Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 28 Minning: Jóhannes Jóns^ son kennari Fæddur 26. febrúar 1926 Dáinn lö.júlí 1987 Nú þegar Jóhannes Jónsson er ekki lengur á meðal okkar, fylla hugann ljúfar minningar og þakk- læti fyrir að hafa átt hann að samferðamanni og vini, því fáum kynnist maður á lífsleiðinni sem í jafn ríkum mæli og hann miðla náunganum af bjartsýni, lífsgleði > og smitandi dugnaði. Jóhannes Jónsson var hand- menntakennari við Öldutúnsskóla í u.þ.b. aldarfjórðung, og var mjög áhugasamur, vinsæll og virtur í sínu starfi. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og nemenda sinna og lagði metnað í að vinna þeirra væri fjöl- breytt og vönduð. Smíðisgripimir sem unnir voru undir handleiðslu Jóhannesar hafa alla tíð vakið mikla athygli, ekki síst á skólasýningum Öldutúnsskóla í gegnum árin. Jóhannes kappkostaði að fylgjast vel með í sinni grein og á mörgum sviðum má telja hann í hópi frum- kvöðla hérlendis. Um stöðnun var aldrei að ræða, þrátt fyrir alllangan "n starfsaldur, og til marks um það má geta þess að fyrir 5 árum síðan héldu þau hjónin til ársdvalar í Noregi, þar sem þau stunduðu framhaldsnám. Þegar heim kom hófst hann svo handa við að móta nýja smíðastofu í Öldutúnsskóla, þar sem hann starfaði síðan meðan kraftar entust. í einkalífinu var Jóhannes einkar farsæll maður. Kona hans, Guðrún Þórhallsdóttir myndmenntakennari, stóð ætíð sem klettur við hlið hans, og sameiginlegur dugnaður þeirra, áhugamál og lffsskoðanir gerðu þau samhent um allt sem þau tóku sér fyrir hendur. Böm sín, sjö talsins, bjuggu þau af kostgæfni undir lífsbaráttuna, enda em þau upp til hópa dugnaðarfólk sem komið hefur sér vel áfram, og ber foreldmm sínum gott vitni. Gestrisni þeirra hjóna og hlýhug- ur hefur ævinlega þótt framúrskar- andi, og á heimili þeirra ávallt gott að koma, enda var þar oft gest- kvæmt, og ófá vom þau skiptin sem samstarfsfólkið úr Öldutúnsskóla naut rausnar þeirra. Jóhannes var ætíð léttur í lund og félagslyndur með afbrigðum. í vinahópi var hann hrókur alls fagn- aðar og átti ákaflega auðvelt með að samlagast sér yngra fólki, enda ekkert kynslóðabil fyrir hendi þar sem hann var. Hann var ræðinn og fróður og hvergi skorti umræðu- efni, hver sem viðmælandinn var. Eigi að síður hafði Jóhannes fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum, þótt honum væri eðlis- lægt að líta fyrst og fremst á það jákvæða í fari manna. Hann var málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja í lífsbaráttunni, var laun- þegahreyfingunni trúr, og mótuðust stjómmálaskoðanir hans af því. Sjálfur hafði Jóhannes reynslu af því að þurfa að leggja hart að sér til að sjá stórri fjölskyldu farborða. Þegar litið er til baka yfír rúm- lega tveggja áratuga kynni af Jóhannesi, höfum við margs að minnast. Samverustundimar sem lifa í minningunni em ótal margar, svo og hið hressa og hlýja andrúms- Ioft sem jafnan fylgdi honum. Þegar við bræðumir vorum að koma okk- ur upp heimilum, gerði Jóhannes sér far um að gefa okkur góð ráð og af heilum hug samgladdist hann okkur yfír hveijum nýjum áfanga. Alltaf