Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
á næstunm
ágúst
14.
ágúst
28.
ágúst
2.
KÖLN LEIGUFLUG Heimkoma frá Hamborg eða Amsterdam. Flug og bíll í 1 viku frá kr. 9.993.-
AUSTURRÍKI-UNGVERJALAND RÚTUFERÐ 15 dagar — Salzburg-Graz-Balaton-Budapest-Vín — Hálft fæði og fjöldi skoðunarferða. íslenskur farastjóri: Árni G. Stefánsson. Verð kr. 53.870.- 4 sæti laus.
TÚNIS 2 og 3 vikur Síðustu sætin til Túnis í haust. Stúdíóíbúðir Residence Hammamet án fæðis frá kr. 35.600.- 2 vikur (4 í íbúö) 40.400.- 2 vikur (2 í íbúð)
sept.
17.
sept.
COSTA DEL SOL 2 og 3 vikur Gististaðimir, sem slá í gegn, Principito Sol og Sunset Beach Club án fæðis frá kr. 36.910.- 3 vikur (4 í íbúð) 44.270,- 3 vikur (2 í íbúð) Bamaafsl. 2-11 ára kr. 12.000.- 12-15 ára kr. 9.000.-
FLORIDA 8, 15 og 22 dagar Brottför alla fimmtudaga frá 17. sept. á lækkuðu haustverói. Aðeins fyrsta flokks gististaðir: St. Petersburg: Alden, Colonial Gateway Inn, Brec- kenridge o.fl. Orlando: Holiday Inn, Embassy Suites, Econo Loge o.fl. Sarasota: Casa del Mar. Verð í 15 daga: Colonial Gateway Inn: 2 fullorðnir og 2 böm 2-12 ára kr. 24.980.- á mann 2 fullorðnir í herbergi kr. 38.300.- á mann Alden: 2 fullorðnir og 2 böm 2-12 ára kr. 26.400.- á mann 2 fullorönir í íbúð kr. 41.145.- á mann 10% afsláttur af gistingu á Alden í september.
Munið hagstæðu fargjöldin um allan heim með
Amarflugi, KLM, Flugleiðum og SAS.
Allra val FERDASKRIFSTOFAN
sacp
TJARNARGATA 10 SÍMI:28633
Að syngja sig heim
Kórinn frá Winnipeg fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar við.
þinghúsið í Kanada.
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Nítján manna kór frá Kanada
undir stjóm Helgu Anderson hélt
tónleika í íslensku óperunni og-
flutti gamla evrópska tónlist í
bland við íslensk sönglög og
kanadísk þjóðlög. Auk þess gat
að heyra í söngkvartett er nefnir
sig The easy T’s. Hér er á ferð-
inni fólk sem leitar tenglsa við
uppruna sinn, Vestur-íslendingar,
sem eru að syngja sig heim, ef
svo mætti segja. Söngur kórsins
var fallega útfærður og radd-
þýður. Á fyrri hluta efnisskrárinn-
ar voru flutt verk eftir gömlu
meistarana Vivaldi, Bach, Mozart,
Schutz og Faure en eftir hlé söng
The easy T’s nokkra gaman-
söngva.
Seinni hluti efnisskrár var að
meiri hluta einsöngslög. Valdine
Anderson söng Summertime eftir
Gershwin og eftir því sem stendur
í efnisskrá hyggst hún hefja nám
við Óperuskólann í Toronto í
haust, en á að baki nám í píanó-
og flautuleik. Valdine hefur fal-
lega rödd og söng Summertime
með þokka. Nokkrir aðrir af kór-
félögunum sungu einsöng og voru
flögur laganna íslensk einsöngs-
lög, Sólskríkjan eftir Laxdal, Ó,
blessuð vertu sumarsól eftir Inga
T. Lárusson, Á Sprengisandi eftir
Sigvalda Kaldalóns og Góða nótt
eftir Áma Thorsteinsson. Allir
sungu einsöngvaramir af þokka
en sérstaklega var ánægjulegt að
heyra Elmer Nordal, einn af elstu
félögunum í kórnum syngja Sól-
skríkjuna og Góða nótt.
í heild var söngur kórsins mjög
hljómfallegur og vel útfærður og
auðheyrt að stjómandinn Helga
Anderson kann vel til verka.
Henni til aðstoðar var Steward
Thomson, er lék með á píanó og
Valdine Anderson, sem auk þess
að syngja með kómum og einsöng
í Summertime, lék með á flautu.
Áréttíng frá Kristjáni
Einari Þorvarðarsyni
SÉRA Kristján Einar Þorvarðar-
son, nýkjörinn sóknarprestur í
Hjallasókn í Reykjavíkurpróf-
astsdæmi, hefur beðið Morgun-
blaðið að birta eftirfarandi
áréttingu vegna ummæla í við-
tali við hann sem birtist í blaðinu
31. júlí:
„I nefndu viðtali segir orðrétt
m.a.
„... Þótt ég geti fallist á það
sjónarmið að birta eigi nöfn um-
sækjenda ...“ (tilv. lýkur). Ég tel
að þessi ummæli mín megi mis-
skilja, en ég álít að það sé í fullu
samræmi við tilgang og anda hinna
nýju laga um veitingu prestakalla
að gera mönnum kleift að leita eft-
ir nýjum starfsvettvangi, án þess
að sú staða komi upp að menn eigi
ekki afturkvæmt til fyrra starfs.
Hér á ég að sjálfsögðu við þjónandi
sóknarpresta. Hin nýju lög kveða
ekki á um þetta atriði, en ég tel
þessa ákvörðun biskups, sr. Sigurð-
ar Guðmundssonar, og ráðamanna
kirkjunnar í samræmi við tilgang
og markmið nýju laganna. Á hitt
ber þó að líta að kirkjumálaráðu-
neytið hefur ekki enn gefíð út
reglugerð, en þar hlýtur endanleg
ákvörðun um framkvæmd laganna
að vera tekin.
o
NIPPARTS
Það er sama hverrar
þjóðar bíllinn er.
Við eigum varahlutina.
EIGUM A LAGER:
KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI, BREMSUHLUTI,
STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AOALLJÓS,
BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl.
KREDITKORTA ÞJONUSTA
Úrvals varahlutir
AMERISKAN BIL.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Hvammstangi:
Brotist inn í
Kaupfélagið
BROTIST'var inn í Kaupfélagið
á Hvammstanga í aðfararnótt
fimmtudags og stolið þaðan 90.
000 krónum úr skúffu í af-
greiðslu og skrifstofu. Óveruleg-
ar skemmdir voru unnar.
Innbrotið uppgötvaðist á fímmtu-
dagsmorgun, þegar starfsfólk kom
til starfa. Lögreglunni á Blönduósi
var tilkynnt um það og fer hún
með rannsókn málsins. Ekki hafði
þjófurinn náðst, en áfram verður
unnið að rannsókn málsins.
V^terkurog
U hagkvæmur
auglýsingamiðill!