Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Umsjónarmaður Gísli Jónsson í 353. þætti svaraði ég spurningu á þennan veg: „Um beygingu ættarnafna get ég ekki gefíð neina algilda reglu. Sjálfum er mér tamt að setja á þau eignarfall- sendingu f flestum tilvikum. Ég tala t.d. um greinar Ævars Kvarans og heildverslun Þorsteins Blandons, kenn- ingar Níelsar Dungals og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Hitt verð ég að játa, um ættarnöfn sem enda svo ókven- lega sem á -son og -sen, að þá hef ég ekki eignarfalls-ess á kvennanöfnum. Þá segi ég til dæmis: Þulur Theódóru Thoroddsen. Hér verð ég því að skfrskota mjög til smekks manna." Að svo komnu hef ég ekki miklu við þetta að bæta frá eigin brjósti. Mér finnst alveg sjálfsagt að tala um stjórn- artíð Kristjáns Eldjárns, prédikanir Jóns Vfdaltns og bælcur Örnólfs Thorlaciuss eða Thorlaciusar. Hitt verð ég að játa, að vandinn eykst þegar kemur að viðurnefhum eins og Kolka. Ég held ég myndi þó tala um ljóð Páls Kolku fremur en Páls Kolka. Ég er enn sama sinnis um kvennanöfnin. Mér er ómögulegt að tala um greinar Kristínar Thoroddsens eða ljóð Jakobínu John- sons (hún var reyndar Vestur-íslend- ingur). Og fleira kemur til. Ég held að of mikill eignarkeimur yrði að eignar- fallinu, ef talað væri um embætti Beru Nordals eða leik Eddu Kvarans. En nú vill svo vel til að ég get dregið mjög úr vangaveltum um þetta efni. Ingólfur Pálmason cand. mag. hefur verið svo vinsamleg- ur að senda þættinum bækling sinn Um ættarnöf n og erlend mannanöfn í íslensku. I þessu vandaða riti er fjallað gaum- gæfilega um þetta vandamál, beygingu slíkra nafna, og mig langar til að vitna ofurlítið til þessa rits. Dæmi sem við Ingólf- ur látum okkur vel líka: 1) „Ötulleik og framkvæmd- arsemi Magnúsar trésmiðs Sigfússonar Blöndals, æðsta templars stúkunnar..." (Suðri 31. des. 1886). Gestur Pálsson var ritstjóri Suðra. 2) „Síra Jón Bjarnason hefur nýlega ritað alllangt mál um Biflíuljóð síra Valdimars Briems ..." (Dagskrá 10. apríl 1897). Einar Benediktsson stjórnaði Dagskrá. 3) „Um þá lærðu Vídalína er gefið út af dr. Jóni Þorkels- syni... framan við Vísnakver Páls lögmanns Vídalíns 1897 ..." (Jón Helgason. Jón Ólafsson frá Grunnavík, Kh. 1926, bls. 301). 4) „Björns M. Ólsens verður framar öllu minnzt sem vísinda- manns." (Sigurður Nordal. Áfangar II. Rv. 1944, bls. 18). 5) „Nú hófst þriðja æviskeið Gríms Thomsens." (Jónas Jóns- son. Saga íslendinga VIII. bindi, Rv. 1955, bls. 231). 6) „Samtöl Matthíasar Jo- hannessens birtust undir efnis- heitinu I fáuni orðum sagt..." (Eiríkur Hreinn Finn- bogason. M. Samtöl I. Rv. 1983, bls. 5). 7) „Önnu í Kærleiksheimil- inu svipar til Sigríðar í sögu Jóns Thoroddsens..." (Matth- ías Viðar Sæmundsson í Skirni 1983, bls. 20). 8) „Skáldskapur Sigurðar Nordals varð aldrei nema auka- geta með öðrum ritum hans." (Ólafur Jónsson í Skírni 1981, bls. 117). 9) „Nýfrétt er frá Khöfn iát Jóns kaupm. Norðmanns frá Akureyri.. ." (ísafold 1908, bls. 122). Björn Jónsson var ritstjóri ísafoldar. 