Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 Metan frá Sauðárkróki’verður f Galtalæk. Ljósmynd/BS MX-21 eins Og hijómsveitin er skipuð í dag. Morgunblaðió/Einar Falur LJÓsmynd/BS Ljósmynd/BS Kvass frá Stykkihólmi: f Galtalæk um helgina. Bjarni Tryggva verður f Atlavík, Skjólbrekku og Skúlagarði. Stuðmenn verða aðalnúmerið f Húsafelli. Tóníist um verslun- armannahelgina Þegar hefur verslunar- mannahelginni verið gerð skil í Morgunblaðinu; samantekt var f opnu blaðsins 30. júlí sl. Hér verður ekki fjallað um skemmtiatriði almennt, heldur verður sjónum beint að tónlist þeirri sem f boði er. ATLAVÍK Atlavíkurhátíð verður nú haldin á ný, en í fyrra fékkst ekki leyfi fyrir því að halda hátíð þar vegna gróðurskemmda árin á undan. Aðalhljómsveitin í Atlavík verður Skriðjöklar frá Akureyri, en skrið- jöklamenn eru hagvanir eystra, hafa leikið þar einum þrisvar sinn- um áður. Austfirska sveitin Súellen leikur tvö kvöld í Atlavík, en þeim sem ekki hlusta á popp- rásimar skal bent á að Súellen á nú topplagið á vinsældalista rásar 2. Þriðja atlavíkursveitin verður síðan Ókklabandið, sem er aust- firskt ekki síður en Súellen. Einnig kemur Bjami Tryggva fram og blúsarinn Guðgeir. Þessu til viðbótar verður síðan hljóm- sveitarkeppni fimmtán hljóm- sveita sem koma að mestu af Norður- og Austurlandi. Þegar em skráðar til keppni Kongóband- ið, Thorlacius, Fagin, Taktík, The Smjör, Marta, Statíf, Hross í haga, Efri deild Alþingis, Blóðref- ill og FÍLA ’87. Ótaldar em flórar sveitir sem eiga eftir að fínna sér viðeigandi nafn. Verðlaun verða ekki af verri endanum; sú hljóm- sveit sem ber sigur úr býtum vinnur 70.000 krónur og fimmtíu hljóðverstíma í nýju hljóðveri Skriðjökla. Önnur verðlaun em síðan 50.000 krónur. HÚSAFELL Hátíðahald í Húsafelli hefur legið niðri um langt skeið en nú endurvakið með miklu brambolti. Aðalhljómsveitin þar verður Stuð- menn, en í aukahlutverki verður breytt MX-21 með Bubba Mort- hens þar fremstan. Einnig mun Stuðkompaníið spila og Megas lætur í sér heyra. Þessu til við- bótar skemmta Sveitin milli Sanda, Leyniþjónustan og Addi rokk auk látúnsbarkans Bjama Arasonar og hljómsveitin Centaur bættist við á síðustu stundu. Þessu til viðbótar verður síðan hljómsveitakeppni sautján hljóm- sveita. Til keppni hafa verið skráðar eftirtaldar hljómsveitir: Sogblettir, Daisy Hill Puppy Farm, Loxins Hvessir, Blátt áfram, Glapræðisherinn, Bændur og búalið, Nýdönsk, Kvass, Sjáls- fróun, Pain of the Neighborhood, Vallasex, Bootlegs, Sahara, Þmmumar, Candyman og Róbert bangsi í 75 ár. Ekki má síðan gleyma Jóni Rfkharðssyni sem kemur einn fram. ÞJÓRSÁRDALUR í Þjórsárdal verða aðalsveitim- ar Foringjamir og Lótus en því til viðbótar koma Sniglabandið, Bláa bílskúrsbandið og Hjörtur Benediktsson fram. Foringjamir ætla sér að kynna nýja plötu sína, Komdu í partí, og plata Stuð- kompanísins, Skýjum ofar, verður einnig kynnt. SKELJAVÍK Ekki hefur borið eins mikið á Skeljavíkurhátíðinni og öðmm hátíðum, en þó létu mótshaldarar vel af síðustu hátíð, sem þótti takast vel. í Skeljavík að þessu sinni verður Bítlavinafélagið aðal- númerið, en auk þess verður Sverrir Stormsker á staðnum og hljómsveitin Dolby frá ísafírði. GALTALÆKUR Bindindismótið í Galtarlæk verður nú haldið tuttugasta árið og nú verður þar meiri tónlist en oft áður. Þar koma fram hljóm- sveitimar Metan frá Sauðárkróki, Kvass frá Stykkishólmi og Rocky frá Skagaströnd sem allar vöktu athygli f Músíktilraunum Tóna- bæjar og Bylgjunnar í vetur, en Metan varð þar í öðm sæti og Kvass í því þriðja. Einnig koma fram Guðmundur Pétursson úr Bláa bílskúrsbandinu, Rauðir flet- ir og Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. VESTMANNAEYJAR Á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verða Greifamir aðalhljómsveitin. Einnig skemmta hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Eyja- menn auk Pálma Gunnarssonar, Höllu Margrétar Ámadóttur og Björgvins Halldórssonar. Við ofangreint má síðan bæta að hljómsveitin Xplendid og þeir Bjami Tryggva og Sverrir Storm- sker koma fram í Skjólbrekku laugardagskvöldið 1. ágúst og sunnudagskvöldið 2., hljómsveitin Goðgá skemmtir í Miðgarði, Tríó Andra Bachmann skemmtir við Hreðarvatn, Hljómsveit Stefáns P. skemmtir á Kirkjubæjark- laustri, hljómsveitin Lögmenn leikur í Vfk í Mýrdal og hljóm- sveitin Ciystal leikur í Hofgarði í Öræfasveit. Samantekt: Árni Matthíasson Skriðjöklar skenunta í Atlavík. Morgunbiaðia/Bjami Újósmynd/BS Guðmundur Pétursson og Bláa bílskúrsbandið skemmta á tveim- ur stöðum um helgina, í Galtalæk og i Þjórsárdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.