Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
41
Afmæliskveðja:
> *
Agústa Isafold
Thomsen
Ágústa, þessi hugljúfa glaðlynda Fjögur þeirra komust upp og eru
kona, á merkisafmæli í dag. Hún mannvænlegt fólk, tvær dætur og
hefur borið klæði á vopnin og miðlað tveir synir. Þá á hún níu barnabörn
friði. Allt hennar líf hefur gengið út og annað eins af langömmubömum.
á það að gefa og gleðja, þá hefur Mann sinn missti Ágústa fyrir níu
hún látið biðja fyrir sjúkum og harm- árum og hefur hún búið ein síðan.
þmngnum. Það hefur samt alltaf verið sama
Ágústa leit fyrst dagsins ljós í glaðværa og vinalega Gústan sem
Hafnarfirði. Það var uppi á Hamrin- maður hefur hitt þegar komið er við
um í litlu risherbergi sumarið 1907. á Skúlagötu 80. Mörg okkar vantar
Þar hófst lífsbaráttan, því þriggja að eiga innstæðu eins og Ágústa á
vikna gömul var hún búin að dvelja í gleði hjartans ti! að miðla öðrum.
á fimm stöðum og var nær dauða Hún hefur ekki búið í höll eða farið
en lífi. í kringum jörðina. En gleði hjartans,
Þá tók hana í fóstur ekkjan Hólm- hana skortir ekki. Það veit ég. Okk-
fríður Magnúsdóttir frá Engey, sönn ar fjölskyldur hafa nú verið tengdar
öðlingskona og dóttir hennar, Jar- í 27 ár og ekki borið skugga á.
þrúður Bjarnadóttir. Þær reyndust Ágústa mín, hjartanlegar ham-
telpunni vel, Hólmfríður á meðan ingjuóskir með afmælið 26. ágúst.
heilsan hentist en hún lamaðist og Lifðu heil.
lá ósjálfbjarga á Landakoti í 7 ár. Hulda Pétursdóttir
Þátttakendur á námskeiðinu ásamt stjórnendum þess, talið frá vinstri: Gunnar Sveinsson framkvæmda-
stjóri BSI, Ingimundur Þorsteinsson, Rúnar Sigurbjartarson, Óskar Gústafsson, Jón Gunnar Egilsson,
Leifur Orn Svavarsson, Kristófer Ragnarsson, Agúst Guðmundsson, Vilborg Hannesdóttir, Jón Geirsson m
og Konráð Adólfsson framkvæmdastjóri Stjórnunarskóla íslands.
Leiðsögumannanámskeið á vegum BSÍ
Leiðsögumannanámskeið var BSÍ, fólst að meginhluta til í leið- flestir úr Flugbjörgunarsveitinni.
haldið á vegum Ferðaskrifstofu sögn í mannlegum samskiptum. Stjómandi á námskeiðinu var Kon-
BSI í júní sl. Þátttakendur á námskeiðinu vora ráð Adólfsson framkvæmdastjóri
Námskeið þetta, sem var það allir úr björgunarsveitum, þar af Stjómunarskóla íslands.
fyrsta sinnar tegundar á vegum
Hún andaðist fermingarárið hennar
Ágústu. Jarþrúður gekk inn í störf
móður sinnar og reyndist telpunni
vel og með aðstoð frænda síns tókst
henni að halda heimili fyrir þær.
Móðir Ágústu var Guðríður Ein-
arsdóttir Þórðarsonar, fyrsta prent-
smiðjustjóra stiftsprentsmiðjunnar í
Reykjavík. Einar var fjórði maður í
beinan karllegg frá Torfa prófasti á
Reynivöllum, bróður Jóns próf.
Halldórssonar í Hítardal, og því
fimmmenningsfrændsemi með Ein-
ari og Hilmari landshöfðingja, d.
1888. Faðir Einars var dannebrogs-
maður og þriðja kona hans, Margrét
Sigríður Jörgensdóttir f. 1853, d.
1882. Faðir Ágústu var Kristján
Thomsen frá Bergen í Noregi.
Barn að aldri kom Ágústa til
Reykjavíkur og hefur alið allan sinn
aldur þar. Hún hefur ekki langa
skólagöngu að baki en lífsins skóli
hefur kennt henni allt það sem mest
er um vert að tileinka sér í samskipt-
um við fólk. Þar sem hún vann var
hún elskuð og virt. Á meðan hún
var yngri vann hún oft á smur-
brauðsstofum, þótti liðtæk og var
eftirsótt vinnuafl. Hún tileinkaði sér
það góða sem hún gat lært á hverj-
um stað. Ung hitti hún þann mann
er varð lífsföranautur hennar. Hann
hét Flórent Bjargmundsson og var
vörabifreiðarstjóri. Þau gengu í
hjónaband á kreppuáranum. Þá var
erfitt um allt. Þó vora húsnæðismál-
in verst og fátt eitt sem ungt fólk
átti kost á annað en gisin þurrkloft
eða niðurgrafnar saggafullar kjall-
araholur og óeinangraðir sumarbú-
staðir.
Það hafði gengið illa hjá Gústu
og Flolla um tíma og þau orðið að
fá að gista hér og hvar. Þá kom
blessað stríðið og Höfðaborgin reis.
Þar fengu þau eitt herbergi með
kolaofni og eldhús. Þægindin vora
kalt vatn, salemi og útiþvottahús. í
Höfðaborginni bjuggu þau í 26 ár
og lengst af með sex manna fjöl-
skyldu.
Glaðværð Ágústu var þarna sem
annars staðar homsteinn heimilisins.
En oft sagði hún að það hefði verið
erfitt því húsin vora svo illa einangr-
uð að allt tal manna heyrðist á milli
íbúða. Og eins og sagt er oft er
misjafn sauður í mörgu fé.
Þau hjónin eignuðust fimm böm.
Ritaraskólinn tekur til starfa 9. sept.
Kennt er alla virka daga vikunnar,
þrjár klukkustundir í senn og hægt
að velja á milli tveggja mismunandi
dagtíma. Markmið skólans er að út-
skrifa sjálfstæða starfskrafta
sem hafa tileinkað sér af sam-
viskusemi það námsefni sem
skólinn leggur til grund-
vallar, en kröfúr skólans
til sinna nemenda eru ávallt
miklar. Til þess að ljúka
prófi ffá Ritaraskólanum
þarf lágmarkseinkunn-
ina 7.0 í öllum
námsgreinum.
^ ftiörp , 9
Námsefni á íslenskubraut:
□ íslenska........................76klst.
□ bókfærsla eða enska.............90klst.
□ reikningur......................36klst.
□ tölvur..........................39klst.
□ vélritun........................24klst.
□ tollur..........................33klst.
□ lög og formálar.................12 klst.
□ skjalavarsla.....................9klst.
□ verðbréfamarkaður................3 klst.
Framhaldsbrautir
í beinu ífamhaldi af námi í Ritara-
skólanum getur þú valið um tvær
ífamhaldsbrautir: ijármálabraut og
sölubraut. Með þessum nýju brautum
er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja
ára nám. Sérmenntun fyrir nútíma
skrifstofufólk.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655
Mímir
ÁNANAUSTUM 15
MÁLASKÓLI
RITAKASKÖU