Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Samræmi náttúru og nafngiftar BÆRINN Skjaldfönn í Naut- eyrarhreppi við Isafjarðardjúp vekur athygli þeirra sem leið eiga hjá. Þórir H. Óskarsson ljósmyndari kom þessari mynd á framfæri við Morgunblaðið en sérlega snyrtileg bæjarhús og umhverfi allt bera ábúend- um þar góða söguna. Þá er því ekki að neita að bæjarnafnið er við hæfi. Amnesty International: Fangar mánaðarins — ágúst 1987 Mannréttindasamtökin Am- nesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í ágúst. Jafnframt vonast samtökin tii að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot. eru framin. Islandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu sam- takanna. Pakistan: Ghanshyam Parkash er læknanemi, virkur í stúdenta- samtökum. Hanri var handtekinn 21. desember 1982 og fluttur í ókunnugt hús þar sem fundust m.a. bæklingar. Honum var haldið í gæsluvarðhaldi án þess að hafa aðgang að lögfræðingi né fá heim- sóknir frá fjölskyldumeðlimum í 3 mánuði. Hann var loks dæmdur af herrétti í maí 1985 og hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir að eiga bæklinga sem taldir voru „óæskilegir". Gæsluvarðhaldstíminn var ekki dreginn frá fangelsisdómnum. Am- nesty telur að dómsmeðferðin hafi ekki fallið innan ramma sann- gjarnra réttarhalda. Perú: Mauro Aristides Ochoa er 29 ára búnaðarráðunautur. Hann var handtekinn af lögreglunni á heimili sínu 2. desember 1985. Lög- fræðingur sem sá hann 7 dögum síðar sagði að hann hafi verið illa farinn eftir pyntingar sem hann hlaut þegar reynt var að þvinga hann til að játa aðild að hryðju- verkasamtökum. Hann hefur verið ákærður fyrir að taka þátt í hryðju- verkastarfsemi og er eina sönnun- argagnið gegn honum vitnisburður skólapilts og var hann fenginn með pyntingum. Þessi vitnisburður hef- ur verið dreginn til baka. Einnig hefur Mauro Ochoa stöðugt neitað aðild að hryðjuverkasamtökum. Ákæran stendur þó ennþá. Amnesty telur að Mauro Ochoa sé í fangelsi vegna aðstoðar sem hann veitir bændum, en margir bændaleiðtogar og búnaðarráðunautar hafa verið handteknir og ákærðir fyrir hryðju- verkastarfsemi. Rúmenía: Dumitru Iuga er 40 ára rafvirki. Árið 1983 var hann í samtökum sem í voru nemendur og ungir verkamenn sem voru óánægð- ir með stefnu forseta Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, og ætluðu að kynna óánægju sína á prenti. Félag- ar samtakanna voru handteknir áður en það tókst og dæmdir í sept- ember 1983 fyrir „áróður gegn rúmenska ríkinu". Dumitru Iuga hlaut 10 ára fangelsisdóm en 7 aðrir fengu 5 ára dóm. Skv. upplýs- ingum sem Amnesty hefur aflað sér hafa þessir 7 verið látnir lausir og fangelsisdómur Dumiti-u Iuga kann að hafa verið styttur vegna al- mennrar sakaruppgjafar í landinu. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um ieið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu Islandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15 í Reykjavík. Skrifstofan er opin kl. 16.00-18.00 alla virka daga. Seiðaeldisstöð Fjallalax hf. á Hallkelshólum vígð Framleiðslugetan 1,5 milljón seiði á ári Selfossi. SEIÐAELDISSTÖÐ Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi var vígð á laugardag. Stöðin er sú stærsta sinnar tegundar á Is- landi. Framleiðslugetan er 1,5-1,7 milljónir seiða á ári og framleiðsluverðmætið áætlað 140 milljónir á ári. Aðaleigend- ur stöðvarinnar eru Gísli Hendriksson og Hörður Falsson sem eiga 51% og norska fyrir- tækið Seafood Development AS í Osló sem á 49% hlutafjár. Hlut- afé fyrirtækisins er 33 milljónir króna og framkvæmdastjóri þess er Úlfar Antonsson og stjórnarformaður Ragnar Aðal- steinsson. Stöðin var vígð við hátíðlega athöfn þar sem séra Ingólfur Guð- mundsson blessaði vatn stöðvar- innar á táknrænan hátt og Rannveig Albertsdóttir sleppti nokkrum seiðum í eldisvatnið. Gestir við athöfnina voru fjölmarg- ir og skoðuðu þann hluta stöðvar- innar sem hægt var að veita aðgang að. Síðan var samkoma í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi. Framleiðslugeta stöðvarinnar er um ein og hálf milljón 45 gramma seiða á ári. Stöðin er sjálf 2500 fermetrar og eldisrýmið er 3600 rúmmetrar. Verðmæti ársfram- Seiðaeldisstöð Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi. leiðslunnar, um 140 milljónir, Fjallalax hf. mun rækta ólíka nálgast að vera stofnkostnaður stofna af laxi, innlenda og er- stöðvarinnar. lenda. Fyrirtækið hefur hafið Rannveig Albertsdóttir, Gísli Hendriksson einn aðaleigenda Fjallalax hf., Ragnar Aðalsteinsson formaður stjórnar Fjallalax hf., Cristian Thommesen stjórnarformaður Seafood Development AS, Per Hans- son í stjórn sama fyrirtækis, Úlfar Antonsson framkvæmdastjóri Fjallalax hf. og Páll Úlfarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.