Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 64
I'ramtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa t SUZUKi 12 DAGAR KRINGWN KI5IHeNI/l LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Fulltrúar ríkisvaldsins í Framkvæmdanefnd búvörusamninga: Oheimilt að selja afurð- ir umfram fullvirðisrétt Tvímælalaust brot á búvörusamningnum FULLTRÚAR ríkisvaldsins í Framkvœmdanefnd búvðru- samning'anna hafa sent Stéttar- sambandi bænda bréf þar sem lögð er fram sú spurning hvern- ig nnnt. verði að stöðva sölu einstakra framleiðenda á sauð- fjár- og mjólkurafurðum sem eru framleiddar umfram fullvirðis- rétt. Telja fulltrúarnir að ef einstakir framleiðendur ætli sér að hefja sölu á þessum afurðum innanlands sé um tvímælalaust brot á samningi rikisins og Stétt- arsambands bænda að ræða. Á fundi Framkvæmdanefndar búvörusamninga sem haldinn var á fímmtudag var rætt um ráðstöfun- arrétt sem framleiðendur hafa tekið sér á afurðum umfram fullvirðis- rétt. Fulltrúar ríkisvaldsins í Morgunblaöið/Sverrir Mikið annriki var við Umferðarmiðstöðina síðdegis í gær er fólk bjó sig til ferðar um verslunarmannahelgina. Mesta ferðahelgi ársins gengin í garð STÖÐUG umferð var frá höfuð- borginni í gær og í gærkveldi, Bakkafjörður Sjö slasast HARÐUR árekstur varð skammt utan við Bakkafjörð í gær, þegar tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að sjö manns slösuð- ust. Einn hinna slösuðu var fluttur með flugvél Flugmálastjómar á Borgarspítalann, þar sem hugað var að meiðslum hans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Einnig fíaug vél frá Flugfélagi Austurlands með einn hinna slösuðu á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og var þar hugað að meiðslum hans, sem ekki voru talin mjög alvarleg. Veðríð: Hæg norðan- átt um helgina ALLT bendir til að hæg norðlæg átt verði allsráðandi um allt land yfir helgina og 8 til 10 stiga hiti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er hæð yfir Græn- landi, en lægð yfír Skandinavíu. í dag má búast við skýjuðu veðri og sumstaðar verða skúrir á Norð- ur- og Norðausturlandi en skýjað með köflum, án úrkomu annars staðar. Á sunnudag og mánudag er spáð svipuðu veðri með skúmm við ströndina um norðanvert landið. Sunnanlands er hætt við síðdegis- skúrum. Sjá veðurkort á bls. 4. bæði um Suðurlands- og Vestur- landsveg, er fólk lagði land undir fót til þess að eyða verslunar- mannahelginni út í náttúrunni. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Árbæ gekk umferðin snurðulaust fyrir sig og lá öllu meira um Vesturlandsveg, enda virðist Húsafell ætla að verða vin- sælast um helgina. Sömu sögu var að segja frá Reykjavíkurflugvelli. Þar ríkti annríki og mikið flogið með gesti á þjóðhátíðina í Eyjum. FYRRUM framkvæmdastjóri og einn stærsti hlutkafi f fisksölu- fyrirtækinu Icescot, sem nýlega var kærður af nokkrum meðeig- endum sínum fyrir meint auðgunarbrot, hefur nú sent kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins. í kærunni er farið fram á rannsókn á meintum hegning- arlagabrotum framkvæmda- stjóra fyrirtækisins ísskott. Fisksölufyrirtækið Icescot er í eigu ísjenskra, skoskra og sænskra aðila. ísskott er hins vegar dóttur- fyrirtæki hins fyrmefíida og í meirihlutaeign þess. Hinn íslenski fyrrum framkvæmdastjóri Icescot er jafnframt stjómarformaður ís- skott. 15. júlí síðastliðinn sendi lög- mannsstofa hér í bæ bréf til Rannsóknarlögreglu ríkisins í um- boði meirihluta hluthafa og stjómar ísskott. Þar var þess farið á leit, að hafín yrði opinber rannsókn á ákveðnum ráðstöfunum stjómar- framkvæmdanefndinni, þeir Sig- urður Þórðarson skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins og Guð- mundur Sigþórsson skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins, rituðu bréf til Stéttarsambands bænda af því tilefni. Þar segir að nú liggi fyrir að einstakir framleiðendur ætla sér að heija sölu innanlands á mjólkur- og sauðfjárafurðum sem þeir hafa framleitt umfram fullvirðisrétt. Verði af því er um tvímælalaust brot á samningi ríkisins og Stéttar- sambands bænda að ræða. Þeirri spumingu er varpað til Stéttarsam- bandsins á hvem hátt það telji unnt að stöðva sölu einstakra framleið- enda á þessum afurðum, eða að öðmm kosti á hvem hátt sé unnt að færa afurðimar sem um ræðir innan þess magns sem samningur- inn kveður á um og þar af leiðandi að taka þær af fullvirðisrétti ann- arra framleiðenda. Fram kemur að það er skoðun fulltrúa ríkisvaldsins að verði ekki unnt að mæta sölu einstakra fram- leiðenda á afurðum sínum á þennan hátt séu þeir með framferði sínu að bijóta samninginn sem Stéttar- samband bænda hefur gert fyrir þeirra hönd. Fulltrúamir