Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987
34
Minning:
Pétur Péturs-
son, Selfossi
Fæddur 14. júní 1936
Dáinn 17. júlí 1987
Pétur Pétursson, útsendingar-
stjóri, er látinn, aðeins 51 árs að
aldri.
Hann hóf störf hjá Sjónvarpinu
í október 1985 og hafði því starfað
sem útsendingarstjóri í tæp 2 ár
þegar hann lést.
Pétur var mjög samviskusamur
og jákvæður starfsmaður og komu
þeir eiginleikar sér vel í starfi hans
ásamt nákvæmni og áræðni, sem
þarf til við útsendingarstjóm því
þar koma oft upp óvænt vandamál
sem strax þarf að taka afstöðu til
og leysa. Hann hafði góð áhrif á
samstarfsmenn sína og var ófeim-
inn við að tjá sig um það sem betur
mátti fara en hafði lag á að setja
skoðanir sínar fram á uppbyggjandi
hátt.
Það er alltaf sárt þegar menn
falla frá í blóma lífsins og söknuður
vinnufélaganna er enn meiri þegar
viðkomandi hefur sinnt starfi sínu
af áhuga og ósérhlífni. Engan grun-
aði að starfstími Péturs hjá Sjón-
varpinu yrði svo skammur. Hann
var mikill hlaupagarpur, og munaði
ekki um að hlaupa af sér mun yngri
menn þegar hann tók þátt í hlaup-
um sér til heilsubótar. Var hann
því vel á sig kominn líkamlega þeg-
ar fyrstu einkenni þess sjúkdóms,
sem síðar leiddi hann til dauða,
komu í ljós. Það var í apríl síðast-
liðnum. Sjúkdómurinn reyndist
kominn á það alvarlegt stig að bar-
átta Péturs við hann stóð aðeins í
um þrjá mánuði. Það er huggun
að vita til þess að honum og að-
standendum hans var hiíft við
langvarandi sjúkdómsbaráttu og
þeim iíkamlegu og andlegu kvölum
sem slíkri baráttu fylgir.
Fyrir hönd starfsmanna Sjón-
varpsins þakka ég Pétri Péturssyni
góða viðkynningu og vel unnin störf
og votta eiginkonu hans Ingibjörgu
Kjartansdóttur, bömum þeirra
þremur, tengdabömum, bamaböm-
um og öðmm aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Eyjólfur Valdimarsson,
yfírverkfræðingur.
í dag er borinn til grafar Pétur
Pétursson, rafeindavirkjameistari,
Engjavegi 49, Selfossi.
Stuttri og erfiðri baráttu við
ólæknandi sjúkdóm er lokið. Hver
hefði trúað því í vor, að Pétur yrði
allur um miðjan júlí. Maðurinn sem
hljóp 10 km tveimur dögum fyrir
uppskurð.
Pétur var mikill áhugamaður um
útivem og íþróttir. Hann stundaði
meðal annars skokk, golf- og
skíðaíþróttir af miklum krafti. Við
skokkfélagar smituðumst af ótrú-
legri keppnishörku og dugnaði hans
j áheitahlaupum og öðmm hlaupum
í nágrenni Selfoss. Pétur fékk m.a.
Trimmtarinu Selfoss fyrir tveimur
ámm.
Með þessum fáu orðum viljum
við þakka honum samfylgdina og
allar þær ánægjustundir sem við
höfum átt með honum í skokkinu
undanfarin ár.
Við sendum eiginkonu hans,
bömum og öðmm aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu hans.
Félagar í Heilsusporti
á Selfossi
Hann Pétur er dáinn.
