Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 fclk í fréttum Rod og Kelly Emberg - hamingjusöm á ný. Rod Stewart róast Skoski poppsöngvarinn Rod Stewart hefur löngum þótt hin mesta ótemja; hann hefur komist í kast við lögin vegna drykkjuóláta, og hann hefur ekki þótt við eina fjölina felldur í kvennarhálum. En nú hefur Rod róast, í bili a.m.k., og dvelur hann nú öllum stundum með vinkonu sinni, hinni 27 ára gömlu Kelly Emberg, og tveggja mánaða dótt- ur þeirra, Ruby. Þau Rod og Kelly hafa nú búið saman í fjögur ár, en lengst af hefur sambúð þeirra gengið held- ur brösótt. í vor, á meðan Kelly gekk með barn sitt og Rods, tók Rod upp á því að láta sjá sig í samkvæmislífinu með fyrirsæ- tunni Regan Newman, en dvaldi lítið heima hjá sér. Hann sá síðan að sér og bað Kelly auðmjúkur fyrirgefningar, og hún tók hann í sátt með því skilyrði að hann tæki ekki nein hliðarspor í framtí- ðinni. Allar götur síðan hefur Rod Stewart hegðað sér eins og ábyrg- ur fjölskyldufaðir, og víkur helst ekki frá konu sinni og bami. Hann sést orðið sjaldan í sam- kvæmum, og hann hefur lagt tónlistina á hilluna í bili. Hann fullyrðir að þessi sinnaskipti hans séu varanleg, og að hann óski einskis frekar en að geta verið góður eiginmaður og faðir. Og þá er bara að vita hvort Rod tekst að standa við heit sitt og þvo af sér glaumgosastimpilinn. Greindarleg hjón Hjónin héma á myndinni koma mönnum kannski ekki mjög kunnuglega fyrir sjónir, en engu að síður er hér hið mesta merkis- fólk á ferðinni. Brúðguminn heitir Dr. Robert Jarvik, og á hann heiður- inn af því að hafa fundið upp gervihjartað sem ber nafn hans. Brúðurin heitir Marilyn Mach Vos Savant, og hefur hún mælst með hærri greindarvísitölu en nokkur annar maður, eða 228. Þau létu pússa sig saman á Plaza Hótelinu í New York á sunnudaginn var. Fólk í fréttum óskar þeim hjón- um hjartanlega til hamingju, og vonar af heilum hug að hjónaband- ið reynist farsælt, enda varla hægt að segja annað en að það sé vel til þess stofnað. Hvemig ætli börnin verði? Reuter Robert og Marilyn brosa greindarlega. Bílslysið bjargaði honum Richard Dreyfuss var eitt sinn ein skærasta stjaman í Holly- wood. Hann lék í fjölmörgum stórmyndum - svo sem „American Graffiti", „Jaws“, og „Close Enco- unters of the Third Kind“ - og hann fékk Óskarinn sem besti karlleikar- inn í aðalhlutverki í myndinni „The Goodbye Girl“ árið 1978. Eftir það fór Dreyfuss í hund- ana. Frægðin og velgengnin stigu honum til höfuðs, og hann færðist út í sívaxandi eiturlyfjaneyslu. Hann þótti óþolandi í samstarfi, og honum var m.a. hafnað í aðalhlut- verkið í „All That Jazz“. John Badham, sem leikstýrði einni mynd Dreyfuss á þessu tímabili, sagði um hann: „Hann var á leið fram af hengiflugi. Það var ekki spurning hvort hann myndi deyja fljótlega, heldur aðeins hve fljótt". En forsjónin greip í taumana áður en svo illa færi. Dreyfuss lenti í árekstri við tré árið 1982, og á honum fannst kókaín og Percodan- töflur. Slysið fékk Dreyfuss til að íhuga sinn gang, og hann ákvað að snúa gjörsamlega baki við fyrri lifnaðarháttum. Ari eftir slysið kvæntist hann sjónvarpshandrita- höfundinum Jeremy Rain, og þau eiga nú tvö börn saman. Hinn endurbomi Richard Dreyf- uss reyndi aftur að koma undir sig fótunum í kvikmyndaheiminum, þar sem honum hafði verið nær úthýst. Hann fékk eitt aðalhlutverkanna í gamanmynd Paul Mazurkys, „Down and Out in Beverly Hills", sem sló í gegn bæði hjá gagnrýn- endum og áhorfendum. Síðan lék hann í ,,Tin Men“, sem væntanleg er til Islands innan skamms, og nýjasta hlutverk hans er í gamans- amri spennumynd sem heitir „Stakeout", og hafa myndin og Dreyfuss hlotið frábæra dóma hjá gagnrýnendum. • Bobby blúsar Bobby Harrison hefur svo sann- arlega ekki setið aðgerðalaus í sumar. Hann stóð að því, ásamt félaga sínum, að skipuleggja tón- leika A-ha og Europe hér á landi í sumar, og nú er hann kominn á fullt með nýja hljómsveit sem mun aðallega spila frumsamdan blús eft- ir Bobby. Hljómsveitin, sem nefnist „Bob- by’s Blues Band“, hélt sína fyrstu tónleika á Hótel Borg um daginn við góðar undirtektir áheyrenda. Hljómsveitina skipa heldur engir aukvisar: þeir Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ás- mundsson úr Mezzoforte; Guð- mundur Ingólfsson, píanóleikari; og svo auðvitað Bobby sjálfur. Bobbyá Blues Band ætlar að halda fleiri tónleika á næstunni, og verða þeir fyrstu á Duus-húsi í kvöld, miðviku- dag, og annað kvöld, fimmtudag. Bobby sagði í viðtali við Fólk í fréttum að þeir félagar í hljómsveit- inni hyggðust láta léttleikann sitja í fyrirrúmi, tilgangurinn væri fyrst og fremst að skemmta sjálfum sér og öðrum. Hugmyndin er svo að taka upp nokkra tónleikana, og ef vel tekst til með upptökurnar verða þær svo gefnar út á hljómplötu, en annars ætlar hljómsveitin að fara í stúdíó og vinna plötu þar. Bobby sagðist vona að hægt yrði að hafa plötuna „læf“, því hann vildi ná kraftinum og stemningunni á tón- leikum. Á plötunni verður u.þ.b. helmingur laganna eftir Bobby Harrison, en hitt verður djass og ryþmablús eftir kappa eins og Al- bert King, B.B. King og John Lee Hooker. Þegar Bobby var spurður um þátt hans í því að fá hljómsveitirnar A-ha og Europe til landsins, sagði hann að hann og félagi hans, Tony Sandy, hefðu lengið gengið með þá hugmynd í maganum að fá ein- hvetja fræga hljómsveit hingað til lands. Þeir hefðu talið að því fræg- ari sem hljómsveitin væri, því minni áhætta væri að fá hana til íslands, og A-ha og Europe hefðu einmitt verið „heitar" nú í sumar. „Við er- um þegar farnir að hugsa um næstu tónleika", sagði Bobby, „þetta er bara byijunin". Bobby Harrison fluttist hingað frá Englandi árið 1983 og hann segist ætla að sækja um íslenskan ríkisborgararétt á þessu ári. „Ég er búinn að skjóta föstum rótum hér á Islandi", sagði Bobby að lok- um. Þá er bara að benda mönnum á að fylgjast með ferðum Bobbys Blues Band, hafi menn á annað borð áhuga á að heyra léttleikandi, alíslenskan blús með úrvalstónlist- armönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.