Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 3

Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson ÍJÖKLAFERÐ MYND þessi var tekin í ferð með Austurleið og Jöklaferðum upp á Miðfellsegg í um 1200 metra hæð á sunnanverðum Vatna- jökli. Þaðan er gott útsýni til Hornafjarðar og nærsveita vestan hans og naut ferðafólkið fagurs útsýnis auk þess sem sprungur voru skoðaðar. Norðurlöndin: Mestur hagvöxtur á Islandi á þessu ári Samkvæmt spá hagdeilda iðnrekendafélaganna HAGVÖXTUR á Islandi verður hæstur á Norðurlöndunum á þessu ári, að því er segir í ritinu Nordic Economic Outlo- ok sem gefið er út af hagdeildum iðnrekendafélaganna á Norðurlöndum. Samkvæmt ritinu verður hag- vöxtur á Norðurlöndum innan við 2% á þessu ári samanborið við 2 V2 vöxt í aðilarríkjum Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Mestu munar um lítils- háttar samdrátt í Danmörku og lítinn vöxt í Noregi. Gert er ráð fyrir 4% hagvexti á íslandi og er sú spá byggð á þeim opinberu tölum sem lágu fyrir í byijun júlí en nú er gert ráð fyrir rúmlega 5% aukningu á landsframleiðslu. Ritið gerir ráð fyrir 3% hagvexti í Finnlandi, 2,2% í Svíþjóð, 1,8% í Noregi en '/2 samdrætti í Dan- mörku. Horfur eru á að hagvöxtur á Norðurlöndum verði enn minm árið 1988 en 1987 eða aðeins 1,2%, einkum vegna áframhaldandi sam- dráttar í Danmörku og stöðnunar í Noregi. Verðbólga á Norðurlöndunum verður um 5% á þessu ári eða svip- að og í fyrra og er ekki búist við breytingu á næsta ári. Verðbólga verður rúmlega 8% í Noregi á þessu ári en aðeins 3,5% í Danmörku og Finnlandi. Spáð er 19% verðbólgu á íslandi. í sérkafla um ísland er spá fyr- ir árið 1988 sem unnin var af hagdeild Félags íslenskra iðnrek- enda. Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1%, verðbólga verði 15%, þjóðarútgjöld aukist taisvert og viðskiptahalli verði áfram talsverður. í skýringum FÍI segir að þessi spá hafi verið byggð á lauslegum framreikningi talna fyrir árið 1987 áður en ný ríkis- stjórn var mynduð og miðað við nokkurnveginn óbreyttan sjávar- afla og útflutning. Framkvæmd efnahagsstefnunnar komi síðan til með að hafa talsverð áhrif á fram- vinduna á næsta ári en ekkert hafí enn komið fram sem hafi af- gerandi áhrif á þessa niðurstöðu. Ef hinsvegar verður farið að tillög- um fískifræðinga og þorskaflinn stórlega minnkaður muni hagvöxt- ur á næsta ári líklega verða lítill sem enginn og viðskiptahallinn yrði einnig mun erfiðari viðfangs. B t, Konfektbúðin í Krtnglunm er glæsileg sérverslun með konfekt og annað sælgæti á heimsmælikvafða Gott fi/rir þig og aðra sem þér þykir vænt utn. Komdu i Konfektbúðina, þú hefur gott af því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.