Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 7 Bandaríkin: Hvert kókaíntonn- Fundur Arababandalagsins í Túnis: ið af öðru finnst Miami, Reuter BANDARÍSKA eiturlyfjalög- reglan hefur náð meira en tveimur og hálfu tonni af kók- aini, þar með talið hálft annað tonn, sem var falið i gámi fullum af salernispappír. Kókaínið sem þannig náðist er að söluverði um 200 milljónir dollarar. Megin- hluti þessi fannst í flutningagm- ámum í Miami, Jacksonville i Florida og San Juan f Puerto Rico. Þá fannst um helgina tonn af kókaíni í Los Angeles. Verð- mæti þess á eiturlyfjamarkaðn- um er um 360 milljónir dollara. Á blaðamannafundi sem var haldinn í Los Angeles í gær, þriðju- dag, sagði yfírmaður eituriyfjalög- reglunnar, að þrír menn frá Kolumbíu hefðu verið handteknir og vegna gruns um að vera viðriðn- ir málið. Hann sagði, að lögreglan í Kalifomíu hefði aldrei fyrr náð öðru eins magni í einu. I Miami sagði yfirmaður eiturlyfjalögregl- unnar þar, að gámamir, sem fundust, hefðu verið í skipi frá Kólumbíu og engir hefðu að svo stöddu verið handteknir. Eftir því sem bandaríska lögreglan hefur hert eftirlit hafa eiturlyfjasalamir einnig breytt um aðferðir og meðal annars reynt að koma vamingi sínum fyrir innan um frosna rækju, afskorin blóm og einnig komið þeim fyrir inni í húsgögnum. Reuter Aurskriða féU á þorpið Niardo i Langbarðalandi í norðurhluta Ítalíu í gær. Ein kona lét lifið og tveggja var saknað. Nokkur hús eyðilögðust er skriðan féll á þorpið og sést á myndinni hvað aurinn nær hátt upp á húsin. Belgía: Þrír drukknuðu í flóðum Brussel, Reuter ÞRÍR drukknuðu í miklum flóð- um i Charleroi i suðurhluta Belgíu aðfaramótt þriðjudags, að því er belgiska fréttastofan sagði frá þriðjudagsmorgun. Ár flæddu yfir bakka sína á aðeins fimmtán mínútum og varð því tæpt um tíma til að senda út við- varanir. Þeir þrír sem dmkknuðu vom rosknir menn, sem ekki tókst að komast út úr íbúðum sinum i tæka tíð. í fréttum frá Frakklandi segir, að í París hafí verið mestu rigning- ar í heila öld á mánudagskvöldið. Níutíu og sjö mm rigning féll sólarhring. í Suður Frakklandi uri tafír á jámbrautarferðum ( skriðuföll tepptu vegi milli Niz: og Digne og víðar á þeim slóðui Síðdegis á þriðjudag hafði sfy upp. Eftir því sem bezt er viti varð ekkert manntjón. Oryggisráðið SÞ grípi tafarlaust til aðgerða Túnis, Reuter. AÐILDARRÍKI Arababandalags- ins skomðu í gær á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að grípa til brýnna aðgerða til að tryggja að ályktun þess um vopnahlé í styrj- Afganistan: Samkomu- lag í nánd? Moskva, Reuter. I NÆSTU umferð samningavið- ræðna í Genf mili Pakistan og stjórnarinnar í Kabúl verður gengið frá dagsetningum fyrir brottkall sovésks herliðs úr Áfg- anistan. Aðstoðamtanríkisráð- herra Sovétríkjanna Igor Rogachev greindi fréttamönnum í Moskvu frá þessu í gær en sagði ekki hvenær næsta lota hæfist. Óformlegar samningaviðræður hafa verið í gangi fyrir meðalgöngu Sameinuðu þjóðanna allt frá árinu 1982. Síðustu samningalotu lauk í mars á þessu ári og þá hafði nokk- uð dregið saman með deiluaðilum varðandi brottflutning 115 þúsund sovéskra hermanna úr Afganistan. Sovétmenn hafa sagt að brottflutn- ingurinn sé háður því að Banda- ríkin, Pakistan og fleiri lönd hætti stuðningi við skæruliða í Afganist- an. öldinni milli írana og íraka yrði framfylgt. Arababandalagið gerði ályktun í lok þriggja daga fundar, sem utanríkisráðherrar ríkja_ þess sóttu í Túnis, og báðu þeir írana að bregðast við friðarum- leitunum og sætta sig við að deila ríkjanna verði leyst með friðsamleg- um hætti i samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrar á fundinum hótuðu því á mánudagskvöld að Arabaheimur- inn myndi slíta stjómarsambandi við Irana með öllu, en að lokum var ákveðið að fela öryggisráðinu að binda enda á Persaflóastríðið. Fulltrúar á fundinum, sem boðað var til sérstaklega, ákváðu að leggja