Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 B9e^Æfendur I Gaffnmerk sýninff Veana mikillar eftirsDurnar óskum við eftir aóðum fl ^ % * Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf I sölu Kjó Verdbréfavidskiptum Samvinnubankans Veðdeild Samvinnubankans 9,7% ávöxtun umfram veröbólgu Und hf. 11,0% ávöxtun umfram veröbólgu Glitnir hf. 11,1-11,4% ávöxtun umfram veröbólgu Lýsing hf. 10,8% ávöxtun umfram veröbólgu Samvinnusjóöur (slands hf. 10,8% ávöxtun umfram veröbólgu Samband Isl. samvinnufélaga 10,8% ávöxtun umfram veröbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 13-15% ávöxtun umfram veröbólgu Allar nánari upplýsingar i Bankastrœti 7, 3. hœð. Síminn er 20700. VERÐBREFAUIÐSKIPTI V/ SAMUII\INUBANKAI\IS Hvaða kostur er bestur? margnota rakvélar eru ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver %(BáC) rakvél dugar jafn- lengi og eitt rakvélarblað. OSRAM H-4 HALOGEN BILPERAN Eftirtaldir bílaframleið- endur nota OSRAM H-4 Halogen bílperur í sína framleiðslu: Mercedes Benz -Audi —Volkswagen — British Leyland — Mitsubishi — Volvo —Saab — BMW —Mazda — Nissan (Datsun) — Ford — Fíat — Opel (GM) — Renault —Toyota — Honda Utsölustaðir: Helstu verkstæði, bensínstöðvar og bifreiðaumboð. Heildsölubirgðir: [A] JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. Sundaborg 13, sími 688588. List og hönnun Bragi Ásgeirsson í vestursal Kjarvalsstaða hefur verið opnuð viðamesta sýning hönn- unar, sem landið hefur gist til þessa. Um er að ræða sýningu á verkum 40 listhönnuða, sem á 20 ára tíma- bili hlotnuðust hin einstæðu Lunn- ing-verðlaunum, en þeim var úthlutað á árunum 1951-1970 og til tveggja einstaklinga í senn. Það mun ekki ofsögum sagt að þessi verðlaun virkuðu sem vítamínsprauta á norræna listhönn- uði því að á þessum tveim áratugum blómstraði fagið sem aldrei fýrr innan landanna fjögurra er hér höfðu samvinnu, Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar. Umfjöllunin í tilefni verðlaunanna blés lífi í öflugt samstarf landanna á þessum árum m.a. í formi sýninga víða um heim. Norræn hönnun, „Scandinavian Design", varð heimsþekkt gæðavara og um leið gríðarleg landkynning fyrir viðkom- andi þjóðir. Ekki bar Islendingum gæfa að vera hér virkir þátttakend- ur nema á einni sýningu og kom þá í ljós að um framhald yrði ekki að ræða vegna þess að jarðveg og heilbrigðan skilning skorti hjá ráða- mönnum þjóðarinnar. Skilnings- leysi, sem vafalítið hefur kostað okkur milljarða króna og sem við súpum enn þann dag í dag seiðið af, svo sem ég hef þráfaldlega vik- ið að. Lunning-verðlaunin, svo stór- kostleg sem þau voru, munu eitt skýrasta dæmi um mikilvægi upp- örvunar á sviði lista en þau munu hafa numið um og yfír 'Ámilljón krónum íslenzkra til hvers einstakl- ings og voru veitt í formi dvalar- og ferðastyrkja, svo viðkomandi gætu víkkað út þekkingarsvið sitt. Og hér má strax koma fram, að á þeim 16 árum, sem liðin eru frá síðustu veitingu Lunning-verðlaun- anna til þeirra Kim Naver (Danmörku) og Oiva Toikka (Finnlandi) hefur staðan gjörbreyst og þótt Scandinavian Design sé ennþá viðurkennd gæðavara um allan heim og menn standi því hér sterkt, þá er hún ekki lengur jafn einstæð og áður. Aðrar þjóðir hafa tekið við sér og veitt hér miklu fé til formrænna rannsókna á sama tíma og ekkert hefur komið í staðinn fyrir Lunn- ing-verðlaunin á Norðurlöndum sem lögðust niður með andláti Just Lunnings (sonar stofnandans Frederiks Lunning) árið 1970, en þá var