Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 Ráðmn þá hæfustu kennara sem tök eru á / i* -wr i 1 / 1 *w 1 1 - segir Þorvarður Elíasson skólastjóri „VIÐ höfum ekki gefið fyrirheit um neitt þó skólanefiid hafi lýst yfir áhuga sínum á að bæta við námið og gefa mönnum þar með kost á að taka BS-gráðu, hugsan- lega eftir tveggja ára nám,“ sagði Þorvarður Elíasson skóla- stjóri Verslunarskóla íslands, um þau ummæli sem höfð eru eftir Oddi Benediktssyni prófessor í tölvunarfræðum við HÍ í Þjóðvilj- anum í gær. Þar segir Oddur að fyrirhugaður tölvuháskóli VÍ sé alls maklegur sem starfsnám, en geti vart talist til háskólanáms. Þá segir Oddur að ef VÍ ætlaði að kenna til BS-prófs, yrði skól- inn að bjóða upp á svipað nám og HÍ og erlendir háskólar. „Það má alltaf ræða um hvort námið á að vera til tveggja eða þriggja ára. Hinsvegar finnst mér það liggja í augum uppi að s_am- vinna verður að vera á milli HÍ og VÍ með hvaða hætti námið verður skipulagt. Ef gráðan á að njóta við- urkenningar, verður hún m.a. að njóta viðurkenningar HÍ. Þó tel ég að tölvuháskólinn eigi ekkert frekar að binda sig við það sem gert er í HI fremur en við þær aðferðir sem uppi eru í erlendum háskólum þar sem víða er boðið upp á tveggja ára háskólanám í tölvunarfræðum," sagði Þorvarður í samtali við Morg- unblaðið. Oddur segir að í auglýsingu frá VÍ sé ekki krafist háskólaprófs af kennurum og það eitt sýni að tölvu- háskóli VÍ geti tæpast talist háskóli. Þorvarður sagði að VI myndi ráða þá hæfustu kennara sem tök væru á að ráða og vissi hann ekki til að HÍ gæti ráðið menn með öðrum hætti í sínar stöður. „Ég er mjög bjartsýnn á kennararáðningar eftir þeim undirtektum sem ég hef feng- ið á meðal vel menntaðra manna. Ég held að samt að menn skulu hafa það hugfast að ýmsir þeir sem staðið hafa fyrir þróun mála í tölv- unarfræðum hér á landi, hafa ekki haft háskólagráðu í þeim fræðum," sagði Þorvarður. Ekki hefur verið ákveðið á hvaða kjörum kennarar verða ráðnir við tölvuháskólann, en aðrir kennarar VÍ eru ráðnir samkvæmt sömu kjör- um og almennt gilda um kennara á framhaldsskólastigi. Þorvarður sagði að VÍ væri óbundinn af launa- kerfi HÍ, en upphaflega hefði verið lagt til að miða við almennan kostn- að við kennslu í Kennaraháskóla íslands, að sögn Þorvarðar. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veíursloia islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 24.07.87 YFiRLIT á hádegi í gœr: Um 400 km austur af Langanesi er 1008 millibara lægð sem þokast austur. Yfir landinu er minnkandi lægðar- drag. Um 100 km suður í hafi er 1032 millibara hæð og hæðar- hryggur að myndast á Grænlandshafi. SPÁ: Norðvestlæg átt á landinu, víðast gola eða kaldi (3-5 vind- stig). Sunnanlands og á Austfjörðum verður bjart veður en skýjað að mestu við norður- og vesturströndina. Hiti á bilinu 12 til 16 stig suðaustaniands en 8 til 13 stig annars staðar. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Fremur hæg breytileg átt. Smá skúrir á annesjum vestanlands en þurrt og víða bjart veður annars staðar. Hiti á bilinu 10 til 17 stig. x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r t r r r r Rigning r r r * / * / * / * Slydda r * r # * * * # * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður xm VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyri hitl 13 veóur skýjaö Reykjavfk u skýjað Bergen 17 skýjað Helsinki 27 léttskýjað Jan Mayen 6 skýjað Kaupmannah. 