Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 17
T8Gt T8Ö0Á ,ð£ HUDAQHAOTJAJ .QIQAJflVIUOHOM. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 I# Matti MultamÁki, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Finnska skógar- sambandsins. Ib Nord Nilsen, skógarvörður á Jótlandi. Ola Bjarnstad, forstjóri Norsku ríkisskóganna. Bo Lindervall, ritari Norræna skógræktarsambandsins. Getum lært af íslend- ingnm „Hér er unnið að skógrækt við afar erfiðar aðstæður bæði veður- farslegar og fjárhagslegar," sagði Ola Bjemstad forstjóri Norsku ríkisskóganna. „Augljóslega hefur gengið á ýmsu, bæði vel og illa. Miðað við aðstæður er árangurinn á mörgum stöðum stórkostlegur. Hér í Skorradal til dæmis verður skógur í framtíðinni um það er ekki spuming. Ég dáist að áhuga íslensku skóg- ræktarmannanna og því með hvaða hætti þeir nálgast vandamálin sem sífellt eru að koma upp í skógrækt. Þar getum við öll lært mikið af ís- lendinum. Faglega getum við hinsvegar gefíð góð ráð því skóg- amir í Norður- Noregi búa við svipað loftslag og þeir íslensku. Við höfum ferðast mest um Suð- urland og satt best að segja hafði ég ekki búist við að sjá svo mikið flatlendi með jafn stómm búum á íslandi og við sáum þar. Þar gaf að líta land sem er sérlega vel fall- ið til skógræktar þótt vel megi nefna fleiri vænlega staði sem urðu á leið okkar. Uppblástur, jarðvegs- eyðing og rofabörð f líkingu við það sem við höfum séð, þekkist ekki í Noregi enda ekkert beitarálag af völdum sauðfjár þar. Þama gæti skógurinn orðið ykkur að liði og snúið vöm í sókn.“ Skógrækt og búskapur fara saman „Það er forvitnilegt að fá tæki- færi til að sjá hvernig skógrækt gengur á Islandi, en aðstæður til skógræktar hér eru ólíkar því sem ég þekki til á Álandseyjum enda loftslag talsvert öðruvísi þótt um eylönd sé að ræða," sagði Henrik Beckman ráðunautur skógareig- enda á Álandi. „Á Álandseyjum er 64 þúsund hektarar af nytjaskógi og við byggjum afkomu okkar með- al annars á þeim. Á 1.500 jörðum er stundaður blandaður búskapur með skógrækt sem hliðargrein en það virðist fara vel saman og gefur góðar tekjur. Einu vandræðin eru á vorin þegar bændur sá í akra sína um leið og plöntun fer fram. Þá er vinnudagurinn langur. íslensku skógana má ekki líta sömu augum og skóga hinna Norð- Henrik Beckman, ráðunautur. urlandanna þar sem stunduð er nytjaskógrækt í stórum stfl. Ég held að Islendingar ættu að ein- beita sér að útivistarskógum og kynna almenningi hvað skógur hef- ur upp á bjóða, sem auðgar mannssálina." Skógrækt þarf að gefa arð „Þetta er stórt verkefni sem íslenskir skógræktarmenn hafa tek- ið sér á hendur og stórkostlegt að sjá hvemig til hefur tekist með til- liti til aukinnar faglegrar þekking- ar,“ sagði Bo Lindervall ritari Norræna skógræktarsambandsins. „Það er erfítt verk að rækta skóga svo norðarlega og við þessar að- stæður sem hér eru frá náttúrunnar hendi. En til að auka áhuga á skóg- rækt þarf skógurinn að gefa meira af sér en hann gerir í dag. íslensk- ir bændur ættu að sýna meiri skilning á nauðsyn þess að stunda skógrækt með búskapnum eins og víða þekkist á Norðurlöndum. En til að koma nytjaskógi á fót þarf mikið fé og hefur hvarflað að mér að þar væri komið verðugt verkefni fyrir skógræktarfélög hinna Norðurlandanna að leggja ykkur lið og styrkja með fjárfram- lögum. Peningar nægja þó ekki einir og sér. Það verður að kanna betur raunhæfan grundvöll fyrir nytjaskógrækt. íslendingar eru líka svo fámenn þjóð að ekki er óeðli- legt þótt þeir þurfí að leita víða eftir aðstoð til að koma upp veru- legri skógrækt." 