Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Deilan um v-þýzku eldf laugarnar: Svar Kohls enn ókomið Bonn, Reuter. KANZLARI Vestur-Þýzkalands, Helmut Kohl, hefur enn ekkert sagt um það hvort Pershing 1—A lgarnorkuflaugarnar í landinu verði taldar með í samningum risaveldanna um útrýmingu meðaldrægra flauga. Mikill ágreiningur er nú meðal flokkanna í samsteypustjórn Kohls um flaugarnar. Talsmaður stjómarinnar, Her- bert Schmiilling, sagði á frétta- mannafundi í gær að Kohl myndi ekki svara strax opnu bréfi frá jafn- aðarmönnum í stjómarandstöðu, þar sem hann er hvattur til að gera flaugamar ekki að hindmn í vegi fyrir samningum risaveldanna. „Hann er ekki vanur að svara opn- um bréfum," sagði Schmulling og bætti við að staðan innan stjómar- innar hefði ekkert breytzt. Jafnaðarmannaflokkurinn bíður ERLENT nú eftir því að Kohl svari bréfínu áður en ákveðið verður hvort flokk- urinn gengur til liðs við græningja í því að krefjast þess að þingið verði kallað saman og sérstök atkvæða- greiðsla um flaugamar fari fram. Tveir af foringjum fijálsra demó- krata, þeir Uwe Ronneburger vamarmálafulltrúi og Martin Ban- gemann efnahagsráðherra, hafa opinberlega gagnrýnt þá stefnu stjómarinnar að halda í flaugamar. Frjálsir demókratar tryggja þing- meirihluta stjómarinnar. íhaldsmenn innan stjómarinnar vörðu í gær stefnu Kohls og sögðu kröfu Sovétmanna um eyðingu Pershing-flauganna, ætti að verða af samkomulagi, aðeins bragð til þess að gera erfíðara um samninga og skaða tengsl Þýzkalands og Bandaríkjanna. Háhyrningurá sædýrasafni Reuter Háhymgingurinn Guðrún er á sædýrasafni í Harder- wijk í Hollandi. Háhymingurinn verður fluttur í dýragarð í San Diego í Bandaríkjunum í október. Segja hollenskir embættismenn að hvalurinn verði brátt kynþroska og þurfi að svamla með hvölum af sömu tegund til þess að kynnast staðreyndum lífsins. Guðrún hefur hingað til verið í samfloti við höfr- unga. Á mjmdinni er starfsmaður sædýrasafnsins í Harderwijk í þá mund að gefa háhymingnum að éta. Finnland: Hægrímenn njóta mests fylgis Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Helsinki. FINNSKI hægriflokkurinn Kokoomus hefur nú mest fylgi finn- skra stjómmálaflokka samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Hægrimenn unnu mikið á í þingkosningunum í vor og samkvæmt könnun, sem finnska Gallup-stofnunin framkvæmdi fyrir helstu stjóramálaflokkana nýtur Kokoomus eða Sameiningarflokkurinn nú meira fylgis en jafnaðarmenn, sem eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu. Saman höfða flokkarair til um helmings kjósenda. Skoðanakönnunin var framkvæmd í júní, en niðurstöður hennar voru ekki ætlaðar til opinberrar birting- ar heldur aðeins sem leiðarvísir handa flokkunum. Samkvæmt könnuninni eru 25,2% þjóðarinnar fylgismenn Sameiningarflokksins og 24,8% hlynnt jafnaðarstefn- unni. Munurinn er lítill ogtalsmenn flokkanna segja hann innan eðli- legra óvissumarka, þannig að ekki sé ráðlegt að taka of mikið mark á honum. Þingmenn Sameiningar- flokksins fögnuðu þó fréttunum á sumarfundi sínum í borginni St. Michel. Þessa dagana halda helstu stjómmálaflokkar sumarfundi til að hugsa upp herbrögð til að nota í umfjöllun um ijárlög næsta árs. Þau munu koma til umræðu í ríkis- stjóminni á næstunni. Eitt helsta stefnumál ríkisstjómar jafnaðar- manna og hægrimanna er end- umýjung skattakerfísins, en flokkana hefur greint á um fram- kvæmd hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem hægri- og jafnaðarmenn eiga að koma sér saman um sameiginlegt, fjárlagafrumvarp, og þykir þvii skiljanlegt að flokkamir vilji vita. hvort samstjóm þeirra sé vinsæl meðal almennings. Jafnaðarmenn vilja ekki gera mikið úr því að þeir séu með meira fylgi en Sam- einingarflokkurinn, flokkur Harris Holkeri forsætisráðherra. Hægri- menn hafa áður fengið meira fylgi í skoðanakönnunum, en hingað til hafa fleiri kjósendur fylkt sér um Jafnaðarmannaflokkinn á kjör- degi. Stjómin er sú fyrsta, sem hægri menn taka þátt í í tvo áratugi. Talsmenn flokkanna benda sérs- taklega á að skoðanakönnunin sýni aukið fylgi beggja, sem bendi til þess að kjósendur séu tiltölulega ánægðir með samstarf flokkanna, sem áður voru taldir erkifjendur í fínnskum stjómmálum. Þegar ríkisstjóm Holkeris var mynduð í vor vom margir þeirrar skoðunar að flokkamir fæm í stjóm eingöngu vegna valdafíkni, og að stefnuskrá stjómarinnar væri svo óglögg að þar væri í raun engu heitið. Nú hafa flokkamir undirbúið kröfur sínar um fjárveit- ingar af fjárlögum 1988, hvor í sínu lagi. Sameinigarflokkurinn hefur einbeitt sér að skattamálum og þörfum bamafjölskyldna. Jafn- aðarmenn hafa hins vegar lagt áherslu á þátttöku ríkisins í barát- tunni gegn atvinnuleysi. Skoðana- könnunin gæti verið vísbending um að stjómin hafí tryggt sig í sessi og flokkamir geti nú einbeitt sér að því að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Þriðji stærsti flokkurinn, Miðflokkurinn, fékk ekki nema 16,3% fylgi og Alþýðu- bandalagið, þar sem kommúnistar em sterkasti aðildarflokkurinn, fékk 9,2%. Aðrir flokkar fengu minna fylgi. PANASONIC FOTORAFHLAÐAN Sú rétta í myndavélina. Rafborgsf. s.11141. AMERISKAN BIL. NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM A LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA Úrvals varahlutir ■&W BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.