Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Bootlegs Morgnnblaðið/BAR MúS8ólfnf "Xunbiaðið/BAft Prima Bláa bílskúrsbandið Bláa bílskúrsbandið er nálægt því að vera sjö mánaða um þessar mundir, en hljómsveitin var ein þeirra er hvað mesta athygli vöktu í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar í apríl síðastliðnum. í kjölfarið á því varð gítarleikari sveitarinnar, Guðmundur Péturs- son, landsfrægur fyrir fingrafimi og hefur hljómsveitin víða spilað síðan. Auk Guðmundar eru í hljóm- sveitinni þeir Guðvin Flosason trommuleikari og Björn Logi Þórar- insson bassaleikari. Bláa bílskúrs- bandið spilar rafmagnað rokk með liprum einleik á gítar. Morgunblaðið/Sverrir Prima Hljómsveitin Prima er árs- gömul. í fyrstu hét hljómsveitin Harðfiskur en breytingar voru gerðar á mannaskipan og þá á nafninu um leið. Hljómsveitina skipa Hafsteinn Hafsteinsson söngvari, Ragnar Jónsson gítar- leikari, Sigurður Pétursson bassa- leikari, Rúnar Guðmundsson trommuleikari og Haraldur Krist- insson hljómborðsleikari. Prima hefur spilað eitthvað í félagsmið- stöðvum og skólum en lá í dái um skeið. Nú hefur sveitin hinsvegar verið endurreist og ferskari en nokkru sinni aö sögn meölima. Bootlegs Bootlegs er nýlega stofnuð hljómsveit ættuð úr Garöabæ sem spilar einna helst „speed metal" eða „thrash" tónlist, mjög hratt, hrátt rokk eða pönkað þungarokk. í hljómsveitinni eru þeir Ellert Ingi- mundur Þorkelsson sem leikur á bassa, Kristján Ásólfsson sem leikur á trommur, Jón Örn Sigurðs- son gítarleikari og söngvari og Guðmundur Hannesson sem bættist við eftir Músíktilraunirnar. Múzzólíní Múzzólíní var stofnuð í mars á þessu ári og er því fimm mánaða eða þar um bil. Sveitina skipa þeir Þorvaldur Gröndal trommuleikari, Henry Henrysson söngvari, Einar þór Sverrisson bassaleikari og Atli Jósefsson gítar og fiðluleikari. Þó Múzzólíní sé ekki eldri en raun ber vitni þá á hljómsveitin þrjú lög á snældunni Snarl, sem hér er mælt með. Tónlistin er framsækin og textarnir ekki síður. Óþekkt andlit Óþekkt andlit er hljómsveit af Akranesi sem spilar tilgerðarlaust framsækið rokk. í hljómsveitinni eru Orri Harðarson rythmagítar- leikari, Pétur Heiðar Þórðarson gítarleikari og söngvari, Jóhann Ágúst Sigurðarson trommuleikari og Hrannar Hauksson bassaleik- ari. Sveitin hefur víða spilað og þar á meðal í Músíktilraunum Tóna- bæjar og Bylgjunnar þar sem þeim auðnaðist að komast í úrslit. Þeir telja helstu áhrifavalda sína vera The Cure, The Smiths, R.E.M, Bubba Morthens og Rauða fleti. Óþekkt andlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.