Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
Kauptilboð sjávarútvegsaðila hagstæðara;
Útvegsbankinn verði
áfram útvegsbanki
- segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU
Blaðamaður gerði ferð sína á fund Kristjáns Raguarssonar, for-
manns Landssambands íslenzkra útvegsmanna. Erindið var að gefa
lesendum Morgunblaðsins kost á því að horfa smástund - um hans
gleraugu - til sjávarútvegsins, undirstöðuatvinnuvegarins. Tilboð
sjávarútvegsaðila annarsvegar og Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga hinsvegar í eignarhluta ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. ber
að sjálfsögðu á góma, enda mál málanna hjá sjávarútveginum á
líðandi stund.
Lífskjörin eru sótt í sjó
Blaðamaður hefur stuttan for-
mála að viðtalinu: íslendingar eiga
enga auðlind mikilvægari en fiski-
stofnana í hafinu umhverfis landið.
Lífskjör landsmanna eru að stærst-
um hluta sótt ísjó. Þijár af hveijum
fjórum krónum útflutningstekna
fást fyrir sjávarvöru. Ogþorskurinn
er hornsteinn efnahagslegs fullveld-
is okkar. Hvernig hefur okkur tekizt
varðveizla og nýting þessarar auð-
lindar, að dómi formanns LIU, frá
því að fiskveiðilandhelgin var færð
út í 200 mílur fyrir 12 árum?
- Með útfærzlu fiskveiðilögsög-
unnar í 200 sjómílur tókum við á
okkur ábyrgð á varðveizlu og nýt-
ingu þeirrar auðlindar, sem nytja-
fiskar eru íslenzkri þjóð, sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ. Áður áttum við í samkeppni
við erlenda aðila um þessa nýtingu.
Þá gagnaði ekki að við gættum
hófs í eigin veiðisókn meðan þeir
gerðu hið gagnstæða. Þessvegna
var það mál málanna fyrir okkur
að ná yfirráðum yfir fiskimiðunum
umhverfis landið og axla þá ábyrgð,
sem þeim yfirráðum fylgir.
Það má segja að okkur hafi
tekizt misjafnlega til á þessu tíma-
bili, bæði að því er varðar fiski-
fræðilegar ráðleggingar og
veiðistýringu, þó heildarmyndin sé
viðunandi. Hinsvegar höfum við
mikið lært á þessum tíma. Þekking
fiskifræðinga hefur aukizt og tiltrú
sjómanna og útvegsmanna á starfi
þeirra og ráðleggingum sömuleiðis.
Ég tel að nú séu betri aðstæður til
að meta stöðu þessara mála og
framfylgja fiskifræðilegum ráð-
leggingum en áður var.
Sem mestur arður með
sem minnstum kostnaði
Við ofveiddum þorskinn 1980,
1981 og 1982. Þá fór of mikill sókn-
arþungi saman við slæm skilyrði í
sjónum; þorskurinn óx mun hægar
en við eðlilegar kringumstæður.
Þetta tvennt virkaði saman til óeðli-
legrar skerðingar þorskstofnsins.
Með upptöku kvótakerfísins 1984
hefur verið unnið markvisst að því
að nýta fiskistofnana, ekki aðeins
þorskstofninn, með það megin-
markmið í huga, að þeir gefí sem
mestan arð í þjóðarbúið - án þess
að stefna þeim í hættu eða hrun.
Þetta byggist á margvíslegu sam-
komulagi við stjómvöld, t.d. um
stærð fiskiskipaflotans, sem aug-
Ijóslega er of stór nú, eins og bezt
sést af öllum þeim veiðitakmörkun-
um sem við þurfum að búa við. Það
er mikilvægt en jafnframt erfitt að
takmarka stærð veiðiflotans. Það
er gert á strangan máta; það skal
víkja skip fyrir hveiju nýju skipi
og veiðiréttur nýs skips verður ekki
meiri en hins eldra, er víkur.
