Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Sigurgeir Þjóðhátíðin íEyjum settígær Þessi glaðlegu mæðgin voru í Heijólfsdal í gær við upphaf þjóð- hátíðar, bæði í eins þjóðhátíðargalla. Móðirin heitír Sigrún og sonurinn Sigmar Þór. Gleðilega þjóðhátíð! Hvalvertíðin 1986: Búíð að flytja tæp 49% hvalkj ötsins út Áætlað útflutningsverð 330 milljónir Frá Jóni Angeiri SigurðBayni, fréttaritara Morgunblaðsin* i BandarOqunum. HELMINGUR hvalkjötsins, sem fékkst af þeim 116 hvölum sem veiddir voru í vísindaskym á vertíðinni sumarið 1986, hefur þegar verið fluttur út til Japan. Heimildarmenn i Washington, sem fylgst hafa með verðlagi á hvalaafurðum í Japan, te\ja verð- mæti afurða hvalveiðanna i fyrra nema rúmlega 330 miUjónum króna. Smásöluverðmæti kjöts- ins, þegar það er komið í verslan- ir í Japan, er hinsvegar um 820 miiyónir króna. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum fengust alls 2.157,7 tonn af kjöti af þeim 76 langreyðum og 40 sandreyðum sem veiddust á hvalvertiðinni síðastliðið sumar. Ennfremur fengust 1.720,7 tonn af öðrum afurðum en kjöti. Sjávar- útvegsráðherra féllst í fyrra á óskir Bandaríkjamanna um að leggja þann skilning í samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins í Malmö vorið 1986, að einungis mætti flytja út allt að 49 prósent af afurðum sem fást úr hvalveiðum í vísindaskyni. Mestur hluti hvalkjötsins var fluttur út með japanska skipinu Biyo Maru. Það lestaði 843,8 tonn af hvalkjöti ( júníbyijun og auk þess 467,7 tonn af öðrum hvalaaf- urðum. Álafoss Eimskipafélagsins lestaði 202,5 tonn af hvalkjöti og 65,5 tonn af öðrum afurðum um miðjan maí. Alls voru því flutt út 1.046,3 tonn af hvalkjöti eða 48,5 prósent af þvf hvalkjöti sem fékkst með vísindaveiðum árið 1986. Minna hlutfall var flutt út af öðrum hvalaafurðum, alls 533,3 tonn eða 31 prósent. Samtök í Washington sem fylgj- ast með verðþróun á hvallgöti í Japan og annars staðar, en óska eftir nafnleynd, meta verðmæti út- flutnings Hvals hf. þannig: Útflutt hvalkjöt af veiðum árið 1986, kom- ið um borð í skip (fob-verð), er metið á 6,9 milljónir bandaríkjadoll- ara eða 269 milljónir króna. Aðrar afurðir metnar á 1,6 milljónir doll- ara eða 62,4 milljónir króna. Þá er talið að heildsöluverð hvalkjötsins sé um 14 milljónir dollara i Japan og smásöluverðmæti alls um 21 milljón dollara. Verðmæti kjötsins þrefaldast því á leiðinni úr höfn á Islandi í hendur neytenda í Japan. Samkvæmt samningi sjávarút- vegsráðuneytisins ogHvals hf., sem gerður var í maí 1985, skyldu 100.000 krónur, miðað við bygging- arvfsitölu í janúar 1985, renna til Hafrannsóknastofnunar fyrir hvem veiddan hval. Sfðan skyldi staðinn straumur af útgerðar-, verkunar- og framleiðslukostnaði Hvals hf. og þær tölur staðfestar af endurskoð- endum. Afgangurinn, ef söluand- virði hvalaafurðanna reynist hærra en áðursagðar greiðslur, rennur óskiptur í sérstakan sjóð í vörslu sjávarútvegsráðuneytisins. Á hinn bóginn er tap af rekstrinum alfarið á áhættu og ábyrgð Hvals hf. Rannsókn á tíðum flugslysum MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, hefur skipað finun manna nefnd til að skoða Vörur Mjólkursamsölunnar undanþegnar söluskatti: Matarlyst fjármálaráð- herra kemur á óvart - segir Davíð Scheving Thorsteinsson „ÞETTA ER náttúrlega rakin mismunun,“ sagði Davíð Schev- ing Thorsteinsson, iðnrekandi, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður álits á tilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins til Mjólkursamsölunnar i gær um að allar mjólkurvörur skuli und- anþegnar söluskattí. Þetta þýðir að t.d. Kókómjólk, Mangó-sopi og Jógi munu ekki bera sölu- skatt. Skatturinn fellur þó á is og idýfur. „Þetta kemur manni þó ekkert á, óvart því þetta er einungis fram- hald á þeirri óstjóm sem ríkt hefur hér á landi undanfarin 27 ár. Þess- ar vörur Mjólkursamsölunnar bera engin opinber gjöld en vömr eins og Svali, sem em í samkeppni við afurðir Mjólkursamsölunnar, þurfa að bera bæði 25% söluskatt og 24% vömgjald. Það sem kemur manni helst á óvart er matarlyst Jón Baldvins Hannibalssonar, flármálaráðherra, sem þama er að éta ofan í sig eig- in orð og stefnuyfirlýsingu flokks síns á þennan hátt. Hann virðist hafa mjög góða matarlyst." „Samkvæmt reglugerðinni vom þessar vömr ekki undanskildar en Kaupmannahöfn: LÖGREGLUMENN fíkniefna- deildar lögreglunnar i Kaup- mannahöfn leita nú nokkurra fslendinga, sem fara huldu höfði. Tengjast þeir máli hins 53 ára gamla íslendings, sem gripinn var með 1,3 g af am- fetamíni fyrir nokkru. