Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 35 Minning: Þorkell Ingvarsson stórkaupmaður Hinn glaðværi félagi og vinur frá æskudögum er nú kvaddur. Þrátt fyrir háan aldur og falinn sjúkdóm kom fráfall Þorkels Ingvarssonar óvænt. Minningarnar sækja þá á mann og söknuður brýst fram. Margir eru þeir samferðamenn mínir sem eiga endurminningar frá uppeldi í KFUM og Knattspymu- félaginu Val, og margir eru þeir áhugasömu forystumenn og leið- togar reykvískra drengja frá þeim tíma, sem horfnir eru, en skilið hafa eftir sig spor í sögu íþrótta- félaganna og Reykjavíkurborgar. Þorkell Ingvarsson er einn þeirra uppalenda og forystumanna, sem eyddu æsku sinni og unglingsárum æsku þessa lands til framdráttar. Mér eru minnisstæðir margir at- burðir sem tengja Þorkel Ingvars- son við Knattspymufélagið Val. Ávallt kom hann hvetjandi leik- menn til dáða fyrir væntanlegar orrystur, eða hann boðaði til fundar á skrifstofu sinni í Hafnarstræti. Þar fór fram lokaundirbúningur, hvatning og söngur, hvort sem um var að ræða eldri eða yngri leik- menn. Þorkeil fylgdist vel með erlendri knattspymu, sér í lagi þeirri ensku, og frásagir hans af hetjum framandi þjóða virkuðu hvetjandi fyrir unga drengi. Þorkell Ingvarsson var formaður Knattspymufélagsins Vals um tíma. Var þá eins og hann ætti hvem leikmann. Hann varð per- sónulegur vinur drengjanna, og sú vinátta hélst til fullorðinsára og til hinstu stundar. Þann tíma sem ég dvaldi erlend- is, kom það ósjaldan fyrir að ég fékk línur frá þessum trygga vini, með fréttum að heiman, sem að mestu snerust um gömlu félagana, og hvemig „Val“ vegnaði. Eftir heimkomu mína 1956, vom vináttuböndin hin sömu og sam- band í síma nokkuð reglulegt, oft án erindis, eingöngu það að eiga áfram sameiginlegt áhugamál. Þorkell dvaldi síðustu ár ævi sinnar í Dvalarheimili við Dalbraut. Þar hafði hann gott heimili og góða ummönnun, enda starfsfólk þar rómað. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þennan góða vin fyrir samferða- mann, sem reyndist mér ávallt hinn sami góði drengur í öldusjó lífs- baráttunnar. Syni Þorkels Ingvarssonar, Árna Þorkelssyni og skyldfólki öllu sendi ég innilegar samúðarkveðjur, og bið þeim blessunarríkrar framtíðar. Við gömlu félagamir kveðjum góðan félaga, forystumann og vin. Með Valskveðju. Albert Guðmundsson Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val Valsmenn kveðja í dag hinstu kveðju einn sinn besta og vinsæl- asta félaga, Þorkel Ingvarsson, stórkaupmann og fyrrum formann Vals. Þorkell var einn þeirra manna sem lifði í Val og fyrir Val í bókstaf- legri merkingu þess orðs. Þorkell gekk ungur í Val og lék með félaginu 1920. Aðeins 19 ára var hann kominn í forustusveit Vals, kjörinn í stjóm félagsins 1924. Eftir það gegndi hann öðru hvoru stjómar- og trúnaðarstörfum í Val og var 1944 og 1945 formað- ur Vals. Á þeim tíma var hið fræga „gullaldarlið" félagsins á keppnis- velli. Valur var Islandsmeistari í knattspymu ár eftir ár og íslands- meistaratitillinn unninn 1945 með 21 marki gegn 1. Mikill og almennur áhugi var vaknaður á skíðaferðum í Reykjavík á ámnum fyrir 1940. Þorkell var einn forustumanna Vals í skíðamál- um og formaður skíðanefndar. Nefndin tók á leigu og endurbyggði Valgerðarkot í túni Kolviðarhóls árið 1941 sem skíðaskála Vals- manna. Áfram var haldið óhikað. Fjársöfnun hafin ári síðar og nýr skíðaskáli byggður á 6 mánuðum í Sleggjubeinsdal. Þar var að störfum sem svo oft áður í Val, vösk sveit Valsmanna innan sem utan vallar. Flest íþróttafélög eiga það sam- eiginlegt að þótt fjöldi manna standi að þeim og hvetji í leik, þá myndast í félögunum ávallt viss kjarni manna. Þorkell Ingvarsson var í Valskjamanum. Valurog Valsmenn stóðu hjarta hans nærri alla daga ársins. Reglulegar heimsóknir Þor- kels á Hlíðarenda vora okkur