fyrirtækið selt. Svo mjög sem Lunning-verðlaun- in hrærðu upp í hugarflugi metnað- argjamra listhönnuða á meðan þau voru veitt mætti ætla að með til- komu svipaðra verðlauna Norður- landanna allra væri mögulegt að snúa vöm upp í nýja sókn til virð- ingar og áhrifa. Verðlaunin þyrftu helst að vera svo vegleg og vel Tapio Wirkkala, verðlaunahafi 1951: Coreano, fat, gler 1970. auglýst að þau vektu heimsathygli. Hér þyrftu íslendingar að reka af sér slyðruorðið og helst hafa fmm- kvæðið að því leyti að gera þetta að sínu sérstaka baráttumáli innan menningarmálanefndar Norður- landanna, því að miklir þjóðar- hagsmunir eru í húfi. . . Sýningin á verkum hinna 40 list- hönnuða á Kjarvalsstöðum er í senn gagnmerkur viðburður í íslenzku listlífi og einstök að gæðum. Hér er samankomið margt af því helsta sem verið hefur að gerast í norrænni listhönnun frá veitingu verðlaunanna fram á daginn í dag, því að flestir sýnendumir eru ennþá mjög virkir á sínu sviði og sumir hafa aldrei verið frægari. Suma list- hönnuðina þekkjum við vel frá ýmsum sýningum, sem haldnar hafa verið og svo er einnig mögu- legt að kaupa framleiðslu þeirra í verslunum hér þannig að ýmsir munir þeirra prýða metnaðarfull íslensk heimili. Það hefur svo mikið að segja, að hafa ekta handfasta hluti í kringum sig á tímum litlausr- ar fjöldaframleiðslu og múghugsun- ar. Sýningin er mjög íjölbreytt og víst er að allir sem á annað borð hafa áhuga á listhönnun munu halda glaðir á braut. Það eru norr- æn sérkenni, sem við eigum að efla og af þeim eigum við nóg og svo einstök að þau nægja okkur til virð- ingar og viðurkenningar í augum umheimsins um langa framtíð. Aukin hraði á þjóðveg- um fjölgunar slysum AÐ sögn Óla H. Þórðarsonar framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs hefur orðið mikil aukning umferðaróhappa á þjóðvegum landsins. Að mati hans er aukinn hraði bifreiða aðalorsökin. Hámarkshraði var aukinn í vor á tilteknum köflum þjóðvegarins í 80 km hraða og í byijun júní var hann aukinn á ýmsum köflum í 90 km. „Þegar menn auka hámarks- hraða á ýmsum vegaköflum, þá gefur það augaleið að það hefur áhrif á hraðann á öllu þjóðvegakerf- inu.“ Taldi Óli sig hafa orðið áþreifanlega varan við hinn aukna hraða á þjóðvegum landsins og Til sölu í Hafnarfirði Hús við Jófríðarstaðaveg: Vandað og vel hirt 5 herb. timburhús (hæð og ris) auk kjallara. Sérstaklega fallegur garður á 600 fm eignar- lóð. Góður útsýnisstaður. Laust strax. Einkasala. 4ra herbergja íbúð við Álfaskeið: Á 2. hæð i fjölbýli. Suðursvalir. Parket á stofugólfi. Bílskúr. Hef kaupendur að flestum gerðum íbúða og húsa í Hafnarfirði og nágrenni. Opið í dag frá kl. 13.00-16.00. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími: 50764. þætti sér það mjög varhugavert, þar eð margir kaflar þyldu ekki aukinn hraða. í tilefni verslunarmannahelgar- innar vildi Óli brýna það fyrir mönnum að aka ávallt miðað við aðstæður. Tvennt var það sern hann vildi minna sérstaklega á. í fyrsta lagi væri það, að vegaframkvæmdir stæðu nú mjög víða yfir sem hæst og áríðandi væri að vegfarendur yrðu við þeim tilmælum Vegagerð- arinnar að aka ekki í sömu hjólför- unum á nýjum vegarköflum og aka þar varlega, vegna þess hve olíu- mölin væri laus í sér. í öðru lagi vildi hann minna ökumenn á að þjóðvegurinn væri ekki alls staðar aðalbraut, heldur giltu þar almenn- ar reglur umferðarinnar um hægrihandarrétt. flfofgtiiiMjiMfe Góðan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.