Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C
o rtj mití ínb i
STOFNAÐ 1913
191. tbl. 75. árg.
FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Útrýming meðaldrægra kjarnafiauga:
Reagan segir að ekkert
geti nú tafið samninga
Los Angeles, Reuter
RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hélt í gærkvöldi ræðu þar sem
hann skoraði á Sovétríkin að tefja ekki lengur samkomulag um
eyðingu meðaldrægra eldflauga og hvatti jafnframt til þess að hul-
unni yrði svipt af umfangi herafla Sovétmanna. Forsetinn sagði að
tilboð Kohls Þýskalandskanslara um að taka niður Pershing-flaug-
arnar í Vestur-Þýskalandi hefði í raun „fjarlægt síðustu imynduðu
hindrunina" úr vegi fyrir samkomulaginu og ekkert væri því til
fyrirstöðu að það mætti nást á næstunni.
„Við erum þess vegna vongóð | bak við orðagjálfur þeirra undan-
um að Sovétríkin muni sýna að á | farið, sé raunverulegur vilji til að
Mótmælendur ganga þúsundum saman til hallar Aquinos. Reuter
komast að samkomulagi um meðal-
dræg kjamorkuvopn," sagði
Reagan og bætti við að ef svo væri,
myndu Sovétmenn koma til móts
við tillögur Bandaríkjamanna og
hætta að setja ný skilyrði fyrir sam-
komulagi.
Reagan skoraði einnig í ávarpi
sínu á Sovétmenn að minnka spenn-
una á alþjóðavettvangi með því
aflétta leyndinni, sem hvílir yfir
umfangi herafla þeirra. Reagan
ávarpaði Kremlarleiðtoga beint og
sagði: „í fyrsta lagi, gerið opinber
útgjöld ykkar til hermála — rétt
eins og við gerum. í öðru lagi, birt-
ið sovéskri alþýðu og öllum heimin-
um upplýsingar um stærð og
samsetningu herafla ykkar. í þriðja
lagi, opnið umræður í Æðsta ráðinu
um hermálastefnuna - á sama hátt
og við.“
Forsetinn sagði að að þessurn
skrefum stignum, myndi skilningur
milli þjóðanna batna og einnig yrði
mönnum betur ljós umbótavilji Sov-
étmanna i hemaðar-’ og afvopnun-
armálum.
Ronald Reagan
I ræðu Reagans kom einnig fram
að hann teldi geimvamaáætlun
Bandaríkjamanna hafa verið „rétta
ákvörðun á réttum tíma“, og henni
yrði haldið áfram.
Vil hjálpa Bandaiíkjafor-
seta að ná samkomulagi
Þýskalandskanslari býðst til að taka
niður Pershing-flaugarnar
Bonn, Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, tilkynnti á blaðamanna-
fundi í gær að sjötíu og tvær Pershing 1 A-kjarnorkuflaugar, sem
Vestur-Þjóðveijar hafa yfir að ráða, yrðu eyðilagðar ef risaveldin
kæmust að samkomulagi um að banna allar skamm- og meðaldræg-
ar kjarnorkuflaugar á þessu ári.
Kohl sagði: „Afvopnunarviðræð-
umar í Genf em nú á því stigi að
þar kemur brátt að ákvarðanatöku.
Það er þess vegna ljóst að Þýska
Filippseyjar:
Mestu verkfallsátök
í valdatíð Aquínos
Manila, Reuter.
Manila, Reuter.
ATHAFNALÍF í helstu borgum á
Filippseyjum lamaðist að meira
eða minna leyti í gær vegna verk-
falla og mótmæla gegna olíuverð-
hækkunum stjórnvalda. Lögregla
beitti kylfum, vatnsslöngum og
skotvopnum til að dreifa mótmæl-
endum og talið er að tveir hafi
fallið og fjöldi fólks særst í þess-
um mestu verkfallsátökum sem
orðið hafa í landinu frá því Aqu-
ino forseti tók við völdum.
Nánast allar opinberar samgöng-
ur lögðust niður í Manila er strætis-
vagnastjórar lögðu niður störf. Víða
hættu verkamenn í verksmiðjum
vinnu og nemendur í skólum mættu
ekki í tíma. Sumar stjórnarskrifstof-
ur voru einnig mannlausar, að sögn
embættismanna. Það mun þó ljóst
að vinstrisinnum hefur ekki tekist
að fá tvær milljónir manna til þess
að taka þátt í verkfallinu, eins og
þeir hótuðu í fyrradag.
Þúsundir manna gengu fylktu liði
til hallar Aquinos í miðborg Manila,
hrópuðu vígorð gegn forsetanum og
sökuðu hana um að vera leikbrúðu
í höndum erlendra auðhringa. Um
120 göngumenn voru handteknir.
