Morgunblaðið - 24.07.1987, Page 24

Morgunblaðið - 24.07.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Aðskilnaður lög- reglu og dómsvalds au merku tíðindi gerðust ný- verið, að mannréttindanefnd Evrópu ákvað að taka til munnlegs málflutnings mál, sem dæmt hefur verið af Hæstarétti íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt dóms- mál er tekið til munnlegs málflutn- ings fyrir nefndinni. Atburðimir, sem urðu kveikjan að dómsmáli þessu, eru í sjálfu sér heldur ómerkilegir; of hraður akstur og brot á stöðvunarskyldu. Ástæða málshöfðunarinnar fyrir mannrétt- indanefndinni er hins vegar mun stærra mál, en nefndinni er falið það verk að úrskurða hvort það fái staðist ákvæði mannréttindasátt- málans, að lögregluvald og dóms- vald sé í höndum sama aðila eins og reyndin er í sýslumannaskipan landsins. Það hefur lengi verið þymir í augum margra lögfræðinga, að dómsvald í héraði og lögregluvald sé á sömu hendi, enda er sú skipan andstæð meginreglunni um þrí- skiptingu ríkisvaldsins, svo og þeirri meginreglu, sem tryggja á réttarör- yggi almennings, að mál fari um hendur sem flestra óháðra stiga dómskerfísins. Veijandi Jóns Kristinssonar, Eiríkur Tómasson hæstaréttarlög- maður, virðist vera einn þeirra lögmanna, sem telja núverandi skipan ónóga til þess að tryggja réttaröryggi borgaranna og þvf vilj- að láta reyna á hana fyrir mannrétt- indanefnd Evrópu og eftir atvikum fyrir mannréttindadómstólnum. Það að málið skuli vera komið jafn langt og raun ber vitni bendir til virðingarverðrar málafylgju og von- andi leiðir sú málafylgja til þess að skilið verði á milli lögregluvalds og dómsvalds í héraði. Þau viðbrögð dómsmálaráðu- neytisins við þessu máli að segja að tekið hafí verið á máli Jóns Krist- inssonar af sanngirni eru næsta íhugunarverð, enda er það ekki höfuðatriði. Málið snýr í raun ekki að umræddri meðferð efnislega, vegna þess að mannréttindanefndin eða dómstóllinn hnekkja ekki dómi Hæstaréttar. Spumingin snýst um það hvort form meðferðarinnar í málum sem þessum fái staðist mannréttindasáttmála Evrópu. Hér er því um prófmál að ræða en ekki verið að veitast að viðkomandi sýslumanni. Verði niðurstaðan sú að þessi skipan fáist ekki staðist, eru íslendingar skuldbundnir sam- kvæmt mannréttindasáttmálanum til þess að breyta löggjöf sinni í samræmi við dóminn. Hér er ekki efni né ástæða til þess að draga í efa heilindi eða samviskusemi sýslumanna eða bæj- arfógeta landsins. Dómstólaskipun- in eins og hún er í dag er hins vegar óþarfa ögrun við hlutleysi þeirra og samvisku. Það gefur auga leið, að þegar bæjarfógeti stjómar rann- sókn opinbers máls, sem yfírmaður lögreglu, og dæmir í sama máli sem dómari, að það býður upp á mis- notkun valdsins, hvort sem hún á sér stað eða ekki. Slík staða er óþolandi fyrir réttaröryggi þess sem dæmdur er, auk þess sem hún hlýt- ur oft að vekja tortryggni í garð dómarans; þess sem á að vera yfír alla tortryggni hafínn. Hlýtur það að teljast líklegt að tortryggnin sem slík hafí leitt til fjölda kostnaðar- samra áfrýjana til Hæstaréttar. Ein helsta röksemdin, sem höfð hefur verið frammi gegn aðskilnaði lögreglu og dómsvalds í héraði úti á landi, er sú að það hefði í för með sér mikinn kostnaðarauka í kjölfar mikillar fjölgunar dómara- starfa úti á landi. Þetta þarf þó alls ekki að verða raunin. Hjá mörgum sýslumannsemb- ættum landsins eru starfandi sérstakir héraðsdómarar. Dómarar þessir eru ekki undirmenn sýslu- mannsins í eiginlegum skilningi, heldur er samband þeirra svipað og á milli borgardómara og yfírborgar- dómara; það er að segja sýslumað- urinn úthlutar málum til dómaranna. Skipan sérstakra hér- aðsdómara var spor í áttina að aðskilnaði lögreglu og dómsvalds, en eftir stendur að sýslumenn á viðkomandi