Frekar af vilja en mætti langar
okkur að minnast hans fáeinum
orðum. Það var haustið 1975, að
við fluttum á Selfoss. Fljótlega
kynntumst við Pétri og konu hans,
Ingibjörgu. Hófust þar kynni, sem
fljótlega varð úr vinátta sem aldrei
mun eyðast. Leiðir okkar Iágu sam-
an hjá Leikfélagi Selfoss, sem
þennan vetur setti á fjalirnar Atóm-
stöð Laxness. Þetta var fyrsta
verkefnið, sem við unnum saman
að hjá LS. En mörg áttu eftir að
fylgja í kjölfarið. Pétur var raf-
eindavirki og sá hann því iðulega
um störf tengd leikhúsinu, sem til-
heyrðu hans fagi. En margir aðrir
gerðu góða hluti. Þetta var sam-
hentur hópur, mikið unnið, minna
sofíð þegar mest lá við. Pétur var,
þrátt fyrir mikla vinnu að deginum,
ódeigur við að leggja hönd á plóg-
inn, þegar kvölda tók. En ekki
einungis starfaði Pétur fyrir LS
heldur var hann um árabil í stjórn
Golfklúbbs Selfoss og ein aðaldrif-
fjöðurin. Golfíð heillaði hann mjög
og iðkaði hann þá íþrótt oft í
frístundum sínum. Pétur var og um
tíma félagi í Kiwanisklúbbi Selfoss.
Hvergi lá hann á liði sínu né spar-
aði kraftana í þágu þess málstaðar,
er unnið var fyrir.
Um þessar mundir rak Pétur
verslun á Selfossi í félagi við koll-
ega sinn, Áma Óskarsson. Fyrir-
tækið hét Radíó- og sjónvarpsstof-
an. Seinna skildu leiðir þeirra
félaga, og rak Pétur verzlunina einn
eftir það. Það var mikil vinna, sem
lá að baki rekstri verzlunarinnar,
ekki spurt um fastan vinnutíma,
ekki alltaf hlaupið heim klukkan
6. Þrátt fyrir þetta gaf Pétur sér
tíma til að sinna áhugamálum
sínum, jafnvel þótt hann yrði að
fara niður í búð seint að kveldi til
þess að ljúka dagsverkinu þar, er
aðrir tóku á sig náðir og hvíldust.
En þannig var Pétur, áhuginn
ódrepandi og orkan mikil. Pétur var
einstakt snyrtimenni og nákvæmn-
ismaður. Fannst manni stundum
nóg um. En einmitt þannig leysti
hann sín verkefni. Vel og umfram
allt fljótt. Hann beinlínis dreif hlut-
ina áfram, ef ekki með einhveijum
öðrum, þá bara einn.
Ef ekki nyti við starfskrafta eins
og Péturs yrði varla beysið starf í
mörgu félagi áhugamanna. í hart-
nær tólf ár fylgdumst við að í
leikhús þrenn hjón hvem vetur.
Sáum við flestar áskriftarsýningar
leikhúsanna í Reykjavík. Það var
auðvitað Pétur, sem sá til þess á
hverju hausti að panta miðana.
Líflegar umræður spunnust gjaman
yfir kaffibolla að sýningum loknum
og sýndist sitt hveijum. Yfir þeim
umræðum var engin lognmolla. Af
svo mörgu er að taka, við minn-
umst skíðaferða, vikuferðar til
London fyrir nokkmm árum og í
fyrravor, er Pétur varð fimmtugur,
þá heimsóttum við hann í sumarbú-
stað í Borgarfirði.
Pétur var kvæntur yndislegri
konu, Ingibjörgu Kjartansdóttur,
og eignuðust þau þijú böm. Heim-
ili þeirra á Selfossi bar þeim hjónum
góðan smekk. Ingibjörg fádæma
góður kokkur og húsmóðir. Nutum
við þar ætíð frábærrar gestrisni.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund duga fátækleg orð heldur
stutt. Við færum fram þakkir fyrir
heilsteypta vináttu, margar gleði-
og ánægjustundir. Víst hefðum við
kosið að þetta færi öðruvísi, en guð
ræður.
í veikindum sínum sýndi Pétur
karlmennsku, lét aldrei bugast.
Þannig var hann ætíð.