var hann uppörvandi og fyllti mann bjartsýni og framtakssemi til að ráðast í það sem áður óx manni í augum. Við eigum Jóhannesi Jónssyni margt að þakka, en þótt okkur finn- ist á kveðjustundinni missirinn mikill, á hans jákvæða lífsviðhorf Iengi eftir að lýsa okkur fram á veginn. Að iokum viljum við og fyölskyld- ur okkar færa Guðrúnu, bömum þeirra Jóhannesar og ijölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúðarkveðj- ur með von um að minningin um góðan dreng styrki þau í sorginni. Guðmundur og Gunnlaugur Sveinssynir Horfínn er á brautu frækinn fé- lagi og vinur. Jóhannes Jónsson kennari lést að morgni miðviku- dagsins 15. júlí sl. eftir stranga sjúkdómslegu. Af miklu sálarþreki og ómældum lífsvilja háði hann langa baráttu með þeirri reisn sem þeim einum er lagið sem stórt er skammtað í vöggugjöf. Oft mátti ekki í milli sjá hvor hafa mundi betur, hann eða maðurinn með ljá- inn, en enginn fær flúið sín örlög. Við sem stóðum hjá drúpum höfði af söknuði og virðingu fyrir miklum kappa sem nú er til foldar hniginn. Jóhannes var fæddur á Siglufírði 26. febrúar 1926. Foreldrar hans voru þau Jón Anton Gíslason, skip- stjóri, og kona hans, Helga Jóhann- esdóttir. Á Siglufírði ólst Jóhannes upp í stórum systkinahópi. Hjálp- semi hans og dugnaður komu snemma í ljós og rétti hann foreldr- um sínum trausta hjálparhönd strax og hann gat. Sú hönd var útrétt meðan þau lifðu og veitti ómetan- legan styrk í langri sjúkdómslegu föður hans. Hugur Jóhannesar stóð til mennta. Á þessum tíma var meira en að segja það að fara í nám fyrir unglinga úr stórum systkina- hópi þar sem öll orka heimilisins fór í það að eiga til hnífs og skeið- ar. Honum tókst samt að komast í Héraðsskólann í Reykholti, ljúka kennaraprófí frá íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni, og kennaraprófí frá Handíðaskólanum. Með þetta veganesti hóf Jóhannes kennaraferil sinn á Siglufirði 1949. Nokkru seinna eða 1962 réðst hann að Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, en þar lá starfsvettvangur okkar sam- an í aldarfjórðung. Traustari og duglegri starfsmann en Jóhannes var ekki hægt að fá. Dugnaður og kapp hans smitaði bæði nemendur og samkennara. Á mörgum skóla- sýningum báru verk nemenda hans lærimeistaranum fagurt vitni. Þjálf- un huga og handar nemenda sinna var honum slíkt kappsmál að frá honum slapp enginn nemandi án þess að færa heim smíðisgrip sem borinn var af stoltum höndum. Öldutúnsskóli hafði nýtekið til starfa þegar Jóhannes réðst þang- að. Alla tíð tók hann verulegan þátt í mótun skólans bæði inn á við og út á við. Oft minnist ég þess að hann kom inn á skrifstofu mína, lokaði dyrum, settist fyrir framan mig og hóf ræðu sína með þessum orðum: „Heyrðu elsku drengurinn, nú þarf ég að tala alvarlega við þig.“ Þá vissi ég að hann ætlaði að taka mig á beinið og stinga út á kortinu með mér rétta leið úr þessu eða hinu vandamálinu. Leið- sögn hans var mér mikils virði. Sá er vinur sem til vamms segir. I hópi starfsfólks var Jóhannes hvers manns hugljúfí, hrókur alls fagnað- ar á góðri stundu, og rétti hverjum manni hjálparhönd sem til hans leit- aði. Sívakandi áhugi hans og eldmóður í starfí ollu því að hann sótti fjölda námskeiða í sinni starfs- grein og veturinn 1982-83 réðist hann til náms í Statens Lærerhög- skola í Blæker, Noregi, en þann vetur kenndi hann fyrst þess sjúk- dóms sem síðar varð honum að aldurtila. 