Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 Filippseyjar: Landeigendur grípa til vopna gegn stjórninni Bacolod á Filippseyjum, Reuter. HERSKAIR plantekrueigendur á Mið-Filippseyjum, einkum á eynni Negros, bjuggu sig í gær undir að mæta með ofbeldi fyrirætlunum Corazon Aquino forseta um réttlátari skiptingu jarðnæðis. Landeig- endur segjast hafa safnað um 300 manna vopnuðu iiði nú þegar til þess að berjast gegn stjórninni. Aquino undirritaði tilskipun um skiptingu jarðnæðis í síðustu viku. Hún er til þess ætluð að jarðnæðis- lausir bændur fái land, en þeir eru margir á eyjunum. Samtök landeigendanna, sem kalla sig „Hreyfingu fyrir sjálfstæði Negros" eða MIN, lýstu því yfir í gær að eignir stórbænda á eyjunni yrðu varðar með öllum ráðum og jafnvel yrði ráðist á herstöðvar stjómarinnar til þess að hamla gegn framkvæmd áætlunar Aquinos. Hreyfíngin segist eiga stuðning 27.000 bænda. í yfirlýsingu MIN voru stórbænd- ur hvattir til þess að taka allt fé sitt út úr bönkum, hætta að greiða skatta og afborganir af lánum og skella skollaeyrum við skipunum stjómarinnar um að hverfa frá til- kalli til landa sinna. „Ef einhver reynir að ryðjast inn á eignir ykkar í þeim tilgangi að hrifsa þar stjómina, sendið þá um það tilkynningu á einhverri útvarps- stöð í nágrenninu, svo aðrir geti komið til hjálpar" sagði í yfírlýsing- unni. „MIN getur komið til aðstoðar með sínar eigin hersveitir," sagði þar einnig. Héraðsstjórinn á eynni, Daniel Lacson, var svartsýnn í viðtali við Reuters-fréttastofuna í gær. Hann sagði að jarðnæðisskiptingin væri orðin mikið tilfinningamál og að ef ekki væri tekið rétt á MIN nú strax í upphafi, gæti hreyfingin skapað mikil vandamál. í Bacolod, höfuðborg Negros, em veggir nú alsettir slagorðum gegn stjóminni. Mikið fé hefur verið tek- ið út úr bönkum á eynni undanfama daga og á síðasta hálfum mánuði vom teknar út úr einum banka í Bacolod sem svarar þijátíu milljón- um íslenskra króna. Fjölmiðlar í Bretlandi: Bönnuð umfjöllun um „Njósnaveiðarann“ Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fri DÓMSÚRSKURÐUR, sem felldur var á fimmtudaginn um bann við umfjöllun breskra fjöl- miðla um mál Peters Wright, fyrrum starfsmanns leyniþjón- ustunnar, hefur 'valdið tölu- verðum úlfaþyt hér i landi og sætt mikilli gagnrýni breskra blaða. Ymis bresk dagblöð hafa átt í stríði við stjómvöld að undanfömu vegna þessa máls sem hafði verið áfrýjað til dómstóls Lávarðadeild- arinnar. Þar kveða fimm dómarar upp úrskurð í hveiju máli og í gær stóðu þrír af fimm dómuram að úrskurði þeim sem felldur var um mál það er varðar Peter Wright og bók hanS, Njósnaveiðarann (Spycatcher), sem þegar hefur verið gefín út í Bandaríkjunum. Samkvæmt úrskurðinum er breskum fjölmiðlum ekki aðeins óheimilt að birta kafla eða út- drætti úr bók þessari heldur er þeim einnig meinað að greina frá því sem fram kemur í réttarhöld- um þeim sem nú fara fram fyrir opnum dyram í Ástralíu vegna fýrirhugaðrar útgáfu „Njósna- veiðarans" þar. Talsmenn breskra blaða, útgef- endur og ýmsir lögfræðingar segja að úrskurður sá sem nú ligg- ur fyrir sé með eindæmum og hrein móðgun við breska borgara, íbúa upplýsts lýðræðisríkis. Bresk stjómvöld og dómstólar hafi gert sig að athlægi í augum umheims- ins. Það sé fráleitara en orð fái Morgunbladsins