leggja til að Stéttarsambandið geri grein fyr- ir því á hvem hátt það telur unnt að tryggja að einstakir framleiðend- ur bijóti ekki gegn samningi þess við ríkisstjómina. Áhersla er lögð á að búvöm- samningar ríkisstjómarinnar og bænda Qalli um verðábyrgð ríkis- sjóðs á ákveðinni framleiðslu hjá bændum. Ríkissjóður tryggir bænd- um með samningnum fullt verð fyrir allan útflutning afurða um- fram innanlandssölu og innan samnings með tilliti til nánara sam- komulags um birgðastöðu hveiju sinni. Því heildarmagni sem þannig er samið um er síðan skipt á milli bænda á grundvelli ákvæða sem tiltekin eru í reglugerðum um full- virðisrétt. formannsins, vegna gruns um refsivert athæfi varðandi fjármála- stjóm fyrirtækisins. Rekstur ísskotts hafði ekki geng- ið sem skyldi og tapaði það miklum fjármunum. Oánægðir hluthafar tóku daglegan rekstur fyrirtækisins úr höndum stjómarformannsins og af hálfu þeirra var sett í gang end- urskoðun og endurskipulagning á starfsemi fyrirtækisins. Þessir aðil- ar telja sig hafa rekist á fjölmörg atriði við þessa athugun sem þeir vilja að verði rannsökuð. Telja þeir fyrmm stjómarformanninn hafa nýtt sér sjóði félagsins tölvert um- fram umsamin laun sín og dregið sér fé úr reikningum fyrirtækisins. í bréfínu til RLR er þess óskað að eftirfarandi atriði séu tekin til athugunar: í fyrsta lagi viðskipti fyrirtækisins við bróður stjómar- formannsins, í öðru lagi greiðslur ísskott til ýmissa aðila, sem hlut- hafamir telja að séu greiðslur á persónulegum skuldum stjómar- 0 Icescot/Isskott: Kærumál á Morgunblaðið/Einar Falur Jón Jónsson jarðfræðingur með picrit-hraunmola, sem alsettur er grænum kristöllum. Garðabær: Hraunlög með möttulefni finnast í gamalli eldstöð „MER dettur helst í hug að þarna sé gömul eldstöð, sem hafi gosið þessu sérstæða hrauni," sagði Jón Jónsson jarðfræðingur, en við gatnaframkvæmdir við Lyngás í Garðabæ er talið að i ljós hafi komið hraunlög með svokölluðu picrit-hrauni. í picrit- hrauni er möttulefni úr iðrum jarðar og er sjaldgæft að slikt hraun komi upp í eldstöðvum hér á landi. „Það er nokkuð óvænt að fínna litla eldstöð á þessum afmarkaða stað, ekki síst innan um þetta venjulega grágrýti sem hér er allt í kring," sagði Jón. „Bergið norð- an í Hraunsholti nær neðan frá sjó og upp í 30 metra að minnsta kosti en holtið er hæst 35 metrar yfír sjó. Þetta eru því all nokkur hraunlög þó millilögin sjáist ekki og hefur líklega runnið með litlu eða engu millibili." Hann sagði að vitað væri um nokkrar aðrar smá dyngjur á Reykjanesi, þar sem svipað hraun hefði komið upp, og nefndi sem dæmi dyngju austur við Hlíðardal þar sem heitir Dimmidalur og Ásar, sem eru rétt vestan við Hlíðardalsskóla í Ölfusi. „Þar hef- ur komið upp hraun sem mér sýnist vera svipað þessu en ég vil hafa þann vara á að við erum ekki búnir að rannsaka hraunið í Garðabæ til hlitar. Þetta hraun er verulega áberandi og mjög fal- legt,“ sagði Jón. báða bóga formannsins, og í þriðja lagi launagreiðslur stjómarformannsins til sjálfs sín, sem væru langt yfír umsamin launakjör. í gær sendi fyrrum fram- kvæmdastjóri Icescot og stjómar- formaður ísskott kæra til Rannsóknarlögreglu ríkisins á hendur_ núverandi framkvæmda- stjóra ísskott, þar sem óskað var rannsóknar á eftirfarandi kæraat- riðum: í fyrsta lagi að fram- kvæmdastjórinn, sem hafi annast öll kaup á físki fyrirtækisins, hafí tekið öll hrogn og alla lifur til sín frá upphafi fram í maíbyijun og þannig hlunnfarið fyrirtækið. í öðra lagi hafí óeðlileg rýmun átt sér stað á físki og ástæða sé til að ætla að hann hafí stolið físki frá fyrirtæk- inu. í bréfinu segir síðan: Það var stefna fyrirtækisins, sem stofnsett var síðastliðið haust, að kaupa sem mest af físki hér á landi, sem síðan var seldur á uppboðsmörkuðum í Hull og Grimsby. Um þetta vora allir sammála, en sú stefna var bersýnilega röng, því útkoman var stórfellt tap. Nú vilja skoskir með- eigendur (hér er ekki átt við hinn skoska byggðasjóð) kenna mér ein- um um þessar ófarir og er mér meinaður aðgangur að bókhalds- gögnum fyrirtækisins. Ég get því ekki lagt fram gögn til stuðnings kæra minni." Um kærana gegn sér segir stjómarformaður Isskott: „Vegna framkominnar kæru um auðgunar- brot á hendur mér, vil ég taka sérstaklega fram, að ég hef ekki gerst sekur um auðgunarbrot og er tilgangur skoskra meðeigenda sem era ákaflega gramir vegna tapsins á fyrirtækinu, sá einn að koma á mig höggi. Mun rannsókn, ef fram fer, ieiða þetta í ljós. Það er aftur annað mál, að það má fínna að nokkram atriðum í bókhaldi, en að um refsivert athæfí sé að ræða, er hrein fjarstæða."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.