Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 51 Hjónaminning: Steinþóra Guðmundsdóttir Guðmundur Þorvaldsson Steinþóra Fædd 18. september 1901 Dáin 7. ágiist 1987 Guðmundur Fæddur 28. april 1897 Dáinn 13. nóvember 1981 í tilefni af andláti Steinþóru Guðmundsdóttur, er lést 7. ágúst sl. og verður jarðsungin frá Hnífsdalskapellu í dag 15. ágúst, langar mig að rita nokkur orð til minningar um þau merkishjón sem Steinþóra og Guðmundur voru. Steinþóra fæddist 18. september 1901 á Brekku í Brekkudal í Dýra- firði. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Jenssonar og Jónínu Jónsdóttur er þar bjuggu og var ein af tíu bömum þeirra hjóna. Guðmundur fæddist 28. apríl 1897 í Hjarðardal, Mýrarhreppi í Dýrafirði og lést á ísafirði 13. nóv- ember 1981. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Kristrún Guðmunda Bjamadóttir frá Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði og Þor- valdur Magnússon, bóndi og skip- stjóri frá Alviðru í Dýrafirði. Árið 1900 fluttu þau að Rauðstöðum í Amarfírði og ólst Guðmundur þar UPP- Steinþóra og Guðmundur giftust 16. janúar 1932. Þau hjónin eignuðust 4 böm en 2 elstu börnin dóu í æsku. Þau vom Gunnar Guðmundur, f. 15. ágúst 1934, d. 31. maí 1935, og Guðrún Þórdís, f. 9. maí 1936, d. 26. febrúar 1937. Hulda, dóttir þeirra, er búsett í Reykjavík og gift Gunnari Mogensen er starfar hjá Flugleiðum. Þeirra börn em Elsa hjúkmnarfræðingur, Mogens Gunnar, Guðrún Þóra og Petra Björk; Þorvaldur vélvirkjameistari, sonur þeirra, er búsettur á ísafirði. Hann var kvæntur Elínu Jónsdóttur en þau slitu samvistum. Böm þeirra em Þóra, Guðmundur vélvirki, Rannveig og Ingunn. Ég kynntist þessari fjölskyldu í bamæsku þegar ég flutti í næsta hús við þau við Engjaveginn á ísafirði. Við Þorvaldur, sonur þeirra, urðum strax góðir vinir og áttum saman skemmtilegar sam- vemstundir öll uppvaxtarárin okkar á Engjaveginum. Frá fyrstu stundu stóð heimili þeirra hjóna mér opið og var ég heimagangur á því heim- ili allan þann tíma er ég bjó á ísafirði. Þegar unglingsámnum lauk fór- um við Þorvaldur í vélvirkjanám hjá föður hans í Vélsmiðjunni Þór hf. á ísafírði, en Guðmundur var einn af meðeigendum vélsmiðjunn- ar og var þar yfirverkstjóri frá því að þau fiuttust til ísafjarðar árið 1942. Ég þekkti lítið til ferils Steinþóm áður er. þau Guðmundur giftu sig. Steinþóra var alla tíð sparsöm á allt tal um sjálfa sig og ræddi frek- ar um það sem var að gerast á líðandi stundu. Hún var ákaflega raungóð kona og ætíð tilbúin að rétta hjálparhönd þeim er henni þótti hjálpar þurfí. Hún var fyrir- myndar húsmóðir, átti fallegt og hlýlegt heimili sem hún ræktaði af mikilli natni. Alltaf átti Steinþóra heimabakaðar kökur og var þeirra oft notið ásamt öðm meðlæti á Engjaveginum í þá daga. Ég held að margir sem þekktu Steinþóm séu mér sammála um að hún hafi haft sérstaka og skemmtilega kímnigáfu. Henni þótti ætíð gaman og hló stundum dátt þegar við vor- um eitthvað að prakkarast í góðu eða töluðum og létum gamminn geisa og ef okkur tókst vel upp þá gat Steinþóra skemmt sér vel. Þegar í æsku þótti Guðmundur handlaginn og sýndi mikinn áhuga á tækni þeirra tíma. Faðir hans hafði víst snemma orð á því að lítill búmaður leyndist í stráksa, enda fór svo að þegar Guðmundur