í Lundúnum. x M m W.v Bókin „Njósnaveiðarinn" seld í bókabúð i Bandaríkjunum. lýst að breskum fjölmiðlum sé fyrirmunað að greina frá efni bókar, sem nú þegar sé á metsölu- lista í Bandaríkjunum og vafa- laust til í nokkram eintökum í Kreml, bókar sem innan skamms verði gefin út á Irlandi og jafnvel Hollandi og hefur þegar verið flutt til Bretlands í stóram st.fl. Það getur ekki farið fram hjá neinum að mál þetta er nú allt orðið hið pínlegasta fyrir bresku ríkisstjómina, sem haldið hefur til streitu því grandvallarsjónar- miði að ekkert sem lýtur að ríkisleyndarmálum skuli koma fyrir augu almennings. Gagnrýn- endur ríkisstjómarinnar benda hins vegar á að þótt þetta sjónar- mið sé í sjálfu sér gott og gilt eigi það einfaldlega ekki við leng- ur í þessu tilviki þar sem viðkom- andi rit, „Njósnaveiðarinn", sé nú þegar fáanlegt, ekki aðeins utan Bretlands heldur einnig hjá bresk- um bóksölum. Stjómarandstæðingar hafa tekið undir með talsmönnum breskra blaða, fordæmt ríkis- stjómina fýrir framkomu hennar í þessu máli og lýst vonbrigðum með þann úrskurð sem dómstóll Lávarðadeildarinnar felldi í gær. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði til dæmis að úrskurður þessi væri á skjön við alla heilbrigða skynsemi og gæfí ekki góð fýrirheit um framtíð prentfrelsis hér í landi. David Steel, leiðtogi fijálslyndra, sagði að ríkisstjómin hefði gert sig að athlægi og grafið hefði verið und- an virðingu manna fýrir breska dómskerfínu. Ýmislegt bendir til að mál þetta muni nú koma fýrr til kasta mann- réttindadómstólsins í Strassborg. Á sama hátt og málið sjálft fer þannig út fýrir landsteinana verða breskir borgarar að leita á náðir fjölmiðla annarra landa til að fá upplýsingar um efni „Njósnaveið- arans", bókar sem íjallar um bresk málefni og allir mega lesa um nema Bretar sjálfir. Keflavík Nýr umboðsmaður tekur við umboðinu fyrir Morgunblaðið í Keflavík frá 1. ágúst. Elínborg Þorsteinsdóttir, Heiðargarði 24. Sími 92-13462. (ðfflhjólp Dagskrá Samhjálpar yfir verslunarmannahelgina fyrir þá, sem ekki komast í ferðalag: Laugardagur 1. ágúst: Opið hús kl. 14.00-17.00. Lítið inn og spjallið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni. Gunn- björg Óladóttir og íris Guðmundsdóttir syngja einsöng og tvísöng. Kl. 15.30 tökum við lagið saman. Allir velkomnir. Sunnudagur 2. ágúst: Samhjálparsamkoma kl. 16.00. Mikill söngur. Vitnisburðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Ræðumaður Óli Ágústsson. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42. Samhjálp. ÆU/I/IENIA „SPARMEISTER" Þvottavélin sem sparar PENINGA, TÍMA OG PLÁSS. Sérstæð þvotta- vél með þurrkara í hæsta gæðaflokki. EUMENIA ER ENGRI LÍK. Rafbraut BOLHOLTI 4 ®681440 raaco SKÁPAR röð og regla Bankar í Japan stærstir New York, Reuter. í fyrsta sinn í 30 ár er enginn bandarískur banki á meðal 10 stærstu banka heims, hvað innlán snertir. Kemur þetta fram í yfir- liti, sem blaðið Amerícan Banker hefur látið gera. Stærstu bankar heims í þessu tilliti eru nú allir í Japan. Stærsti banki heims er Dai-Ichi Kangyo-bankinn í Tókyó, en þar nema innlán nú 186 millljörðum dollara og eignir 239.6 milljörðum dollara. Næstur koma bankamir Fuji, Sumitomo, Mitsubishi, Sanwa, og Norinchukin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.