Elsku Ingibjörg, Guðbjörg, Sæv-
ar, Árni, Sæunn og þið öll hin. Við
sendum ykkur okkar hlýjustu kveðj-
ur.
Þótt Pétur sé farinn þá lifir hann
samt.
Hilda og Ketill
Góður vinur er genginn.
Pétur Pétursson lést í Borg-
arspítalanum í dagrenningu þann
17. júlí sl. aðeins 51 árs að aldri.
Þá lauk stuttri en strangri baráttu
við ólæknandi sjúkdóm. Baráttu
sem Pétur háði af ólýsanlegu þreki
og aðdáunarverðu æðruleysi. Hann
var ekki einn í þeirri baráttu, við
rúm hans sat Ingibjörg eins og
klettur til hinstu stundar. Barátt-
unni lauk með ósigri — hetja féll í
valinn. Einhvem veginn finnst okk-
ur að við höfum alltaf þekkt Pétur
og Ingibjörgu, svo náin voru tengsl-
in á milli heimila okkar. Það mun
hafa verið fyrir u.þ.b. 16 árum að
kynni okkar, sem síðar urðu að
náinni vináttu, hófust. Pétur var
þá á fullu í félagsmálunum eins og
alltaf. Með Kiwanisklúbbnum Búr-
felli fórum við á okkar fyrstu
skemmtun saman. Þar var Pétur
hrókur alls fagnaðar, enda
„sjarmör, frisör og dansör" eins og
stundum er sagt um skemmtilega
og heillandi menn. Og skemmtan-
irnar urðu margar áður en yfir lauk.
I átta ár höfum við farið saman í
leikhús þrenn hjón og séð nærfellt
allar sýningar í Þjóðleikhúsinu og
Iðnó. Á eftir var svo gjarnan setið
yfir kaffibolla á Engjaveginum eða
í Grashaganum og nú síðar í Mel-
gerði eða Stigahlíð og þá fóru fram
líflegar umræður og menningarleg-
ar, eða þannig sko, eins og Pétur
myndi hafa orðað það. Það var
engin lognmolla yfír þessum sam-
komum. Ekki heldur þegar við
komum saman til að skipuleggja
leikhúsferðir vetrarins. Raunar var
það Pétur sem alltaf dreif í þessu,
hann geymdi aldrei til morguns það
sem hægt var að gera í dag. Fyrir
rúmum mánuði kom svo síðasta
leikhúskallið frá Pétri, þá var hann
nýkominn heim af sjúkrahúsi úr
stórum og erfíðum uppskurði, samt
var það hann sem dreif okkur hin
af stað.
Pétur fæddist í Siglufírði 14. júní
1936. Fyrir rúmum 20 árum flutt-
ust þau Ingibjörg á Selfoss ásamt
þrem litlum börnum sínum, þeim
Guðbjörgu, Sævari og Árna. Þá
höfðu þau búið í Reykjavík og síðar
á Gufuskálum þar sem Pétur starf-
aði við Loranstöðina. Á Selfossi
stofnsetti Pétur ásamt Árna
Oskarssyni Radíó- og sjónvarps-
stofuna sem þeir ráku saman um
nokkurt skeið en Pétur síðan einn.
Þó Pétur sé fæddur norðan heiða
var vart hægt að hugsa sér meiri
Selfyssing. Fyrir tveimur árum,
þegar Pétur hóf störf sem útsend-
ingarstjóri hjá sjónvarpinu, fannst
okkur sjálfsagt að hann og Ingi-
björg flyttu til Reykjavíkur eins og
við. Nei, á Selfossi skyldi hann vera,
þar var svo gott að búa. Pétur og
Ingibjörg áttu gott heimili á Engja-
vegi 49. Einstök snyrtimennska
einkenndi þar allt utan dyra sem
innan enda hjónin samhent um það.
Þar er gott að koma. Ingibjörg
meistarakokkur og Pétur heimsins
besti vert, þar var veitt af rausn.
