Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 t Móðir okkar, INGUNN GUÐMONSDÓTTIR, Stað, Höfnum, er lést 27. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Kirkjuvogskirkju, Höfnum, miðvikudaginn 5. ágúst næstkomandi kl. 13.30. Sigrfður Kalmansdóttir, Guðrún Kalmansdóttir. t Sonur okkar, unnusti minn, og bróðir, ÁRNI SIGURÐUR GUNNARSSON, Sundlaugarvegi 10, sem lést af slysförum 26. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ungmennafélagiö Skallagrím, Borgar- nesi, og Körfuknattleiksdeild IR. Jóhanna Sigurðardóttir, Gunnar Jón Arnason, Guðný Sigurðardóttir, Sverrir Stefánsson, Hreiðar Gunnarsson, Katla Gunnarsdóttir. t SESSEUA ELDJÁRN andaðist í Reykjavík þriðjudaginn 28. júlí. Hún verður jarðsett að Tjörn í Svarfaðardal miðvikudaginn 5. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag íslands. Vandamenn. t Útför sonar okkar og bróður, HERMANNS GESTSSONAR, Strandgötu 79, Hafnarfirði, verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15.00. Auður Hermannsdóttir, Gestur V. Gestsson, Gestur G. Gestsson, Ragnheiður Kristfn Gestsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR PÉTURSDÓTTUR Ijósmóöur frá Gjögri, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. ágúst 1987 kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á styrktarsjóð Árnes- kirkju. Pótur Sörlason, Kristmundur Sörlason, Eria Sörladóttir, Elfn Sörladóttir, Friðgeir Sörlason, Þorsteinn Sörlason, Lýður Sörlason, Lilja Sörladóttir, Sigrfður Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Karlsson, Einar Gunnarsson, Sigurborg Þórðardóttir, Edda Aspelund, Elfsabet Matthfasdóttir, Sigurður Sigurðsson, og barnabörn. Jarðarför bróður okkar og mágs. ■ INGÓLFS HAFSTEINS GUÐJÓNSSONAR, Laugarnesvegi 40, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15.00. Þorvarður Guðjónsson, Marfa Guðjónsdóttir, Svava Guðjónsdóttir, Hervör Guðjónsdóttir, Guðmundur Egilsson, Helga Guöjónsdóttir, Pálmar Þorsteinsson, Sveinbjörn Guðjónsson, Halldóra Sölvadóttir. Minning: Rafn Ragnars- son, flugvirki Fæddur 31. ágúst 1957 Dáínn 23. júlí 1987 Slysin gera ekki boð á undan sér. Þannig er gangur lífsins sem við lifum hér á þessari jörð. Þegar góður og traustur vinur hverfur til annarra heima setur mann hljóðan, eftirsjáin er sterk en góð- ar minningar lækna sárin. Við Rafn kynntumst strax í æsku en samskipti okkar voru mest á gagnfræðaskólaárunum. Lífínu tókum við létt enda þótt- umst við eiga allan tíma heimsins fyrir okkur. Eins og oft vill verða um góða vini þróast áhugamálin í ólíkar áttir. Rabbi var alla sína ævi gagn- tekinn af öllu sem varðaði flug og lá því beinast við að hann tæki til starfa á þeim vettvangi. Sam- skipti okkar urðu minni eftir því sem við urðum eldri en alltaf viss- um við þó vel af hver öðrum því að vinátta sem myndast í æsku endist yfírleitt ævilangt. Glaðlyndi og manngæska voru sterkir þættir í atgervi Rabba og veit ég að um það eru allir sam- mála sem báru þá gæfu að kynnast honum. Ég sendi móður hans, Svölu Nielsen, og dóttur, Jóhönnu Svölu, og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstund. Megi sá drottinn, sem öllu ræður, blessa ykkur í sorginni, og veita ykkur huggun. Halidór Bjarnason Ljósbrot minninga flugu um vit- und mína er mér barst sú sorgar- frétt að Rabbi hefði farist í flugslysi við Blönduós. Kynni okkar hófust á æsku- heimili okkar beggja við Bræðra- borgarstíg 15 hér í borg. Eitt áttum við Rabbi sammerkt að báð- ir nutum við þess að alast upp hjá afa okkar og ömmu. Rabbi bjó á fyrstu hæð en ég á þeirri þriðju. í húsi þessu voru margir krakkar og samgangur mikill. Það var gam- an að koma inn á heimili Rabba þar sem hann bjó á fyrstu hæð. Þetta var fallegt heimili. Mér er minnisstætt hversu mikla virðingu ég bar fyrir ömmu hans Rabba, henni Marselínu. Hún var ákveðin í framkomu og lagði okkur gjaman lífsreglumar sem vom góðar og gildar. Á kvöldin var ég oft á heim- ili hans og horfði á sjónvarpið og þá gaukaði gjaman móðir hans, hún Svala, eða amma hans að okkur einhveiju góðgæti. Mér er minnistætt hversu Rabbi var hagur að setja saman flugvélamódel. Hugur hans var allur við flugið. Oft þegar við strákamir fómm í hjólreiðatúr um hverfíð eða lengri vegalengdir og það