gleðistundir. Fyrir utan Val mátti aðeins ræða um eitt annað knatt- spymufélag, Manchester United í Englandi, „enda félag sem við get- um borið okkur saman við“, sagði Þorkell stundum og brosti. Síðast fyrir tveimur áram skrapp Þorkell á leik í Englandi. í nafni Vals og allra Valsmanna þakka ég Þorkeli Ingarssyni langt og mikið starf og sendi syni hans og aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur. Góður drengur kveður. Guð blessi minningu hans. Pétur Sveinbjarnarson, form. Knattspyrnu- félagsins Vals. Látinn er í Reykjavík Þorkell Ingvarsson, fyrrum stórkaupmaður, 81 árs að aldri. Þorkell var fæddur í Reykjavík 23. ágúst 1905 og vora foreldrar hans hjónin Ingvar Þorsteinsson, Olafíir Þ. Ölafs- son - Kveðjuorð Fæddur 27. júlí 1926 Dáinn 27. júní 1987 Við vinkonumar kynntumst Óla, eins og hann var alltaf kallaður, árið 1980, en þá lá leið okkar í varðskýli sem er staðsett í undir- göngum Hamraborgar, en þar var Öli vörður yfír bílageymslu og fleira. Ástæðan fyrir innliti okkar þenn- an umrædda dag var sú, að á þessum tíma vora engar félagsmið- stöðvar þar sem unglingar gátu komið saman, og þar sem Óli var einstakt ljúfmenni var hann sá eini sem veitti okkur athygli og leyfði okkur að sitja inni í skúr hjá sér og tala saman. Þessi tiltekni staður var kannski ekki sá huggulegasti, en Óli var þar flestum stundum og hlustaði á öll okkar vandamál og gaf okkur þau ráð sem við áttu. Það má með sanni segja að það fyrirfínnist ekki annað eins góð- menni og Óli var. Alltaf var hægt að leita til Óla ef eitthvað bjátaði á. Þeir vora ófáir krakkamir sem Óli hjálpaði á þeirra uppvaxtaráram þegar við þurftum einmitt sem mest á athygli fullorðinna að halda. Nú, sex og hálfu ári síðar, þegar við skrifum þessi kveðjuorð minn- umst við Óla enn sem einstaklega hjartgóðs manns sem vildi allt fyrir alla gera. Við vonum að með þess- um orðum getum við þakkað Óla fyrir þau skemmtilegu ár sem við áttum með honum og einnig vonum við að við tölum fyrir hönd allra þeirra krakka sem hann umgekkst þama í varðskýlinu. Við vinkonumar eram allar sann- færðar um að þær félagsmiðstöðvar sem nú er búið að koma á fót geta aldrei jafnast á við gamla góða varðskýlið af þeirri einföldu ástæðu að Óla vantar. Það er erfítt að sjómaður og Þorbjörg Sigurðardótt- ir, kona hans. Var Þorkell elstur þriggja systkina, Guðbjamar og Hönnu Sigríðar, en hún er búsett í Reykjavík og gift Ásmundi Óla- syni, byggingarfræðingi. Þorkell ólst upp í Reykjavík og bjó þar og starfaði alla ævi. Hann stundaði bamaskólanám í Mið- bæjarbamaskólanum í Reykjavík og fór síðan til verslunamáms í Pittman’s College í London. Á bamsaldri stóð hugur Þorkels til sjómennsku og þótt verslunar- störf yrðu hlutskipti hans í lífínu stóð hugur hans einlægt til sjávar- ins og sjómennskunnar. Hann stundaði þó sjómennsku og byijaði 12 ára gamall á sjó. Reri hann upp á hlut á skútu með föður sínum og þrátt fyrir að saltfiskútilega á skút- um hljóti að hafa verið erfítt starf fyrir ungling, minntist Þorkell ævinlega þessa tíma með miklu stolti og mikilli ánægju. Ungur að áram réðst Þorkell í það þrekvirki að fara í verslun- amám til London og stundaði hann nám við Pittmans’s Coliege í Lon- don. Námsdvöl Þorkels á Englandi hafði mikil og varanleg áhrif á hann, ekki einungis vegna þess að námsefnið átti eftir að verða undir- búningur undir lífsstarf hans, heldur ekki síður fyrir þær sakir að Þorkell bast á þessum tíma föst- um böndum við England og allt sem enskt er, ekki síst knattspymuna. Þorkell hafði í æsku gengið í KFUM og kynnst þar sr. Friðrik Friðrikssyni og Knattspymufélag- inu Val og tengdist Þorkell hvora tveggja félaginu óijúfa böndum á unga aldri. Þorkell var snemma kosinn til trúnaðarstarfa hjá Val, fyrst í vara- stjóm 1924 og síðar formaður félagsins. 