Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 á næstunm ágúst 14. ágúst 28. ágúst 2. KÖLN LEIGUFLUG Heimkoma frá Hamborg eða Amsterdam. Flug og bíll í 1 viku frá kr. 9.993.- AUSTURRÍKI-UNGVERJALAND RÚTUFERÐ 15 dagar — Salzburg-Graz-Balaton-Budapest-Vín — Hálft fæði og fjöldi skoðunarferða. íslenskur farastjóri: Árni G. Stefánsson. Verð kr. 53.870.- 4 sæti laus. TÚNIS 2 og 3 vikur Síðustu sætin til Túnis í haust. Stúdíóíbúðir Residence Hammamet án fæðis frá kr. 35.600.- 2 vikur (4 í íbúö) 40.400.- 2 vikur (2 í íbúð) sept. 17. sept. COSTA DEL SOL 2 og 3 vikur Gististaðimir, sem slá í gegn, Principito Sol og Sunset Beach Club án fæðis frá kr. 36.910.- 3 vikur (4 í íbúð) 44.270,- 3 vikur (2 í íbúð) Bamaafsl. 2-11 ára kr. 12.000.- 12-15 ára kr. 9.000.- FLORIDA 8, 15 og 22 dagar Brottför alla fimmtudaga frá 17. sept. á lækkuðu haustverói. Aðeins fyrsta flokks gististaðir: St. Petersburg: Alden, Colonial Gateway Inn, Brec- kenridge o.fl. Orlando: Holiday Inn, Embassy Suites, Econo Loge o.fl. Sarasota: Casa del Mar. Verð í 15 daga: Colonial Gateway Inn: 2 fullorðnir og 2 böm 2-12 ára kr. 24.980.- á mann 2 fullorðnir í herbergi kr. 38.300.- á mann Alden: 2 fullorðnir og 2 böm 2-12 ára kr. 26.400.- á mann 2 fullorönir í íbúð kr. 41.145.- á mann 10% afsláttur af gistingu á Alden í september. Munið hagstæðu fargjöldin um allan heim með Amarflugi, KLM, Flugleiðum og SAS. Allra val FERDASKRIFSTOFAN sacp TJARNARGATA 10 SÍMI:28633 Að syngja sig heim Kórinn frá Winnipeg fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar við. þinghúsið í Kanada. Tónlist Jón Ásgeirsson Nítján manna kór frá Kanada undir stjóm Helgu Anderson hélt tónleika í íslensku óperunni og- flutti gamla evrópska tónlist í bland við íslensk sönglög og kanadísk þjóðlög. Auk þess gat að heyra í söngkvartett er nefnir sig The easy T’s. Hér er á ferð- inni fólk sem leitar tenglsa við uppruna sinn, Vestur-íslendingar, sem eru að syngja sig heim, ef svo mætti segja. Söngur kórsins var fallega útfærður og radd- þýður. Á fyrri hluta efnisskrárinn- ar voru flutt verk eftir gömlu meistarana Vivaldi, Bach, Mozart, Schutz og Faure en eftir hlé söng The easy T’s nokkra gaman- söngva. Seinni hluti efnisskrár var að meiri hluta einsöngslög. Valdine Anderson söng Summertime eftir Gershwin og eftir því sem stendur í efnisskrá hyggst hún hefja nám við Óperuskólann í Toronto í haust, en á að baki nám í píanó- og flautuleik. Valdine hefur fal- lega rödd og söng Summertime með þokka. Nokkrir aðrir af kór- félögunum sungu einsöng og voru flögur laganna íslensk einsöngs- lög, Sólskríkjan eftir Laxdal, Ó, blessuð vertu sumarsól eftir Inga T. Lárusson, Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns og Góða nótt eftir Áma Thorsteinsson. Allir sungu einsöngvaramir af þokka en sérstaklega var ánægjulegt að heyra Elmer Nordal, einn af elstu félögunum í kórnum syngja Sól- skríkjuna og Góða nótt. í heild var söngur kórsins mjög hljómfallegur og vel útfærður og auðheyrt að stjómandinn Helga Anderson kann vel til verka. Henni til aðstoðar var Steward Thomson, er lék með á píanó og Valdine Anderson, sem auk þess að syngja með kómum og einsöng í Summertime, lék með á flautu. Áréttíng frá Kristjáni Einari Þorvarðarsyni SÉRA Kristján Einar Þorvarðar- son, nýkjörinn sóknarprestur í Hjallasókn í Reykjavíkurpróf- astsdæmi, hefur beðið Morgun- blaðið að birta eftirfarandi áréttingu vegna ummæla í við- tali við hann sem birtist í blaðinu 31. júlí: „I nefndu viðtali segir orðrétt m.a. „... Þótt ég geti fallist á það sjónarmið að birta eigi nöfn um- sækjenda ...“ (tilv. lýkur). Ég tel að þessi ummæli mín megi mis- skilja, en ég álít að það sé í fullu samræmi við tilgang og anda hinna nýju laga um veitingu prestakalla að gera mönnum kleift að leita eft- ir nýjum starfsvettvangi, án þess að sú staða komi upp að menn eigi ekki afturkvæmt til fyrra starfs. Hér á ég að sjálfsögðu við þjónandi sóknarpresta. Hin nýju lög kveða ekki á um þetta atriði, en ég tel þessa ákvörðun biskups, sr. Sigurð- ar Guðmundssonar, og ráðamanna kirkjunnar í samræmi við tilgang og markmið nýju laganna. Á hitt ber þó að líta að kirkjumálaráðu- neytið hefur ekki enn gefíð út reglugerð, en þar hlýtur endanleg ákvörðun um framkvæmd laganna að vera tekin. o NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM A LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI, BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AOALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJONUSTA Úrvals varahlutir AMERISKAN BIL. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Hvammstangi: Brotist inn í Kaupfélagið BROTIST'var inn í Kaupfélagið á Hvammstanga í aðfararnótt fimmtudags og stolið þaðan 90. 000 krónum úr skúffu í af- greiðslu og skrifstofu. Óveruleg- ar skemmdir voru unnar. Innbrotið uppgötvaðist á fímmtu- dagsmorgun, þegar starfsfólk kom til starfa. Lögreglunni á Blönduósi var tilkynnt um það og fer hún með rannsókn málsins. Ekki hafði þjófurinn náðst, en áfram verður unnið að rannsókn málsins. V^terkurog U hagkvæmur auglýsingamiðill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.