Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 3 A höndun- um í fjáröfl- unarskyni HÓPUR krakka úr Fimleika- deild Armanns eru á leið til Danmerkur í æfingabúðir í lok sumars og ætla þau að dvelja þar í tvær vikur. Af því tilefni efiadu þau tíl nýstárlegrar fiár- öflunar í gær. Hópurinn lagði af stað gangandi frá útvarpsstöðinni Stjömunni kl. 13.15 í gær og skiptust menn um að ganga á höndunum þangað til komið var á Lækjartorg um kl. 14.30. Helgi Rúnar Óskarsson dag- skrárgerðarmaður á Stjömunni sá um að kynna gönguna og fjáröfl- unina. Rétt um 200.000 krónur söfnuðust með þessu móti. Szirak: Jóhanneinn í efsta sæti JÓHANN Hjartarson vann í gær Ti'inianianninn Bouaziz í sjöttu umferð millisvæðaskákmótsins í Szirak í Ungveijalandi í gær. Jóhann náði fljótt betra tafli með svörtu í spænskum leik og vann örugglega í 41. leik. Hann er nú einn í efsta sæti með fjóran og hálfan vinning, en Portisch frá Ungveijalandi, Nunn frá Englandi, Ljubojevic frá Júgóslavíu og Salow frá Sovétríkjunum hafa fjóra vinn- inga hver. Úrslit annarra skáka hjá efstu mönnum í gær vom þannig að Port- isch vann Marin frá Rúmeníu, Salov og Ljubojevic og Nunn og Adoijan frá Ungveijalandi gerðu jafntefli. Sovéski stórmeistarinn Aiexander Beljavskíj, er líklegur til að blanda sér í baráttuna um efstu sætin. hann hefur þijá vinninga og tvær ótefldar skákir, sem hann varð að fresta vegna veikinda. Jóhann teflir ekki næstu skák fyrr en á sunnudag, því í dag verða tefldar biðskákir og á morgun er frídagur. Hjón með salmonellu SALMONELLA-sýking hefiir greinst í hjónum i Reykjavík og leikur grunur á að sýkillinn sé korninn úr kjúklingum sem fólkið borðaði fyrir siðustu helgi. Kjúkl- ingarnir voru keyptir grillaðir í verslun á höfuðborgarsvæðinu og hafa sýni verið tekin úr kjúkl- inga-afgöngum fólksins og úr frosnum kjúklingum í versluninni. Samkvæmt upplýsingum frá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur var eldhús verslunarinnar til fyrirmyndar og bentu því líkur til að bakteríur leynd- ust í hráefninu. „í framhaldi af því þótti okkur nauðsynlegt að rannsaka hráefnið," sagði Þórhallur Halldórs- son forstöðumaður hjá Hollustuvemd ríkisins. Hann sagði að víðar í þeim verslunum, sem seldu tilbúna grillaða kjúklinga, væri verið að athuga að- stæður í sambandi við matreiðslu enda væri það aldrei of oft brýnt fyrir fólki að fara rétt með matvælin. Þórhallur sagði að ekki væri búið að tegundagreina þann salmonellu- sýkil sem fannst í hjónunum, en fullvíst væri að tegundin væri hvorki hin sama og sú er kom upp í fólki eftir ættarmótið að Hótel Laugum í Sælingsdal né eftir matvæii frá Dala- búð í Búðardal skömmu áður. Hér má sjá hópinn á ferð sinni. Amfetamínmálið í Kaupmannahöfin: Svíar ímm- selja tvo Islendinga TVEIR íslendingar og einn Hol- lendingur verða framseldir á næstu dögiun úr höndum sænsk- ra lögregluyfirvalda til fikni- efnalögreglunnar í Kaupmanna- höfii. Samkvæmt upplýsingum Kaupmannahafiiarlögreglunnar mun framsalið eiga sér stað á næstunni. Handtaka mannanna í Málmey og framsal þeirra til Danmerkur er í tengslum við mál hins 53 ára gamla íslendings, sem handtekinn var síðastliðinn mánudag í Kaup- mannahöfn, með 1,3 kg af am- fetamíni í fórum sínum. Fíkniefna- lögreglan í Kaupmannahöfn hefur vitneskju um smygl þriggja kíló- gramma af amfetamíni frá Hollandi og telur að eitt kg hafi verið sent til íslendingsins í Kaupmannahöfn, en hin tvö hafí farið til Málmeyjar og þá íslendinganna þar. Þegar þeir voru handteknir fundust hins vegar aðeins 8 gr í fórum þeirra. AN TOMMUR S&Sffe STGR. BYÐUR EINHVER BETUR? HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg isafirði, Kaupféiag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, adiover Husavík, Skógar Egilsstööum, Kaupfélag Héraösbúa Egilsstööum, Myndbandaleiga Reyöarfjaröar Reyðarfirði, Ennœ Neskaupsstaö, Djúpid Djúpavogi, Homaöær Hornafiröi, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búóin Selfossi, Has PorlaKshöfn, Fataval Keflavík, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfiröi. JL Húsid Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.