81 Vi DEMARETION _________Mynt_____________ Ragnar Borg Á það hefir verið minnst, hér í myntþáttum mínum, hve fagurlega grískir og rómverskir peningar voru slegnir á móts við það hvern- ig var, frá þvi um 400 árum eftir Krist og allt fram und- ir endurreisnartímabilið. Einkum á þetta við um grísku myntina því lista- verkin á mynt Grikkja (Hellena) voru einstök. Erf- itt er að gera upp á milli peninganna, hvað fegurð snertir, sitt sýnist hveijum og er þvi álitamál hvaða peningur er fallegastur. Þó er það svo, að einn pening- ur þykir fremstur. Hann er grískur, og þó. Hann er nefnilega frá grískri nýlendu á Sikiley, Demaretion, frá borginni Sýrak- úsu á Sikiley. Peningarnir frá grísku nýlendunum á Sikiley eru fagurlega hannaðir, torsóttir, og þar af leiðandi, fokdýrir. Verðið á þeim er í þúsundum, tugþús- undum, hundruðum þúsunda eða milljónum króna í dag. Mun ég nú rekja hvemig þessi fagra mynt, Demareton, varð til. Þess ber þó að geta, að allsendis er ovíst hvort þessi mynt er til á safni Seðlabankans og þjóð- minjasafnsins við Einholt 4. Þar er að vísu til ágætt safn grískrar myntar, en peningurinn er svo dýr og sjaldgæfur, að ekki má gera ráð fyrir því, að hann fyrirf- innist hér á landi. Hins vegar er á safninu margt grískrar mynt- ar, s^m er vel þess virði að Iíta á. Saga vor hefst um 480 ámm fyrir Krist, er Persar réðust inn í Grikkland, og var Xerxes keis- ari fyrir þeim. Er af þessari herför mikil saga, sem ekki verð- ur rakin hér. Til þess að tryggja að grísku nýlenduborgimar á Sikiley kæmu ekki Grikkjum til hjálpar, lögðu Fönikíumenn til þess, en Fönikía var þá hluti af Persaveldi, að Karþagómenn réð- ust samtímis á grísku nýlendu- borgimar á Sikiley. Karþagó var upphaflega byggð af mönnum, sem komu frá borginni Týros í Fönikíu, og sambandið við Fön- ikíu var svipað og milli grísku nýlendnanna á Sikiley og Grikk- lands. Það er ef til vill rétt að vekja athygli á því, að Týros hefír lengi verið í fréttunum. Heyrum við ekki nærri daglega um vandræði í borginni, sem nú er í því landi, er heitir Líbanon? Þetta er sama borgin. Á Sikiley voru, um þessar mundir valdsmenn helstir, Gelon, Harðstjóri í Sýrakúsu og mágur hans, Telon í Ákragas. Gelon var duglegur herforingi og stjóm- andi, en að sama skapi grimmur og illskeyttur leiðtogi. Alla mót- spyrnu bældi hann niður mis- kunnarlaust. Við heyrum fyrst af honum, þegar hann er riddara- liðsforingi í Gela og rænir þar völdum. Honum tókst að ná Sýr- akúsu undir sig og flutti aðsetur sitt. þangað. Þá réðist hann á borgimar Megara og Kamarina, eyddi þær, og neyddi íbúana til að setjast að í Sýrakúsu. Þar fjölgaði því íbúum mjög skjótt, nýir virkisveggir vom hlaðnir, og brátt varð borgin stærsta gríska nýlenduborgin. Á þessum áram vora harðstjórar við völd. Lýð- ræðið hafði orðið að þoka. Mannréttindi vora engin og mannvonska var allsráðandi. Illa var farið með alla, vini sem óvini. Fangar vora oftast pyndaðir og drepnir. Frægar era margar sög- Demaretion-peningur þessi er í British Museum. ur af fyrsta harðstjóranum, Falaris í Akagas. Ein þeirra seg- ir frá því að hann lét gjöra stórt líkan af uxa úr bronsi. Inn í ux- ann vora svo leiddir hinir dauðadæmdu, og eldur kyntur undir. Vein þeirra, sem inni í uxanum vora, er hann varð rauð- glóandi, líktust bauli tudda, konungi til mikillar