Morgunblaðið - 24.07.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987
45
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
í sjötta sæti
Einar Vilhjálmsson er nú í sjötta sæti í stigakeppni sptjókastsins með 20 stig.
Stigakeppnin í spjótkasti:
Einar færist nær
úrslitakeppninni
EINAR Vilhjálmsson styrkti
stöðu sína í stigakeppni
spjótkastara með sigrinum á
stórmótinu í Róm í fyrrakvöld.
Má mikið útaf bera til þess
að Einar verði ekki í hópi 8
stigahæstu spjótkastaranna
þegar upp verður staðið, en
í hópi þarf hann að vera til
að komast í úrslitakeppnina í
Brússel 11. september nk.
Einar er nú í sjötta sæti í stiga-
keppninni aðeins fimm stig-
um á eftir heimsmethafanum Jan
Zelezny frá Tékkóslóvakíu, sem
er í öðru sæti. Sex stig eru hins
vegar í sjöunda og áttunda mann
og staða Einars því góð þar sem
aðeins eru eftir tvö stigamót.
Geta möguleikar þeirra sem eru
í 9. og 10. sæti á að komast í
úrslitakeppnina því ekki verið
ýkja miklir.
Þegar komið er í Grand Prix-
keppnina í Brússel fást tvöfalt
fleiri stig fyrir hvert sæti en á
stigamótunum. Er því auðvelt að
hækka eða lækka á stigalistanum
í úrslitakeppninni. Sá sem vrður
stigahæstur að lokinni spjótkast-
skeppninni í Briissel hlýtur 10.000
dollara að launum, eða 400 þús-
und krónur. Fyrir annað sæti fást
8.000 dollara, fyrir þriðja sætið
6.000 dollarar en síðan lækkar
sú upphæð um 1.000 dollara á
sæti og hlýtur_ áttundi rhaður
1.000 dollara. í stigakeppninni
1985 hafnaði Einar í því sæti.
Hafði hann forystu framan af en
varð síðan fyrir meiðslum sem
gerðu vonir hans að engu.
Staðan í stigakeppninni er annars
þessi:
Tom Petranoff, Bandaríkjunum.....38
Jan Zelezny, Tókkóslóvakfu.......26
Viktor Yevsyukov, Sovétrlkjunum..25
Mike Hlll, Bretlandi.............25
Peter Borglund, Svfþjóð..........21
Einar Vllhjálmsaon...............20
Roald Bradstock, Bretlandi.......14
Detlef Michel, A-Þýzkalandl......14
Nlcu Roata, Rúmenfu..............11
Dag Wennlund, Svlþjóð............10
Kazuhlro Mlzoguchl,Japan..........9
Brian Crouser, Bandarfkjunum......9
Sergey Shatllo, Sovótrfkjunum.....9
Klaua Tafelmeler, V-Þýzkalandi....9
Sigurður Einarason................8
FRJALSAR
Góður árangur
Danmerkurfaranna
HÓPUR íslenzkra frjálsíþrótta-
manna úr ungmennafélögun-
um keppti í Árósum í
Danmörku í fyrrakvöld og stóð
sig vel. Sigruðu íslendingarnir
í 15 greinum af 20. Margir settu
persónuleg met eða náðu sínu
bezta í ár. Sigraði íslenzki
flokkurinn í stigakeppni við lið
úr ungmennasambandi Árósa-
amtsins, AAG.
Í 400 metra hlaupi komu Amar
Snorrason UMSE og Gunnar
Guðmundsson UÍA hnífjafnir í
mark á 50,2 sekúndum og bættu
sinn fyrri árangur stórlega. Sautján
ára piltur úr Stykkishólmi, Svavar
Guðmundsson HSH, gerði slíkt hið
sama í 800 metrum, sem hann hljóp
á 2:00,2 mín. í 400 metrum kvenna
hljóp Berglind Erlendsdóttir UBK á
58,1 sek. og Ingibjörg ívarsdóttir
HSK á 58,8, en hvorutveggja er
persónulegt met. Berglind náði
einnig sínu bezta í 100 metrum,
12,7 sek. Það gerði Guðrún Amar-
dóttir UBK einnig, hljóp á 12,2 sek.
Þá hljóp Páll Jónsson UMSE 5.000
metra á 16:24,6 mín. og bætti sig
um 15 sekúndur. Guðrún Svan-
bjömsdóttir UMSE og Fríða Rún
Þórðardóttir UMFA, komungar og
efnilegar hlaupakonur, bættu sig
talsvert í 800 metrum. Guðrún hljóp
á 2:19,1 mín. ogFríða Rúná 2:19,5.
Sigurður Matthíasson UMSE kast-
aði spjóti 72,26 metra og Unnar
Garðarsson HSK 68,34, og vora
báðir aðeins einum metra frá sínu
bezta. Þórarinn Hannesson HSK
kastaði 55,82. íris Grönfeldt UMSB
kastaði 54,96. Algjört logn var þeg-
ar keppnin fór fram.
Guðni Sigurjónsson UBK hljóp 100
metra á 11,0 sek. og Cees Van de
Ven á 11,1. Cees stökk 6,78 metra
í langstökki og Jón B. Guðmunds-
son 6,55. Helgi Þór Helgason
USAH kastaði kringlu 51,02 og
Unnar Garðarsson 45,44. Helgi
náði sínu bezta í kúluvarpi í ár,
varpaði 15,97 metra. Unnar Garð-
ars varpaði 14,45 og Guðni Sigur-
jóns 14,01.
