Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
Filippseyjar:
Landeigendur grípa til
vopna gegn stjórninni
Bacolod á Filippseyjum, Reuter.
HERSKAIR plantekrueigendur á Mið-Filippseyjum, einkum á eynni
Negros, bjuggu sig í gær undir að mæta með ofbeldi fyrirætlunum
Corazon Aquino forseta um réttlátari skiptingu jarðnæðis. Landeig-
endur segjast hafa safnað um 300 manna vopnuðu iiði nú þegar til
þess að berjast gegn stjórninni.
Aquino undirritaði tilskipun um
skiptingu jarðnæðis í síðustu viku.
Hún er til þess ætluð að jarðnæðis-
lausir bændur fái land, en þeir eru
margir á eyjunum.
Samtök landeigendanna, sem
kalla sig „Hreyfingu fyrir sjálfstæði
Negros" eða MIN, lýstu því yfir í
gær að eignir stórbænda á eyjunni
yrðu varðar með öllum ráðum og
jafnvel yrði ráðist á herstöðvar
stjómarinnar til þess að hamla gegn
framkvæmd áætlunar Aquinos.
Hreyfíngin segist eiga stuðning
27.000 bænda.
í yfirlýsingu MIN voru stórbænd-
ur hvattir til þess að taka allt fé
sitt út úr bönkum, hætta að greiða
skatta og afborganir af lánum og
skella skollaeyrum við skipunum
stjómarinnar um að hverfa frá til-
kalli til landa sinna.
„Ef einhver reynir að ryðjast inn
á eignir ykkar í þeim tilgangi að
hrifsa þar stjómina, sendið þá um
það tilkynningu á einhverri útvarps-
stöð í nágrenninu, svo aðrir geti
komið til hjálpar" sagði í yfírlýsing-
unni. „MIN getur komið til aðstoðar
með sínar eigin hersveitir," sagði
þar einnig.
Héraðsstjórinn á eynni, Daniel
Lacson, var svartsýnn í viðtali við
Reuters-fréttastofuna í gær. Hann
sagði að jarðnæðisskiptingin væri
orðin mikið tilfinningamál og að ef
ekki væri tekið rétt á MIN nú strax
í upphafi, gæti hreyfingin skapað
mikil vandamál.
í Bacolod, höfuðborg Negros, em
veggir nú alsettir slagorðum gegn
stjóminni. Mikið fé hefur verið tek-
ið út úr bönkum á eynni undanfama
daga og á síðasta hálfum mánuði
vom teknar út úr einum banka í
Bacolod sem svarar þijátíu milljón-
um íslenskra króna.
Fjölmiðlar í Bretlandi:
Bönnuð umfjöllun um
„Njósnaveiðarann“
Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fri
DÓMSÚRSKURÐUR, sem
felldur var á fimmtudaginn um
bann við umfjöllun breskra fjöl-
miðla um mál Peters Wright,
fyrrum starfsmanns leyniþjón-
ustunnar, hefur 'valdið tölu-
verðum úlfaþyt hér i landi og
sætt mikilli gagnrýni breskra
blaða.
Ymis bresk dagblöð hafa átt í
stríði við stjómvöld að undanfömu
vegna þessa máls sem hafði verið
áfrýjað til dómstóls Lávarðadeild-
arinnar. Þar kveða fimm dómarar
upp úrskurð í hveiju máli og í gær
stóðu þrír af fimm dómuram að
úrskurði þeim sem felldur var um
mál það er varðar Peter Wright
og bók hanS, Njósnaveiðarann
(Spycatcher), sem þegar hefur
verið gefín út í Bandaríkjunum.
Samkvæmt úrskurðinum er
breskum fjölmiðlum ekki aðeins
óheimilt að birta kafla eða út-
drætti úr bók þessari heldur er
þeim einnig meinað að greina frá
því sem fram kemur í réttarhöld-
um þeim sem nú fara fram fyrir
opnum dyram í Ástralíu vegna
fýrirhugaðrar útgáfu „Njósna-
veiðarans" þar.
