Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 mr Smuw^m Einu samlokurnar sem þú getur farið með í 5 daga ferðalag Mjólkursamsalan VEISLA I HVERRI DÓS \' \ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 X-íöfðar til X X fólks í öllum starfsgreinum! Karl B. Guðmundsson: Suðurlandsbraut 24 Vegna umræðna, sem orðið hafa í flölmiðlum um burðarþolsathug- anir, sem félagsmálaráðuneytið stóð fyrir, eru eftirfarandi athuga- semdir gerðar varðandi jarð- skjálftaþol og burðarþol hússins Suðurlandsbrautar 24, sem er í eigu Landsbankans: Suðurlandsbraut 24 var eitt þeirra 10 húsa, sem tekið var til burðarþolsathugunar. Niðurstöður þeirrar athugunar voru ekki full- nægjandi, m.a. að ekki fundust teikningar hjá byggingarfulltrúa, og var honum þegar í stað skilað teikningum. Verktaki hafði hins vegar teikningar frá byijun, stimpl- aðar af byggingarfulltrúa. Þegar umræður hófust um veikleika við- komandi húss, var tveim verkfræð- ingum falið að endurreikna burðarþol hússins, einkum með til- liti til jarðskjálfta. Samkvæmt þeirri athugun stenst húsið fyllilega þær kröfur, sem byggingarfulltrúi gerir (jarðskjálftastuðull 0,5). Þá kom einnig fram, að lítilsháttar styrking- ar þarf að gera til að húsið standist þær kröfur, sem gerðar voru í fyrr- nefndri athugun félagsmálaráðu- neytisins (jarðskjálfta-stuðull 0,75). Landsbankinn hefur ákveðið að láta gera þær úrbætur sem þarf til þess að húsið standist hinar nýju álagskröfur, enda þótt þær fari fram úr kröfum byggingarfulltrúa. IS** eurn^-SfNs Takið eftir! Greifamir kynna lög af plötunni SviAsmynd í dag föstudag, kl. 16.30 á Lækjartorgi og árita síðan plötuna í verslun Steina M.v Austurstræti ..snældan með Greifimum og Stuðkompaníiru. Þetta eru aJ.lt hörkugóð lög sem anka vellíðan þína þegar þú ert úti í sólskininu, í útilegunni, við stýrið, við vinnuna, í baði, með ástinni þinni ... Við getum örugglega verið sammála, þetta er fjörsnælda sumarsins. ^ ^ e»dast. Nú, það er llka sjálfsagt að eiga plöturnar: Sviðsmynd Oreif&rnir bregdast ekJci frekar en tyrri ðaginn. Pu kannt örugglega textana nu þegar utanbokar. Skýjum ofar Her eru Studkompanilð. hress horkutol fra Akureyri. sem stiga tunglskínsdans. Þeír lofa goðu og gera ekkí gys ad okkur. sloiftor hf Nybylavegí 4. 200 Kopavogl Simi 45800 Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins var gerð grein fyrir þessari athugun. I framhaldi af því hefur Landsbankinn fengið eftirfar- andi bréf (birt með leyfi Rb.): Keldnaholti, 1987-07-14 Landsbanki Islands, skipulagsdeild c/o Karl B. Guðmundsson Álfabakka 10 109 Reykjavík Málefni: Nýleg burðarþolskönn- un. Húsið Suðurlandsbraut 24. Er þolhönnun hússins Suður- lándsbraut 24 var könnuð fékk nefndin sem vann könnunina ekki teikningar og gögn til þess að unnt væri að meta slíkt að fullu. Því voru einungis gerðir nálgunarreikn- ingar sem bentu til þess að líklegt væri að álag á jörð fari yfir leyfileg mörk og að álag á súlu á 1. hæð verði of mikið. I yfirliti yfir niður- stöður er því sagt: Lýsing á teikningum: Vantar að hluta. Mat á burðarþoli: Gögn vantar. Nú hafa teikningar og gögn kom- ið fram og