varð 16 ára gamall fór hann til Þingeyr- ar og hóf nám í vélsmíði hjá Guðmundi J. Sigurðssyni sem var þekktur langt út fyrir landsteinana fyrir sína frábæru fagmennsku og góðu vélsmiðju er hann rak á Þing- eyri. Þaðan lauk Guðmundur vélsmíðanámi sínu eftir 4 ár. Sveinsstykki, þ.e.a.s. prófsmíði Guðmundar, er forláta vindujám sem Vélsmiðjan Þór á ísafirði geymir til minningar um góðan völundarsmið. Eftir námið vann hann í 4 ár hjá nafna sínum á Þing- eyri og hélt síðan utan til Dan- merkur til frekara náms hjá Teknologisk Institut og Burmester & Wine. Þessi tími hans í Dan- mörku, sem var um eitt ár, hefur eflaust átt þátt í að móta enn frek- ar þann hagleiksmann er hann átti eftir að verða. Frá Danmörku fer Guðmundur til Reykjavíkur, vinnur hjá Vél- smiðjunni Héðni, aðallega yfir vetrarmánuðina næstu 14 árin. Á þessum árum tók Guðmundur vél- stjórapróf frá Vélskóla íslands árið 1928 og rafmagnsdeild Vélskólans 1936. í millitíðinni á þessum árum vann hann einnig sem vélstjóri, m.a. hjá Landhelgisgæslunni, Ríkisskipum og um tíma á enskum togara. Hann var vélstjóri í síldarverksmiðjum Kveldúlfs á Hesteyri síldarsumurin 1930—1935. Sá um niðursetningu véla og var síðar verksmiðjustjóri í sfldarverksmiðjunni á Djúpuvík sumurin 1936—1942. í nóvember 1942 flytur Guð- mundur með fjölskyldu sína til ísaú'arðar og verður þar yfirverk- stjóri við Vélsmiðjuna Þór hf., sem þá var í gömlu og hrörlegu húsi við Fjarðarstræti. Ráðamenn vélsmiðj- unnar réðust á þeim árum í það stóra átak að byggja myndarlegt hús þar sem Vélsmiðjan Þór stend- ur nú í dag við Suðurgötu á ísafirði. Guðmundur gerðist fljótt meðeig- andi í Vélsmiðjunni Þór hf. og lagði hann mikið af mörkum við upp- byggingu fyrirtækisms, sérstaklega hvað snertir menntun og kunnáttu í starfi ásamt mikilli vinnu er hann lagði fyrirtækinu til á þessum árum. Frá Vélsmiðjunni Þór hafa komið margir úrvals fagmenn sem lært hafa hjá Guðmundi, enda var hann talinn góður kennari jafnt í verk- legri sem bóklegri kennslu. Hann veitti m.a. í mörg ár forstöðu vél- stjóranámskeiðum Fiskifélags íslands sem haldin voru á ísafirði og um tíma í Vestmannaeyjum. Eins og fyrr segir þá hóf ég nám í vélvirkjun hjá Guðmundi og lauk þaðan sveinsprófi í iðninni. Guð- mundur reyndist mér góður lærifað- ir og þau hjónin sýndu mér alltaf mikla hlýju og vináttu allar götur frá því ég kynntist þeim. Það var ekki fyrr en ég settist á skólabekk erlendis í faginu að ég gerði mér grein fyrir því hversu afburðafag- mennsku og snilligáfum Guðmund- ur _var gæddur í sínu starfi. í því sambandi langar mig til að rifja upp atvik því til stuðnings, þegar færeyskur togari kom til ísa- fjarðar með brotna dieselvél er knúði togvindu skipsins. Mig minnir að a.m.k. 3 stimplar hefðu brotið sér leið út í gegn um vélarblokkina og kæligangur vélarinnar mikið brotinn og skemmdur. Togarinn var rétt hálfnaður með túrinn og reikn- aði sennilega með því að fara heim eftir að búið væri að dæma vélina ónýta. Guðmundur var kallaður um borð og spurður álits. Eftir ná- kvæma skoðun og umhugsun sagðist Guðmundur geta gert við vélina svo togarinn gæti lokið veiði- ferðinni, ef til væru varahlutir í vélaumboðinu í Reykjavík. Svo reyndist vera að varahlutir voru til og gerði útgerðin sig