Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 39 I dag stendur fyrir dyrum Rykkrokk, tónleikar á vegum Fellahellis, þar sem óreyndum hljómsveitum er gefinn kostur á að koma fram með þeim sveitum sem ráðsettari eru. I þetta sinn verður Rykkrokkið, sem nú er skipulagt af Fella- / Da9skráiir~~~~ / v&rðurá / />ennan veg: \1?/s píimahkúrsbandi*. \l9Jo ÓþT^n' / [20.30 S/HH Íam / 2J.0S Bleik?hmUr h 2i.4o r ■—1—^í‘Urniolarnir / Ljósmynd/BS Rauðir fletir S/H draumur Blátt áfram Blátt áfram er ekki meðal yngri hljómsveita en hefur samt ekki spilað víða. Hljómsveitin var form- lega stofnuð fyrir tveimur árum en hefur verið í núverandi mynd í um tvo mánuði. Hljómsveitarmeðlimir eru Geir Gunnarsson trommuleik- ari, Sigvarður Ari Huldarsson gítarleikari, Gunnlaugur Guð- mundsson bassaleikari og Inga H. Guðmundsdóttir söngkona. Eins og áður sagði hefur hljóm- sveitin ekki komiö víða fram en tók þó þátt í hljómsveitakeppninni í Húsafelli og varð þar í öðru sæti. Þau tvö skipti sem hljómsveitin lék þar eru einu skiptin sem hún hefur ieikiö opinberlega f núverandi mynd. Mor/funblaðið/Svemr S/H draumur Ekki er mikil þörf á að kynna Svart/hvítan draum. Hljómsveitin er fimm ára gömul og hefur víða spilað. Hún hefur sent frá sér kass- etturnar Listir með orma og Itch, sem gefin var út vestan hafs, og plötuna Bensínskrímsliö skríður, á merkinu Erðanúmúsík, og á auk þess þrjú lög á hinni ágætu safn- snældu Snarl. Hljómsveitina skipa nú þeir Gunnar Hilmarsson bassa- leikari, Guðjón Steingrímur gítar- leikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Bleiku bastarnir Bleiku bastarnir eru Reykjavík- urhljómsveit sem verður tveggja mánaða í þann mund sem sveitin spilar á Rykkrokktónleikunum. Bleiku bastarnir eru Tryggvi Thay- er rythmagítarleikari, Páll Thayer bassaleikari, Björn Baldvinsson söngvari, Magnús Þorsteinsson trommuleikari og (var Árnason gítarleikari. Þetta verður í annað sinn sem hljómsveitin kemur fram, en hún kom eitt sinn fram á tón- leikum í Casablanca og þá undir dulnefni. Þá léku bastarnir hrátt rokk með skemmtilega svæsnum textum. Sylíw'noiSf^ Rauðir fletir Rauðir fletir eru búnir að starfa í rúmt ár, en fyrstu tónleikar sveit- arinnar voru á afmælistónleikum Reykjavíkur í fyrrasumar. Hljóm- sveitina skipa Davíð Traustason söngvari, Kolbeinn Einarsson gítarleikari, Hermann Jónsson bassaleikari, Bragi Bragason gítar- leikari og Ingólfur Sigurðsson trommuleikari. Hljómsveitin sendi frá sér tólftommu með fjórum lög- um á fyrir jólin í fyrra og lag af þeirri plötu, Þögn af plötu, náði nokkrum vinsældum. Þá spilaði hljómsveitin melódískt létt rokk og gerir reyndar enn þó rokkið sé kannski orðið eitthvað harðara. >ynd/Bs Sykurmolarnir Sykurmolamir eru lokahljóm- sveit kvöldsins og einnig reynd- asta hljómsveitin. Þeir hafa víða spilað og sveitarmeðlimir eru nær allir vel sjóaðir í tónlistinni. Hljóm- sveitina skipa Þór Eldon gítarleik- ari, Einar Örn Benediktsson söngvari, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Bragi Ólafsson bassa- leikari og Sigtryggur Baldursson trommuleikari. Eftir hljómsveitina liggur lítil plata sem kom út seint á siðasta ári og væntanleg er tólf- tomma sem einnig verður gefin út á Englandi. helli í samvinnu við Bylgjuna, haldið í porti Fellaskóla í Breiðholti. Rykkrokkið hefur verið haldið tvisvar frá árinu 1984, féli niður 1986 vegna afmælis Reykjavík- ur, og er óðum að vinna sér sess sem árviss viðburður. Að þessu sinni taka tíu hljómsveitir þátt, hljómsveitirnar Bláa bílskúrsbandið, Prima, Bootlegs, Múzzólíní, Oþekkt andlit, Blátt áfram, Bleiku bastarnir, S/H draumur, Rauðir flet- ir og Sykurmolarnir. Þrjár sveitanna, S/H draumur, Rauðir fletir og Sykurmolarnir, teljast ráðsettar en hinar eru aliar ýmist búnar að koma tvisvar/þrisvar fram, eða alis ekki. Af ofangreindu má sjá að á tónleikunum verða nokkrar af áhuga- verðustu sveitum landsins og á varla að þurfa að hvetja alla til að koma og hlýða á. Sérstakir gestir kvöldsins verða síðan þeir Bubbi Morthens og Megas en það var ákveðið á síðustu stundu. Auglýst dagskrá raskast eitthvað af þeim sökum, en ekki er Ijóst hve mikið. Aætlað er að þeir félagar komi fram um 20.30. Ekki sakar að geta þess að lokum að aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Texti Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.