Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 53

Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 53 Morgunblaöiö/RAX Sigurvegararnir Allir sigurvegarar í Reykjavíkurmaraþoni 1987, frá vinstri: Guðrún Zoega, Bergljót Davíðsdóttir sem tók við verð- launum Steinunnar Jónsdóttur, Jim Doig, Andrew Girling, Már Hermannsson og fyrir framan er hin fjallhressa Mae Ann Garty. Pössuðum okkur áadlabbaþar sem enginn sá til Þeir voru allrauðir í framan þrír félagar úr einni af Nike sveit- unum í skemmtiskokkinu í enda- markinu. „Við komumst þó lifandi frá þessu,“ sögðu þeir Hjörleifur Hringsson, Hilmar Þorkelsson og Garðar Einarsson hressir en lúnir engu að síður. „Við pössuðum okkur á því að labba þar sem enginn sá til og koma svo spengilegir hérna framhjá fólkinu í endamarki," sagði Hjörleifur. Einn félaganna sprakk á „Ástarbraut- inni“ en lét sig hafa að klára hlaupið. Þeim fannst hræðlegt að sjá skóbúnað sumra hlaupara. „Það er fólk hérna með hælsæri og blóð- ugar tær og hefur ekki passað sig á því að kaupa sér mjúka hlaupar- askó. Þeir fara mun betur með lappirnar en venjulegir strigaskór," sögðu þeir kumpánar. Félagarnlr í NIKE-sveitinni, frá vinstri: Hjörleifur Hringsson, Hilmar Þorkels- son og Garðar Einarsson. Vissi að égætti ekki mögu- leika“ Mér þótti verst að ná ekki betri tíma, ég stefndi á það í byrj- un hlaupsins," sagði Agúst Þor- steinsson, sem varð fyrstur fslendinga í hálfmaraþoninu, en hann vann skemmtiskokkið í fyrra. „Eg fylgdi Bretunum lengi vel, en missti síðan af þeim og hljóp einn fimmtán kílometra. Ég var farinn að slaka á í lokin og vissi að ég ætti ekki möguleika.“ Morgunblaöiö/Einar Falur Ingólfsson Ágúst Þorsteinsson var fyrstur jslendinga í mark í halfmaraþoninu. HANDKNATTLEIKUR Styrkleikalisti Handball Magazin: Alfreðog Sigurður ofariega á blaði Vestur-þýska handknattleiks- tímaritið Handball Magazine raðaði nýlega leikmönnum þýsku félagsliðanna niður eftir styrkleika ■■mBH miðað við frammi- Frá stöðu þeirra á Jóhanni Inga síðasta keppn- Gunnarssyni istímabili og vekur 'Wand' það athygli að Bjarni Guðmundsson er eini leik- maðurinn í 2. deild sem kemst þar á blað og telst í raun annar besti leikmaður í stöðu hægri horna- manns í Þýskalandi á síðasta vetri, sem er mjög gott hjá honum hjá honum þar sem liði Wanne Eickel gekk frekar illa síðastliðinn vetur. Þetta er í þriðja skipti sem blaðið stendur fyrir þessarri samantekt og taka flestir íþróttafréttamenn sem skrifa um handbolta í Þýskalandi þátt í henni. Þess má geta að fyrr hefur enginn leikmaður 2. deild komist í einhvern fyrstu þijá flokk- ana. Leikmenn í hverri stöðu eru valdir í fimm flokka: í fyrsta flokki eru þeir sem taldir eru hafa leikið á heimsmælikvarða, síðan koma þeir sem eru taldir hafa leikið það vel að þeir gætu verið í þýska landslið- inu, síðan þeir sem gætu sómt sér í bestu félagsliðum landsins, þá þeir sem gætu á næstunni átt möguleika á að komast í flokkana þrjá fyrir ofan, og loks 2. deildar- leikmenn sem hafa staðið sig fyrir ofan meðallag. Frammistaða leik- manna í deildarkeppninni vegur þyngst, en einnig í Evrópu- og land- sleikjum, og tekið er tillit til bæði sóknar- og vamarframmistöðu. Tveir markverðir á heimsmælikvarða Tveir markverðir eru sagðir á heimsmælikvarða, þeir sömu og þegar valið var í fyrra; Andreas Thiel frá Gummersbach og Stefan Hecker frá Essen. Þeir eru í algjör- um sérflokki því enginn nær í næsta flokk fyrir neðan, en margir eru í þriðja flokki. Enginn var talinn á heimsmæli- kvarða í stöðu leikstjórnanda, en tveir voru í öðrum styrkleikahópi: Marek Panas hjá Kiel þrátt fyrir að hann sé orðinn 35 ára og Karl Gaydoul frá Grosswaldstadt. I þriðja styrkleikaflokki eru nokkrir og þar er Páll Ólafsson í fjórða sæti. Það kemur mér á óvart vegna þess að hann fékk ekki mörg tæki- færi hjá Diisseldorf liðinu, en þetta er góður sigur fyrir Pál. Hann er þama örugglega metinn fyrir frammistöðu í landsliðinu og þessi niðurstaða verður örugglega þrýst- ingur á þjálfara liðsins á að Páll fái að leika mun meira í því að miðju- maðurinn sem lék mest hjá Dussld- orf síðastliðið keppnistímabil er aftar á listanum. Siggi Sveins í öðnim styrkleikahóp Enginn af útileikmönnum hægra megin kemst telst á heimsmæli- kvarða, en Sigurður Sveinsson er í góðum hópi í öðrum styrkleika- Bjami Guðmundsson lék mjög vel meé Wanne Eickel ( fyrra- vetur og er hétt skrlfaður f Þýskalandl — eini leikmaAurinn úr 2. deild sem kemst é blað hjé Handball Magazlne. i- flokki. Þar pólski landsliðsmaðurinn Jerzey Klempel í fyrsta sæti eins og í fyrra. Síðan kemur Martin Schwalb, Grosswaldstadt, og Thomas Springel frá Tusem Essen, sem nú hefur skipt yfir í lið Bjarna, Wanne Eickel, og síðan Sigurður.I þriðja styrkleikaflokki er Kristján Arason efstur á blaði og segir mér svo hugur að hann eftir næsta keppnistímabil hækki hann upp í næsta hóp fyrir ofan vegna frammi- stöðu i landsliðinu, og hæfileika hans. Hann er svona neðarlega vegna þess hve langan tíma það tók hann að aðlagast liði Gummers- bach. AlfreA f góðum félagsskap í stöðu vinstra megin fyrir utan er enginn á heimsmælikvarða, en Al- freð Gíslason er í fyrsta skipti í öðrum styrkleikaflokki og er þar með mörgum mjög sterkum leik- mönnum. Þar eru auk Alfreðs Erhald Wunderlich, Ungvetjinn Peter Kovacs, Rudiger Neitzel, Júgóslavinn Elezovic, og Manfred Freisler frá Grosswaldstadt, gamla landsliðskempan. Af línumönnum er enginn á heims- mælikvarða, en í öðrum styrkleika- flokki, Jörg Lohr s landsliðsmaður frá Milbertshofen. I vinstra horninu er svo enginn í heimsmælikvarða- flokknum, en tveir í næsta flokki: Júgóslavinn Mile Isakovic hjá Mil- bertshofen og Jochen Fraats, Tusem Essen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.