Hrannar og Unnar minnast oft
gamlárskvöldanna á Engjaveginum
sem þess besta sem hægt er að
hugsa sér í þeim efnum.
Pétur var mikill útilífsmaður,
hljóp, skokkaði og skíðaði af hjart-
ans list. Mér er minnisstætt þegar
við fórum á skíði einn laugardag.
Þegar heim kom sagðist Pétur
verða mættur aftur klukkan níu
næsta morgun. Um kvöldið hringdi
hann til að athuga hvernig heilsan
væri. Hún var góð en harðsperrurn-
ar farnar að gera vart við sig. Þá
átti að skíða þetta úr sér næsta
dag. Fyrir níu næsta morgun var
hann mættur glaðbeittur og hress
og auðvitað ruku harðsperrurnar.
Þannig var Pétur, hann hafði gott
lag á að hrífa aðra með sér og gaf
oft góð ráð. Pétur virtist aldrei
þurfa að hvíla sig, hann var alltaf
að. Þegar löngum vinnudegi lauk
var hann kominn á kaf í áhugamál-
in. Síðustu árin áttu Golfklúbbur
Selfoss og Leikfélag Selfoss allan
hans áhuga. Hann sat lengi í stjórn
G.S. og ófáar voru stundirnar sem
hann sat yfir reikningum félagsins.
Hann ásamt félögum sínum barðist
hart fyrir því að GS eignaðist góðan
framtíðargolfvöll á Selfossi. Hann
lifði það að spila á nýjum og góðum
golfvelli við Selfoss, þó töluvert sé
í það að framkvæmdum þar sé lok-
ið. Hann var stoltur þegar við fórum
með honum að skoða framkvæmd-
irnar þar á sl. hausti.
Leikfélagi Selfoss helgaði Pétur
krafta sína mörg undangengin ár,
bæði utan sviðs og innan. Hann var
liðtækur leikari og talaði fallegt og
kjarnyrt mál. Einnig þar sá hann
drauma sína og sinna félaga ræt-
ast, er LS komst loks í framtíðar-
húsnæði í gamla iðnskólanum. Enda
sagði hann oft við okkur þessi burt-
fluttu, að nú væri þetta að koma,
Selfoss væri að verða að þeim
menningarstað sem hann ætti skil-
ið.
Elsku Ingibjörg, það er þung
raun að horfa á eftir ástvini sínum.
En við skulum vona að það reynist
rétt, að á engan séu lagðar þyngri
byrðar en honum er ætlað að bera.
Engin orð fá lýst þeim harmi er býr
í bijóstum okkar núna er við vottum
þér og börnunum ykkar okkar
dýpstu samúð.
Traustur vinur er genginn —
hvíli hann í friði.
Hlín og Erlingur
Minning:
ÞorsteinnB. Finn
bogason, Ísafírði
Fæddur 22. október 1909
Dáinn 16. júlí 1987
Þorsteinn Benedikt Finnbogason
var fæddur á Litlabæ í Skötufirði
við Isafjarðardjúp. Foreldrar hans
voru Soffía Bjargey Þorsteinsdóttir,
ættuð úr Þemuvík og Finnbogi
Pétursson, fæddur að Múla í
Isafírði. Þorsteinn var yngstur átta
bama þeirra hjóna. Eftir lifa: Stein-
unn, búsett í Reykjavík, var mjög
hlýtt með þeim systkinum en Stein-
unn kom næst Þorsteini, tveimur
ámm eldri, Kristján, sem dvelur nú
á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði
og Pétur, sem dvelur á Elliheimili
Isafjarðar, þeir em báðir háaldrað-
ir. Faðir Þorsteins var mikill veiði-
maður og einhver besta skytta á
Vestfjörðum í sinni tíð, em til marg-
ar sögur af veiðiskap Boga á
Litlabæ. Þorsteinn hefur sjálfsagt
numið margt af föður sínum í sam-
bandi við veiðiskapinn og umgengni
við náttúmna, enda var hans aðal
áhugamál lax- og silungsveiði.
