Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
J30
IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA
Ursln yngri
flokka hafin
Nú fer að líða að úrslitakeppni
yngri flokkanna í knatt-
spymu. Á Akureyri um síðustu
helgi fór fram undanúrslitakeppni
4. flokks og sigraði Breiðablik og
tryggði sér sæti í úrslitakeppninni
^fejálfri. Einnig tryggði KA sér sæti
í úrslitakeppninni en hún mun hefj-
ast fímmtudaginn 20. ágúst á
Akranesi.
Undankeppni 5. flokks fór einnig
fram um síðustu helgi og tryggðu
sér FH og Völsungur sæti í úrslita-
keppninni.Sú keppni mun hefjast í
Keflavík einnig þann 2o.
Úrslit í 3. flokkl kvanna
á KR-velllnum
Síðasta umferð eða „túmering" í
3. flokki kvenna fer fram á KR-
veilinum nú um helgina. Það lið sem
sigrar mun verða íslandsmeistari.
Undankeppni 3.
Andrés flokks hófst á mið-
Pétursson vikudaginn og lýkur
skrifar á morgun. gjálf úr-
slitakeppnin hefst
síðan 27. ágúst. í hinni nýju bikar-
keppni 3. flokks sigraði Fram
Víking 3:2 í undanúrslitum en hinn
undanúrslitaleikurinn milli ÍBK og
Selfoss fer fram í dag. Sjálfur úr-
slitaleikurinn milli Fram og
ÍBK/Selfoss fer fram mánudaginn
24; ágúst.
í íslandsmóti 2. flokks fer engin
úrslitakeppni fram heldur mun það
lið sem sigrar í A-riðli hljóta ís-
landsmeistaratitilinn. Þar stendur
Stjaman úr Garðabæ best að vígi
en Þróttur R., Fram og Þór fylgja
fast á eftir.
Morgunblaöið/AP
Fram lagði Vfking
Fram vann Víking í undanúrslitakeppni Mjólkurbikararkeppni 3. flokks 2:3 á þriðjudaginn. Mörk Fram gerðu Anton
Bjöm Markússon, Eysteinn Jóhannesson og Haukur Pálmason. Mörk Víkings gerðu Ágúst Agústsson og Þór Hauksson.
g. KNATTSPYRNA / POLLAMÓT HVATAR Á BLÖNDUÓSI
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Sigri fagnað
Snæfell sigraði á pollamótinu sem fram fór á Blönduósi fyrir nokkru. Liðið hlaut farandbikar að launum sem Alþýðu-
bankinn gaf.
Snæféll
sigraðiá
fyrstamótinu
Ungmennafélagið Hvöt ;
Blönduósi efíidi til pollamóts
knattspymu umn síðustu helgi
Fimm lið tóku þátt, Hvöt frá Blön
mduósi, Fram fr;
Skagaströnd, Korm
ákur frá Hvamm
stanga, Neisti fr;
Hofsósi og Snæfel
frá Stykkishólmi. Snæfell sigraði í
þessu móti og hlaut farandbikar a<
launum, sem Alþýðubankinn gaf.
Snæfell sigraði alla andstæðingí
sína nema Neista frá Hofsósi, en
Frá
Jóni
Sigurðssyni
á Blönduósi
þeim leik varð jafntefli. Hvöt varð
í 2. sæti, tapaði einungis fyrir Snæ-
felli. í lok mótsins var valinn besti
markvörður keppninnar og besti
útileikmaðurinn. Fyrir valinu urðu
Ágúst Bjartmars frá Snæfelli sem
besti markvörður og Sigvaldi Amar
Lárusson sem besti útileikmaður-
inn.
Það vakti athygli hversu margar
stúlkur spiluðu með liðunum, en
ekkert lið hafði á að skipa eins
mörgum stúlkum og Neisti, en fímm
stúlkur léku með liðinu.
Morgunblaðiö/Jón Sigurösson
Þeir voru bestir
Þessir ungu leikmenn voru kjömir bestu leikmenn mótsins. Frá vinstri: Sig-
yaldi Arnar Lárusson besti útileikmaðurinn og Ágúst Bjartmars besti markvörð-
urinn.
i i ; .| g i 4 jg |
1 ■■■» mm * .. * „
*■ Ikju «íbiiM£|
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Margur er knðr þétt hann sé smár
Áberandi var hve Neisti var með margar stúlkur í liði sínu, eða alls fímm. Þijár þeirra sjást hér í leik á mótinu.