ánægða með að skipið gæti klárað túrinn þvi komið væri að klössun og þá yrði skipt um vél í leiðinni. Þegar var hafist handa við að rífa vélina og sjóða og bæta kæligang vélarinnar ásamt því að fræsa upp á nýtt sætin fyrir slífamar. Þegar því var lokið voru varahlutirnir komnir og vélinni „tjaslað saman" og hún prufukeyrð. Reyndist allt vera í lagi og gat togarinn lokið veiðiferðinni áfallalaust. Frá umboðsmanni tog- arans bárust þær fréttir að togarinn hefði farið aðra veiðiferð með við- gerðina áður en skipt var um vél í skipinu. Þessi frammistaða er að mínu mati afrek, sérstaklega miðað við þær aðstæður og þann verk- færabúnað sem til staðar var. Þau hjónin Steinþóra og Guð- mundur eru nú öll og eftir lifir minningin um góðar manneskjur er gott og gagnlegt var að þekkja. Huldu og Þorvaldi ásamt íjölskyld- um þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Steinþóru og Guðmundar. Sverrir Jónsson Kveðjuorð: Lárus Biörnsson í Grímstungu Vatnsdalurinn var fallegur 6. júní 1987. Sól og norðan andvari lék um dalinn. Lambær þöktu tún og engi. Farfuglar byggðu sér hreiður. Svanir lyftu sér til flugs og héldu til heiða. Um dalinn allan mátti sjá mikla umferð bfla, þeir lögðu leið sína að Undirfellskirkju. Þar átti að jarð- syngja í dag. Maðurinn sem átti að jarða var enginn annar en Lárus Bjömsson f Grímstungu. Maðurinn Lárus í Grímstungu í Vatnsdal var þekktur um land allt. Það lék um hann viss ævintýraljómi, sem reis hæst í fjarlægð. Með Lárusi er genginn einn sérstæðasti persónu- leiki í minnum þeirra sem þekktu hann best. Lárus skar sig úr fjöld- anum á margan hátt. Það var eftir honum tekið þar sem hann fór. Hann var hár maður, spengilegur og velvaxinn. En það sem mesta athygli vakti var persónan sjálf. Svipmótið, andlitsfallið, augu, enni og létt liðað hár. Allt vann þetta saman, að mynda persónutöfra er hafði vald og laðaði viðmælandann að sér. Lárus gekk aldrei í skóla. Hann var vel greindur, söngvinn og sagði sögur svo eftir var tekið. Lárus Bjömsson var aldamótamað- ur í orðsins fyllstu merkingu. Hann trúði á landið og framtíð þess í gegnum moldina og gróðurmátt hennar. Láms treysti á mátt sinn og megin eins og fomir kappar. Leysti vandamál sín sjálfur, sem hann taldi vera veginn til velsældar og hamingju. Lárus Bjömsson var fæddur á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum árið 1889. Langt uppi á heiði eða 4ra tíma lestargang frá Forsælud- al, efsta bæ í Vatnsdal. Á þessari leið er yfir ár að fara. Faðir Láms- ar var Bjöm Eysteinsson, þjóðkunn- ur maður fyrir dugnað og sjálfs- bjargarviðleitni. Þrátt fyrir margt mótlætið í eignamissi og fleim, þá lét hann aldrei bugast, heldur gekk hann bjartsýnn móti framtíðinni. Ég hef einhvem tímann heyrt þá sögu af Bimi Eysteinssyni, að hann hafí verið ákveðinn í því að fara ásamt mörgum ættmennum sínum til Vesturheims, en _ snúið við á bryggjunni og sagt „Ég fer hvergi. Ef ég get ekki lifað á iandinu sem ól mig get ég hvergi lifað.