Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 Ætla norður á Sauðárkrók ENN á ný er verslunarmannahelgin gengin í garð. Hún er raunar orðin helgi allra stétta. Þeir eru ófáir sem allan ársins hring halda sig við heimabyggð sína, en verða gripnir undarlegri útþrá þessa einu helgi og þeysa á vit náttúrunnar. Aðrir vita í Topphúsinu Austurstræti tóku á móti okkur tvær ungar stúlkur sem heita Árný Halldórs- dóttir og Guðný Helgadóttir. Arrlý hefur unnið verslunarstörf undanfarin þijú ár en Guðný sem er 13 ára hleypur í skarðið þegar þörf krefur á sumrin. Ámý sagði að laun sín væru þolanleg núna og mun skárri en þau voru fyrir þremur árum þegar varla var hægt að lifa af þeim. „Ég held að lq'örin hafi batnað eitthvað því mér finnst ég hafa meira á milli handanna nú en t.d. í vetur". Ámý kvaðst ekki vera hlynnt því að vinnutíminn yrði lengdur því fólk yrði flótlega leitt á því að vinna á sama staðnum allan daginn. Hins vegur kvaðst hún halda að ■ það kæmi betur út, launalega séð, fyrir afgreiðslufólk að vinna hálfan dag- inn í einni verslun og hinn helming dagsins í annarri. Amý sagðist alltaf taka sér frí yfír verslunarmannahelgina og núna ætlar hún að skella sér norður á Sauðárkrók. Guðný sagðist vera dóttir eig- anda búðarinnar og vinna bara á sumrin. Hún hefur 100 krónur á tímann og finnst það alveg ágætt. Hún sagði að sér þætti ekkert sérs- taklega skemmtilegt að vinna í búð og vildi ekki leggja það fyrir sig í framtíðinni. Hún ætlar til Sauðárkróks um helgina eins og Ámý. FÉLAGAR í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur eru ekki eingöngu i afgreiðslustörfum. Stór hluti þeirra vinnur á skrif- stofu. Blaðamaður hitti að máli Ingibjörgu Þóru Ólafsdóttur, sem vinnur sem ritari á skrif- stofu Félags íslenskra iðnrek- enda. enga helgi betri til að halda sig heima; þá loks fá þeir langþráða kyrrð í stað havaða, þrengslá og streitu bæj arlífsins. En upphafíð að þessari sérstöku helgi er fólkið sem vinnur verslunarstörf í sínu daglega lífi. Aukafrídagurinn er fyrst og fremst því til heiðurs. Morgunblaðið kom að máli við nokkra félaga í samtökum verslunarfólks af því tilefni. Stelpan vildi ekki tjalda í laut þar sem enginn væri - Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir skrif- stofumaður í spjalli Morgunblaðið/BAR Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir við vinnu sína á skrifstofu Félags íslenskra iðnrekenda. og hefðu því nokkra sérstöðu. En um réttindi og skyldur færu þau í einu og öllu eftir því sem kveðið væri á um fyrir félaga í VR, nema kannski ef um verkfall og þvíumlíkt yrði að ræða, þá myndu þau að líkindum vinna þótt félagar í VR legðu niður vinnu. Þóra sagðist fá nokkru hærri laun en taxti VR segði til um, enda væri hún komin með sextán ára starfsreynslu. „Launin eru sæmileg," sagði Þóra, „en þau hafa ekki hækkað í samræmi við verð á lífsnauðsynj- um. Það gengur því ekki vel að lifa af þeim. Eg borga um tíuþús- und í skatta á mánuði, rúmar tvöþúsund í iífeyrissjóð og bíllinn fer með svona tvöþúsund í hvert skipti sem ég fylli tankinn. Margt fleira tínist til og þegar allt er saman komið er það streð að láta enda ná saman. Samt er ég í eig- in íbúð. Fyrir svona tóif til fimmtán árum gat ég farið og keypt mér einhveija nýja flík reglulega, en í dag reynir maður að fara á útsölur eða sauma á sig sjálfur til að geta verið sæmilega klæddur." - Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í tilefni frídagsins? „Ég er persónulega ekki mikið fyrir að fara þangað þar sem er margt fólk. Samt er ég að hugsa um að fara eitthvert núna. Ég fæ náttúrulega ekki strákinn minn sem er 16 ára með mér, en stelp- an mín sem er 11 ára er að hugsa um að koma með. En hún til- kynnti mér að hún vildi sko ekki fara eitthvert út í náttúruna og tjalda í laut þar sem enginn væri. Hún vildi vera þar sem væri fullt af fólki.