1918 varð Þorkell starfsmaður Landsverslunar íslands, sem var undanfari Tóbakseinkasölu og síðar Áfengis- og tóbakseinkasölu ríkis- ins. Var Héðinn Valdimarsson húsbóndi Þorkels þá. Pétur Pétursson útvarpsþulur og fræðimaður átti viðtal við Þorkel heitinn sem birtist í Morgunblaðinu 1. maí 1984 varðandi ljósmynd sem Þorkell hafði tekið 1. maí 1923 af fyrstu kröfugöngu hér á landi. hugsa um það að Óli skuli vera dáinn þegar við áttum eftir að segja honum svo margt, og þá sérstak- lega hvað okkur þótti innilega vænt um hann, því vissulega er aldrei hægt að lofa Óla of mikið. Hann var eins og hann var, hreinn og beinn öðlingur. Við viljum enda þessa kveðju á því að þakka Óla fyrir samveruna og vottum aðstandendum og öðram ástvinum dýpstu samúð því missir- inn er svo sannarlega mikill. Raggý, Addý og Þórunn Víkur Þorkell þar að kynnum sínum við Héðin Valdimarsson, en hann mat Þorkell allra manna mest úr æsku sinni. Þorkell sagði svo frá: „Ég var á veggnum hjá Góðtemplarahúsinu og fylgdist með um það bil sem kröfugangan var að leggja af stað. Þá tók ég myndina. Héðinn Valdi- marsson var húsbóndi minn frá því 1918 að ég fór í Landsverslunina sem sendisveinn. Héðinn var í miklu uppáhaldi hjá mér og góður hús- bóndi. Ég fylgdist með göngunni og fór á fundinn sem haldinn var á horni Ingólfsstrætis og Hverfísgötu þar við Alþýðuhúsið og hlýddi á ávörpin sem þar vora flutt. Ég var lítið pólitískur, en fylgdist með því sem gerðist. Héðinn kom einu sinni til mín eftir sundrangu Jafnaðarmannafélagsins þegar ágreiningur varð við Ólaf Friðriks- son og Hendrik Ottósson. Héðinn kallaði á mig og spurði hvort ég vildi tala við sig á skrif- stofu sinni í Tóbakinu og spurði mig hvort ég vildi ganga í Jafnaðar- mannafélag íslands sem hann ætlaði að stofna. Ég hugsaði mig um dálitla stund en sagði svo.: „Ég hef hugsað mér að ganga aldrei í pólitískt félag." Þá rétti Héðinn mér hendina og sagði: „Stattu við það Kalli minn." Og það var það sem ég var kallaður áður en ég var skírður. kallaður Kalli. Og það þótti mér vænt um og þetta hef ég stað- ið við. Eitt af því fáa. Jón Baldvinsson var hæglátt prúðmenni, en Héðinn var meiri lif- andi. Þegar „Kiónufundimir" vora í Báranni þá bað Héðinn mig um að koma með konuna sína, hún var belgísk, og ég gat komist af við hana því hún talaði sæmilega ensku. Ég fylgdi henni á fundina og fór oft fyrir hana í sendiferðir. Það kostaði krónu inn á þessa fundi. Þar áttust þeir við Héðirin, Bjöm Ólafsson, síðar ráðherra, og Eggert Claessen. Héðinn malaði þá alveg, enda var Bjöm til að byija með ekki eins sterkur ræðumaður, en þróaðist mjög vel. Hann varð mjög áheyrilegur maður síðar. Eggert Claessen var nú heldur stirður, enda malaði Héðinn þá al- veg. Þama var húsfyllir þijú kvöld í röð. Þetta hefír líklega verið árið 1924. Kona Héðins fór svo árið eftir, 1925. Ég á margar góðar minningar frá vera minni í þjónustu Lands- verslunar og Tóbaksverslunar. Þar vora góðir húsbændur og gæti ég nefnt mörg dæmi um það.“ Undirrituðum sagði Þorkell frá kynnum sínum af Hannesi Hafstein. Þorkell seldi þá Vísi og keypti ráðherrann oft blað af drengnum. Stundum bað Hannes Þorkel að ganga með sér einn hring í kringum Tjömina og talaði þá Hannes við hann um menn og málefni líðandi stundar. Fátt mundi Þorkell af tali þeirra, en honum var þessi endurminning mjög hugstæð og fór Þorkatli sem flestum öðram sem kynntust Hann- esi Hafstein að persónutöfrar Hannesar hrifu hann mjög. Alltof langt mál yrði að rekja hér tal okk- ar Þorkels heitins um Reykjavík- urlífíð, frá æsku hans og til þess tíma, sem undirritaður man fyrst eftir sér, um 1950. Þorkell var kunnugur á einn eða annan hátt langflestum Reyk- víkingum fyrri hluta aldarinnar sem nokkuð kvað að, jafnt kollegum í verslunarstétt, opinberam starfs- mönnum, listamönnum og skáldum, sem stjómmálamönnum og banka- stjóram. Býst ég við að glaðværð Þorkels, kímnigáfa og einlægt við- mót hafi átt mestan þátt í að laða menn að honum, a.m.k. var það raunin um undirritaðan. 