Veiði hefur hinsvegar aukizt,
m.a. vegna betri uppvaxtarskilyrða
fiskistofna í sjónum, en einnig
vegna þeirra aðgerða, sem miðað
hafa að því að ná sem mestu út
úr auðlindinni með sem minnstum
tilkostnaði. Hlutfallsleg notkun
veiðarfæra og ojíu hefur minnkað,
vegna veiðistýringar, sem heldur
sókn í skefjum. Þetta samhliða
auknum afla og stórhækkuðu verði
á físki hefur leitt til þess að stjórn-
völdum hefur tekizt að ná niður
verðbólgu, sem er líka mikilvægt
atriði í rekstri fískiskipaflotans,
vegna þess að á honum hvílir mikið
af erlendum lánum, sem að rísa
með lækkuðu gengi. Jafnframt eru
aðföng útgerðar, eins og olía og
veiðarfæri, mjög tengd erlendum
verðum, sem eru að sjálfsögðu háð
gengi krónunnar.
Staða útg’erðar
hefur styrkzt
Hefur rekstrarleg staða útgerðar
þá styrkzt síðustu misseri, eftir
hjöðnun verðbólgu, þrátt fyrir hið
umdeilda kvótakerfi?
- Hagstæð ytri skilyrði, bæði í
sjónum og í verðþróun sjávarvöru,
samhliða hjöðnun verðbólgu, sem
og þeirri viðleitni að ná þeim afla,
er fískifræðileg rök standa til að
veiða, með sem minnstum kostn-
aði, hefur samvirkandi leitt til þess
að afkoma útgerðarinnar hefur
batnað verulega frá því sem áður
var. Það var og mjög nauðsynlegt
eftir margra ára mikinn taprekstur,
uppsöfnun skulda, skuldbreytingar,
sem menn gátu síðan ekki staðið í
skilum með. Nú virðist útgerðin,
þegar við tölum um þetta almennt,
rísa undir skuldbindingum sínum
og nokkrum endurbótum að kröfum
tímans. Afkoma útgerðar hefur
batnað. Afkoma fískvinnslu einnig,
sérstaklega saltfiskverkunar, en
skortur á vinnuafli í frystiiðnaði
hefur háð þeirri grein nokkuð. Blik-
ur eru og á lofti loðnuútvegs og
fískimjölsiðnaðar, en verðþróun
þeirrar framleiðslu hefur verið nei-
kvæð. Og fastgengisstefnan kemur
ekki vel við framleiðslu, sem býr
að lækkandi söluverði erlendis.
Ég vil sérstaklega undirstrika þá
skoðun mína að góð afkoma í sjáv-
arútvegi er lykilatriði fyrir lands-
byggðina, ef hún á að styrkja stöðu
sína gagnvart höfuðborgarsvæðinu
og halda sínum hlut í eðlilegri fjölg-
un þjóðarinnar á næstu árum.
Mikilvirkasta landsbyggðarstefnan
felur í sér sterkan sjávarútveg, veið-
ar og vinnslu.
Hagriýtar rannsóknir
Augu almennings eru smám
saman að opnast fyrir gildi fiski-
fræðilegra rannsókna. Gegnir sama
máli um aðrar hagnýtar rannsókn-
ir?
- Hagnýtar rannsóknir í þágu
atvinnuveganna, bæði fiskifræði-
legar og annars konar, hafa meira
vægi í hugum hagsmunaaðila og
almennings en áður var. Ég tel að
það þurfi að efla þessa starfsemi.
Ég hefi látið þau orð falla að það
væri æskilegt að sjávarútvegurinn
stæði í ríkari mæli undir þessum
rannsóknum en verið hefur, sam-
hliða því að öðlast þá meiri áhrif á
það, hvað gert er, hvem veg að
málum er staðið. Það mundi og
tengja þessa aðila betur saman og
tiltrú milli manna myndi aukast.
Frestur til miðs
nóvembermánaðar
Og síðast en ekki sízt: hvernig
horfir samkeppni sjávarútvegsaðila
og SÍS um Útvegsbankann við
formanni LIÚ?
- Tildrög þessa máls eru á þann
veg að fyrrverandi ráðherra banka-
mála talaði ítrekað um það við
okkur hjá LÍÚ og aðila hjá sölusam-
tökum sjávarútvegsins að við
hefðum forgöngu um að sjávarút-
vegurinn í heild keypti hlutabréf
ríkisins í Útvegsbankanum.
Þetta mál var rætt á fundi stjóm-
ar LÍU 11. maí sl. Þar var samþykkt
að leggja fram 50 milljónir króna
til kaupa á hlutabréfunum. Tilgang-
urinn var sá að efla samstöðu meðal
sjávarútvegsaðila um þessa aðgerð.