Minnist ég margra stunda með hon-
um í Selinu við Langadalsá þar sem
setið var við gluggann og horft
yfír kyrran dalinn og lygna ána líða
framhjá, þá var spáð í veiðihorfur
næsta dags eða rætt um feng dags-
ins, hvemig „hann“ tók, hvernig
„hann“ lét, hvar „hann“ fékkst, það
vom margskonar vangaveltur.
Nokkur ár em liðin síðan síðasta
veiðiferðin í I,angadal var farin.
Fyrir um þremur vikuni sátum
við aftur saman á öðmm stað við
annan glugga, horfðum yfir víðáttu
Norðurárdals og virtum fyrir okkur
lygnar breiður Norðurár. Þó við
væmm ekki í veiðiferð í þetta sinn
var umræðuefnið líkt. „Skyldu þeir
vera að fá’ann." Dáðst var að þess-
ari fallegu og tilkomumiklu á og
fögm sveit, en hugurinn var heima,
þar sem brött íjöllin gnæfa við him-
in og sjórinn gutlar við bæjardyrn-
ar, það var heima.
Eftir að Þorsteinn hætti störfum
átti hann margar ánægjustundir við
silungsveiði í Langá í Engidal. Það
er mikils virði fyrir bæjarfélag að
búa við slík hlunnindi, þar sem
ungir og aldnir geta unað glaðir
við útivem og heilbrigt líf, kynnst
náttúmnni og lært að umgangast
hana.
Þorsteinn var alla-tíð sjálfum sér
nógur, vildi ekki þiggja neina hjálp
meðan hann gat hugsað um sig
sjálfur. Hann undi glaður við sitt.
Eg mun sakna heimsóknanna til
okkar um helgar og í sumarbústað-
inn í Tunguskógi, stuttar heimsókn-
ir og spjall yfir tesopa um lifið og
tilvemna.
Í sveitinni ólst hann upp til ungl-
ingsára, fór þá á sjó. Fyrstu árin á
smærri báta frá Ísafírði, síðan á
Gróttu en síðustu árin, áður en
hann fór í land, var hann á ís-
borginni. Hann gerðist vélstjóri í
Edinborg, frystihúsi Kaupfélags ís-
firðinga og vann þar alla tíð síðan,
um eða yfir þijátíu ár.
Nú á tímum þykir ekki í frásögu
færandi þó einhver taki sig upp frá
fjölskyldu og setjist á skólabekk en
fyrir 40—50 ámm var töluverður
stórhugur að gera slíkt. Þorsteinn
hafði svokallað minnapróf sem vél-
stjóri á smærri báta en eftir því sem
bátar stækkuðu vom meiri kröfur
gerðar til áhafna. Þorsteinn afréð
þá að ná sér í full réttindi á stóm
togarana og settist á skólabekk í
Reykjavík, þá kominn með konu og
þijú böm. Hann var á annan vetur
í Reykjavík og lauk prófi frá vél-
skólanum árið 1945. Þetta var
erfiður tími fyrir fjölskylduna, eink-
um konu hans sem var ein eftir
með þijá unga stráka og erfiðan
fjárhag en þeim tókst þetta í sam-
einingu.
Eiginkona Þorsteins var Helga
Guðmundsdóttir, ættuð úr Álfta-
fírði, góð og vönduð kona. Synir
þeirra em Hörður, fæddur 1934,
Bragi, fæddur 1935 og Birkir,
fæddur 1940, eru þeir allir kvæntir
og búsettir á ísafirði. Þorsteinn
missti konu sína árið 1979 eftir
langt og erfítt sjúkdómsstríð, bar
hann harm sinn í hljóði, staðráðinn
í að bjarga sér sjálfur meðan getan
leyfði.
Eg vil að lokum þakka tengda-
föður mínum samfylgdina, hann var
mér alla tíð góður og elskulegur.
Blessuð sé minning hans.
Bára Einarsdóttir