Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson ÍJÖKLAFERÐ MYND þessi var tekin í ferð með Austurleið og Jöklaferðum upp á Miðfellsegg í um 1200 metra hæð á sunnanverðum Vatna- jökli. Þaðan er gott útsýni til Hornafjarðar og nærsveita vestan hans og naut ferðafólkið fagurs útsýnis auk þess sem sprungur voru skoðaðar. Norðurlöndin: Mestur hagvöxtur á Islandi á þessu ári Samkvæmt spá hagdeilda iðnrekendafélaganna HAGVÖXTUR á Islandi verður hæstur á Norðurlöndunum á þessu ári, að því er segir í ritinu Nordic Economic Outlo- ok sem gefið er út af hagdeildum iðnrekendafélaganna á Norðurlöndum. Samkvæmt ritinu verður hag- vöxtur á Norðurlöndum innan við 2% á þessu ári samanborið við 2 V2 vöxt í aðilarríkjum Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Mestu munar um lítils- háttar samdrátt í Danmörku og lítinn vöxt í Noregi. Gert er ráð fyrir 4% hagvexti á íslandi og er sú spá byggð á þeim opinberu tölum sem lágu fyrir í byijun júlí en nú er gert ráð fyrir rúmlega 5% aukningu á landsframleiðslu. Ritið gerir ráð fyrir 3% hagvexti í Finnlandi, 2,2% í Svíþjóð, 1,8% í Noregi en '/2 samdrætti í Dan- mörku. Horfur eru á að hagvöxtur á Norðurlöndum verði enn minm árið 1988 en 1987 eða aðeins 1,2%, einkum vegna áframhaldandi sam- dráttar í Danmörku og stöðnunar í Noregi. Verðbólga á Norðurlöndunum verður um 5% á þessu ári eða svip- að og í fyrra og er ekki búist við breytingu á næsta ári. Verðbólga verður rúmlega 8% í Noregi á þessu ári en aðeins 3,5% í Danmörku og Finnlandi. Spáð er 19% verðbólgu á íslandi. í sérkafla um ísland er spá fyr- ir árið 1988 sem unnin var af hagdeild Félags íslenskra iðnrek- enda. Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1%, verðbólga verði 15%, þjóðarútgjöld aukist taisvert og viðskiptahalli verði áfram talsverður. í skýringum FÍI segir að þessi spá hafi verið byggð á lauslegum framreikningi talna fyrir árið 1987 áður en ný ríkis- stjórn var mynduð og miðað við nokkurnveginn óbreyttan sjávar- afla og útflutning. Framkvæmd efnahagsstefnunnar komi síðan til með að hafa talsverð áhrif á fram- vinduna á næsta ári en ekkert hafí enn komið fram sem hafi af- gerandi áhrif á þessa niðurstöðu. Ef hinsvegar verður farið að tillög- um fískifræðinga og þorskaflinn stórlega minnkaður muni hagvöxt- ur á næsta ári líklega verða lítill sem enginn og viðskiptahallinn yrði einnig mun erfiðari viðfangs. B t, Konfektbúðin í Krtnglunm er glæsileg sérverslun með konfekt og annað sælgæti á heimsmælikvafða Gott fi/rir þig og aðra sem þér þykir vænt utn. Komdu i Konfektbúðina, þú hefur gott af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.