ekki til að stjómarsambandi við Teheran yrði slitið vegna andstöðu Sýrlendinga og annarra ríkja, sem hafa náið samband við Irana. Arbabandalagið ætlar á næsta fundi, sem haldinn verður í septem- ber, „að kanna leiðir til að skilgreina samskipti Arabaríkja annars vegar og írana hins vegar og verður þá sérstaklega tekið tillit til þeirrar hættu, sem stendur af irönum á Persaflóa," að því er sagði í ályktun fundarins. Fulltrúar sögðu að hér væri átt við að ákvörðun um það hvort slíta ætti stjórnarsambandi við írana hefði verið frestað þar til í septem- ber. Filippseyjar: Ungir Filippseyingar mótmæla olíuverðhækkuninni í borginni Manilla í gær. Reuter höfuð- Allsherjarverkfalli hótað þrátt fyrir að Aquino hafi látið undan Manilla, Reuter. ÞRÁTT fyrir að Corazon Aqu- ino, forseti Filippseyja, hafi í gær látið undan þrýstingi almennings og að hluta til dregið til baka verðhækkun á olíuvörum, sögð- Svíar leggja drög að stórsamningi Saudi-Arabar fá aðstoð við gerð neðanjarðarmannvirkja ust stjórnarandstæðingar enn staðráðnir í að efna til allsheijar- verkfalis í dag. Vinstrisinnaðir verkalýðsleiðtogar sögðu að tvær milljónir manna myndu taka þátt í verkfallinu. Aquino flutti ávarp í beinni sjón- varpsútsendingu í gær og sagði að skatturinn, sem leggja átti á olíu- vömr, yrði lækkaður úr 20% í 15%, sem myndi valda því að verðhækk- unin, sem tilkynnt var 14. þessa mánaðar, yrði aðeins helmingur þess sem ætlað var. Forsetinn sagði að lækkunin myndi kosta hið opin- bera 25 milljarða króna í tap, og beiddist þess að þjóðin „skildi að- stöðu stjórnvalda". Verkalýðsleiðtoginn Crispin Beltran sagði að ekki væri nóg að draga hækkunina aðeins að hluta til til baka og sagði ákvörðun um að hvetja til allsheijarverkfalls standa óbreytta. Beltran er forseti 1. maí hreyfíngarinnar (KMU), sem er stærsta vinstrisinnaða verkalýðs- hreyfíng landsins. Talsmenn KMU segja að allsheijarverkfallið muni taka til tveggja milljóna manna í flestum greinum atvinnulífsins. Mikill viðbúnaður er nú í Manilla og öðrum borgum á Filippseyjum af hálfu stjómvalda. Hemum hefur verið skipað að vera í viðbragðs- stöðu ef til óeirða kemur í dag og hermenn eiga að vemda þá, sem neita að taka þátt í verkfallinu. Talsmenn hersins segja að strætis- vagnar muni fá vopnaða fylgd, og stjómvöld í höfuðborginni segjast munu senda 400 önnur farartæki út á göturnar til að flytja verkfalls- bijóta til vinnustaða. í öðrum landshlutum gætti þegar nokkurs óróa í gær. I borginni Cebu hleypti lögregla af byssum sínum upp í loftið til þess að dreifa fólks- þyrpingu, sem tálmaði umferð um hraðbraut í mótmælaskyni og í Bic- ol-héraði töfðu mótmælendur umferð strætisvagna og annarra opinberra farartækja. Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara SVÍAR greindu frá því í gær að þeir hefðu skrifað undir sam- komulag við Saudi-Araba um aðstoða þá að höggva gríðar- miklar birgðastöðvar fyrir olíu í neðanjarðarberg. Yfirvöld í Saudi-Arabíu vilja ekki eiga neitt á hættu ef ástandið við Persaflóa skyldi versna og koma til átaka. Þetta samkomulag var gert til að undirbúa jarðveginn fyrir samn- ing sænsku fyrirtækjanna ABV AB og Skanska ÁB að andvirði 25 millj- arða sænskra króna (160 milljarða ísl.kr.) við Saudi-Araba. Ef fyrir- tækin fá það verkefni að smíða Morgunblaðsins, og Reuter. geymana skammt frá Rauða haf- inu, er það stærsti samningur sem sænsk fyrirtæki hafa nokkru sinni gert um framkvæmdir erlendis. Thage Peterson, iðnaðarráðherra Svíþjóðar, sagði að sérfræðingar sænska ríkissins myndu veita yfír- völdum í Saudi-Arabíu aðstoð sína. Sænsku fyrirtækin hafa getið sér góðan orðstír í gerð neðanjarðar- mannvirkja. Þau hafa gert birgða- stöðvar fyrir hergögn í Skand- inavíu. Samkomulag sænskra og saudi- arabískra yfírvalda var undirritaður í Jeddah í Saudi-Arabíu. Illviðri á meginlandi Evrópu i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.