Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Fjölmiðlar og friðhelgi Irefsilögum eru ákvæði um meiðyrði, þar á meðal er snúa helst að fjölmiðlum. í 241. gr. segir: „í meiðyrðamáli má dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess, sem misgert var við. Dæma má þann, sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjár- hæð til þess að standa kostnað af birtingu dóms, atriðisorða hans eða forsendna jafnframt, eftir því sem ástæða þykir til í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum.“ Það eru ekki einungis fréttamenn sem eiga að gæta sín samkvæmt lögunum heldur einnig og ekki síður þeir opin- berir starfsmenn sem falið er meðferð trúnaðarmála sam- bandi við sakamál o.fl. í 229. gr. refsilaga segir: „Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamál- efnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skai sæta sektum eða varðhaldi allt að 1 ári.“ Og í 230. gr. seg- ir: „Ef maður, sem hefur eða haft hefur með höndum starf, sem opinbera skipun, leyfi eða viðurkenningu þarf til að rækja, segir frá einhveijum einkamál- efnum, sem leynt eiga að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, þá varðar það sektum eða varðhaldi. Sömu refsingu varðar einnig samskon- ar verknaður þeirra manna, sem aðstoðað hafa ofangreinda menn í starfí þeirra.“ Borgardómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann úrskurð að ummæli í forsíðufrétt Þjóð- viljans í janúar 1986 um Guðmund G. Þórarinsson, nú- verandi alþingismann, séu ósönn og rakalaus. Hefur ritstjórum blaðsins á þessum tíma, Áma Bergmann og Össuri Skarphéð- inssyni, verið gert skylt að greiða stefnanda, Guðmundi G. Þórarinssyni, 100 þúsund kr. í skaðabætur, 25 þúsund kr. sekt hvor um sig. 50 þúsund kr. til að kosta birtingu dómsins og 75 þúsund kr. í málskostnað eða samtals 275 þúsund kr. Einnig er ritstjórunum gert skylt að birta dómsforsendur og dómsorð óstytt og á áberandi stað á for- síðu Þjóðviljans. Er hér líklega um að ræða einhvem þyngsta dóm sinnar tegundar hér á landi og sérstaka athygli vekja fyrir- mæli dómsins um birtingu úrskurðarins á forsíðu blaðsins. Þegar hefur komið fram af hálfu annars ritstjóra Þjóðvilj- ans, Össurar Skarphéðinssonar, að málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Allar umræður um úrskurð Borgardóms hljóta að taka mið af því að endanlegur dómur er ekki fallinn. Úrskurð- urinn gefur þó fullt tilefni til að íhuga nokkur atriði er mál af þessu tagi varða. Það er almennt viðurkennt að úölmiðlar hér á landi hafa að undanförnu orðið ágengnari í umfjöllun um menn og málefni en áður, a.m.k. hvað snertir einkamál manna. Nú er hiklaust fjallað um atriði sem fyrir fáum ámm hefði jafnvel þótt óviðeig- andi að nefna, auk þess sem fólk virðist stundum kunna því vel að einkamál þess séu borin á torg, og þá ekki síst stjórn- málamenn sem gefa dómgreind- arlitlum fjölmiðlumm einatt undir fótinn í heldur vafasömu og óviðfelldnu auglýsingaskyni. Efnistök fjölmiðlanna em líka óvægnari en verið hefur nokkur undanfarin ár og er það miður, en sú var tíðin að ofstækisfull og óvægin pólitík úöluiiðlanna gerði þetta litla þjóðfélag okkar að friðlausu víti, ekki síst á fjórða áratugnum. Ýmsir þættir í hinni opinskáu fjölmiðlun em vafalaust óhjá- kvæmilegir í nútímaþjóðfélagi. Sumir em þess