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa fjórir aðrir íslendingar verið handteknir í tengslum við þetta mál. Tveir menn og ein kona vom handtekin í Málmey og einn íslendingur til viðbótar var handtekinn í Gauta- borg. Annar mannanna, sem var handtekinn í Málmey, hefur þegar verið framseldur til Kaupmanna- hafnar, en hinn, sem talinn er nú er verið að skilgreina þær sem mjólkurvörur svo þær þurfi ekki að bera skattinn. Það þurfti að taka af allan vafa,“ sagði Sigurður Þórð- arson, skrifstofustjóri f Qármála- ráðuneytinu f samtali við Moigunblaðið. „Með þessari ákvörðun er verið að halda óbreyttu fyrirkomulagi frá því sem var hvað varðar þessar vömr. Fyrst og fremst er auðvitað verið að vemda fslenskan landbúnað." Ekki náðist f Jón Baldvin Hanni- balsson, flármálaráðherra, út af þessu máli f gær þar sem hann lfkt og svo margir aðrir hafði bmgðið sér úr bænum yfir verslunarmanna- helgina. sérstaklega orsakir tíðra slysa í einkaflugi á íslandi og gera tillög- ur um hvemig auka megi öryggi i þvi, segir i frétt frá samgöngu- ráðuneytinu. _ Skal úttekt nefndarinnar m.a. ná til menntunar og þjálfunar einkaflug- manna, fyrirkomulags einkakennslu, þ.m.t. þjálfunar flugkennara, og regina um flug einkaflugvéla. 1 nefndinni em eftirtaldir menn: Karl Eirfksson, forstjóri, en hann er formaður Rannsóknamefndar flug- slysa. Karl er jaftiframt formaður nefndarinnar. Pétur Einarsson, flug- málastjóri, Jóhannes Snorrason, fyrrv. yfirflug8fjóri, Leifur Ámason, flugmaður, en hann er tilneftidur af Félagi ísl. atvinnuflugmanna, og Skúli Jón Sigurðsson, deildarstjóri í Loftferðaeftirlitinu, en hann verður ritari nefndarinnar. Samgönguráðherra hefur óskað eftir þvf við neftidarmenn, að þeir ljúki störfum fyrir nk. áramót. Heimsmeistaramótið í Bagiuo: Slæmt gengi Islendinganna Lögreglan leitar að Islendingum í felum ÞRÖSTUR Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson, sem keppa á heimsmeistaramóti unglinga i Bagiuo á Filippseyj- um áttu frekar slæman dag i gær. Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við Femandes frá Spáni og Hannes Hlífar tapaði fyrir Martin frá Nýja Sjálandi. Anant frá Indlandi er nú í efsta sæti með 9lA vinning og í 2.-3. sæti eru Sovétmennimir Ivanchuk og Serper með 8V2. Þröstur er í 10.-16. sæti með 7 vinninga og Hannes Hlífar er nokkru aftar með 4*/2VÍnning. Keppendumir eiga frí í dag, en lokaumferðin verður tefld á sunnudag. Á fimmtudaginn gekk þeim fé- lögum heldur ekki sem skyldi; Þröstur gerði jafntefli við Rechlis frá ísrael og Hannes Hlífar tapaði fyrir DeGarve frá Frakklandi. höfuðpaur þessa máls, áfrýjaði ákvörðun um framsal, þ.a. framsal hans tefst. Að sögn lögreglunnar í Kaup- mannahöfn er lögreglan fallin frá þeirri kenningu sinni, að um sé að ræða flutning 3 kg af amfet- amíni frá Hollandi, aðeins sé um 1 kg að ræða og það sé þegar fundið. Lögreglumaður sá, sem stjómar rannsókninni í Kaupmannahöfn, sagði, að enn væri ieitað nokkurra íslendinga f Danmörku í tengslum við þetta mál og starfsfélagar þeirra í Málmey og víðar væru að svipast um eftir fleirum. „Fólk þetta fór f felur þegar sá fyrsti var handtekinn, en ég geri ráð fyrir að ná til þeirra í næstu viku.“ Fríðrik Sophusson iðnaðarráðherra: Hljótum að leiðrétta hugsanlegt misræmi „ÞAÐ VAR ekki ætlunin, þegar um það var rætt i stjómar- myndunarviðræðunum að leggja söluskatt á matvæli, að mismuna samkyiya fram- Ieiðslu,“ sagði Friðrik Sophus- son, iðnaðarráðherra, í samtali við Morgunblaðið. „Sé hægt að sýna fram á að sú sé raunin h(jótum við að leggja áherslu á að það misræmi verði leiðrétt.“ Eins og kom fram í Morgun- blaðinu f gær telja iðnrekendur að listinn yfir þær vörur sem und- anþegnar eru söluskatti, hafi vísvitandi verið sniðinn til þess að hlífa vinnslustöðvum land- búnaðarins en söluskatturinn með ráðnum hug lagður á samkypja framleiðslu iðnfyrirtækja. „Iðnrekendur hafa borið þetta mál undir mig,“ sagði Friðrik, „og munum við Jón Baldvin Hanni- balsson, Qármálaráðherra, eiga saman fund á þriðjudaginn þar sem þetta verður rætt ásamt öðr- um málum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.