Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 53 Morgunblaöiö/RAX Sigurvegararnir Allir sigurvegarar í Reykjavíkurmaraþoni 1987, frá vinstri: Guðrún Zoega, Bergljót Davíðsdóttir sem tók við verð- launum Steinunnar Jónsdóttur, Jim Doig, Andrew Girling, Már Hermannsson og fyrir framan er hin fjallhressa Mae Ann Garty. Pössuðum okkur áadlabbaþar sem enginn sá til Þeir voru allrauðir í framan þrír félagar úr einni af Nike sveit- unum í skemmtiskokkinu í enda- markinu. „Við komumst þó lifandi frá þessu,“ sögðu þeir Hjörleifur Hringsson, Hilmar Þorkelsson og Garðar Einarsson hressir en lúnir engu að síður. „Við pössuðum okkur á því að labba þar sem enginn sá til og koma svo spengilegir hérna framhjá fólkinu í endamarki," sagði Hjörleifur. Einn félaganna sprakk á „Ástarbraut- inni“ en lét sig hafa að klára hlaupið. Þeim fannst hræðlegt að sjá skóbúnað sumra hlaupara. „Það er fólk hérna með hælsæri og blóð- ugar tær og hefur ekki passað sig á því að kaupa sér mjúka hlaupar- askó. Þeir fara mun betur með lappirnar en venjulegir strigaskór," sögðu þeir kumpánar. Félagarnlr í NIKE-sveitinni, frá vinstri: Hjörleifur Hringsson, Hilmar Þorkels- son og Garðar Einarsson. Vissi að égætti ekki mögu- leika“ Mér þótti verst að ná ekki betri tíma, ég stefndi á það í byrj- un hlaupsins," sagði Agúst Þor- steinsson, sem varð fyrstur fslendinga í hálfmaraþoninu, en hann vann skemmtiskokkið í fyrra. „Eg fylgdi Bretunum lengi vel, en missti síðan af þeim og hljóp einn fimmtán kílometra. Ég var farinn að slaka á í lokin og vissi að ég ætti ekki möguleika.“ Morgunblaöiö/Einar Falur Ingólfsson Ágúst Þorsteinsson var fyrstur jslendinga í mark í halfmaraþoninu. HANDKNATTLEIKUR Styrkleikalisti Handball Magazin: Alfreðog Sigurður ofariega á blaði Vestur-þýska handknattleiks- tímaritið Handball Magazine raðaði nýlega leikmönnum þýsku félagsliðanna niður eftir styrkleika ■■mBH miðað við frammi- Frá stöðu þeirra á Jóhanni Inga síðasta keppn- Gunnarssyni istímabili og vekur 'Wand' það athygli að Bjarni Guðmundsson er eini leik- maðurinn í 2. deild sem kemst þar á blað og telst í raun annar besti leikmaður í stöðu hægri horna- manns í Þýskalandi á síðasta vetri, sem er mjög gott hjá honum hjá honum þar sem liði Wanne Eickel gekk frekar illa síðastliðinn vetur. Þetta er í þriðja skipti sem blaðið stendur fyrir þessarri samantekt og taka flestir íþróttafréttamenn sem skrifa um handbolta í Þýskalandi þátt í henni. Þess má geta að fyrr hefur enginn leikmaður 2. deild komist í einhvern fyrstu þijá flokk- ana. Leikmenn í hverri stöðu eru valdir í fimm flokka: í fyrsta flokki eru þeir sem taldir eru hafa leikið á heimsmælikvarða, síðan koma þeir sem eru taldir hafa leikið það vel að þeir gætu verið í þýska landslið- inu, síðan þeir sem gætu sómt sér í bestu félagsliðum landsins, þá þeir sem gætu á næstunni átt möguleika á að komast í flokkana þrjá fyrir ofan, og loks 2. deildar- leikmenn sem hafa staðið sig fyrir ofan meðallag. Frammistaða leik- manna í deildarkeppninni vegur þyngst, en einnig í Evrópu- og land- sleikjum, og tekið er tillit til bæði sóknar- og vamarframmistöðu. Tveir markverðir á heimsmælikvarða Tveir markverðir eru sagðir á heimsmælikvarða, þeir sömu og þegar valið var í fyrra; Andreas Thiel frá Gummersbach og Stefan Hecker frá Essen. Þeir eru í algjör- um sérflokki því enginn nær í næsta flokk fyrir neðan, en margir eru í þriðja flokki. Enginn var talinn á heimsmæli- kvarða í stöðu leikstjórnanda, en tveir voru í öðrum styrkleikahópi: Marek Panas hjá Kiel þrátt fyrir að hann sé orðinn 35 ára og Karl Gaydoul frá Grosswaldstadt. I þriðja styrkleikaflokki eru nokkrir og þar er Páll Ólafsson í fjórða sæti. Það kemur mér á óvart vegna þess að hann fékk ekki mörg tæki- færi hjá Diisseldorf liðinu, en þetta er góður sigur fyrir Pál. Hann er þama örugglega metinn fyrir frammistöðu í landsliðinu og þessi niðurstaða verður örugglega þrýst- ingur á þjálfara liðsins á að Páll fái að leika mun meira í því að miðju- maðurinn sem lék mest hjá Dussld- orf síðastliðið keppnistímabil er aftar á listanum. Siggi Sveins í öðnim styrkleikahóp Enginn af útileikmönnum hægra megin kemst telst á heimsmæli- kvarða, en Sigurður Sveinsson er í góðum hópi í öðrum styrkleika- Bjami Guðmundsson lék mjög vel meé Wanne Eickel ( fyrra- vetur og er hétt skrlfaður f Þýskalandl — eini leikmaAurinn úr 2. deild sem kemst é blað hjé Handball Magazlne. i- flokki. Þar pólski landsliðsmaðurinn Jerzey Klempel í fyrsta sæti eins og í fyrra. Síðan kemur Martin Schwalb, Grosswaldstadt, og Thomas Springel frá Tusem Essen, sem nú hefur skipt yfir í lið Bjarna, Wanne Eickel, og síðan Sigurður.I þriðja styrkleikaflokki er Kristján Arason efstur á blaði og segir mér svo hugur að hann eftir næsta keppnistímabil hækki hann upp í næsta hóp fyrir ofan vegna frammi- stöðu i landsliðinu, og hæfileika hans. Hann er svona neðarlega vegna þess hve langan tíma það tók hann að aðlagast liði Gummers- bach. AlfreA f góðum félagsskap í stöðu vinstra megin fyrir utan er enginn á heimsmælikvarða, en Al- freð Gíslason er í fyrsta skipti í öðrum styrkleikaflokki og er þar með mörgum mjög sterkum leik- mönnum. Þar eru auk Alfreðs Erhald Wunderlich, Ungvetjinn Peter Kovacs, Rudiger Neitzel, Júgóslavinn Elezovic, og Manfred Freisler frá Grosswaldstadt, gamla landsliðskempan. Af línumönnum er enginn á heims- mælikvarða, en í öðrum styrkleika- flokki, Jörg Lohr s landsliðsmaður frá Milbertshofen. I vinstra horninu er svo enginn í heimsmælikvarða- flokknum, en tveir í næsta flokki: Júgóslavinn Mile Isakovic hjá Mil- bertshofen og Jochen Fraats, Tusem Essen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.