Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 17 Sveinn í Galleríinu Svart á hvítu Myndlist Valtýr Pétursson Sveinn Bjömsson hefur efnt til sýningar á verkum sínum í Gall- erí Svart á hvítu við Óðinstorg, og eru alls 19 myndverk þar í húsi. Flest þeirra em olíumál- verk og ekkert eldra en frá 1986. Það er ekki langt um liðið frá seinustu sýningu Sveins, er hann hélt á Seltjamamesi, og var það nokkuð veigamikil sýning. Það er því til sönnunar um afköst Sveins, að enn er hann mættur til leiks með ný verk. Ekki verður annað sagt en að á ýmsu hafi gengið hjá Sveini í málverki hans, frá því er hann kom fyrst fram með sjávar- myndir sínar og hafði þá notið handleiðslu Gunnlaugs heitins Schevings. Ég man þá sýningu mætavel, enda reit ég pistil um fyrirbærið, svo gamall er ég orð- inn í hettunni, og oft hef ég minnzt á Svein í skrifum mínum siðan. En hvað um það, Sveinn málar enn af miklum móð og unir sér engrar hvfldar, enda sýna verkin merkin, og geri aðr- ir betur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Sveini, og ég held, að mér sé óhætt að segja, að sjaldan eða aidrei hef- ur Sveinn verið eins samstæður á sýningu og í þetta skiptið. Hann virðist hafa valið alveg hárrétt og fær þar af leiðandi sterka heild út úr efniviðnum og meira en það. Hann sýnir á sér ýmsar hliðar og hefur vart verið fjörugri í annan tíma. Sveinn er nokkuð grófur málari í eðli sínu, pensilskrift hans er ákveðin og djörf og liturinn oft á tíðum nokkuð í sterkara lagi. Hugmyndaflug er mikið og stundum skáldlegt. Fuglinn er oft í nálægð ásamt andlitum og ýmsum táknum, sem stundum eru nokkuð torráðin. Sveinn hef- ur vinnustofu í Krísuvík, og þar er hann í nánum tengslum við stórbrotið landslag, sem er þrungið af yfimáttúrlegum hlut- um, verum og fyrirbæmm, og er auðvelt að sjá það í verkum Sveins. Þau verk, sem á þessari sýningu em, hafa miklu meiri lit en mörg fyrri verk Sveins. Hann hemur litina betur en áður og nær oft ágætum árangri. Þetta er tímamótasýning á málaraferli Sveins, og sannast hér, að með því að stilla hlutun- um í hóf, verður árangurinn oftast miklu sterkari en þegar geyst er farið. Til hamingju, Sveinn Bjömsson. Hörpuskjói - varanlegt skjól. < % Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavík, Sími (91)11547 HARPA lífinu lit! Um næstu helgi átt þú von á fólki sem mun bjóöa þér svona penna Getur þú séö af fimmtíu krónum? Allur ágóðinn mun renna til starfsemi SÁÁ. í 10 ár hefur SÁÁ byggt upp þessa starfsemi til þess að byggja upp fólk. Við erum ennþá að en þurfum á þínum stuðningi að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.