Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/KJS Best að setja örlitinn kinnalit til að byija með. Hinn ungi Akureyringnr er samt ekki of viss i sinni sök hvort eigi að halda þessu málningarstússi áfram. Félagar i leiklistarklúbbnum Sögu skreyttu gesti og gangandi i göngugötunni á dögunum þegar Hljóðbylgjan stóð að skemmtun með unglingahljómsveitum og fleiru. Afmæli Akureyrar: Saga setur svip á skrúðgöngur Leiklistarklúbburinn Saga, sem er hópur ungs fólks á Akureyri verður með skemmtiatriði á 125 ára afmæli bæjarins næst- komandi laugardag og mun hann setja svip sinn á skrúð- göngur i bænum auk þess sem hann mun koma fram á dag- skránni i göngugötunni sem hefst klukkan 14.30. Saga hefur verið starfandi í nokkur ár og meðal annars farið í leikferð um Norðurlöndin. Félag- ar í klúbbnum hafa þegar látið nokkuð til sín taka varðandi und- irbúning hátíðarhaldanna sem nú eru í fullum gangi því á dögunum voru þau uppábúin við pallinn í göngugötunni og buðust til að skreyta viðstadda i framan. Var þvi misjafnlega tekið; ihaldssamir eldri borgarar voru ekki á þeim buxunum að láta mála sig i fram- an en yngri kynslóðin var tilleið- anlegri, eins og sjá má á myndum. Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur sem tekur öðrum fram: Háir vextir, kostur á yfirdráttarheimild, láni og margvís legri greiösluþjónustu. Reikningur sem er saminn að þínum þörfum í nútíð og framtíð. Með Einkareikningi sameinar Landsbankinn þau viðhorf sem ríkjandi eru í fjármálaviðskiptum um góða ávöxtun, greiösluþjónustu og sveigjanleika. Einkareikningur er um margt frábrugðinn hefðbundnum tékkareikningum. Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður hafa þekkst svo þú þarft ekki lengur að eltast við að millifæra á milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka til að fá hærri vexti. Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru jafnháir af öllum innstæðum. Einkareikningshafar geta sótt um yfirdráttarheimild, allt að 30.000 krónur, til að mæta aukafjárþörf ef á liggur. (tengslum við Einkareikning gefst ennfremur kostur á láni að fjárhæð allt að 150.000 krónur í formi skuldabréfs til allt að tveggja ára. Einkareikningi fylgir bankakort sem þjónar tvennum tilgangi, annars vegar að vera ábyrgðarkort í tékkaviðskipt- um og hins vegar að vera aðgangskort að hraðbönkum. Bankakortið gerir 16-17 ára unglingum fært að stofna Einkareikning þótt þeir hafi ekki aldur til að nota tékkhefti. Snúðu þér til næsta afgreiöslustaðar Landsbankans og fáðu nánari upplýsingar um þennan nýja reikning. Einkareikningur er tékkareikningur sem tekur öðrum fram. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.