hún meira en tuttugu sinnum klifið Whitney-fjall í Bandaríkjunum en það er um 4400 metra hátt. 500 starfsmenn japansks fyrirtækis, sem styrkir Crooks til fararinnar, munu verða á tindi Fuji ásamt fjölskyldum sínum til að samfagna Crooks á föstudaginn. Fyrir tveim árum komst niræð japönsk kona upp á tind fjallsins. (U)PIOI\IŒŒR •I* BILTÆKI Nýja línan '88 — Gæði í hverjum tón Verð frá kr. 11.533,- ísetning samdægurs. Aukþess höfum við LW/MW/FM stereo-bíltæki með segulbandi frá kr. 4.915. HUOMBÆR HVERnSGÖTU 103 SÍMI 25999 Radióþjóniista Bjarna SÍÐUMÚLA 17. SÍMI 83433 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði, Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, HornabærHornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búá/nSelfossi, RásÞorláks- höfn, Fafava/Keflavík, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL-húsið Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.