“ Bjöm Eysteinsson stóð eignalaus með konu sinni Helgu Sigurgeirsdóttur og horfði til heiðarinnar. Þau reistu bú á Réttarhóli. Bjuggu þar í fímm ár og komust í sæmileg efni. Hugs- um okkur líðan konunnar þegar hríðin lamdi þekjuna, með bömin ein í hreysinu og maðurinn úti að draga björg í bú. Á Réttarhóli steig Láms sín fyrstu spor og andaði að sér heiðar- loftinu í blíðu og stríðu. Ég er ekki frá því að þessi áhrif hafi búið í honum og þroskast. Láms var hýr og mildur eins og heiðin, þegar hún skartar sínu fegursta í gliti sólar. En í óveðmm harður og hijúfur. Hann var sannfærður um að allt sem hann gerði var rétt. Láms vissi líka snemma hvað hann vildi. Það var árið 1910. Þá var Láms 21 árs, að hann fór að búa í Grímstungu. Hann hafði ýtt burt af jörðinni föður sínum og bróður. Láms hafði fljótt fundið að skap hans var ekki að deila búi með öðr- um, enda Láms ráðríkur og stór- huga. Grímstunga er landnámsjörð. Landgæði þar mikil og landið stórt, er teygir sig inn til heiða. I Grímstungu hefur Láms strax fundið rúm fyrir athafnaþrá sína og návist heiðarinnar heillaði hann. Láms kvæntist Péturínu Jó- hannsdóttur. Hún var dugleg og vel greind kona. Þau eignuðust átta böm. Láms varð einn af Q'árflestum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bjarni Kristinsson kaup- maður i Bjarnabúð á Braut- arhóli. Biskupstungur: Feiknaum- ferð í sumar Selfossi. VAXANDI umferð ferða- manna um efri hluta Arnes- sýslu leiðir af sér aukna þjónustu. Á Brautarhóli við afleggjarann að Aratungu starfrækja hjónin Bjarni Kristinsson og Oddný Jós- efsdóttir verslunina Bjama- búð. „Við kappkostum að veita ferðamönnum, sveitungum og sumarbústaðafólki sem besta þjónustu," segir Bjami kaup- maður. Að hans sögn er mikill straumur fólks í sundlaugina við Aratungu um helgar. „Þetta hefur verið feiknaumferð í sum- ar þó hún takmarkist auðvitað dálítið af slæmum vegurn en það stendur víst til bóta.“ Á Brautarhóli hefur verið rek- in bensínsala í 40 ár og svo er enn. Þar er að auki videóleiga og lottómiðstöð. Inn af greiða- sölunni er nýlenduvömverslun þar sem á boðstólum em algeng- ar nauðsynjavömr. Það er þó ekki aðeins ferða- menn sem sækja Bjama heim í búðina á daginn því þar renna við sveitungar sem eiga leið hjá, spyija frétta á meðan rennt er úr einni gosflösku eða munngát mauluð og látin linast á tung- unni. Sig. Jóns. bændum landsins. Lítill drengur á hlaðinu við Sunnuhlíð gleymir ekki fjárbreiðunni sem rann viður háls- inn á haustdögum heim að Gríms- tungu. „Ég vil verða eins og Láms þegar ég verð stór,“ hugsaði hann. Ég held að margur ungur maður hafi átt sér Láms sem fyrirmynd. Láms átti góða hesta, sem vom þolnir og þróttmiklir, enda kom það sér betur, því hann lagði oft mikið á hesta sína í löngum og erfiðum ferðum á heiðum uppi. Láms unni heiðinni, var grenjaskytta góð og naut þess að liggja á grenjum. Hlusta á kyrrð næturinnar og heyra vormorguninn vakna með fugla- söng. I heimi heiðarinnar var hugur Lámsar oft allur. Þau áttu hvort annað. Hann var klettur í fjalli. Láms var jarðsettur í heimagraf- reit í Grímstungu, sem hann hafði fengið leyfi fyrir og valið sér stað á næsta punkti túnsins, skammt frá Álkugili. Þaðan er vítt til veggja og fallegt að horfa yfir tún og engi. Nú var Láras kominn heim á ný eftir nokkurra ára fjarvem hjá Kristínu dóttur sinni á Bakka og manni hennar Jóni Bjamasyni, og lagptur við hlið konu sinnar sem hann unni og mat alltaf mikils. Svanur flaug þögull inn dalinn til heiðar. Guðlaugur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.