10) „... Gísli Rúnar Jónsson í hlutverki Guðmundar Schev- ings sýslumanns ..." (Sigurður Hróarsson. Lesbók Mbl. 17. maí 1986). Mig langar til að gefa In- gólfi Pálmasyni orðið í sam- felldu máli: „Ég hef fjöldamörg dæmi um það frá starfi mínu í framhalds- skólum, bæði sem prófdómari og kennari, hversu staða eign- arfalls er veik í nútíma íslensku. Hér á hirðuleysi um beygingu ættarnafna og erlendra manna- heita vafalítið nokkra sök. I ritgerð eftir mann á þrítugsaldri rakst ég á þessa setningu í vor, efhið var úr Gíslasögu Súrssonar: „Næst liggur leið Gísla til Hergilsey." Setningar sem þessar tala sínu máli." Áður en ég gef Ingólfi orðið enn, langar mig til að láta þess getið, að það var fyrst fyrir 400. þáttur örskömmum tíma sem ég gerði mér grein fyrir veikleika eignar- fallsendingarinnar. Ég sann- færðist um hana við að hlusta á fjölmiðla. Ég veit að beyg- ingafræði hefur verið hornreka í ýmsum skólum upp á síðkast- ið. Þar er breytinga þörf. Og enn segir Ingólfur Pálma- son að lyktum í bæklingi sínum: „Þó að ættarnöfnum hafi fjölgað síðustu áratugina virðist vegur þeirra ekki hafa aukist að sama skapi. Æ fleiri hugs- andi mönnum verða nú ljós þau vandkvæði sem þau skapa í íslensku málkerfi og ég lít svo á, að það sé aðeins spurning um tíma, hvenær málfræðingar og fræðsluyfirvöld láta þau rriál, sem hér hafa verið til umræðu, til sín taka. Margir íslendingar sem borið hafa ætt- arnöfn hafa lagt þau niður í seinni tíð, vafalítið til stuðnings hinum forna nafnsið. Slíkt mót- vægi gegn sveiflum tískunnar er tungunni afar dýrmætt. Ég óttast þó, að þeir aðilar sem nú gerast forgöngumenn um beygingarleysi ættarnafna og erlendra mannaheita þykist þegar standa með pálmann í höndunum og fari brátt að vitna í ættarnöfn sem beygingar- lausan flokk orða í íslensku. Slíkt ábyrgðarleysi væri í stíl við ýmislegt annað sem nú er látið viðgangast. Það er von mín að þau vanda- mál sem drepið hefur verið á í þessu spjalli verði umhugsunar- efni sem flestra þeirra karla og kvenna er hafa iðkun íslensks máls sér til atvinnu eða afþrey- ingar. Það væri núlifandi kynslóð til vansa að horfa að- gerðarlaus á augljós málspjöll ágerast daglega fyrir augum sér." P.s. Ofmælt var í næstsíðasta þætti að Indriði gullsmiður reisti Indriðahús; hann eignað- ist það og átti þar heima, en Bertel Borgen sýslumaður hafði reist það. Steinunn Eyjólfsdóttir Það sem skiptir máli Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Steinunn Eyjólfsdóttir: BÓKIN UTAN VEGAR. Útlit og hönnun: Elísabet Anna Cochran. Teikn- ingar: Guðrún Svava Svavars- dóttir. Bókrún 1987. Bókin utan vegar er ljóðaflokkur um viðkvæmt efni. Móðir yrkir um son sinn sem lést af slysförum tvítugur að aldri. Svo langt er um liðið að unnt er að gera efhinu skil án beiskju. Með því að fjalla um hið einkalega er höfðað til annarra sem orðið hafa fyrir sömu eða líkri reynslu og um leið allra þeirra sem láta sig mannleg vandamál og harma varða. Steinunn Eyjólfsdóttir hefur sent frá sér nokkrar