Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 17

Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 17 Sveinn í Galleríinu Svart á hvítu Myndlist Valtýr Pétursson Sveinn Bjömsson hefur efnt til sýningar á verkum sínum í Gall- erí Svart á hvítu við Óðinstorg, og eru alls 19 myndverk þar í húsi. Flest þeirra em olíumál- verk og ekkert eldra en frá 1986. Það er ekki langt um liðið frá seinustu sýningu Sveins, er hann hélt á Seltjamamesi, og var það nokkuð veigamikil sýning. Það er því til sönnunar um afköst Sveins, að enn er hann mættur til leiks með ný verk. Ekki verður annað sagt en að á ýmsu hafi gengið hjá Sveini í málverki hans, frá því er hann kom fyrst fram með sjávar- myndir sínar og hafði þá notið handleiðslu Gunnlaugs heitins Schevings. Ég man þá sýningu mætavel, enda reit ég pistil um fyrirbærið, svo gamall er ég orð- inn í hettunni, og oft hef ég minnzt á Svein í skrifum mínum siðan. En hvað um það, Sveinn málar enn af miklum móð og unir sér engrar hvfldar, enda sýna verkin merkin, og geri aðr- ir betur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Sveini, og ég held, að mér sé óhætt að segja, að sjaldan eða aidrei hef- ur Sveinn verið eins samstæður á sýningu og í þetta skiptið. Hann virðist hafa valið alveg hárrétt og fær þar af leiðandi sterka heild út úr efniviðnum og meira en það. Hann sýnir á sér ýmsar hliðar og hefur vart verið fjörugri í annan tíma. Sveinn er nokkuð grófur málari í eðli sínu, pensilskrift hans er ákveðin og djörf og liturinn oft á tíðum nokkuð í sterkara lagi. Hugmyndaflug er mikið og stundum skáldlegt. Fuglinn er oft í nálægð ásamt andlitum og ýmsum táknum, sem stundum eru nokkuð torráðin. Sveinn hef- ur vinnustofu í Krísuvík, og þar er hann í nánum tengslum við stórbrotið landslag, sem er þrungið af yfimáttúrlegum hlut- um, verum og fyrirbæmm, og er auðvelt að sjá það í verkum Sveins. Þau verk, sem á þessari sýningu em, hafa miklu meiri lit en mörg fyrri verk Sveins. Hann hemur litina betur en áður og nær oft ágætum árangri. Þetta er tímamótasýning á málaraferli Sveins, og sannast hér, að með því að stilla hlutun- um í hóf, verður árangurinn oftast miklu sterkari en þegar geyst er farið. Til hamingju, Sveinn Bjömsson. Hörpuskjói - varanlegt skjól. < % Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavík, Sími (91)11547 HARPA lífinu lit! Um næstu helgi átt þú von á fólki sem mun bjóöa þér svona penna Getur þú séö af fimmtíu krónum? Allur ágóðinn mun renna til starfsemi SÁÁ. í 10 ár hefur SÁÁ byggt upp þessa starfsemi til þess að byggja upp fólk. Við erum ennþá að en þurfum á þínum stuðningi að halda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.