“ Nóg að vínna ' niu til sex í kjöt- og fiskborðinu í Víði Áusturstræti vinnur Ólafía Sig- ilrðardóttií- ásamt öðrum. Við tókum Ólájfíu tali og spurðum fyrst hvort hún væri ánægð með sín kjör eða kjör verslunarfólks /almennt. » ’• Ólafía sa^ði að kjörin væru ekki nógu góð og að launin ma^ttu vera mun hærri hjá þeim lægst launuðu. „Mér finnst lqörin hafa versnað á undanfömum árum og maður hefur alltaf minni og minni peninga á milli handanna. Það lifír enginn af faxtalaununum einum saman og fólk verður því að taka þá auka- vinnu sem því býðst til þess að láta enda ná saman". Hvað varðar lengri opnunartíma • verslana sagði Ólafía að sér fyndist alveg nóg að vinna frá 9 til 18. •• Hún sagði að það hefði litla þýðingu fyrir verslanir í miðbænum hafa opið lengur en það væri annað mál • með stórmarkaðina. „Við höfum • haft opið á föstudögum til 19 en . fólk hefur ekki notfært sér það. Fólk fer úr miðbænum upp úr sex og verslar þá frekar í stórmörkuð- um á leiðinni heim“. Að lokum sagðist Ólafía taka frídag verslunarmanna frekar al- varlega og ætlaði að bregða sér í sumarbústað austur fyrir fyall um helgina. Arný Halldórsdóttir og Guðný Helgadóttir afgreiðslustúlkur í Topp- húsinu. Þóra kvaðst raunar aðeins greiða í lífeyrissjóð VR, en ekki borga félagsgjöld, þar sem þau á skrifstofu FII væru í vinnu hjá samningsaðila í kjarasamningum Slæmt að taxtamir skuli vera svona - segir Ólafur Þórðarson, deild- arstjóri hjá Máli og menningu í BÓKABÚÐ Máls og menningar vinnur Ólafur Þórðarson sem deildarstjóri íslenskra bóka. Hann kveðst hafa byrjað hjá fé- laginu haustið 1960 og hafi hann verið alfarið í versluninni frá 1967. Ólafur sagði, þegar hann var spurður hvemig honum þættu laun- in, að hann fengi ekki greitt samkvæmt taxta verslunarmanna- félagsins þótt hann væri félagsmað- ur og taldi hann það eiga við alla fasta starfsmenn Máls og menning- ar. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu VR eru menn komnir í hæsta launaflokk í almennum störf- um eftir tíu ára starf. Það þýðir í peningum 37.026 krónur á mánuði. Ólafur var spurður að því hvemig honum litist á að lifa af þessari upphæð á mánuði. * „Manni finnst það slæmt að taxt- amir skuli vera svona og það skuli vera til fólk sem þarf að búa við þetta. Þetta eru ekki lífvænleg laun. Það er illt að eiga undir því hvort maður er svo heppinn að vera hjá vinnuveitanda sem borgar mann- sæmandi laun eða ekki. Þau ættu að sjálfsögðu að vera umsamin fyr- ir alla í töxtunum." - Eru menn hér við Laugaveginn hræddir um að Kringlan komi til Morgunblaðið/Einar Falur „Það er kominn matartími hjá vequlegu fólki klukkan sjö.“ Ólafur Þórðarson, deildarstjóri islenskra bóka hjá Máli og menningu við Laugaveg. með að draga til sín viðskipti frá honum? „Við teljum að ekki fari hjá því að hún dragi til sín töluvert. Vissu- lega eru menn kvíðnir þegar nýtískuleg, stór verslunarsamstæða kemur til skjalanna. En ég held að Laugavegurinn verði ekki sérstak- lega fyrir barðinu á henni. Og það fer ekki hjá því að fólk fari aftur að versla á Laugaveginum þegar hjá líður. í ráði er að Kringlan verði opin frá klukkan 9.30 á morgnana til klukkan 19.00 frá mánudegi til fimmtudags og til klukkan 20.00 á föstudögum. A laugardögum er svo ætlunin að hafa opið frá klukkan 9.30 til 18.00. Blaðamaður spurði Ólaf hvemig honum litist á þennan opnunartíma verslana. „Fyrir mína parta finnst mér þetta ekki gott fyrir starfsfólkið. Ég sé ekki í hvað tíminn frá klukk- an níu til hálftíu nýtist ókkur. Hins vegar munar miklu um það hvort maður er búinn að vinn klukkan sex eða sjö á kvöldin. Það er kominn matartími hjá venjulegu fólki klukkan sjö. Mér líst sérstaklega illa á þetta. Svo er þetta líka alltof langur vinnutími sex daga vikunnar ef ekki eru vaktaskipti." - Ætlarðu að ferðast eitthvað um helgina? „Ég er að hugsa um að skreppa norður í land, til Akureyrar. - Á að liggja í norðansólinni eða stunda einhver áhugamál? „Ætli ég renni ekki fyrir silung. Að lokum óska ég öllu verslunar- fólki til hamingju með daginn." i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.