eðlis að beinlínis er um framfaraspor að ræða. Það virðist hins vegar vera mjög útbreidd skoðun meðal almenn- ings að fjölmiðlunum hætti stundum til að ganga of langt í fréttaflutningi og annarri um- fjöllun. Þeir sýni einstaklingum ekki nægilega tillitssemi og virði ekki sem skyldi friðhelgi einka- lífsins. Þá séu þeir stundum ótæpilega fullyrðingasamir og fljótir á sér. Þá er oft siglt und- ir vafasömu flaggi „rannsóknar- blaðamennsku" sem getur verið dulbúin hnýsni í viðkvæm einka- mál, jafnvel rétt eins og fjölmiðl- ar eigi að gegna híutverki réttvísinnar í landinu eins og hún sé ekki nægilegt aðhald í sjálfri sér. Þannig geta fjölmiðl- ar stundum þóst gegna hlutverki ákæm- og dómsvalds í einu. Hlutverk fjölmiðla er fyrst og síðast upplýsingamiðlun og að- hald, ef svo ber undir. En þeir eiga hvorki að vera ákærandi né dómsvald. Nafnbirtingar á að stunda við játningu, t.a.m. í morðmálum, og við dóm, enda hafa þá þeir aðilar kveðið upp úrskurð sem hafa það hlutverk með höndum. Annars em nafnbirtingar ávallt viðkvæmt mál, ekki síst fyrir heiðarlega fréttamenn. Þær em dómur í sjálfu sér. En hjá þeim verður oft ekki komist, jafnvel þótt dómur liggi ekki fyrir. Þá reynir á heiðarleika og réttlætis- kennd ritstjóra. Ölvun við akstur er vítavert afbrot, ekki síst ef það hefur slys í för með sér. En nafnbirting þeirra sem tekn- ir em ölvaðir við stýri getur hefnt sín, t.a.m. ef viðkomandi er svo sýknaður af ákæm þess efnis. Einnig telja margir að nefna eigi nöfn kynferðisaf- brotamanna, ekki síst ef böm em fómarlömbin, og mætti vel íhuga það. En þó er ömggast að bíða dóms svo að saklaust fólk verði ekki dæmt að ósekju í fjölmiðlunum. En allt em þetta erfið mál og viðkvæm. Afstaða Ú’ölmiðla til þess hvemig með- höndla á viðkvæm efni og álitamál er harla misjöfn. Og fráleitt er að setja alla fjölmiðla, blöð, tímafit, útvarp og sjón- varp, undir sama hatt, en að sjálfsögðu er þó enginn óskeik- ull. Sú ályktun er ótæk að sam- keppni fjölmiðla sem slík þurfi að vera af hinu illa, enda er vönduð blaðamennska, siðuð fjölmiðlun, vissulega víða stun- duð og allar alhæfingar út frá einstökum dæmum varhuga- verðar. Ekki viljum við hverfa til þess ástands þar sem engin samkeppni er milli fjölmiðla og fulltrúar ríkisins skoða efnið áður en það er birt almenningi. Prentfrelsi er einn af homstein- um í stjórnarskrá okkar og hömlur á því em ekki góðs viti. Hér á landi hefur líklega ver- ið álitið að aðhald almennings nægði fjölmiðlunum. Þeir myndu ekki birta efni sem stork- aði sómatilfinningu og siðferðis- kennd fólks, þar sem þeir myndu þá tapa grundvelli sínum, sem er áhugi lesenda, áhorfenda og hlustenda. Þegar út af því hefur bmgðið hafa þau mál yfirleitt verið afgreidd með sáttum milli einstaklinga og fjölmiðla eða úrskurði siðanefndar Blaða- mannafélagsins, hafí málin verið kærð eða gerð rekistefna út af þeim á annað borð. Ekki em allir sem hafa aðstöðu eða upp- burð í sér til að mæta yfirgangi fjölmiðla og skiljanlegt er að mönnum geti fallist hendur gagnvart þeim. Kvartanir um tillitsleysi ijöl- miðla hafa hins vegar ágerst mjög upp á síðkastið og málum sem fara fyrir siðanefnd Blaða- mannafélagsins fjölgað vem- lega. Úrskurðir siðanefndar em að jafnaði aðeins birtir í frétta- bréfi Blaðamannafélagsins, en margir telja að það séu