bækur: smásagna- safn, ljóð og barnasögur. Bókin utan vegar er aðeins kver, en engu að síður samið af innri þörf og tölu- verðum metnaði. f fjórða kafla Bókarinnar utan vegar er þetta að fínna: Spekingar hafa keppst við að vísa okkur veginn veg dyggðanna veg hamingjunnar veg viskunnar. Hve margir þeirra hafa fætt af sér nýtt líf? Iifið. Ef við skiljum að það er það eina það einasta eina sem skiptir máli alltaf og allstaðar þá þurfum við ekki vegina þeirra. Þá getum við fundið lífið sem er það sama og sköpunin sem er það sama og Guð utan vegar alveg eins og dauðann. Eða kannske vegna dauðans? Vegsömun lífsins og verðmæta þess er það sem Steinunni Eyjólfs- dóttur liggur á hjarta að koma til skila. Það tekst henni í Bókinni utan vegar. Söknuðurinn kallar fram einlægni, hin sára reynsla nógu mikinn þroska til að fara að öllu með gát. En að baki orðanna eru heitar tilfinningar. Svipmyndir frá samskiptum móð- ur og barns verða lifandi. Ég nefni sjöunda kafla þar sem segir frá örlögum hunds, hvernig barn bregst við þegar dýr er drepið. Einnig tíunda kafla sem lýsir líka sorg- legri reynslu barns. Sömuleiðis sautjánda kafla sem segir frá kirkjuferð móður og sonar á jólum og sonurinn styður móður sína í snjónum og hálkunni og gefur henni fagra minningu. Svo eru það draumar næturinnar sem eru betri en dagurinn vegna þess að þeir færa syrgjendum glaðlegar minn- ingar um hinn látna, samanber áttunda kafla. Sumt í Bókinni utan vegar geldur þess að vera endurtekið um of og einnig skortir markvissara orðalag á stöku stað. Kaflarnir eru mjög misjafnir, sumir þeirra veigaminni en aðrir. Lesandinn fínnur að það er skáld sem á margt ólært sem hér tjáir reynslu sína og tilfínning- ar. En það hve þessi litla bók er heil og sönn lyftir henni yfir torfær- ur og gerir hana eftirminnilega þrátt fyrir allt. 9IMAR 911*in-91170 S01USTJ LARUS Þ VALDIMARS ÖIIVIMn ZIIOU ^IJ/U L0GM J0H Þ0RÐARS0N HOL Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Skammt f rá Landakoti — laus strax 5 herb. glœsileg íb., um 140 fm. Nýtt eldh., nýtt bað, nýtt sérþvottah. Sérhiti. Suðursv. 20 fm. Öll sameign eins og ný. fb. er skuldlaus í 15 ára steinhúsi á stórri lóð með sér bflastæði. Með frábærum greiðslukjörum Úrvalsíbúðir 3ja og 4ra herb. ( smíðum við Jöklafold í Grafarvogi. Full- búnar u. trév. íjúlínæsta ár. Öll sameign frágengin. Byggjandi Húni sf. Rúmgóð íbúð við Laugateig 2ja herb. í kj. 61,8 fm nettó. Sérinng. Sérhiti. Glæsileg lóð. Ákv. sala. Verð aðeins kr. 1850 þús. gegn góðri útborgun. Stórt og glæsilegt raðhús í smíðum á útsýnisstað f fremstu röð við Funafold. Tvöf. bílsk. Allur frágangur fylgir utanhúss. Byggjandi Húnl sf. Húsiö er áætlað íbhæft í ágúst-sept. næsta ár. Nokkrar ódýrar íbúðir sem gætu hentaö námsfólki og öðrum frumbýlingum m.a. í: Hlfðum, Vesturbæ, Telgum og í gamla Austurbænum. Vinsaml. leitiö nánari uppl. Heimar — Vogar — nágrenni Til kaups óskast góð 4ra-5 herb. /b. eða /bhæð með bílsk. eða bílskrétti. Einbhús eða raðhús með íb. af þessarri stærð æskilegast. Miklar og góðar greiðslur. Losun eftir 6-18 mánuði Góð 3ja-4ra herb. ib. óskast til kaups, helst í Austurborginni. Traustur kaupandi. Hagkvæm skipti 3ja herb. ib. meö sórinng. óskast til kaups. Ib. í lyftuhúsi kemur til greina. Má vera í Reykjavík eða Kópavogi. Skipti möguleg af einbhúsi af meðalstærð. Nánari uppl. trúnaðarmál. Opið á morgun, laugardag, kl. 11.00 tilkl. 