Vinstrisinnaðir verkalýðsleiðtogar
sögðu að mótmælum yrði ekki hætt
fyrr en olíuverðhækkunin, sem
ákveðin var 14. þessa mánaðar, yrði
dregin að fullu til baka. Einn þeirra,
Crispin Beltran, sagði: „Við viljum
minna Aquino forseta og embættis-
menn hennar á það, að breyti þau
ekki stefnu sinni, verður þeim komið
frá völdum, rétt eins og Marcosi
[fyrrum forseta]."
sambandslýðveldið verður að gera
allt sem það getur til þess að þar
verði stigið tímamótaskref. Ég vil
hjálpa Bandaríkjaforseta til þess að
ljúka viðræðunum á árangursríkan
hátt.“
Kohl setti nokkur skilyrði fyrir
eyðingu Pershing-flauganna, auk
þess að risaveldin kæmu sér saman
um „tvöföldu núlllausnina". Þau eru:
Að ágreiningur um eftirlit með af-
vopnuninni verði leystur, að báðir
aðilar staðfesti samkomulagið og að
báðir haldi sig við tímamörk þau,
sem samþykkt verða í samningnum.
„Verði þessum skilyrðum fullnægt,"
sagði Kohl, „er ég tilbúinn til þess
að lýsa því yfir í dag að við munum
ekki endurnýja Pershing lA-flaug-
arnar, heldur taka þær niður.“
Kohl sagðist hafa verið í sam-
bandi við ráðamenn í Washington
síðustu tvo sólarhringa og að sögn
Marlins Fitzwater, talsmanns Hvíta
hússins, vissu Bandaríkjamenn af
fyrirætlunum Kohls í gær. Hann tók
fram að Kohl hefði ekki verið undir
neinum þrýstingi frá Bandaríkja-
mönnum.
Embættismenn í Washington, sem
ekki vildu láta nafna sinna getið,
sögðu þó í gær að frumkvæði Kohls
hefði komið þeim mjög á óvart, og
sögðu að þótt það gæti auðveldað
risaveldunum að ná samningum,
gæti það skapað fleiri vandamál en
það leysti og veikt stöðu Bandaríkja-
manna í afvopnunarviðræðunum.
Sovéska Tass-fréttastofan sagði
að yfírlýsing Kohls væri háð mörg-
um skilyrðum og svo virtist sem
henni væri ætlað að færa frá Bonn
til Moskvu ábyrgðina á því að hugs-
anlega slitnaði upp úr Genfarviðræð-
unum. Moskvuútvarpið sagði tillögu
Kohls skref í rétta átt, sem Sovét-
menn myndu taka til athugunar.
í gær lýsti Kohl því einnig yfir
að Manfred Wörner, vamarmálaráð-
herra, væri frambjóðandi þýsku
stjórnarinnar til embættis fram-
kvæmdastjóra NATO. Kohl sagði að
framboð Wömers tengdist þó ekki
tillögum sínum í afvopnunarmálum.
Sjá einnig „Kohl tilnefnir
Wömer . . .“ á bls. 26.
Bandaríkin:
Viðskiptahalli aldrei meiri
Washington, Reuter.
FRÁ því var skýrt í Washington
í gær að viðskiptahalli Banda-
rikjanna við útlönd hefði aldrei
verið meiri en á öðrum fjórð-
ungi þessa árs. Hallinn nam
39,53 miHjörðum Bandarilga-
dala eða um 1580 milljörðum
íslenskra króna.
Fyrr í þessum mánuði skýrði
bandaríska viðskiptaráðuneytið
frá því að hallinn hefði aukist um
15,71 milljarð dala í júní, sem er
mesta aukning á einum mánuði í
sögu Bandaríkjanna. Þessar frétt-
ir ollu gengisfalli dalsins á gjald-
eyrismðrkuðum, en hann hafði
verið í sókn um nokkurt skeið á
undan.
Hvíta húsið hafði spáð því að
gengisfall dalsins myndi hjálpa til
við að jafna viðskiptahallann, en
nú spá efnahagssérfræðingar því
að hallinn muni enn aukast í júlí
og ágúst, ekki síst vegna hækk-
aðs olíuverðs og aukins innflutn-
ings Bandaríkjamanna á olíu.
Svíar ganga
ekki í EB
Stokkhólmi, Reuter.
Anita Gradin, utanríkisviðskipta-
ráherra Svía, útilokaði í gær þann
möguleika að Sviþjóð gengi í Evr-
ópubandalagið og sagði það ekki
geta samrýmst hlutleysi landsins.
Helmingurinn af útflutningi Svía
fer til markaða í EB-löndum og bæði
ríkisstjómin og iðnfyrirtæki hafa ótt-
ast að EB muni stórminnka viðskipti
sín við Svía eftir að sameiginlegum
markaði bandalagsríkjanna verður
komið á árið 1992. Embættismenn
EB hafa sagt að Svíar geti ekki búist
við að vörur þeirra njóti tollfrelsis
nema Svíar axli sömu ábyrgð og
bandalagslöndin.
Gradin sagði hins vegar í gær að
Svíar hefðu gert ýmislegt til þess að
bijóta niður tollmúra í viðskiptum við
EB, og óréttlátt væri að halda því
fram að Svíar nytu einir hlunnind-
anna af þeim viðskiptum.