heyrðist í flug- vél að ofan þá staðnæmdist Rabbi ávallt og tjáði okkur hvaða tegund þetta var og jafnvel kom með ein- kennisstafína þar á eftir sem vélin bar. Við fómm saman á fundi í KFUM og eitt sinn í Vatnaskóg. Þar ríkti mikil gleði og mikið æsku- fjör. Rabbi flutti síðan á Hagamel Minning: Jórunn Sigurðar- dóttir Njarðvík Fædd 5. maí 1916 Dáin25.júlí 1987 Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Jór- unnar Sigurðardóttur, Njarðvík, sem lést 25. júlí sl. Ég hitti hana fyrst fyrir 7 ámm, þegar ég kynntist Torfa syni hennar, og tók hún mér strax eins og ég væri hennar eigin dóttir. Marga glaða stund áttum við sam- an, og nú þegar hún er farin er söknuðurinn mikill. Erfítt er fyrir litlu ömmustrák- ana að skilja það, að amma sé dáin. En eftir lifír minning um góða konu, sem gaf okkur svo mikið og margt mátti af læra. Við þökkum af alhug fyrir sam- veruna. Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja Ólaf tengdaföður minn, og Hebu og Tinnu sem sakna ömmu sinnar sárt. Blessuð sé minning hennar. Gulla í dag, 1. ágúst, er til moldar borin á Sauðárkróki Jómnn Sig- urðardóttir, Njarðvík, húsfreyja á Skarði. Með Jómnni í Skarði er genginn mikill persónuleiki og glæsileg kona. Koma þar einkum til góðar gáfur og Iistfengi s.s. málaralist sem hún skemmti sér við hin síðari ár. Jómnn hefur verið húsfreyja í Skarði síðan 1950 er hún giftist Ólafi Lárassyni hreppstjóra þar. Þau gengu í hjónaband 24. nóvem- ber 1950. Eignuðust þau soninn Torfa, mikinn ágætismann, sem vinnur nú við lögreglustörf í Reykjavík ásamt því að vera nem- andi í Tækniskóla íslands. Torfí er giftur Guðbjörgu Helgadóttur (Bergs bankastjóra í Reykjavík) og eiga þau 2 drengi. Aður en Jómnn giftist eignaðist hún dóttur- ina Hallveigu Gunnarsdóttur og líkist hún mjög móður sinni. Hall- veig er gift Páli Péturssyni ættuðum úr Skarðshreppi og er hann framkvæmdastjóri gæðaeft- irlits Coldwater Seafood Corporati- on í Bandaríkjunum. Eiga þau 2 dætur og búa í Bandaríkjunum. Þegar rifjuð em upp 40 ára kynni leita ósjálfrátt fram í hugann og upp úr því var samgangur okk- ar ekki eins mikill. Þar sem Rabbi var árinu eldri og því undan í skóla eignaðist hann aðra kunningja og vini. Að lokum skildu svo leiðir okkar og að baki var æskan og þær góðu minningar sem maður á um góðan dreng. Gjaman á fömum vegi ræddi ég við Rabba og fékk fréttir um hagi hans. Það var gaman til þess að vita að hann var kominn í starf sem flugvirki. Flugið var hans draumur allt frá því í æsku. Hann var því kominn í höfn og gat sam- einað áhugamál og lífsstarf. Síðast hitti ég Rabba á þjóðhátíðardaginn 17. júní og kastaði á hann kveðju, hann brosti á móti og gekk inn í mannþröngina. Það var í síðasta sinn sem ég sá þennan æskuvin minn. Blessuð sé minning hans. Það ljós sem stafar frá minning- um um góðan dreng mun lýsa upp það myrkur sem verður til staðar hjá þeim sem eiga um sárt að binda. Móður hans, dóttur og ætt- ingjum sendi ég öllum samúðar- kveðju. Sveinn Guðmundsson margar minningar frá þeim ámm. Einnar slíkrar vil ég minnast en það var þegar hún stóð fyrir af- mælisfagnaði af miklum myndar- skap þegar maður hennar, Ólafur hreppstjóri í Skarði, varð sextug- ur. Þar heimsótti fjölmenni afmælisbamið og stóð sá gleðskap- ur langt fram á nótt. Og skáldið frá Eiríksstöðum, Gísli Olafsson, flutti eftirfarandi ljóð: Hér er hvíld og heilnæmt skjól hættur vart þig saki fáir hafa fegri stól fengið sér að baki. (Tindastól) t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG EINARSDÓTTIR, Jöldugróf 24, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Axel Konráðsson, Jón Þ. Benediktsson, Halldóra Gfsladóttir, Kristín I. Benediktsdóttir, Kristþór B. Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför KOLBEINS BJÖRNSSONAR, Melabraut 5, Seltjarnarnesi. Guðmunda Halldórsdóttir og fjölskylda. Sit þú heill við sólarbál sextugur að lögum nú skal taka skenkta skál skál fyrir nýjum dögum. Þessar fáu línur era settar á blað sem þakklætisvottur með samúðar- og vinarkveðju frá mér og mínu fólki tii fjölskyldnanna frá Skarði. Með bestu framtíðaróskum til ykkar allra. Guð blessi ykkur og minningu Jómnnar í Skarði. Sigurður B. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.