16.00. ALMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Kingsley, Kinskí og Kvennabúríð KViKMYNDIR Arnaldur Indriðason Kvennabúrið (Harem). Sýnd í Regnboganum. Srjörnugjöf: *. Frönsk. Leikstjóri og handrits- höfundur: Arthur Joffé. Fram- leiðandi: Alain Sarde. Kvikmyndataka: Pasqualino de Santis. Helstu hlutverk: Nastass- ia Kinski, Ben Kingsley, Dennis Goldson og Zohra Segal. Það er svosem nóg af hæfileik- aríku kvikmyndaliði í kringum frönsku myndina Kvennabúrið (Harem), sem sýnd er í Regnbogan- um. Ben Kingsley, sem er frábær leikari og eftirminnilegur úr Gandhi fer með annað aðalhlutverkið; Nast- assia Kinski, sem er aldrei betri en þegar hún vinnur með góðum leik- stjórum (og hún er svo heppin að hafa gert mikið af því), eins og Wim Wenders í Paris-Texas og Polanski í Tess, leikur á móti hon- um; kvikmyndatökumaðurinn • er ítalinn Pasqualino de Santis, sem unnið hefur með mönnum eins og Scola og Zeffirelli; leikmyndahönn- uðurinn er Alexandre Trauner, sem unnið hefur við kvikmyndagerð síðan 1932 með mönnum eins og Welles og Huston, Zinnemann og Billy Wilder. En þetta er fyrsta rrynd franska leikstjórans Arthur Joffé, sem skrifar einnig handritið Nastassia Kinski í myndinni Kvennabúrið. að henni, og maður fær á tilfinning- una að þessu ágæta liði hafi verið sóað, því myndin er innihaldsrýr og lítt áhugaverð. Joffé hefði þurft að æfa sig á nokkrum myndum áður en hann gerði þessa. Ef hann hefur einhverja frásagn- arhæfileika njóta þeir sín ekki í þessari mynd. Hún byrjar í New York. Við sjáum Diane (Kinski) á leið í vinnuna, sjáum hana í vinn- unni (hún vinnur í Kauphöllinni), sjáum hana fara til spákonu og sjáum hana kveðja einhverja vini sína sem voru að gifta sig. Svo sjáum við að henni er rænt á leið út til Frelsisstyttunnar og okkur gæti ekki staðið meira á sama. Við vitum ekkert um hana, hver hún er, hvernig hún er eða hvaðan hún kemur. Hún gæti þess vegna hafa sprottið uppúr hatti töframanns. Og við eigum lítið eftir að kynnast henni það sem eftir er myndarinnar. Allt í einu er klippt þar sem ak- feitur geldingur, sem kemur seinna í ljós að dreymir stundum um þriðja kynið, er að bera hana inn í kvenna- búr einhversstaðar í Arabalöndun- um. Diane sýnir lítil viðbrögð. Seinna fær hún eitt og eitt reiði- kast og spyr konurnar í kvennabúr- inu hvað sé að gerast en þær eru í jafnmiklu myrkri með það og við. Svo kemur í ljós að olíuprinsinn Selim (Kingsley) hefur haft auga- stað á Diönu lengi og var eiginlega ekki að ræna henni heldur vildi hann aðeins spyrja hana hvort hún vildi giftast sér en gat ekki bara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.