Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 23
23
gerir sjálf séu um 20 prósent efnis.
Auk alls konar þátta. Svo eru sýnd-
ar erlendar myndir og eru vinsælt
efni. Oftast er sett kínverskt tal á
þær. Einu sinni var ég í Tyrklandi
og horfði dolfallin á þá Dustin Hoff-
man og Robert Redford leika á
tyrknesku. Það hlýtur að vera enn
sniðugra að hlusta á þá á kínversku.
Um helgina skall Alex á, eins
og fyrr sagði og ég sat við gluggann
á herberginu mínu og horfði á
gauraganginn. Daginn eftir, þegar
blöðin birtu fréttimar um þann
skaða sem Alex fellibylur hefði
valdið, varð mér hugsað til Liu rit-
stjóra. Tveir menn höfðu dáið,
þegar bílar fuku á þá,7 þúsund tré
í Tapei höfðu rifnað upp með rótum
slangur af bátum hafði sokkið og.
hús hmnið hér og hvar. Aftir á
móti var þetta ekki baun í bala,
miðað við það sem hafði gerzt uppi
á meginlandinu....þar höfðu hundr-
uð manna látið lífið, líklega tug-
þúsundir vom heimilislausir og
uppskera hafði eyðilagzt svo nam
milljónum. Það var ekki um ill-
kvittnistóninn að villast.
Daginn eftir var Alex allur á bak
og burt og sólin skein á bláum himni
og hitinn var yfir 35 stig. Og rak-
ur. Ég tók því glaðlega, þegar
Andrew T.H. Cheng frá upplýsinga-
deildinni bauð, að við færnm að
skoða „Window on China,“ sem ég
í fáfræði minni, hafði að vísu ekki
hugmynd um, hvað var, en komst
að raun um, að þangað er farið
með hvem einasta erlenda gest,
sem kemur til landsins. Og full
ástæða til.
Svo komu þeir Andrew og Huan
að sækja mig og við bmnuðum til
Chungli. Það er um klukkutíma
keyrsla frá Tapei. Þar beygjum við
inn í landið, og til Yangmei.
Og þvílíkur ævintýragarður, sem
við blasir. Ekki að undra, að menn
séu hvattir að koma hingað. Þama
vom hundmð eða þúsund örsmárra
módela af öllum helztu byggingum,
hofum og helgum stöðum á meginl-
andinu.eftirlíkingar af egypsku
pýramídunum, örlitlar styttur af
nokkmm bandarískum forsetum
hoggnar í stein. En ekki nóg með
það, þarna vom einnig dýragarðar,
flugvellir.þar sem dverglíkön
keyrðu fram og aftur og bjuggu sig
undir flugtak, höfn þar sem pínulít-
il skip sigldu fram og aftur og
flautuðu. Allt var í sannkölluðum
alvömþykjustuleik. Meira að segja
trén og blómin agnarlítil, svo að
allt var í fullu samræmi. Það var
fátt útlendinga, en því fleiri taiwan-
skar fjölskyldur. Daisy Chang,
aðstoðarmaður framkvæmdastjór-
ans, lét færa mér te og sólhlíf. Þær
bám allir, karlar og konur í steikj-
andi hitanum og var ekki vanþörf á.
Það er ekki ofmælt, að manni
væri innanbijósts, eins og Gúlliver
hefur verið í Putalandi á sínum
tíma, og rík ástæða til að dást að
þessum mini-stað, hvert smáatriði
unnið af listfengi og ótrúlegu hug-
myndaflugi. Upphafsmaður að
Kínaglugganum er Chung nokkur-
Hong chu, sem er reyndar búfræð-
ingur og stundar kjúklingabúskap.
Hann fór að fást við módelsmíði
að gamni sínu fyrir tíu ámm og
útbjó þetta með aðstoð fjölskyldu
og margra velvildarmanna. Nú
vinna tugir, ef ekki hundmð lista-
manna við að gera ný og ný módel
og stundum em höfð skipti við aðra
mini-garða víðs vegar um heiminn.
Andrew og Huang skríktu að
venju, þegar ég lýsti aðdáun minni.