20 skýjað Narsaarssuaq 12 hólfskýjað Nuuk 9 skýjað Osló 27 léttskýjað Stokkhólmur 28 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 23 þokumóða Amsterdam 17 rigning Aþena 41 helðsklrt Barcelona 24 mistur Beriín 21 hélfskýjað Chicago 23 þokumóða Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 22 skýjað Glaskow 8 reykur Hamborg 20 skúr Las Palmas 24 léttskýjað London 15 alskýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 18 skýjað Madríd 29 heiðsklrt Malaga 28 heiðsklrt Mallorca 28 léttskýjað Miami Montreal 22 vantar lóttslcýjaö NewYork 24 mistur París 19 skýjað Róm 31 heiðskfrt Vín 27 léttskýjað Washington 29 mistur Winnipeg 18 skýjað Morgunblaðið/Einar Falur Um 450 manns, iðnaðarmenn, handlangarar, sóparar og stjórn- endur leggja nótt við dag að ganga frá í Kringlunni fyrir opnun. Kringlan: Bifreiðastæði naum- lega skömmtuð - segir Ragnar Atli Guðmundsson „ÞAÐ MÁ segja að skortur á bifreiðastæðum sé sameigin- legt vandamál okkar í Kringl- unni,“ sagði Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmda- stjóri Kringlunnar. „Okkur hefiir verið naumt skammtaðar lóðir undir bifreiðastæði og höfiun við leitað eftir lóðum undir stæði i grenndinni." Ragnar sagði það kostnaðar- samt að leysa vandann með bifreiðageymslu á tveimur hæð- um. Kostnaður við hvert stæði er yfir 400.000 krónur og verða um 1.200 bifreiðastæði til reiðu þegar húsið verður opnað. Þegar næsta vor verður bifreiðageymslan stækkuð með viðbyggingu í átt að Miklubrautinni fyrir 400 bif- reiðastæði. „Þangað til ætlum við að leita hófana hjá borgaiyfirvöld- um um aðgang að lóð væntanlegs Borgarbókasafns og öðrum lóðum í kring um okkur, sem enn er ekki farið að nýta,“ sagði Ragnar. Verðlagsráð: Kæra Neytendasam- takanna rædd Málefiii Sölufélags garðyrlqu- manna voru rædd á fundi Verðlagsráðs í fyrradag. Neyten- dasamtökin hafa kært Sölufélag- ið til Verðlagsráðs þar sem þau telja fyrirkomulag þeirra brjóta gegn lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Verðlagsráð hef- ur gert athugasemd við starf- semi Sölufélagsins og bíður nú eftir skýringum á hvernig rekstrarfyrirkomulagi og verð- lagningu sé háttað. Það er fyrst og fremst starfsemi markaðsnefndar Sölufélags garð- yrkjumanna sem Verðlagsráð gerir athugasemd við. Markaðsnefndin er skipuð fulltrúum framleiðenda og ákveður verð á innlendri fram- leiðslu. Engin afstaða var tekin til málsins á fundinum. Halcion: Veldur ekki aukaverk- unum sé það tekið í hófi - segir Olafur Ólafsson landlæknir „EF svefiilyfið Halcion er tekið inn samkvæmt læknisráði, á það ekki að valda mönnum neinum verulegum aukaverkunum," sagði Olafúr Ólafsson landlækn- ir, en í frétt Morgunblaðsins i gær frá Hollandi er frá því greint að lyfið getí haft í för með sér skaðlegar aukaverkanir. í fréttinni segir að áfrýjunarrétt- ur í bænum Amhem hafi komist að þeirri niðurstöðu að margt benti til þess að eins miliigramma töflur af lyfinu sé slæm og hættuleg vara. Bandaríska lyfjafyrirtækið Upjohn framleiðir Halcion og sagði lög- fræðingur þeirra er höfðuðu mál á hendur fyrirtækinu að slgólstæð- ingar sínir hafi þjáðst af langvar- andi minnistapi, kvíðaköstum og að þeir hafi átt erfítt með að ein- beita sér eftir að hafa neytt lyfsins á ámnum 1978 og 1979. Ólafur sagði að hver Halcion- tafla í Hollandi væri fjórfold á við þær töflur sem hérlendis væm látn- ar fólki í té, en þær innihéldu aðeins 0,25 milligrömm miðað við eins milligramma töflumar í Hollandi. íslenskir læknar ráðlegðu sjúkling- um sínum aðeins eina til tvær töflur í senn og ætti lyfíð samkvæmt því að valda litlum aukaverkunum auk þess sem það er talið vera eitt hættulausasta svefnlyfið á mark- aðnum. Halcion er í svokölluðum bensó- díazepín-flokki og sagði Ólafur að um 6% landsmanna tækju lyf úr þeim flokki, samkvæmt sölutölum, aðallega þó eldra fólk. Hann sagði að ekki veitti af því að upplýsa al- menning um lyf, sem flest hefðu vissulega hættur í for með sér, væm þau notuð í óhófi. „Upplýsing- aseðlar fylgja öllum iyfjum erlendis frá, en apótekarar hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að rífa upplýs- ingamar úr pakkningunum áður en lyfín eru seld. Ég hef reynt að koma í veg fyrir þetta, en það hefur ein- faldlega ekki gengið til þessa," sagði landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.