Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 mmmn CMM6 Unlv«r*«l Pr*M Syndlc«la [ÖKUSKÖUWN /KH % t if C7 0^0 „ Maburi nn minn mun Sjó. um ab lep^jcL b’ilnum." Þesslr hringdu . . . Gullkeðja fannst Mjó gullkeðja fannst á Ægisgötu fímmtudaginn 20. ágúst. Eigandi keðjunnar getur hringt í síma 19214. Strekkir einhver blúndudúka? Svanbjörg hringdi. Hún sagðist vera í stökustu vandræðum með blúndudúkana sína og spyr hvort einhver taki það ekki að sér að strekkja blúndudúka fyrir fólk. Lambakjöt og símkostnaður Sigurjón Símonarson hringdi: „Meiri hluti íslendinga hefur nú sætt sig við það að þeir einfald- lega hafí ekki efni á að hafa lambakjöt á borðum vegna óhóf- legs verðs. Hvað um það. Mér er sama þótt aðrar þjóðir eða jafnvel rebbi fái kjötið sem ég niður- greiði. Ég verð líka að sætta mig við að ef hvorki erlendar þjóðir né rebbi vilji kjötið þá er það ein- faldlega grafíð á sorphaugum. Sem sagt hryggur eða læri eins og var á matborðinu á sunnudög- um þegar maður var að alast upp er annað hvort munaður eða haugavara. Enn er ráðist á okkur. Nú er svo komið að símtólinu getur maður ekki lyft án umhugsunar vegna kostnaðar. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvenær Póstur og sími ætla að leggja gjald á að horfa aðeins á símtækið. Ég á talsvert af vinum erlendis og það er svo undarlegt að ef þeir hringja í mig og biðja um að ég greiði símtalið þá er það ódýr- ara en að ég hringi beint í þá og á þetta sérstaklega við um símtöl til og frá Bandaríkjunum. Gaman væri að fá að heyra skýringu Pósts og síma á þessu.“ Úr tapaðist Sigríður Valdimarsdóttir hringdi. Sonur hennar varð fyrir þvi að tapa úrinu sínu þegar hann fór í Sundhöll Hafnarfjarðar sunnudaginn 23. ágúst sl. Úrið er tölvuúr, hvítt og með bláum röndum og er af gerðinni BMX. Ef einhver veit um úrið er hann beðinn að hringja í síma 54357. ást er... . . . afi raía rétta veg- inn TM R«g. U.S. Pat. Oft —all ríghts reserved e 1986 Los Angeles Times Syndlcate Með morgunkaffínu Þetta er friðsamur hundur og ræðst aldrei á aðra hunda! HÖGNI HREKKVtSI „VA.'/MlKJÐ EKUALUR gáðir. nóna/" Er reyk- skynjarinn í lagi? Bilaður reykskynjari veitir falska öryggiskennd. Prófaðu því reykskynjarann þinn reglulega. Sjáðu til þess að rafhlöður séu ávallt í lagi. Við skulum vona að þú þurfir aldrei að vakna við hljóðið í reyk- skynjaranum vegna eldsvoða á heimilinu en mundu að hann á að vekja þig á hættustundu. — Vertu eldklár — Víkverji skrifar Víkveiji fagnar því að Þingvalla- nefnd skuli hafa tekið af skarið og lagt fram til kynningar nýtt skipulag fýrir þjóðgarðinn. Eins og þeir sjá, sem skoða þessar tillögur, miða þær að því, að flytja öll mann- virki fyrir utan kirkjuna og Þing- vallabæinn vestur fyrir Almanna- gjá. Þegar fram líða stundir á að reisa menningar- og þjónustumið- stöð, ef til vill hótel, í námunda við útsýnisskífuna á gjábarminum vest- an Almannagjár. Hefur Þingvalla- nefnd boðist til að kaupa Valhöll af núverandi eigendum. Þá á að búa þannig um hnúta við endurnýj- un lóðasamninga við eigendur tæplega 100 sumarbústaða innan þjóðgarðsins, að þeir fái umþóttun- artíma til að laga sig að hinu nýja skipulagi. Jafnframt er ætlunin að fjarlægja girðingar umhverfis þessa bústaði, svo að öllum sé greið leið að vatnsbakkanum. Margir muna eftir hvellinum sem varð fyrir um það bil tuttugu árum, þegar ákveðið var að loka Almanna- gjá fyrir bílaumferð. Þótti ýmsum það hin mesta ósvinna og jafnvel móðgun við ferðamenn, að þeir þyrftu að leggja á sig gönguferð niður eða upp gjána, ef þeir vildu komast í snertingu við þennan helga stað. Sé tekið mið af þeirri rimmu og því, hve margir bregðast hart við og af miklum tilfínningahita, þegar Þingvelli ber á góma, er þess ekki að vænta, að allir séu til þess búnir að samþykkja hinar skipu- lagstillögur án umræðna. Einhvetjir verða vafalaust til að snúast hart gegn þeim. XXX Anæsta ári eru 60 ár liðin frá því að stofnað var til þjóðgarðs á Þingvöllum og því ekki seinna vænna en samþykkja skipulag fyrir staðinn. Viðhorf manna til náttúru- og umhverfisverndar hafa breyst mikið á þessum árum. Hvarvetna þar sem fólk leggur leið sína um staði, sem hafa náttúrulegt aðdrátt- arafl, kvarta landverðir undan ágangi og hafa áhyggjur af hirðu- leysislegri framgöngu. Hafa þeir gjarnan á orði, að gera þurfi göngustíga og sjá til þess með öðr- um hætti að gestir haldi sér innan ákveðinna marka. Undir þessi sjón- armið er vert að taka. Hefur verið veitt fé af opinberri hálfu í þessu skyni til dæmis til Náttúrvemdar- ráðs og jafnframt hafa sjálfboðalið- ar látið að sér kveða, svo sem við gerð göngustíga. Þingvallanefnd vill, að lagðir verði göngustígar í þjóðgarðinum til að vernda náttúruna þar. Um þá ráðstöfun ætti ekki að þurfa að deila og vonandi verður sem fyrst hafíst handa við framkvæmdir. XXX Formaður Blaðamannafélags ís- lands, Lúðvík Geirsson, segir álit sitt á svonefndu Svefneyjar- máli í Alþýðublaðinu á laugardag- inn. Undir mynd af formanninum, sem er auk þess fréttastjóri á Þjóð- viljanum stendur: „Umfjöllun fjölmiðla um Svefneyjarmálið hefur náð út fyrir allan þjófabálk." Hvað er maðurinn að fara? Lítur hann þannig á, að „þjófabálkur" sé ein- hver staður til dæmis bekkur fyrir þjófa eða landsvæði? Rétt er þetta orðatiltæki þannig, að eitthvað taki út yfir allan þjófabáik og hefur þá merkingu, að eitthvað sé óheyri- legt, keyri um þverbak. Þjófabálkur er kafli í lögbók um þjófnað. Víkvetji er þeirrar skoðunar, að meðferð fjölmiðla á svonefndu Svef- neyjarmáli sé óheyrileg. Vaflaust hefur Lúðvík Geirsson verið að koma þeirri skoðun á framfæri. Hann eða sá sem skráði orð hans í Alþýðublaðið hefði hins vegar átt að grípa til orðabókar til að glöggva sig á orðtakinu um þjófabálkinn, áður en hann festi það á blað. Að- gæsla í meðferð tungunnar er ekki síður brýn fyrir blaðamenn en dóm- greind og tillitssemi, þegar fjallað er um jafn viðkvæm mál og þau er snerta barnssálir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.