Talsmenn breskra blaða, útgef-
endur og ýmsir lögfræðingar
segja að úrskurður sá sem nú ligg-
ur fyrir sé með eindæmum og
hrein móðgun við breska borgara,
íbúa upplýsts lýðræðisríkis. Bresk
stjómvöld og dómstólar hafi gert
sig að athlægi í augum umheims-
ins. Það sé fráleitara en orð fái
Morgunbladsins í Lundúnum.
x
M
m
W.v
Bókin „Njósnaveiðarinn" seld í
bókabúð i Bandaríkjunum.
lýst að breskum fjölmiðlum sé
fyrirmunað að greina frá efni
bókar, sem nú þegar sé á metsölu-
lista í Bandaríkjunum og vafa-
laust til í nokkram eintökum í
Kreml, bókar sem innan skamms
verði gefin út á Irlandi og jafnvel
Hollandi og hefur þegar verið flutt
til Bretlands í stóram st.fl.
Það getur ekki farið fram hjá
neinum að mál þetta er nú allt
orðið hið pínlegasta fyrir bresku
ríkisstjómina, sem haldið hefur
til streitu því grandvallarsjónar-
miði að ekkert sem lýtur að
ríkisleyndarmálum skuli koma
fyrir augu almennings. Gagnrýn-
endur ríkisstjómarinnar benda
hins vegar á að þótt þetta sjónar-
mið sé í sjálfu sér gott og gilt
eigi það einfaldlega ekki við leng-
ur í þessu tilviki þar sem viðkom-
andi rit, „Njósnaveiðarinn", sé nú
þegar fáanlegt, ekki aðeins utan
Bretlands heldur einnig hjá bresk-
um bóksölum.
Stjómarandstæðingar hafa
tekið undir með talsmönnum
breskra blaða, fordæmt ríkis-
stjómina fýrir framkomu hennar
í þessu máli og lýst vonbrigðum
með þann úrskurð sem dómstóll
Lávarðadeildarinnar felldi í gær.
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði til dæmis
að úrskurður þessi væri á skjön
við alla heilbrigða skynsemi og
gæfí ekki góð fýrirheit um framtíð
prentfrelsis hér í landi. David
Steel, leiðtogi fijálslyndra, sagði
að ríkisstjómin hefði gert sig að
athlægi og grafið hefði verið und-
an virðingu manna fýrir breska
dómskerfínu.
Ýmislegt bendir til að mál þetta
muni nú koma fýrr til kasta mann-
réttindadómstólsins í Strassborg.
Á sama hátt og málið sjálft fer
þannig út fýrir landsteinana verða
breskir borgarar að leita á náðir
fjölmiðla annarra landa til að fá
upplýsingar um efni „Njósnaveið-
arans", bókar sem íjallar um
bresk málefni og allir mega lesa
um nema Bretar sjálfir.
Keflavík
Nýr umboðsmaður tekur við umboðinu
fyrir Morgunblaðið í Keflavík frá 1. ágúst.
Elínborg Þorsteinsdóttir,
Heiðargarði 24.
Sími 92-13462.
(ðfflhjólp
Dagskrá Samhjálpar yfir verslunarmannahelgina fyrir þá, sem
ekki komast í ferðalag:
Laugardagur 1. ágúst: Opið hús kl. 14.00-17.00. Lítið inn og
spjallið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni. Gunn-
björg Óladóttir og íris Guðmundsdóttir syngja einsöng og
tvísöng. Kl. 15.30 tökum við lagið saman. Allir velkomnir.
Sunnudagur 2. ágúst: Samhjálparsamkoma kl. 16.00. Mikill
söngur. Vitnisburðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Gunnbjörg
Óladóttir syngur einsöng. Ræðumaður Óli Ágústsson.
Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42.
Samhjálp.
ÆU/I/IENIA
„SPARMEISTER"
Þvottavélin sem sparar
PENINGA, TÍMA OG
PLÁSS. Sérstæð þvotta-
vél með þurrkara í hæsta
gæðaflokki.
EUMENIA
ER ENGRI LÍK.
Rafbraut
BOLHOLTI 4
®681440
raaco
SKÁPAR
röð og regla
Bankar í
Japan stærstir
New York, Reuter.
í fyrsta sinn í 30 ár er enginn
bandarískur banki á meðal 10
stærstu banka heims, hvað innlán
snertir. Kemur þetta fram í yfir-
liti, sem blaðið Amerícan Banker
hefur látið gera. Stærstu bankar
heims í þessu tilliti eru nú allir
í Japan.
Stærsti banki heims er Dai-Ichi
Kangyo-bankinn í Tókyó, en þar
nema innlán nú 186 millljörðum
dollara og eignir 239.6 milljörðum
dollara. Næstur koma bankamir
Fuji, Sumitomo, Mitsubishi, Sanwa,
og Norinchukin.