Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 Slökkvislöngur fyrirliggjandi FUJICOLOR SUPERHR langbesta filman S ogábestaverdinu Okkar takmark: betri mytidirjyrinninnipening! Austurstræti 6 sími 611788 og Skipholti 31 sími 25177 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Júgóslavía: Erfingjar Titos standa frammi fyrri gjaldþroti VERÐBÓLGAN í Júgóslavíu er nú yfir 100%, sú mesta í allri Evrópu. Verkföll hafa verið þar tíð í vor og haft lam- andi áhrif á atvinnulífið. Vegna versnandi efnahagsástands hafa deilurnar innanlands milli einstakra sjálfstjórnarlýð- velda og héraða magnazt enn. Það gleymist stundum, að í Júgóslavíu býr ekki ein þjóð, heldur margar þjóðir, sem eiga sér að ýmsu leyti mismunandi sögu og hefð að baki. Nú kenna þœr hver annarri um, hvernig komið er. Efnahagsástandið í Júgó- slavíu hefur farið versnandi ár frá ári. Nú er það orðið svo slæmt, að horfur eru á því í haust, að landið geti ekki staðið í skilum með greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum. Því má reikna með, að rétt eins og Pólverjar og Rúmeníumenn á undan þeim, sjái Júgóslavar ekki aðra leið færa en að biðja lánar- drottna sína um greiðslufrest um óákveðinn tíma. Slíkt kann að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér, bæði heima fyrir og erlendis. Efnahagsörðugleikamir eiga sér langan aðdraganda og eru að mestu leyti heimatilbúnir. Júgóslavía var þegar tekin að safna skuldum á valdatíma Titos. Sem leiðtogi naut hann samt slíkrar virðingar bæði á alþjóða- vettvangi sem heima fyrir, að efnahagsmálin hurfu í skuggann. Engu að síður voru erfíðleikamir teknir að hrannast upp strax á valdaskeiði hans. Eftir lát Titos 1980 leið ekki á löngu, áður en ljómi sá, sem hann hafði ljáð Júgóslavíu, var horfínn. Nú kom i ljós, að sú valdsstjóm verkamanna, sem eitt sinn hafði verið talinn kjami kommúnistísks lýðræðis, varð ekki til annars en að lama rekst- ur atvinnufyrirtækjanna. Geysileg- yfirfjárfest- ing Sambandsstjómarskráin 1974 varð enn til að auka á vandann. Með henni fengu einstök sjálf- stjómarlýðveldi og héruð mikið sjálfstæði gagnvart alríkis- stjóminni í Belgrad. Þetta varð til þess að öll viðleitni hennar til bóta strandaði á kröfum þeirra um að fá að stjóma efnahagsmál- um sínum sjálf. í kjölfarið fylgdi geysileg yfírfjárfesting. „Hvert þorp vill fá sína stálverksmiðju," á Edvard Kardelj, einn nánasti samheiji Titos að hafa sagt. í stað þess að leysa vandamál- in var þeim frestað æ ofan í æ. Þegar Branko Mikulic varð for- sætisáðherra landsins í fyrra, átti aftur á móti að taka efna- hagsmálin föstum tökum. í stjómartíð hans hafa verið sett ein 100 lög varðandi efnahags- mál og gert er ráð fyrir 23 til viðbótar fyrir áramót. En þrátt fyrir mikla viðleitni virðist árang- urinn ekki mikill. Hjálparleysi stjómarinnar hef- ur hvað eftir annað komið fram í áformum, sem ýmist hafa verið kunngerð eða afturkölluð á furðulegan hátt. í fyrra voru t. d. verðlagshömlur á neyzluvörum afnumdar að kröfu Alþjóða gjald- eyrissjóðsins - en síðan innleiddar á ný í flýti, er verð á þeim tók að hækka upp úr öllu valdi. Engu að sður er verðbólgan í landinu nú komin upp í 106%. í vor ákvað stjómin að frysta allar launahækkanir. Eftirleiðis áttu laun ekki að hækka nema hagur fyrirtælqanna leyfði. Af- leiðingin varð víðtæk verkföll með miklu framleiðslutapi. Enn á ný varð Mikulic að láta undan. Þess er varla að vænta, að á annan veg fari með lög þau, sem sett hafa verið um lokun óarð- bærra fyrirtækja. Lokun þeirra er forsenda fyrir raunvemlegum efnahagsumbótum í landinu, en stríðir hins vegar gegn kenni- setningum kommúnismans. Sérfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi lög muni ná til 7000 tapfyrirtækja, sem kosti ríkið yfír 40 milljarða ísl. kr. á ári. Yrði öllum þessum verksmiðjum hins vegar lokað, þá myndi það leiða til þess, að flórði hver verkamaður í Júgó- slavíu missti atvinnuna. Fjöldi atvinnuleysingja, sem nú er um 1,3 millj. manns, ætti þá eftir að tvöfaldast. u • • Orvæntingarfull ósk- hyggja Erlendar skuldir Júgóslava nema nú 20 milljörðum dollara og af þeim gjaldfalla um 4 millj- arðar á þesssu ári. Stjómvöld vonast til þess að geta greitt þetta með tekjum af ferðamanna- þjónustu sumarsins. En þótt margir erlendir ferðamenn eigi enn eftir að leggja leið sína á strendur Adríahafsins í sumar, má ekki gera ráð fyrir, að tekjur af þeim verði miklu meiri en 1,5 milljarðar dollara. Til þesss að friða lánardrottna sína hefur stjómin í Belgrad brugðið á það ráð að senda frá sér hveija tilkynninguna á fætur annarri um stórfelldan efnahags- árangur. Þannig á útflutningur til Vesturlanda að hafa aukizt um 15% frá því í fyrra og við olíulandið íran eiga nýverið að hafa náðst með afbrigðum hag- stæðir viðskiptasamningar, sem skapa muni “stórkostlega mögu- leika" til gjaldeyrisöflunar. Fáir hafa orðið til að taka undir þessa óskhyggju, ekkj einu sinni þjóðþingið í Belgrad. Á ein- um af síðustu fundum þess sakaði þingmaður frá Slóveníu - sem er sá landshluti, þar sem lífskjör hafa verið hvað skást - stjómina um að hafa glatað trausti verkalýðsins. Á meðal Slóvena ríkir nú megn óánægja með stjómarfarið. Þeir hafa þurft að leggja til mikinn hluta þess §ár, sem á að hafa verið varið til að bæta ástandið í vanþróuð- um hlutum landsins. Nú sjá Slóvenar, að þessu fé hefur að mestu verið sóað til einskis. Mikulic, sem er frá Bosníu, brást ókvæða við þessari gagn- rýni þingmannsins og sagði, að hann gæti borið fram van- trauststillögu. Kvaðst forsætis- ráðherrann vera reiðubúinn til að segja af sér, þegar “hæfari eftirmenn" fyndust. Eins og er þá fysir fáa til þess að taka við embætti hans. En þegar vetur sækir að og ferða- mennimir eru famir, hafa Júgóslavar misst af helztu gjald- eyristekjulind sinni í bili. Nái þeir þá ekki að standa við erlend- ar skuldbindingar sínar, verður erfítt fyrir þá um ný lán til að halda atvinnulífinu gangandi. Hvað þá gerist veit auðvitað eng- inn fyrir víst, en hætt er við, að þingmenn Slóvena og aðrir reyni þá að losa sig við gagnslítinn forsætisráðherra og stjóm hans. (Heimildir Der Spiegel og Reuter). Branko Mikulic, forsætisráðherra Júgóslaviu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.