Guðbjörg Gylfadóttir USAH varp-
aði kúlu 13,85 metra, Soffía
Gestsdóttir HSK 13,09 og Hildur
Harðardóttir HSK 11,66. Soffía
kastaði kringlu röska 37 metra:
Þórdís Gísladóttir HSK stökk 1,75
í hástökki og Elín Jóna Traustadótt-
ir HSK 1,55. Ingibörg ívarsdóttir>«-
hljóp 100 grind á 15,3, sem er henn-
ar bezta í ár, og Auðunn Guðjónsson
HSK 110 metra grind á 15,9 sek.
Ingibjörg stökk síðan 5,32 í lang-
stökki og Sigurbjörg Jóhannesdóttir
UMFK 4,91. Hafsteinn Þórisson
UMSB stökk 2,00 metra í hástökki
og Þórarinn Hannesson HSK 1,90.
Loks hljóp Már Hermannsson 1500
metra á 4:06,4 mín. íslendingar
unnu allar greinar nema 100, 800,
1500 og 5000 metra hlaup karla
og 100 grind kvenna.
Said Aouita telur
sig ósigrandi!
Sald Aoulta. Hann saglst ætla að bæta heimsmetlð f tfu kfló-
metra hlaupt f sumar.
SAID Aouita, hlaupagikkurinn
frá Marokkó, telur sig ósigr-
andi í hlaupunum, sérstaklega
í 5 og 10 km hlaupum. í fyrra-
kvöld setti hann sitt þriðja
heimsmet í sumar og á næst-
unni hyggst hann bæta því
fjórða við, í 10 km hlaupi.
Aouita hefur unnið 35 hlaup í
röð frá 16. júlí 1985, eða frá
því Bretinn Steve Cram sigraði
hann í 1500 metra hlaupi á móti í
Nizza í Frakklandi. Setti Cram
heimsmet í hlaupinu, ekki dugði
minna til. Var það jafnframt í fyrsta
sinn, sem Aouita tapaði hlaupi frá
því á heimsmeistaramótinu í Hels-
inki 1983. Vakti hann mikla athygli
með því að verða þriðji í 1500 metr-
unum þar. Sigraði Steve Cram
einnig þá.
í fyrrakvöld hljóp Aouita 5 km á
12:58,39 mfnútum og varð þarmeð
fyrstur til að hlaupa vegalengdina
á skemmri tíma en 13 mínútum.
Fyrir hlaupið sagðist hann líta á
það sem æfingu og útilokaði að
hann mundi reyna við heimsmet.
Fékk hann góða aðstoð og var
teymdur áfram í 4 km. Spretti hann
þá úr spori og hljóp t.d. síðustu 800
metrana á 1:57,7 mínútum, sem er
ótrúlegur hraði í heimsmetshlaupi
á 5 km.
Auk metsins í 5 km setti Aouita
heimsmet í tveimur enskum mflum
í Tórínó á Italíu fyrr í vor og í
síðustu viku sló hann heimsmet
Steve Cram í 2.000 metram.
„Ég átti ekki von á að setja met í
5 km hlaupinu í Róm því eftir met-
ið í 2 km fór ég heim til Casablanca
og æfði þar mjög stíft í 5 daga.
Ef ég tekið því aðeins rólegar á
æfingum hefði ég öragglega hlaup-
ið undir 12:50 hér,“ sagði Aouita
eftir methlaupið í Róm. Hann sagði
að næst á dagskrá væri að ná met-
inu í 10 km. Það er 27:13,81, sett
af Portúgalanum Femando
Mamede í Stokkhólmi í júlí 1984.
í fyrra hljóp Aouita á 27:26,11
mín. í Osló.
„Ég hleyp 10 km á móti í La Cor-
una á Spáni í byrjun ágúst og tek
ákvörðun eftir það hlaup hvort ég
keppi bæði í 5 og 10 km hlaupum
á heimsmeistaramótinu í Róma-
borg. Mótið hefst 29. ágúst
næstkomandi. Aouita hefur sagt í
viðtölum við ítölsk blöð að hann
ætli að setja heimsmet í 10 km á
heimsmeistaramótinu.
Aouita er á 27. aldursári, fæddur
og uppalinn í Marokkó, en hefur
verið búsettur í Frakklandi og ít-
alíu síðustu fjögur árin. Hann er
þjóðhetja í Marokkó og era þeir
Hassan konungur miklir mátar.
Talið er að hann eigi enn eftir að
afreka mikið á hlaupabrautinni. Hér
á eftir fer þróun heimsmetsins í 5
km hlaupi síðustu árin:
13:24,2 ........Klpchogo Keino, Kenýu
13:18,8 ...........Ron Clarke, Astralfu
13:18,4 .........Lasse Vlron, Finnlandi
13:13,0 .......Emlel Puttemans, Belgfu
13:12,88.......Dlck Quax, Nýja Sjálandl
13:08,4 ............Hanry Rono, Kanýu
13:08,20............Henry Rono, Kenýu
13:00,41....David Moorcroft, Bratlandl
13:00,40.........Sald Aoulta, Marokkð
12:68,39.........Sald Aoulta, Marokkó