Mér fannst Taiwanar alltaf vera
skríkjandi. Ég velti fyrir mér, hvort
þetta væri eitthvað nervust. En
komst að þeirri niðurstöðu, að
líklega væri þetta bara vingjamlegt
þjóðareinkenni.
Þegar við komum aftur til Tapei
var sólin enn hátt á himni. Andrew
stakk upp á, að ég kæmi í eftirmið-
dagsbíltúr með fjölskyldunni. í
hringferð um norðurhlutann. Svo
að við sóttum í snatri Emily Lin
og telpukomið . Og svo fór ég í
kínverskan fjölskyldubíltúr.
Texti og myndir:
Jóhanna Kristjónsdóttir
__________MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
Kerið í Grímsnesi:
Fyrstu tónleikar í
eldgíg á Islandi
Aðgangseyrir rennur til Héraðssam
bandsins Skarphéðins
TÓNLEIKAR í eldgíg á íslandi
hafa aldrei fyrr verið haldnir og
að því leyti eru tónleikamir í Ker-
inu á sunnudaginn sérstæðir.
Tónleikarnir hefjast klukkan
15.00 og eru haldnir í samvinnu
nokkurra einstaklinga og Héraðs-
sambandsins Skarphéðins.
Tónlistarflutningurinn um borð í
bátum úti á vatninu í Kerinu er nokk-
uð sem tónlistarfólkið aðhefst ekki á
hveijum degi.
Dagskrá tónleikanna er sniðin fyr-
ir fólk á öllum aldri og listamennimir
sem fram koma gera það endur-
gjaldslaust.
Skarphéðinn mun selja aðgang að
tónleikunum til fjáröflunar og hyggj-
ast menn með því létta á erfiðri
fjárhagsstöðu sem kom upp eftir
áætlaða útihátíð í Þjórsárdal um
verslunarmannahelgina. Miðaverð
verður 500 krónur en ókeypis fyrir
14 ára og yngri og ellilífeyrisþega.
Þeir sem koma fram á Kertónleik-
unum em Kristján Jóhannsson
óperusöngvari við undirleik Láru
Rafnsdóttur, Kristinn Sigmundsson
við undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar, Bubbi Morthens, Björgvin
Halldórsson, Hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar ásamt Emu Gunnars-
dóttur og Ásgeir Steingrímsson
trompetleikari.
Að hálfu Skarphéðins verður við-
búnaður vegna umferðar í samráði
við lögregluna. Miðað er við að tón-
leikagestir sitji í grasbrekkunni
austan megin í Kerinu og er fólki
ráðlagt að koma tímanlega á stað-
inn. Sérleyfisbílar Selfoss verða með
sætaferðir frá BSÍ kl. 13.00 á sunnu-
dag, frá Hveragerði kl. 13.45 og frá
Selfossi kl. 14.00.
Þegar hefur orðið vart mikils
áhuga á tónleikunum. Kona á Sel-
fossi sagðist ætla að mæta snemma
á staðinn og drepa tímann þar til
tónleikamir byijuðu með því að tína
ber, sem nóg er af í nágrenni Kersins.
— Sig. Jóns.
NÝ
ÍSLENSK ,
VERÐLAUNABOK
íslenskar úrvalsbækur
fvrír íslensk böm
vakaOhelgafell
FRANSKBRAUÐ MEÐ SULTU
er bráðskemmtileg bamasaga Kristínar Steinsdóttur, sem nýlega hlaut
íslensku bamabókaverðlaunin 1987 í samkeppni Verðlaunasjóðs
íslenskra bamabóka. Hér er fjallað um líf, starf og leiki bama í kaupstað á
Austfjörðum árið 1955 og söguhetjan, Lilla, sem þar er í heimsókn, lendir
í margvíslegum ævintýmm.
EMIL OG SKUNDI
eftir Guðmund Ólafsson, verðlaunabók ársins 1986, var valin úr hátt í 50
handritum sem bámst. Einstök saga af Emil og hundinum Skunda,
skemmtilega skrifuð, lífleg og spennandi.