Þá var og ákveðið þegar lög um
Útvegsbankann vóru sett að heim-
ila Fiskveiðasjóði að kaupa hluta-
bréf fyrir allt að 200 m.kr., fyrst
og fremst með það í huga, að styðja
sjávarútveginn í kaupum þessara
hlutabréfa. í stjóm sjóðsins sitja
aðilar frá sjávarútveginum og þeir
töldu að það væri hagkvæmt fyrir
útveginn að Fiskveiðasjóður tæki
með þéssum hætti þátt í þessum
hlutabréfakaupum. Állt var þetta
rætt og gert á grundvelli þess að
sjávarútvegsaðilar keyptu hlutabréf
í bankanum.
Við töldum okkur hafa tíma fram
til miðs nóvembermánaðar næst-
komandi til að ýta úr vör víðtæku
samátaki sjávarútvegsaðila og skila
kauptilboði í hlutabréfin og það
tímamark var að sjálfsögðu á vit-
orði Sambandsmanna. Mál stóðu
og þannig í mínum huga að eðlilegt
væri að Sjávarafurðadeild SÍS tæki
hliðstæðan þátt í þessu samátaki
sjávarútvegsins og aðrir sjávarút-
vegsaðilar.
Sýnt er nú að við hefðum mátt
hafa meiri hraða á, eftir að kauptil-
boð SÍS er fram komið, en það
breytir hinsvegar engu um rétt sjáv-
arútvegsaðila til að fylgja fram því
sem frá upphafí var að stefnt með
hinum nýju lögum um Útvegs-
bankann, að styrkja stöðu sjávarút-
vegsins í bankakerfinu.
Við teljum okkur hafa skilað til-
boði, innan tímamarka, í öll óseld
hlutabréf ríkisins í bankanum. Við
höfum boðist til að greiða lítið eitt
meira út en Sambandið og við geng-
um að ákvæðum um greiðslutíma,
fimm ár, en sambandsmenn óskuðu
eftir viðræðum um þetta atriði.
Þessvegna undrast ég þau ummæli
SÍS-manna, að þeir hafí þegar gert
kaup á bréfunum, enda hefur ráð-
herra vísað þeirri staðhæfíngu á
bug. Hann tók við kauptilboði úr
hendi SIS með fyrirvara.
Kauptilboð
sj ávarútvegsaðila
Ég tel að mér hafi verið falið það
af stjórn LÍÚ að beita mér fyrir
þessu máli. Þessvegna hefí ég tekið
þátt í því að safna saman hlutaíjár-
loforðum, sem eru langsamlega
flest komin frá sjávarútveginum og
viðskiptaaðilum hans og þjónustu-
fyrirtækjum, sem alltaf stóð til að
fá til samátaks um þetta mál. Fleiri
hafa síðan bætzt í hópinn til að
gera það mögulegt að kaupa allt
hlutaféð og skilja ekkert eftir óselt,
vegna þess að ríkið hefur naumast
kost á því að selja það sem eftir yrði.
Ég tel eðlilegt að sjávarútvegur-
inn taki þátt í bankastarfsemi.
Hann hefur ekki gert það vegna
þess að það hefur verið ríkjandi
viðhorf að hann eigi rétt á að fá
þessa þjónustu frá ríkisbönkum.
Hann fær og þessa þjónustu að
stærstum hluta þaðan. Sjávarút-
vegurinn er að meirihluta til í
viðskiptum við Landsbankann. En
það breytir ekki því að með því að
kaupa Utvegsbankann verður sjáv-
arútvegurinn áhrifaaðili í banka-
starfseminni.
Sameining og fækkun
bankastofnana
Að baki kauptilboði sjávarút-
vegsaðila _býr einnig viðleitni til að
sameina Útvegsbanka og Iðnaðar-
banka og raunar einnig Verzlunar-
banka, sem lengi hefur verið talið
æskilegt hægræðingarátak í banka-
kerfínu. Ég tel að nú liggi fyrir
skýlaus viljayfirlýsing frá Iðnaðar-
banka um þetta efni - sem og
yfírlýsing frá Verzlunarbanka, sem
eru mun ákveðnaðri en áður. Sam-
runi þessara banka væri mjög
þýðingarmikið skref til þess að
bæta rekstur bankakerfisins og
gera það hagkvæmara í þjónustu
við viðskiptavini. Þessir aðilar hafa
einnig átt viðtöl við forystumenn
Alþýðubankans. Ég tel alls ekki
útilokað að hann geti orðið aðili að
þessu einnig. Ég veit ekki til að það
liggi fyrir neitt samkomulag við SÍS
þess efnis að Alþýðubankinn gangi
til samvinnu við sambandið.
