Morgunblaðið - 01.08.1987, Side 24

Morgunblaðið - 01.08.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 Metan frá Sauðárkróki’verður f Galtalæk. Ljósmynd/BS MX-21 eins Og hijómsveitin er skipuð í dag. Morgunblaðió/Einar Falur LJÓsmynd/BS Ljósmynd/BS Kvass frá Stykkihólmi: f Galtalæk um helgina. Bjarni Tryggva verður f Atlavík, Skjólbrekku og Skúlagarði. Stuðmenn verða aðalnúmerið f Húsafelli. Tóníist um verslun- armannahelgina Þegar hefur verslunar- mannahelginni verið gerð skil í Morgunblaðinu; samantekt var f opnu blaðsins 30. júlí sl. Hér verður ekki fjallað um skemmtiatriði almennt, heldur verður sjónum beint að tónlist þeirri sem f boði er. ATLAVÍK Atlavíkurhátíð verður nú haldin á ný, en í fyrra fékkst ekki leyfi fyrir því að halda hátíð þar vegna gróðurskemmda árin á undan. Aðalhljómsveitin í Atlavík verður Skriðjöklar frá Akureyri, en skrið- jöklamenn eru hagvanir eystra, hafa leikið þar einum þrisvar sinn- um áður. Austfirska sveitin Súellen leikur tvö kvöld í Atlavík, en þeim sem ekki hlusta á popp- rásimar skal bent á að Súellen á nú topplagið á vinsældalista rásar 2. Þriðja atlavíkursveitin verður síðan Ókklabandið, sem er aust- firskt ekki síður en Súellen. Einnig kemur Bjami Tryggva fram og blúsarinn Guðgeir. Þessu til viðbótar verður síðan hljóm- sveitarkeppni fimmtán hljóm- sveita sem koma að mestu af Norður- og Austurlandi. Þegar em skráðar til keppni Kongóband- ið, Thorlacius, Fagin, Taktík, The Smjör, Marta, Statíf, Hross í haga, Efri deild Alþingis, Blóðref- ill og FÍLA ’87. Ótaldar em flórar sveitir sem eiga eftir að fínna sér viðeigandi nafn. Verðlaun verða ekki af verri endanum; sú hljóm- sveit sem ber sigur úr býtum vinnur 70.000 krónur og fimmtíu hljóðverstíma í nýju hljóðveri Skriðjökla. Önnur verðlaun em síðan 50.000 krónur. HÚSAFELL Hátíðahald í Húsafelli hefur legið niðri um langt skeið en nú endurvakið með miklu brambolti. Aðalhljómsveitin þar verður Stuð- menn, en í aukahlutverki verður breytt MX-21 með Bubba Mort- hens þar fremstan. Einnig mun Stuðkompaníið spila og Megas lætur í sér heyra. Þessu til við- bótar skemmta Sveitin milli Sanda, Leyniþjónustan og Addi rokk auk látúnsbarkans Bjama Arasonar og hljómsveitin Centaur bættist við á síðustu stundu. Þessu til viðbótar verður síðan hljómsveitakeppni sautján hljóm- sveita. Til keppni hafa verið skráðar eftirtaldar hljómsveitir: Sogblettir, Daisy Hill Puppy Farm, Loxins Hvessir, Blátt áfram, Glapræðisherinn, Bændur og búalið, Nýdönsk, Kvass, Sjáls- fróun, Pain of the Neighborhood, Vallasex, Bootlegs, Sahara, Þmmumar, Candyman og Róbert bangsi í 75 ár. Ekki má síðan gleyma Jóni Rfkharðssyni sem kemur einn fram. ÞJÓRSÁRDALUR í Þjórsárdal verða aðalsveitim- ar Foringjamir og Lótus en því til viðbótar koma Sniglabandið, Bláa bílskúrsbandið og Hjörtur Benediktsson fram. Foringjamir ætla sér að kynna nýja plötu sína, Komdu í partí, og plata Stuð- kompanísins, Skýjum ofar, verður einnig kynnt. SKELJAVÍK Ekki hefur borið eins mikið á Skeljavíkurhátíðinni og öðmm hátíðum, en þó létu mótshaldarar vel af síðustu hátíð, sem þótti takast vel. í Skeljavík að þessu sinni verður Bítlavinafélagið aðal- númerið, en auk þess verður Sverrir Stormsker á staðnum og hljómsveitin Dolby frá ísafírði. GALTALÆKUR Bindindismótið í Galtarlæk verður nú haldið tuttugasta árið og nú verður þar meiri tónlist en oft áður. Þar koma fram hljóm- sveitimar Metan frá Sauðárkróki, Kvass frá Stykkishólmi og Rocky frá Skagaströnd sem allar vöktu athygli f Músíktilraunum Tóna- bæjar og Bylgjunnar í vetur, en Metan varð þar í öðm sæti og Kvass í því þriðja. Einnig koma fram Guðmundur Pétursson úr Bláa bílskúrsbandinu, Rauðir flet- ir og Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. VESTMANNAEYJAR Á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verða Greifamir aðalhljómsveitin. Einnig skemmta hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Eyja- menn auk Pálma Gunnarssonar, Höllu Margrétar Ámadóttur og Björgvins Halldórssonar. Við ofangreint má síðan bæta að hljómsveitin Xplendid og þeir Bjami Tryggva og Sverrir Storm- sker koma fram í Skjólbrekku laugardagskvöldið 1. ágúst og sunnudagskvöldið 2., hljómsveitin Goðgá skemmtir í Miðgarði, Tríó Andra Bachmann skemmtir við Hreðarvatn, Hljómsveit Stefáns P. skemmtir á Kirkjubæjark- laustri, hljómsveitin Lögmenn leikur í Vfk í Mýrdal og hljóm- sveitin Ciystal leikur í Hofgarði í Öræfasveit. Samantekt: Árni Matthíasson Skriðjöklar skenunta í Atlavík. Morgunbiaðia/Bjami Újósmynd/BS Guðmundur Pétursson og Bláa bílskúrsbandið skemmta á tveim- ur stöðum um helgina, í Galtalæk og i Þjórsárdal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.