Morgunblaðið - 26.08.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
31
Ein af myndum Matthews James Driscoll.
Ljósmyndasýning
í Hafnargalleríi
MATTHEW James Driscoll opn-
ar ljósmyndasýningu í Hafnar-
galleríi, Hafnarstræti 4 (efri hæð
bókaverslunar Snæbjarnar),
fimmtudaginn 27. ágúst nk.
Á sýningunni eru 55 litmyndir,
teknar víðsvegar í Evrópu og
Bandaríkjunum á sl. 8 árum, en
flestar þeirra eru frá Islandi. Matt-
hew er fæddur 1954 í Boston í
Bandaríkjunum. Hann nam enskar
bókmenntir í Skotlandi og stundar
nú nám í íslenskum fornbókmennt-
um við Háskóla íslands. Hann hefur
verið búsettur hérlendis frá 1979.
Sýningin er opin á venjulegum
verslunartíma og henni lýkur 9.
september.
iásIT 'v v' t'4' ■ I &
é •M'nWÍWfi
k %* 11 j. . ■
itm é - w
Atriði úr sýningu Light Nights. Leikendur: María Ingibjörg Reynd-
al, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Kristín G. Magnús, Guðjón Guðlaugs-
son og Jóhanna Jónasdóttir.
Sýningum Ferðaleik-
hússins að ljúka
SÝNINGUM Ferðaleikhússins á
Light Nights er nú að ljúka.
Síðustu sýningamar verða nk.
fimmtudags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Sýningarnar fara fram í Tjarn-
arbíói við Tjörnina í Reykjavík
og hefjast kl. 21.00.
Light Nights sýningamar eru
sérstaklega færðar upp fyrir ensku-
mælandi ferðamenn. Efnið er allt
íslenskt, en flutt á ensku, að undan-
skildum þjóðlagatextum og kveðn-
um lausavísum. Sýningaratriði eru
25 alls sem em ýmist leikin eða
sýnd með fjölmyndatækni („audio
visual"). Leiksviðsmyndir em af
baðstofu um aldamótin og af
víkingaskála.
Stofnendur og eigendur Ferða-
leikhússins em Halldór Snorrason,
Kristín G. Magnús og Magnús S.
Halldórsson. Þetta er 18. sumarið
sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir
sýningum á Light Nights í
Reykjavík.
Síðasta sýningin verður eins og
áður er getið sunnudaginn 30.
ágúst.
Sýnir í Eden
SIGURPÁLL Á. ísfjörð opnaði
myndlistarsýningu þriðjudaginn
25. ágúst í Eden í Hveragerði.
Á sýningunni í Eden sýnir Sigur-
páll 36 vatnslita- og olíumyndir sem
allar em til sölu. Þetta er 17. sýn-
ing Sigurpáls.
Sýningin stendur til 7. septem-
ber.
Morgunblaðið/Einar Falur
-m
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Ogrynni fjármuna og tíma hafa farið í rallið hjá Steingrími Ingasyni og Ægi Ármannssyni. Til
þessa hafa þeir aðeins einu sinni uppskorið árangur, í Skagarallinu, þar sem þeir náðu öðru sæti.
Hér þeysa þeir sérleið við Bæ, sem verður í Ljómarallinu.
Ljómarall 1987:
Fallvölt og dýr toppbarátta
— rætt við Steingrím Ingason, einn af toppökumönnum rallsins
„Tel íslendinga hiklaust hafa hæfileika á við þá bestu erlendis,
en okkur vantar tíma og peninga til að nýta þá,“ segir Steingrím-
ur m.a. i viðtalinu. Hér er bíll hans á miðju smíðatímabilinu.
___________Rall
Gunnlaugur Rögnvaldsson
„EG tel að menn verði að hafa
virkiiega trú á sjálfum sér, ef
þeir ætla að ná árangri í rall-
akstri. Sjálfstraust er mikil-
vægara í rallinu en mörgum
öðrum íþróttum. Ef ég hefði
ekki fullkomið sjálfstraust væri
ég ekki að leggja jafnmikið
undir til árangurs og ég hef
gert.“ Svo mælti Steingrímur
Ingason, einn af þeim sem
stefnir á sigur í Ljómarallinu
og á árangur í framtíðinni.
Hann hefur oft ekið geysilega
vel, en toppbaráttan hefur
reynst honum fallvölt og dýr.
I ár hefur hann einu sinni náð
öðru sæti í keppni en óvæntar
uppákomur hafa slegið hann
út af laginu í öðrum mótum.
Steingrímur og aðstoðaröku-
maður hans, Ægir Ármannsson,
fengu slæman skell í síðustu
keppni á Húsavík. Þeir fóru út af
á mikilli ferð og eyðilögðu Dats-
un-bílinn sem þeir óku. „Ég vann
í allan vetur við smíði bílsins,
byrjaði alveg frá grunni. Yfír-
byggingin var sandblásin, eftir að
allt hafði verið hreinsað burt, hver
skrúfa og rafmagnsþráður. Bíllinn
var mældur og togaður í rétt horf
og bytjað að smíða hann upp að
nýju. Fjaðrakerfi, stýri, stólum,
rafkerfi — öllu var raðað að nýju
• L bílinn. Ég var eiginlega öll kvöld
og allar helgar að þessu með
Hafþóri Hermannssyni, smíða-
meistara mínum. Það gagnrýndu
mig margir fyrir að útfæra svona
gamlan bíl á jafndýran máta, en
ég taldi mig hafa það góða reynslu
og þekkingu á bílnum að það
borgaði sig. Reynslan er dýr og
maður hefur betra hugarfar gagn-
vart bíl, sem maður hefur hannað
sjálfur. Hann hentar líka íslensk-
um aðstæðum."