13. september 1949 gekk Jó- hannes að eiga Guðrúnu Þórhalls- dóttur kennara. Þau eignuðust 7 böm. Helgu félagsráðgjafa og kennara, Höllu hjúkrunarfræðing, Þórhall prentara, Þorleif kennara, Börk arkitekt, Pétur Bolla arkitekt og Grétar sjúkraskósmið, auk fjölda bamabama. Allt er þetta mikið mannkostafólk. Heimili þeirra var einstakt af smekkvísi og hlýleika. Sameigin- lega hafa þau gert þar flesta hluti. Samheldni íjölskyldunnar hefur ein- kennst af hinum fomu dyggðum ættarsamfélagsins. Þar hefur hver verða að leggjast á eitt um að byggja upp skólastarf í sýslunni á þann veg, að ungmenni sýslunnar kjósi að stunda það nám í heimahéraði, sem þar er boðið upp á. Sýslunefnd- in bendir á, að mjög þarf að efla alla hjálpar- og sérkennslu í skólum sýslunnar og telur athugandi, að skólamir sameinist um ráðningu kennara í þessum greinum." Á fundinum var fjallað um sam- göngumál og samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur sýslunefndar fyrir árið 1987 telur nauðsynlegt að stórbæta samgöngu á landi innan fjórðungsins á allra næstu ámm. Nefndin telur ljóst, að hugmyndir um jarðgangagerð á norðanverðum Vestfjörðum verði tæplega að veru- leika, nema til komi stórauknar Qárveitingar. Beinir nefndin því til þingmanna kjördæmisins, að þeir fylgi því eftir, að sérstakar íjár- mögnunarleiðir verði kannaðar í þessu skyni. Sýslunefnd lýsir yfír ánægju sinni með þjónustu skipaútgerðar ríkisins og telur hana til fyrirmyndar að mörgu leyti. Sýslunefndin telur mjög brýnt, að stjómvöld styðji við bakið á Flugfé- laginu Emi hf. á ísafirði. Bendir nefndin á, að þjónusta sú, sem fél- agið hefur veitt Vestfírðingum á umliðnum árum, t.d. hvað varðar sjúkraflug, hafí verið þeim ómetan- leg.“ Loks var mjög rætt um byggða- mál, en Guðmundur H. Ingólfsson kom á fundinn og gerði grein fyrir undirbúningi róttækrar byggðaáætl- unar, sem unnið er að fyrir Vestfírði. Sýslunefndin samþykkti eftirfarandi ályktun um atvinnu- og byggðamál: borið annars byrðar. Þetta kom best í ljós á síðustu vikum þegar Guðrún tók mann sinn heim af sjúkrahúsinu til þess að hann gæti átt sínar sfðustu stundir í faðmi fjölskyldunnar. Þá stóð hún eins og klettur dyggilega studd af bömum sínum. Þeim öllum votta ég dýpstu samúð og virðingu. Það er erfítt að minnast með orðum góðs vinar eftir aldarfjórð- ungs samfylgd. Orð fá svo lítið sagt af þeim hafsjó tilfínninga og minn- inga sem belja fram á slíkri stundu. I Jóhannesi birtust í senn Bjartur í Sumarhúsum og þeir fomkappar sem ríkastir voru af drengskap og baráttuþreki. Fyrir mér var hann þó umfram allt vinur, sem hopaði hvergi þegar á reyndi heldur rétti fram styrka hönd. Þökk sé Jóhannesi. Haukur Helgason Vinur minn, Jóhannes Jónsson, hefur kvatt okkur eftir stutta en erfíða sjúkralegu. Það er rúmur áratugur síðan okkar kynni