Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 49 Afmæliskveðja: A Ingi Ardal stórkaupmaður Öðlingurinn, stórkaupmaðurinn, og stórvinur minn og mágur, Ingi Árdal á Lokastíg 7 í Reykjavík er áttræður mánudaginn 3. þ.m. Heið- arleiki, snyrtimennska, lipurð og greiðvikni eru höfuðkostir góðs verslunarmanns. Svo vill til að með þessari upptalningu eru höfuðein- kenni afmælisbamsins jafnframt tíunduð. Grandvarari og betri dreng, ávallt reiðubúinn til að rétta öðmm hjálparhönd, er örðugt að ímynda sér. Færi betur að verslun- arstéttin, og fleiri stéttir, ættu marga slíka innan sinna vébanda. Mér fínnst stórafmæli vinar míns á hátíðisdegi verslunarmanna lyfta þeirri stéttarímynd. Ingi Árdal fæddist austur í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, höfuð- bóli þeirrar fögru sveitar, sem dýr og blóm landsins byggja nú orðið ein. 0g einstaka kvikmyndagerðar- menn um stundarsakir. Foreldrar hans voru Theódóra Pálsdóttir Ár- dal skálds og Sigurður Baldvinsson frá Stakkahlíð, síðar póstmeistari í Reykjavík; og hæfíleikann til að breiða sig út yfir alla, hlífa sjálfum sér í engu, og vera öðrum innan handar með glöðu geði, hefír hann beint frá móður sinni. Um það get ég best borið, hún var tengdamóðir mín. Örlög réðu því að heiðurshjónin Guðný Vilhjálmsdóttir og Einar Sveinn Einarsson, föðurbróðir Inga Árdal, tóku hann að sér komungan á Seyðisfírði um stundarbil. En svo fór að hann ólst að öilu leyti upp hjá þeim og fluttist með þeim nokk- urra ára gamall til Reykjavíkur. Þeim Guðnýju og Einari Sveini varð ekki bama auðið. En auk Inga, gengu þau þremur systurbömum hennar í foreldrastað, að foreldrum þeirra látnum; þeim Sigfríði, Guðnýju og Vilhjálmi Bjamar. Guðný Vilhjálmsdóttir var annáluð merkiskona, sem ég var svo lánsam- ur að kynnast, en þá hafði hún misst mann sinn. Enginn sonur hefði getað reynst henni betri og umhyggjusamari en Ingi. Henni varð aldrei oflaunað atlætið í upp- vextinum. Ingi var 2 vetur í Menntaskólan- um í Reykjavík, en hélt síðan til Ameríku og var þar nokkur ár við verslunamám og störf, sem síðar kom í góðar þarfír. Eftir heimkom- una starfaði hann um stundarsakir á pósthúsinu í Reykjavík, en síðan allmörg ár hjá heildsölufýrirtæki Hallgríms Benediktssonar & Co. Upp úr því stofnaði hann eigið fyrir- tæki, Heildverslunina Ölfu, og rak það um langt skeið eða þar til fýrir fáeinum árum. Síðan hefír hann rekið snyrtivömverslunina Hygeu. Ingi Árdal kvæntist ágætri konu, Helgu Bjömsdóttur frá Karlsskála við Reyðarfjörð, árið 1934 og hafa þau ætíð búið á Lokastíg 7, þar sem Guðný fósturmóðir hans bjó einnig til dauðadags. Þeim Helgu og Inga varð tveggja bama auðið. Þau em Guðný Ardal, er starfar hjá Flug- leiðum, gift Gísla Alfreðssyni þjóðleikhússtjóra, og Bjöm Árdal, læknir, kvæntur Kolbrúnu Sæ- mundsdóttur, píanóleikara. Bama- börnin em 9 að tölu, hæfileikafólk. Ingi og Helga komu sér snemma upp sumarhúsi við Elliðavatn, sem þau hafa verið að byggja við og rækta skóg. Þar hefír löngum verið unaðsreitur þeirra, bama þeirra og bamabama og fleiri skyldmenna. Þar hafa þau dvalist allt sumarið og notið sældar og fegurðar lífsins með vinum sínum. Vinur minn má heita við sæmilega heilsu eftir at- vikum og aldri, kvartar a.m.k. ekki. Þó var líðanin slakari um skeið en þá herti hann fangbrögðin við Elli kerlingu og lætur ekki undan síga fyrr en í fulla hnefana. Hann var heldur ekki og er ekki einn í ráðum í þeirri glímu, heldur hefír eiginkon- an verið honum ómetanlegur styrkur og þeim mun meiri sem meira afls var þörf. Þá hefír honum einnig reynst dtjúgt að hann var íþróttamaður á yngri árum, og á seinni ámm hefir sundið áorkað miklu. Það er einlæg ósk okkar Álfheiðar að þessi vinur okkar og bróðir lifi enn lengi, en umfram allt vel, eins og hann hefír ávallt gert. Guð blessi góðan dreng. Emil Björnsson BrSds Arnór Ragnarsson 50 pör mættu í sumarspila- mennskuna sl. fímmtudag og var þá spilað í 4 riðlum. A-riðill Stig Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 255 Gróa Guðnadóttir — Guðrún Jóhannesdóttir 242 Júlíana Isebam — Margrét Margeirsdóttir 242 Sigrún Pétursdóttir — Gunnþórunn Erlingsdóttir 234 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 221 B-riðiU Stig Þórður Bjömsson — Birgir Öm Steingrímsson 195 Friðjón Margeirsson — V aldimar Sveinsson 194 Eyjólfur Magnússon — Ólafur Bergþórsson 184 Karen Vilhjálmsdóttir — Þorvaldur Óskarsson 175 C-riðUl Stig Anton R. Gunnarsson — Hjálmar Pálsson 223 Sigurður B. Þorsteinsson — Haukur Ingason 199 Stefán Pálsson — Steinberg Ríkharðsson 186 Amar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 177 Valdimar Elísson — Lúðvík Wdowiak 163 D-riðill Stig Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 107 Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 105 Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 86 Skor Antons og Hjálmars í C- riðli er sú hæsta á sumrinu. Eftir 22 spilakvöld í sumarbrids gæti staðan í bronsstigakeppninni varla verið tvísýnni: Sveinn Sigurgeirsson 288, Jacqui McGreal 287, Þorlákur Jónsson 258, Jón Stefánsson 255, Hulda Hjálmarsdóttir og Þórarinn Andrewsson 230, Þórður Bjömsson 179, Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórsdóttir 159. Hressilega skemmtunl SÓL Þverholti 17-21, Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.