stöðum eru áfram dóm- arar og yfírmenn lögreglunnar. Það ættu að vera hæg heimatökin að skilja störf þessara dómara frá embættum sýslumanna og gera að óháðum dómaraembættum. Því yrði ekki um viðbót að ræða í viðkom- andi sýslum, heldur tilfærslu. Sú hugmynd hefur einnig komið fram að halda sýslumannaskipan- inni óbreyttri, að því er dómsvald snertir, en koma á legg sérstökum embættum lögreglustjóra t.d. í sýsl- um eða landsfjórðungum. Þyrfti slík breyting vart að kosta mikið og væri í raun hægt að koma á með tilfærslum innan lögreglu landsins. Sérstakur kafli í þessu máli er að íbúar höfuðborgarsvæðisins búa við allt öðruvísi réttarfar en íbúar landsbyggðarinnar. í Reykjavík er annars vegar sérstakt embætti lög- reglustjóra og hins vegar sérstakur sakadómari. Það hlýtur að teljast grundvallarregla að allir íbúar landsins búi við sama réttarfar. Sýslumannaskipanin var tekin upp að danskri fyrirmynd, en í lok fýrri heimsstyijaldarinnar var hún afnumin þar, en ekki hér. Lögfræð- ingar munu almennt vera á móti þessu skipulagi og Dómarafélag Islands hefur ítrekað undanfarinn áratug sent dómsmálaráðuneytinu beiðni um að sýslumannaskipanin verði endurskoðuð. Það gæti hugsanlega sett strik í málið fyrir mannréttindanefndinni að í stjórnarsáttmála ríkisstjómar- innar er svohljóðandi ákvæði: „Ríkisstjómin mun beita sér fyrir heildarendurskoðun dómsmálaskip- unar, er feli í sér aðskilnað dóm- starfa og stjómsýslustarfa. Morgunblaðið/Kr. Ben. Séð yfir móana þar sem eldiskerum Lindarlax hf. verður komið fyrir með haustinu. Niður við strönd- ina eru borunarframkvæmdir í fullum gangi. Kúagerði og Hvassahraun í baksýn. Lindarlax h£: Borað eftir volgu sjóvatni í landi Stóru-Vatnsleysu Grindavík. JARÐBORANIR hf. eru að bora með jarðbornum Narfa 450 metra djúpa holu fyrir Lindarlax hf. í landi Stóru-Vatnleysu skammt frá Kúagerði á Vatn- leysuströnd. Vonast eigendur eftir að fá upp 10 gráðu heitt sjóvatn sem er kjörhiti í laxeldi. Að sögn Sæmundar Þórðarsonar á Stóru-Vatnsleysu, eins af eigend- um Lindarlax hf., hafa staðið yfir rannsóknir á svæðinu undanfarin tvö ár og sýna niðurstöður að hér er ákjósanlegur staður fyrir strand- eldi með hafbeitarmöguleikum eins og fyrirhugað er í stöðinni. Borunarframkvæmdimar sem nú em nýhafnar em í framhaldi af til- raunaborholu sem var bomð fyrr í sumar niður á 150 metra dýpi. Sæmundur sagði að hún gæfí fyrir- heit um 10 gráðu heitt sjóvatn og hefði það ýtt undir forráðamenn fyrirtækisins að hefja framkvæmdir þó samningum við norsku sam- starfsaðilana væri ekki endanlega lokið- Kr.Ben. SAS-vélin utan flugbrautar í Bangkok S AS-vél hlekkt- ist á í Bangkok Islendingnr innanborðs Flugvél frá skandinavíska flug- félaginu, SAS, rann út af flug- braut á Bangkok-flugvelli í Thailandi í gær, er hún var að hefja sig til flugs. Um borð í vélinni var Elías Sveinsson, 21 árs starfsmaður Eimskips, en hann var í skemmtiferð í Thai- landi. Honum varð ekki meint af slysinu frekar en öðrum far- þegum, sem voru um 150 talsins. Faðir Elíasar, Sveinn Elíasson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Elías hefði haft símasam- band við Qölskyldu sína klukkan flögur í nótt, en þá var klukkan ellefu að morgni í Bangkok. Vom þá um tólf tímar liðnir frá óhapp- inu. Elías sagði að óhappið hefði orð- ið skyndilega, flugvélin hefði stungist á nefíð, er hjólabúnaðurinn gaf sig og vélin hefði svo mnnið út af brautinni. Farþegunum hefði í skyndi verið smalað út um neyðar- útganga, og það hefði gengið fljótt fyrir sig að tæma véiina. Að sögn Elíasar var eitthvað um smávægileg meiðsl, einkum hjá eldra fólki, en Elías J. Sveinsson enginn slasaðist alvarlega. Farþegamir vora í góðu yfirlæti á hóteli í Bangkok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.