hófust er ég gerðist kennari við Öldutúns- skóla, Hafnarfírði, þar sem Jóhann- es heitinn kenndi handavinnu. Þrátt fyrir mikinn aldursmun tókust strax miklir kærleikar með okkur og átt- um við ófáar samverustundimar bæði innan sem utan skólaveggja. Jóhannes var mjög heilsteyptur persónuleiki og svo sannarlega vin- ur vina sinna. Var hann ætíð reiðubúinn til hjálpar ef eitthvað bjátaði á og hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, enda félagslyndur með afbrigðum og vinsæll af öllum. Hann sinnti skólamálum af lífí og sál og metnaður hans fyrir hönd nemenda sinna og sjálfs sín var til fyrirmyndar og hvatning fyrir alla samstarfsmenn. Hann hafði ein- stakt lag á nemendum og þeir hændust að honum. Gleggsta dæm- ið um markviss vinnubrögð og afbragðs kennslu Jóhannesar vom skólasýningar á vinnu nemenda á vorin en verk nemenda hans skip- uðu þar stóran sess. Með Jóhannesi er farinn mikill persónuleiki sem hefur haft jákvæð áhrif á mig og mín viðhorf. Ég kveð vin minn, Jóhannes, og færi eftirlifandi konu hans, Guðrúnu Þórhallsdóttur, og bömum þeirra svo og öðmm ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hvfl vinur minn Jóhannes í friði. Þórir Jónsson „Aðalatvinnugreinar Vestfírðinga hrópa á fleiri hendur til starfa. Fá- breytni í atvinnulífínu mun eiga einhvem þátt í því og því er full nauðsyn að bregðast við, svo að snúa megi vöm í sókn og treysta byggðimar. Blómleg byggð byggir á fjölbreytni í atvinnulífí, gnægð atvinnutækifæra og þjónustu í takt við þann tíma er menn lifa á. Verk- efni landstjómar, sveitastjóma á Vestfjörðum og annarra velviljaðra em því nær ótæmandi, ef vilji er fyrir hendi að viðhalda vestfírskri byggð. Nefna má að auka fjöl- breytni í atvinnulífí, að auka alla þjónustu, að gera fiskvinnsluna aðl- aðandi, sjómennskuna eftirsótta og landbúnaðinn arðbærari. Allt kostar þetta peninga. Auður hinna vest- fírsku fiskimiða og fijósemi vest- fírskrar moldar bíða þess að til þeirra séu sóttir þeir fjármunir, sem þarf. Stjómun fiskveiða, landbúnaðar og uppbyggingar Vestfjarða verður að miðast við hagsmuni Vestfírðinga og nauðsyn þess að byggð haldist hér, eflist og standist þau áföll, sem alltaf má búast við á íslandi. Sýslunefndin styður heils hugar það starf, sem nú er unnið að byggðaáætlun fyrir Vestfirði, og hvetur sveitarstjómir í sýslunni ein- dregið til þess að leggja sitt af mörkum í þessu máli, svo að áþreif- anlegur árangur náist, eins og efni standa til.“ Á aðalfundinum var fjallað um stofnun héraðsnefndar og yfírtöku hennar á verkefnum og skuldbind- ingum sýslunefndar en ákveðið var að fresta afgreiðslu þeirra mála til næsta árs. (Frétt&tilkynning) Aðalfundur sýslunefiidar Vestur-fsaflarðarsýslu: Hvatt til eflingar Safiis Jóns Sigurðssonar á Hrafiiseyri AÐALFUNDUR sýslunefhdar Vestur-ísaQarðarsýsIu var hald- inn á Hrafaseyri við AmarQörð 11. og 12. júnf 1987. Á fandinum voru auk sýslumanns, Pétur Kr. Hafstein, sýsiunefadarmennirair Hallgrímur Sveinsson fyrir Auðk- úluhrepp, Gunnar Jóhannesson fyrir Þingeyrarhrepp, Valdimar » Gíslason fyrir Mýrahrepp, Bry- njólfur Arnason fyrir