Skrítin ummæli ut-
anríkisráðherra
Svona horfir málið við mér. Mér
þykir miður að pólitísk átök hafa
orðið um þetta mál vegna þess að
innan LÍÚ er ekki tekizt á um
pólitík. Hér eru allir sjávarútvegs-
aðilar félagar, hver sem staða þeirra
er í stjórnmálum, og hvaða form
sem þeir hafa á sinni atvinnustarf-
semi, einkarekstur, hlutafélög,
samvinnuform, eða rekstur með
þátttöku sveitarfélaga. Ég vona að
þessi umljöllun öll verði ekki til að
kveikja pólitískar umræður innan
LÍÚ.
Mér fínnst hinsvegar miður að
SÍS-menn og Tíminn hafa veitzt
persónulega að sumum okkar fé-
laga í þessum 33ja aðila hópi, sem
að kauptilboðinu stendur, en ég
mun ekki gjalda líku líkt. Það hafði
og verið rætt í okkar hóp að bjóða
Sjávarafurðadeild SÍS þátttöku í
þessari hlutafjársöfnun okkar ef
hún hefði fengið að ganga fyrir sig
með eðlilegum hætti til hausts, en
mál þróuðust ekki svo.
Utanríkisráðherra segir afdrátt-
arlaust í sambandi við hugsanlega
sölu á Búnaðarbanka, að sá banki
verði alls ekki seldur nema í nánu
samstarfi við bændasamtökin. En
honum virðist hinsvegar finnast allt
í lagi að selja Útvegsbankann í
bendur SÍS án samráðs við samtök
útgerðarinnar og sjávarútvegsins í
landinu. Hér skýtur skökku við.
Ég vil hinsvegar að gefnu tilefni
taka fram að samtök útvegsmanna
hafa átt mjög gott og árangursríkt
samstarf við sjávarútvegsráðherra,
sem nú er að heíja sitt annað
kjörtímabil. Þetta samstarf sýnir
vel að LÍÚ metur menn eftir mál-
efnum og starfsárangri en alls ekki
pólitískum línum.
Meirihlutaeign eins
aðila ekki æskileg
Það liggur fyrir að okkar
tryggingar eru fullgildar sem og
tilboðið í heild. Þegar þessi tilboð
eru borin saman og með hliðsjón
af því hvar Útvegsbankinn starfar
og hvar hans útibú eru þá undrast
ég áhuga sambandsmanna í þessu
máli og fínnst það liggja í augum
uppi að það sé miklu eðlilegra fyrir
viðskiptaráðherra að selja þessi
hlutabréf sjávarútvegsaðilum held-
ur en einni valdastofnun, sem
Sambandið óumdeilanlega er.
Ég vísa í því efni einnig til þess
að það höfðu safnast 36 m.kr. með-
al sjö til átta hundruð einstaklinga,
sem yrðu þá sameignarmenn að
bankanum með Fiskveiðasjóði og
þeim 33 aðilum, sem að tilboði sjáv-
arútvegsaðila standa. Það er aug-
ljóst að bréf þessara aðila verða
lítils virði ef að einn aðili fær meiri-
hlutaeign í bankanum.
Það má segja að það ætti ekki
að vera ofverk samtaka útvegs-
manna að beita sér fyrir því að
útgerðin keypti þessi bréf og ætti
þennan banka. Mér þætti það hins-
vegar óeðlileg þróun, þó við getum
státað af rúmlega 500 félagsmönn-
um með allskonar rekstrarform, ef
að samtökin hefðu átt meirihluta.
Það er von mín að þetta mál fái
farsælar lyktir fyrir sjávarútvegs-
aðila og að Útvegsbankinn verði
áfram útvegsbanki, eins og nafn
hans og saga stendur til. Sam-
vinnubanki er þegar til staðar.
sf.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, á skrifstofu sinni.