húsið verið endurskoðað. Niðurstöður eru þær að: Húsið stenst að fullu kröfur, sem gerðar eru um burðarþol og jarðskjálftaþol af byggingar- yfirvöldum í Reykjavík (jarð- skjálftastuðull 0,5). Teikningar eru sömuleiðis skýrar og grein- argóðar og húsið að öllu leyti vandað. Nærri lætur að húsið standist að fullu álag miðað við jarðskjálfta- stuðul 0,75, en það eru þær kröfur er nefndin gerði. Lítilsháttar styrk- ingar þarf þó að gera til að svo verði og hefur eigandi hússins ákveðið að slíkt verði gert. Virðingarfyllst Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins Hákon Ólafsson forstjóri Heilsuskokk Ábyrgðar og f R 6. vika 1. dagur: — Upphitun. — skokka 400 m + ganga 200 m 1 sinni. — Skokka 300 m + ganga 200 m 2 sinnum. — Skokka 200 m + ganga 200 m 2 sinnum. — Skokka 100 in + ganga 100 m 3 sinnum. — Teygjur. 2. dagur: — Upphitun. — Skokka 3.200 m með skokki 800 m og göngu 200 m til skipt- is. — Teygjur. 3. dagur: — Upphitun. — Skokka 600 m + ganga 300 m 1 sinni. — Skokka 300 m + ganga 200 m 3 sinnum. — Skokka 600 m + ganga 300 m 1 sinni. — Teygjur. Megrun — líkamsrækt Fæstir eru í miklum vafa um það hvort þeir séu hæfilega þungir eða ekki, útlitið gefur oftast góða vísbendingu um það. Þó er það eitt ekki einhlítt. Kröfur um eigið útlit verða að vera í samræmi við beina- byggingu og vaxtarlag, þannig að við keppum að því sem er mögulegt. Við getum ráðið nokkru um hold- arfarið, þó það virðist stundum álíka erfítt viðureignar og að ráðsk- ast með náttúruöflin. Mikilvægi líkamsræktar í tengsl- um við megrun verður ekki nægi- lega undirstrikað. Vitað er að kyrrsetufólk borðar meira en hinir sem hreyfa sig og að líkamsæfíngar tempra matarlyst. Einfalt er að auka hreyfingu í daglegu lífi, svo sem með því að leggja bílnum lengra frá vinnustað en áður eða ganga í vinnuna nota stiga fremur en lyftur og stunda daglega ein- hverja líkamsrækt, t.d. sund, skokk eða göngutúra. Þá ætti að ganga vel við fót og helst ekki skemur en í hálftíma. (Frá Ábyrgð og ÍR.) Ný strætisvagnaleið FRÁ OG með 25. júlí 1987 munu Landleiðir hf. hefja akstur á nýrri leið firá endastöð í Reykjavík, áleiðis til Hafíiar- fjarðar og Garðabæjar. Brottfararstaður verður sá sami og áður eða frá Mæðragarðinum við Lækjargötu og brottfarartímar sömuleiðis óbreyttir. Fyrst verður ekið norður Lækjar- götu, síðan austur Hverfísgötu og Laugaveg að Kringlumýrarbraut og þá beinustu leið suður úr borginni eftir Kringlumýrarbraut. Farþegar verða teknir og þeim skilað á stöðvum SVR og SVK. Akstursleiðir um Garðabæ og Hafn- arfjörð verða óbreyttar, og sömu- leiðis um Kópavog að öðru leyti en því að á norðurleið munu vagnamir aka yfír hálsinn eftir hliðarrein og stoppa við miðstöð strætisvagna Kópavogs. Ákstursleið inn í Reykjavík frá Hafnarfírði verður óbreytt eða eftir Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Sóleyjargötu og Fríkirlquvegi að endastöð í Lækjargötu. Athugið að á þessari leið er hægt að koma í vagnana og aka með þeim hringinn í Reykjavík og síðan áfram til Garðabæjar eða Hafnar- fjarðar. (Frétt frá Landleiðum hf.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.