Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Barnauppeldi í Sovétríkjunum: Forsjá ríkisvalds- ins hefur brugðist Moskvu, Reuter. FORELDRAR þúsunda barna í Sovétríkjunum hafa yfirgefið þau og rikisvaldið vanrækt þarfir þeirra, segir forstöðumaður Barnahjálpar Sovétríkjanna í grein sem birtist i Prövdu, mál- gagni sovéska kommúnistaflokksins á fimmtudag. Segir þar ennfremur að það hafi verið mikil mistök að fela ríkisvaldinu forsjá barna. Albert Likhanov, forstöðumaður Bamahjálpar Sovétríkjanna sem komið var á laggimar nýverið, hvet- ur til þess í greininni að fjölskyldan verði á ný homsteinn þjóðfélagsins. „Kenningin um að fela beri ríkis- valdinu uppeldi og forsjá bama hefur brugðist gjörsamlega," segir Likhanov. Þá fordæmir hann það háttemi útivinnandi mæðra að skilja böm sín eftir í ríkisreknum heimavistarskólum í allt að viku- tíma. Segir Likhanov að vinna hafi verið tekin fram yfir fjölskyldulíf og fyrir það megi sovésk böm líða. Þá vekur Likhanov athygli á tfðum hjónaskilnuðum í Sovétríkj- unum og segir að foreldrar virðist kæra sig kollótta um hvaða áhrif sambúðarslit kunni að hafa á af- kvæmin. „Þúsundir bama em öldungis munaðarlaus," skrifar Likhanov og bendir á að mjög hafi færst í vöxt að foreldrar skilji böm sín eftir á vöggustofum. Hvetur hann til þess að heimilið verði á ný hafið til vegs og virðingar og foreldrum gerð grein fyrir þeirri Olíuframleiðsla Norðmanna: Hugsanlega verður fall- ið frá tak- mörkunum Osló, Reuter. ARNE Öyen, orkumálaráð- herra Noregfs, sagði í viðtali við Reuters-iréttastofuna í gær að Norðmenn kynnu að falla frá takmörkunum á olíu- framleiðslu ef truflanir yrðu á olíuútflutningi ríkja við Persaflóa. Norðmenn ákváðu að draga enn frekar úr olíu- framleiðslu sinni í júnímánuði er fulltrúar samtaka olíuút- flutningsríkja (OPEC) sam- þykktu að takmarka f ramleiðsluna til að halda uppi verði. Norðmenn eiga ekki aðild að OPEC-samtökunum en ákváðu engu að síður að styðja þau með því að minnka framleiðsluna um 7,5 prósent til ioka þessa árs. Norð- menn og Bretar eru helstu framleið- endur olíu í Vestur-Evrópu og kom verðfall á olíu fyrir rúmu ári sér sérstaklega illa fyrir efnahag Norð- manna. Framleiðsla Norðmanna nemur nú um einni milljón tunna á dag. Oyen lét þess ekki getið hvaða truflanir þyrftu að verða á útflutn- ingi ríkja við Persaflóa til þess að Norðmenn tækju að auka fram- leiðslu sína. Kvaðst hann telja að veruleg hækkun olíuverðs nú væri óheppileg því hún fengi aldrei stað- ist til lengdar. Aðspurður sagðist Öyen ekki hafa áhyggjur af fréttum þess efnis að OPEC-ríkin hefðu sjálf farið fram úr eigin framleiðslutak- mörkunum. A fundi ríkjanna í Vínarborg í júnímánuði var sam- þykkt að takmarka olíuframleiðsl- una við 16,6 milljónir tunna á dag. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar fullyrt að framleiðsla ríkjanna nemi rúmum 18 milljónum tunna á degi hverjum. ábyrgð sem á herðum þeirra hvíli. Likhanov fjallar einnig um hlut- skipti munaðarlausra bama, sem hann segir almenning og ríkisvald hafa vanrækt. „Hvemig getum við afsakað að opinberar byggingar í íjölmörgum bæjum og þorpum líkjast helst háreistum höllum á meðan munaðarleysingjahæli em hin verstu hrófatildur," segir Lik- hanov í grein sinni. Um síðustu helgi hvatti miðstjóm sovéska kommúnistaflokksins til þess að gripið yrði til róttækra að- gerða til að bæta aðbúnað munaðar- lausra bama og þeirra sem sætt hefðu harðræði af hálfu fullorðinna. Var Bamahjálp Sovétríkjanna sett á stofn í þessu skyni og hefur verið opnaður reikningur í Seðlabanka Sovétríkjanna þar sem almenningur getur látið fé af hendi rakna til stuðnings við málefnið. Staðhættir í Suður-Kaliforníu Hér skárust loiðir flugvélarinnarog þyrlu Reagans Kyrrahaf 1— California \ Nevada Stœkka8\ I svœfil \rí 1 1 « « 31 50 km SIKORSKY SH-3H PIPER ARCHER (Flutningaþyrla svipuð Marine One) (Eins hreyfils farþegaflugvél) Lá við árekstri flug- vélar og þyrlu Reagans Flugmaðurinn var á bannsvæði en haf ði ekkert illt 1 huga Santa Barbara, Reuter og AP. EINKAFLUGVÉLIN, sem rakst nærrí því á þyrlu Reagans Banda- ríkjaforseta um fimm kílómetra frá búgarði Reagans i Santa Ynez fjöllum, var stödd á bannsvæði, sem spannar nokkurra