„Þriðji hlekkurinn
brást — ég sjálfur“
„Þegar maður hefur smíðað eigin
bíl, þá verða vonbrigðin því meiri
ef illa gengur og eitthvað klikkar.
Fyrsta keppnin sem ég fór í á
þessu ári var á Ólafsvík. Ég
keyrði frá Akureyri, þar sem ég
hafði smíðað bílinn, áleiðis til Ól-
afsvíkur. Fer þá ekki vélin! Ég fór
aftur til Akureyrar við illan leik
og með miklum látum var vélin
rifin í tætlur. Með aðstoðarmönn-
um fann ég varahluti í vélina, úr
tveimur vélum, við náðum að
klára að setja vélina saman og
ég slapp til Ólafsvíkur rétt fyrir
keppni eftir langar vökur. Ég
lagði af stað í keppnina, en eftir
15 kílómetra bilaði drifíð! Þá varð
ég svekktur. Allt var til ónýtis,
en samt sætti maður sig fljótt við
orðinn hlut.
í næsta ralli, Skagarallinu,
ákváðum við að keyra af öryggi,
fara varlega og láta aðra lenda í
óhöppum. Þá náðum við öðru
sæti eftir yfirvegaðan akstur.
Okkur þótti hins vegar annað
sætið ekki nóg, þegar til kom, og
til að vera í alvöru toppslag ákvað
ég fyrir Húsavíkurrallið að setja
öflugri vél í bflinn. Ég hafði notað
150 hestöfl til þess, en lét smíða
260 hestafla vél með góðum og
sterkum gírkassa. Nú skyldi taka
þetta af alvöru. Vélin var góð,
gírkassinn, drifíð, bremsur, allt
var klárt. Ég klikkaði hins vegar.
Á Vaðlaheiði ókum við hratt niður
brekkuna í átt að Akureyri og það
reyndist of hratt, ég hafði mis-
reiknað hraðann, bíllinn missti
veggrip, fór útaf á stein og stöðv-
aðist í skomingi. Ég fékk gífur-
legt högg á bakið, steinninn hafði
gengið inn að stólnum. Tognun í
baki varð afleiðingin og bfllinn fór
ekki lengra. Orka og öflugur bíll
nægði ekki, þriðji hlekkurinn
brást — ég sjálfur."
„Fyrsta sætið er eina
sætið“
„Ég hélt fyrir þessa keppni að ég
væri kominn yfír útafkeyrslur, hef
lent í nokkrum, m.a. í Ljómarall-
inu í fyrra. En það er óskaplega
stutt milli þess að vera fljótastur
og út í móa. En ég tel að menn
læri fyrr að aka hratt ef þeir fara
eins nærri og yfir lögmálin varð-
andi hraða og tregðu. Það er betra
að færa sig niður í hraða, en fálma
endalaust uppávið. Ég vona það
í það minnsta. Ég tel íslendinga
hiklaust hafa sömu hæfíleika og
þeir bestu erlendis hafa. Okkur
vantar bara tíma og peninga til
að gera þetta af alvöru. Ég legg
allan minn tíma og pening í þetta
og ætla á næstu tveimur árum
að sjá hvort dæmið gengur upp.
Ég ætla að reyna fyrir mér á er-
lendri grund á næstu árum.“
Eftir Húsavíkurrallið leit dæ-
mið ekki vel út hjá Steingrími,
bfllinn var mjög illa farinn eftir
óhappið, en því var bjargað.
„Helgina á eftir skiptum við öllu
kraminu yfír í aðra yfírbyggingu,
sem er ekki síðri. Síðan höfum
við smám saman verið að koma
bílnum í keppnishæft ástand.
Bfllinn verður klár fyrir Ljómaral-
lið og í góðu lagi. Gallinn er sá
að ég ætlaði að nota Húsavíkurr-
allið til að öðlast reynslu á bílinn
með þessa öflugu vél. Nú veit ég
ekki hvar ég stend gagnvart topp-
bílunum og hvemig gengur að
ráða við bflinn. Fyrsta sætið er
þó eina sætið í mínum huga.
Ég lít á Jón S. Halldórsson á
Porsche 911, Jón Ragnarsson á
Ford Escort RS og Hjörleif Hilm-
arsson á Talbot sem mína aðal-
keppinauta. Þeir fara hraðast yfír,
en það er ekki víst að það dugi í
Ljómarallinu, sem krefst agaðs
aksturs. Ég ætla að keyra hratt,
en upp á að það bili ekki.
Það eina sem ég treysti ekki
fullkomlega í bílnum eru öxlamir,
að þeir þoli ekki fulla orku og
passa mig því eitthvað. Ég er þó
staðráðinn að láta Jón Ragnars-
son vinna ekki, hann hefur fengið
nóg af dollum í ár. Ég væri sann-
arlega ekki að leggja alla þessa
vinnu og kostnað á mig ef ég
stefndi ekki á sigur," sagði
Steingrímur að lokum.
i