Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 56
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA I GuðjónÓ.hf. 1 91-27233 SKOIAVBm IBESN m WRSGXI SKÖLflCÖNaj SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 VEM) í LAUSASÖLU 50 KR. Búvöru- verð hækk- ar 1. sept. ^NÝTT búvöruverð tekur gildi frá og með næstkomandi þriðjudegi 1. september. Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið að þá mætti búast við einhveijum verðhækkunum á sauðfjár- afurðum, mjólk og mjólkur- afurðum. Gunnar sagði að einnig mætti gera ráð fyrir verðhækkunum á kartöflum og hrossakjöti þó ákvörðun um það lægi ekki end- anlega fyrir. Viðræður hófust um nýtt búvöruverð í byrjun vikunn- **ar bæði í sexmannanefnd og fímmmannanefnd, en engin nið- urstaða hefur fengist ennþá um verðhækkanir búvaranna. Alltkrökkt af berjum * i GEYSILEG beijaspretta hef- ur verið um land allt í sumar og mikið hefur verið tínt í ágústmánuði, samkvæmt upp- lýsingum frá Búnaðarfélagi Islands. Berjalönd hafa verið svört og blá af öllum helstu beijategund- unum og ættu menn að geta farið í beijamó næstu tvær vikumar svo fremi sem jörð verður laus við næturfrost. Sérstaklega hafa helstu aðalblábeijasvæði landsins þótt vinsæl svo sem fyrir vestan og í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Risastórar agúrkur og safaríkir tómatar Morgunblaðið/Kr.Ben. Gróðurhúsarækt i stórum stíl hefur verið draumur manna í tengslum við jarðhitann í Svartsengi eftir að Hitaveita Suður- nesja tók til starfa en ekkert orðið úr framkvæmdum enn sem komið er. Hjónin á myndinni, þau Þórarinn Sveinbjömsson ferskfiskmatsmaður og Margrét Sveinsdóttir fiskmatsmaður, sem bæði eru komin á eftirlaun létu ekki þar við sitja heldur byggðu sér lítið en rúmgott gróðurhús í garðinum þar sem þau búa í Grindavík. Þórarinn lét leggja leiðslu fyrir heita- vatnsaffallið út i gróðurhúsið. Undanfarin sumur hefur uppskeran af agúrkum, tómötum, jarðarbeijum og ýmsum káltegundum nægt þeim og mikið er gefið til vina og vanda- manna fyrir utan ómælda ánægju af ræktuninni. Vigfús Jónssoil með minkinn. Morgunblaíið/Bjöm Sveinssor, Egilsstaðir; Drap mink með skóflu Egilsatöðum. SÁ FÁHEYRÐI atburður átti sér stað í Fellabæ að maður sem býr inn í miðju þorpi vann á villimink við útidyrnar hjá sér með skóflu. Nánari málsatvik eru þau að tveir menn sem voru að koma heim að húsi sínu um hádegisbilið urðu varir við eitthvað kvikt bak við kassa sem stóð upp við húsið. Annar mannanna, Vigfús Jóns- son, greip malarskóflu sem var eina tiltæka vopnið, velti kassan- um við og undan honum spratt minkur. Vigfús sem er reyndur minkabani brá við skjótt og hijóp á eftir minknum og gat króað hann af við sólskýli sem er við húsið og unnið þar á honum. Vig- fús taldi að hér væri um ungt dýr að ræða, líkiega hvolp frá í vor. Þá gerðist það fyrr í sumar að stangveiðimaður sem renndi fyrir silung í Fjarðará í Seyðisfirði fékk mink á stöngina og mun það eins- dæmi að minkur veiðist á stöng. — Björn Islensk fisksölufyrirtæki: íhuga vinnslu þorsk- blokka í Bretlandi Astæðan skortur á vinnuafli í fisk- vinnslunni hér á landi SKORTUR á vinnuafli í fiskverkun á íslandi og auknar kröf- ur um gæði unninna þorskafurða á Bretlandsmarkaði gera það að verkum að íslensk sölufyrirtæki þar velta fyrir sér þeim möguleika að láta vinna blokk úr ferskum fiski þar í landi. í samtali við Morgunblaðið sagði Ingólfur Skúlason framkvæmda- stjori Iceland Freezing Plants f Grimsby í Bretlandi, sem er dóttur- fyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, að þar í landi væru nú gerðar mun meiri gæðakröfur til þorskafurða en áður, sérstaklega eftir að hráefnisverð og smásölu- verð hækkuðu verulega á síðasta ári. „Það er af nú að hægt sé að senda físk með ormum og beinum á Bretlandsmarkað. En hér f landi eru verulegir möguleikar á sölu á fískafurðum og þegar verðið fer að verða sambærilegt og í Banda- ríkjunum ætti að leggja meiri áherslu á sérvinnslu á Bretlands- markað," sagði Ingólfur. „En þá kemur aftur upp þetta vandamál sem menn eiga við að stríða heima og það er mann ekla. Þetta er mjög erfítt mál og ég veit ekki hvort menn eru að ætlast til þess að verk- unin verði flutt úr landi. Sú spum- ing hlýtur óhjákvæmilega að koma upp. Heima em mikil vandkvæði með blokkaframleiðsluna, fyrst og fremst vegna skorts á vinnuafli og þá hljótum við að spyija okkur þeirrar spumingar hvort ekki borgi sig að gera samninga við aðra um að framleiða blokkir úr íslenska fiskinum. Ég veit ekki hvort slíkt væri rétt stefna en menn verða ein- hvem veginn að fá hráefnið, sérs- taklega þar sem við stöndum í sölusamkeppni hér og eigum jafn- vel í erfíðleikum með að afgreiða vömna meðan fyrirtæki hér kaupa ferskan íslenskan fisk á fískmörk- uðum og framleiða í blokk," sagði Ingólfur. Borgarráð: Samkeppni um minjagripi TILLAGA ferðamálanefndar um að efnt verði til samkeppni um minjagripi, sem tengjast Höfða og Reylgavíkurborg, hefur verið samþykkt í borgarráði. Að sögn Gunnars Eydal, skrif- stofustjóra borgarstjómar, verður samkeppnin kynnt nánar með aug- lýsingu. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um niðurstöður 12. október næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.