skemmtunar. Líklegt er þó, að þessar pynding- ar séu ekki af grískum upprana, heldur frá Karþagó. En er það ekki einkennilegt, að Gelon kon- ungur og harðstjóri er kominn á spjöld sögunnar, ekki fyrir sigra sína og stjóm, heldur fýrir mynt, sem hann lét slá? Um leið muna menn, líka hvílíka ágætis konu hann átti, er var Demarete, drottning hans. Nú víkur sögunni til þess, er Telon, sá sem áður er nefndur, vinnur borgina Himera á norð- urstönd Sikileyjar. Harðstjórinn, sem þar ríkti áður, leitar nú á náðir Karþagómanna um lið- veislu, til að ná borginni aftur. Þetta var átyllan, sem Karþagó- menn vantaði til innrásar á Sikiley. Fengu þeir einnig Etrúska af Ítalíu í lið með sér, en þeir vora miklir hermenn og alræmdir sjóræningjar. Ætlan Karþagómanna var ekki bara að ná Himera á sitt vald, heldur einnig Sýrakúsu, því veldi hennar var þeim þymir í auga. Hamilkar herforingi frá Karþagó settist því um Himera með miklum her. Telon var þar til vamar, en fálið- aður, svo hann gerir Gelon orð um að koma sér til hjálpar. Er ekki að orðlengja það, að saman vinna þeir mágar mikinn sigur á Karþagómönnum, og það einmitt á sama degi og Grikkir sigra Persa í sjóorastunni við Salamis. Sagan segir, að meðan á bardag- anum stóð, við Himera, hafí Hamilkar herforingi fómað guð- um sínum mörgum dýram, en er flótti brast í lið hans, hefí hann sjálfur stokkið á fómareldinn. Er boð bárast til Karþagó, um úrslit herfararinnar, fóra sendi- menn til Sýrakúsu, til að semja um frið. Karþagómenn óttuðust nefnilega, að Gelon myndi heija á Afríku, í framhaldi af sigrinum, og jafnvel ráðast á sjálfa Kar- þagóborg. Gelon hafði einungis áhuga á að taka þá í sátt, og féllst á stríðsskaðabætur sem næmu 2000 talentum silfurs. Hver talenta vegur rúm 36 kíló svo Gelon fékk þama um 75 tonn af silfri. Demarete drottning hafði talið mann sinn á að þyrma lífí þeirra fanga, sém teknir höfðu verið við Himera. Færðu Kar- þagómenn henni þvi gullkrans, er sumar heimildir segja að hafi vegið tvö og hálft kíló, en aðrar að hafí verið hundrað talentur gulls, í þakklætisskyni. Til minningar um sigurinn við Himera lét Gelon slá þennan fagra pening. Svo heppilega vildi til, að þá var nýkominn til Sikil- eyjar frábær mótagrafari. Við vitum aðeins, að nafn hans byijar á Ar . . . Hann var fenginn til að grafa í mótin og hanna þann- ig peninginn. Á framhlið þessa tíu drökmu silfurpenings má sjá fereyki (fjóra hesta), sem dregur herkerra. Neðanundir er svo hrætt Afríkuljón á flótta, en það táknar Karþagó. Á bakhlið pen- ingsins er andlitsmynd konu. Hver er hún? Hún gæti verið vemdargyðja borgarinnar, krýnd sigurkransi úr ólífum. Höfran- gamir hennar era þama líka á sveimi um hana. Þvílíkur yndis- leiki er yfir svip hennar þó, og sérkenni, að ætla má að gyðjan, sem þarna er á myndinni, sé engin önnur en Demarete sjálf. Mynt, sem síðar var slegin í Sýr- akúsu ber mörg einkenni þessar- ar frægu myntar. Myndin af gyðjunni og höfrangamir öðram megin og fereykið hinum megin á myntinni. Er með ólíkindum hvflík meistaraverk hægt var að gjöra, með framstæðum tækjum, og framleiða fjöldan allan af þeim, fyrir 2250 til 2450 áram. Þriðji söluhæsti reyfarinn, á bandarískum bókamarkaði í dag, Q'allar einmitt um þennan ofan- greinda pening. Bókin heitir: „The eighth commandment" og er eftir Lawrence Sanders. Bók þessi fæst hjá bóksölum um allt land og er mjög skemmtileg af- lestrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.