Mosvalla- hrepp, en hann er varamaður Guðmundar Inga Kristjánssonar, Kristján Jóhannesson fyrir Fla- teyarhrepp og Gestur Kristinsson fyrir Suðureyrarhrepp. Á fundinum var fjallað um hin margvíslegustu málefni. Farið var yfír reikninga sýslusjóðs, sýsluvega- sjóðs og annarra sjóða í umsjá sýslunefndar auk skýrslna um eyð- ingu refa og minka. Til skoðunar komu ýmis erindi og íjárbeiðnir og gerðar voru fjárhags- og fram- ♦ kvæmdaáætlanir fyrir sýslusjóð og sýsluvegasjóð. Ráðstöfunarfé sýslu- sjóðs á árinu er 1.234.541 króna, en sýsluvegasjóðs 2.456.361 króna. Sýsluvegafé verður varið til vega- gerðar í Mýrahreppi og til gerðar ristarhliða í Breiðdal í Flateyrar- hreppi, Valþjófsdal í Mosvallahreppi og við Mjólkárvirkjun í Auðkúlu- hreppi auk venjulegs viðhalds. Á fundinum var samþykkt bann við lausagöngu hrossa í öllum hrepp- um sýslunnar allt árið. Samþykkt var að heimila sýslumanni að halda framvegis eitt sameiginlegt mann- talsþing á ári fyrir alla hreppa Vestur-ísaflarðarsýslu. Þá var ákveðið að stefna að því að vinna að einni sameiginlegri og tölvutækri markaskrá fyrir Vestfírðingafjórð- ung. Á aðalfundinum var fjallað um sameiningu hreppa og beiðni fjár- málaráðuneytisins um tilnefningu tveggja fulltrúa í nefnd, sem hafí það hlutverk að gera tillögu um hverra kosta skuli leita varðandi sameiningu Auðkúluhrepps við ann- að eða önnur sveitarfélög. Af hálfu sýslunefndar voru tilnefndir Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður, og Valdi- mar Gíslason, sýslunefndarmaður Mýrahrepps. Á fundinum var sérstaklega rætt um Hrafnseyri og Safn Jóns Sig- urðssonar, þ. á. m. tilmæli sýslu- nefndar 1986 um flutning muna Jóns Sigurðssonar úr Þjóðminjasafni að Hrafnseyri og viðbrögð þjóð- minjavarðar við þeim. Samþykkt var svofelld ályktun: „Aðalfundur sýslu- nefndar Vestur-ísafjarðarsýslu, haldinn að Hrafnseyri 11.—12. júní 1987, hvetur til áframhaldandi upp- byggingar á Hrafnseyri og eflingar Safns Jóns Sigurðssonar. Sýslu- nefíidin telur, að það skipti Vestfírði miklu máli, að lífrænt starf og menn- ing blómgist á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og geti m.a. haft veru- lega þýðingu í tilraunum til þess að laða ferðamenn til Vestfjarða. Sýslunefndin hefur áður vakið máls á því, að munir Jóns Sigurðs- sonar verði færðir úr Þjóðminjasafni að Hrafnseyri, enda verði aðstaða þar bætt í því skyni, að slíkir munir verði þar sem bezt varðveittir og sýndir. Sýslunefndin beinir því til þingmanna Vestfjarða og Hrafns- eyramefndar að taka þetta mál upp að nýju og freista þess að afla sam- þykkis Alþingis, til þess að svo megi verða.“ Rætt var um skólamál og ályktun samþykkt: „Sýslunefnd Vestur-fsa- fjarðarsýslu leggur áherzlu á eflingu skólastarfs í sýslunni. Endurreisn Núpsskóla hefur gengið hægar en vonir stóðu til. Leggur nefndin áherzlu á, að nú verði settur fullur kraftur á uppbyggingu skólans, svo að skólastarf geti hafizt á eðlilegum tíma í haust. Nefndin fagnar ráðn- ingu skólastjóra við skólann og væntir mikils af störfum hans. Allir, sem að fræðslumálum vinna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.