ónógar bætur fyrir óvandaðan og ámæl- isverðan fréttaflutning. Guð- mundur G. Þórarinsson stefndi Þjóðviljanum eftir að siðanefnd- in hafði úrskurðað honum í vil, þ.e. að fréttaflutningur Þjóðvilj- ans væri mjög ámælisverður. Ef til vill er sá tími að renna upp að menn leiti beint til dóm- stóla þegar þeir telja fjölmiðla meiða æm sína eða valda sér tjóni á annan hátt. Verði úr- skurður Hæstaréttar svipaður úrskurði Borgardóms er ekki ólíklegt að sú verði þróunin. Traust manna á þessa leið til að fá uppreisn æm aukist. Reyn- ist þetta rétt em viss þáttaskil að verða í sögu fjölmiðlunar á íslandi. Fjölmiðlamenn hljóta að fallast á að það aðhald sem slík skipan skapar er nauðsynleg og réttmæt. Frelsi fjölmiðlanna er að sönnu hið mikilvægasta mál, en hið sama má líka segja um æm manna og óflekkað mann- orð og rétt fólks gagnvart ónærgætnum, dómhörðum og fljótfæmm fréttamönnum. Þá mættu sektir fyrir meiðyrði hækka því þær em eina að- haldið sem margir skilja. Safari-fei Italaum fc ítalimir 170, sem ferðast um landið á Fiat Panda 4x4-bílum, höfðu næturgist- ingu á tjaldstæðinu hjá Laugum í Sælingsdal í nótt. Þaðan fóru þeir upp úr kl. 8 í morgun og héldu vestur á firði og þræddu norður- strönd Breiðafjarðar. Ferðin varð þeim nokkuð tafsöm, þar sem margt bar fyrir augu á leiðinni. M.a. vakti það mikla athygli þeirra, að sjá seli í flæðarmálinu í Kollafirði og vörðu þeir flestir rniklum tíma í að skoða þá og taka myndir. Lengst stoppuðu þeir þó við Dynjandafossana og gengu margir þeirra allt upp undir Fjallfossinn. Þeim, sem blaðamaður hafði tal af, þótti leiðin að fossunum (frá næturstað) löng og þreytandi, en eftir að hafa séð fossana, sögðu þeir erfiðið hafa verið fyllilega þess virði og dáðust að fegurð þeirra. Til Isafjarðar kom hópurinn um kvöldmatarleytið og á náttstað við íþróttavöllinn. Fréttir um utan- vegaakstur og náttúruspjöll hafa snert taugar Italanna og leggja þeir mikla áherslu á, að ganga vel um og fararstjórar þeirra eru sýni- lega á varðbergi gagnvart öllum hugsanlegum víxlsporum í þá veru. Það sást berlega á leiðinni vestur, að þetta fólk hefur ekki torfæru- leiki í huga, því að hvarvetna sem það stansaði til að skoða einhver náttúrufyrirbæri, lagði það bílunum á vegarbrún eða á sérstökum bfla- stæðum, þar sem þau 'voru til staðar, og gekk síðan á vettvang. Þar sem hópurinn er ærið mislit- ur og á öllum aldri, leitaði blaða- maður upplýsinga um fólkið og hvað hefði dregið það til þessarar íslandsferðar. Fylgja hér með viðtöl við nokkra þátttakendur og síðar inunum við ræða við fleiri. „Hefur lengi langað til íslands“ Þeir Sergio Garretti og Eduardo Strattabosco eru í samfloti ásamt frú Garretti. Eduardo rekur auglýs- ingastofu í Mflanó og í þessari ferð tekur hann myndir fyrir tímaritið Weekend, sem gefið er út á Ítalíu og fjallar um ferðamál. Sergio rek- ur hins vegar fyrirtæki í Mexíkó, þar sem framleidd eru og seld tísku- föt. Hann kom gagngert frá Mexíkó ásamt konu sinni til þess að fara með Eduardo í þessa ferð. „ísland er svo ólíkt Ítalíu og öðr- um suðrænum Iöndum, mig hefur lengi langað til að kynnast því og núna lét ég verða af því þegar þetta tækifæri bauðst. Mér þykir mest varið í, að skoða ókunnar slóðir og sækist eftir því, forðast ferða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.