ferkílómetra svæði í kring um búgarðinn. Leyniþjónustumenn, sem hafa yfirheyrt fiugmann vélarinnar og farþega hans, segja þó að fram hafi komið að ætlunin hafi ekki verið að vinna Reag- an mein. Mönnunum hefur þvi verið sleppt. Nöfn mannanna, sem vom í sem hún flaug yfír búgarð Reag- ans. Sú þyrla hafði innanborðs leyniþjónustumenn og veitti einkaflugvélinni eftirför um 160 kílómetra leið eftir að flugmanni Marine One hafði verið gert við- vart, þar til hún lenti á John Wayne-flugvelli í útborg Los Angeles, Santa Ana. Flugmaðurinn og farþegi hans voru teknir í vörslu leyniþjónustu- manna, en sleppt síðar, þar sem ljóst þótti að þeim gekk ekkert illt til. Flugmálastofnun Banda- ríkjanna, FAA, hefur sagt að hún muni hefja rannsókn atviksins og hugsanlega leggja fram kærur á hendur flugmanninum. Verði hann sekur fundinn um brot á flugumferðarreglum, gæti hann litlu flugvélinni, hafa ekki verið gefín upp og öryggisverðir Reag- ans segja enn ekki ljóst hvers vegna vélin hafí verið á bann- svæði. Að sögn sjónarvotta flaug einkaflugvélin, sem er af gerðinni Piper Archer, þvert í veg fyrir þyrlu Reagans, Marine One, í um 70 metra fjarlægð og í innan við 50 metra íjarlægð neðan við hana. Flugmaður Marine One segist hafa séð flugvélina, lyft þyrlunni aðeins og beygt til hægri, en hann hafí þó aldrei talið hættu á því að flugvélamar rælqust saman. Skömmu áður en leiðir flugvél- anna skámst, kom flugmaður annarrar þyrlu á vegum Hvíta hússins auga á einkavélina, þar Reuter Flugmaður Piper Archer-flugvélarinnar hylur höfuð sitt með leðuijakka, þar sem hann er fluttur frá John Wayne-flugvelli í bíl leyniþjónustunnar. hlotið áminningu, sekt eða jafnvel sviptingu flugréttinda. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, var um borð í Marine One með Reagan. Hann sagði að forsetinn og aðrir far- þegar þyrlunnar hefðu ekki tekið eftir neinu óvenjulegu. Undanfarið hafa nokkur svipuð atvik orðið í Bandaríkjunum, eink- um í Kalifomíu, vegna mikillar háloftaumferðar yfír sumartí- mann. Það, að Bandaríkjaforseti var nú hætt kominn, hefíir vakið upp miklar áhyggjur flugfarþega og kröfur um að öryggi í flugum- ferð verði betur tryggt en nú er. Leiðtogi Kína baðar sig í Gula hafinu Valdamesti maður Kína, hinn 82 ára gamli Deng Hsiao-ping (fremst á myndinni), sést hér á sundi í Gula hafinu. Leiðtoginn lét mynda sig á svipuðum slóðum fyrir þremur árum til þess að kveða niður orðróm um heilsubrest sinn. Mao Tse-tung sýndi, árið 1966 i Jangtsekiang-ánni, fyrstur kínverskra valdamanna hreysti sina með þessum eftirminnilega hætti. Sænska blaðamannafélagið: Formaðurinn sagði af sér vegna hneykslismála Lundi, frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÖSTEN Johansson, formaður stéttarfélags blaðamanna í Sviþjóð, hefur legið undir ámæli starfsbræðra sinna fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið blaðamannastéttinni óbætanlegu tjóni. Þannig er mál með vexti að eftir- formannstöðu í félaginu í sextán launasjóður blaðamanna hefur yfír að ráða íbúðum, sem íbúðamiðlun Stokkhólms á að setja á markað. Formaður blaðamannafélagsins fékk tvær íbúðir, sem, ekki voru settar á skrá hjá miðluninni og notaði hann þær til þess að komast yfír íbúð í eftirsóknarverðu hverfí í miðborginni. Bent hefur verið á að blaðamenn séu einmitt sendir út af örkinni til þess að afhjúpa háttalag af þessu tagi. Undanfama daga hafa félög blaðamanna sent frá sér orðsend- ingar og fordæmt þessar aðfarir formannsins. Þess hefur jafnvel verið krafíst að öll stjómin segði af sér. Johansson, sem hefur gegnt ár, ætlaði sér greinilega að sitja áfram þrátt fyrir gagnrýnina, en að lokum var þrýst svo á formann- inn að hann sá sér ekki annað fært en að segja af sér. Ákvað hann að gera það í beinni sjónvarpsútsend- ingu á fímmtudagskvöld. Kvaðst Johansson ekki segja af sér af siðferðilegum ástæðum, held- ur vegna þess að blaðamenn hefðu verið famir að veitast að syni sínum og þótti honum þá nóg komið. Jóhannsson hefur sjálfur látið húsnæðismál Stokkhólms til sín taka og er hann ritstjóri tímarits, sem heitir „íbúðin okkar". Kvaðst hann ekki ætla að hverfa úr rit- stjómarstólnum vegna þessa máls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.