1. febrúar 1929 gerðist Þorkell starfsmaður Andreas Jess Bertel- sen, norsks manns, sem stundaði vöruinnflutning hingað til lands. Starfaði Þorkell þar alla tíð síðan og var, er fram liðu stundir, aðaleig- andi fyrirtækisinsi A.J. Bertelsen hf. Um tíma var fyrirtæki Þorkels einn helsti innflytjandi á gólftepp- um og ýmsum vefnaðarvamingi. Þorkell kvaentist 12. janúar 1935 Sigríði Svövu Ámadóttur. Þau eign- uðust einn son, Áma, rafeinda- virkjameistara, fæddan 29. desember 1943, nú fulltrúi hjá toll- stjóranum í Reykjavík. Konu sína missti Þorkell 1963. Eins og nefnt er hér að faman var Þorkell áhugasamur um íþrótt- ir, einkum kanttspymu, og gekk hann snemma í raðir Valsmanna. Þótt Þorkell væri trúmaður ágætur á gamla íslenska vísu var áhugi hans á málefnum knattspymunnar og Vals svo mikill, ekki síst á seinni áram, að segja má að þar hafí ver- ið um eins konar trúarbrögð að ræða. Þorkell fylgdist með hveiju hænufeti félagsins, leikjum jaftit yngri sem eldri flokka, og samhliða með móðurskipinu mikla í Eng- landi, Manchester United. Ekki þarf lengi að fletta í göml- um Valsblöðum til þess að sjá hve mikil ítök félagið átti í Þorkatli alla f tíð. Á mynd frá 1921 er Þorkell leikmaður í 2. flokki í knattspymu, 1930 er hann á mynd af íslands- meisturam Vals og loks 1939 í „hinni öldnu sveit" í hraðmóti það ár. Þorkell gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Val. Hann var fyrst kosinn í varastjóm félagsins 1924, í aðalstjóm sat hann 1928, 1939 og 1940, og var fomaður félagsins 1944 og 1945. Um sögu Vals og þátt Þorkels í henni vísa ég til Valsblaðsins, sem komið hefur út árlega um áratugaskeið. Svo og má vísa til bókarinnar „Valur vængjum þöndum", sem út kom 1981 á 70 ára afmæli félagsins. Kynni okkar Þorkels hófust 1969 og héldust óslitið til dauðdags hans, 16. júlí sl. Þótt aldursmunur okkar hafí verið mikill urðum við samt góðir vinir og hittumst við oftar en ekki vegna kynna okkar Áma sonar hans og mín. Fyrsta skýra myndin af kynnum okkar Þorkels er frá laxveiði í Álftá á Mýram sumarið 1969. Voram við saman við veiðar Þorkell, Jón heit- inn Bjömsson, vinur og félagi Þorkels til margra ára, Ólafur Gúst- afsson, Ámi og undirritaður. Þorkell var þegar þetta gerðist orð- inn allþungur á sér og hafði lagt sig í gamla skúmum skammt fyrir ofan þánefnt Efraker. Var ég einn að kasta f kerinu, óvandur maður- inn, en aðrir veiðifélagar víðsfjarri. Allt í einu fæ ég stærðar lax á og tók laxinn að stökkva með feikna- legum látum. Viðbrögð undirritaðs vora þau að kalla eins hátt og hann gat: „Keli, Keli, hjálpaðu mér.“ Og það var eins og við manninn mælt. Þorkell kom hlaupandi á inniskóm með háfinn, en því miður misstum við laxinn. Einhver huggunarorð lét Þorkell falla sem nú era gleymd, en þessa atviks er getið hér.fyrst og fremst sjálfs mín vegna til að rifja upp indæla minningu. Engan mann hef ég þekkt sem gladdist jafn einlæglega yfír veiði annarra og Þorkell. Síðasta veiðiferð okkar Þorkels var með öðra sniði. í fyrra- vor skrappum við dagstund tveir einir út á Flóa í blíðskaparveðri. Þorkell hafði þá lengi ekki komið á sjó, en nú streymdu minningamar fram í huga hans við ölduniðinn og fjallasýnina, sjötíu ára gamlar minningar um lítinn sjómann með færið í hendinni, dragandi þorsk upp á hlut við hlið föður síns. Ég votta Áma, vini mínum, Svövu sonardóttur Þorkels, eigin- manni hennar, Hjálmi Nordal, ~ systkinum Þorkels, Guðlaugu Ól- ajfsdóttur og öðram sem stóðu honum nálægt, samúð mína við frá- fall hans. Slíkra manna er gott að minnast. Sigurður Georgsson Hótel Saga Siml 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.