Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
ÚTV ARP / SJÓNVARP
SJONVARP / SIÐDEGI
14:30
15:00
15:30
16:00
b
o
STOD2
16:30
17:00
17:30
18:00
18:30
19:00
CBÞ16.35 ► Undrasteinninn (Cocoon). Bandarisk kvikmynd frá 1985 4BÞ18.30 ► Fjölskyldusögur (All
með Don Ameche, Wilford Brimley, Hume Cronyn, Steve Guttenberg, Family Special).
Maureen Stapleton og Tyrone Power jr. i aðalhlutverkum. Mynd um 18.55 ► Ævintýri H.C. Ander-
nokkra eldri borgara í Florida sem uppgötva raunverulegan yngingar- sens. Næturgalinn. Teiknimynd
brunn. Don Ameche hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik i aukahlutverki með islensku tali. Seinni hluti.
í þessari mynd. Leikstjóri er Ron Howard. ^
SJONVARP / KVOLD
19:30
20:00
20:30
21:00
21:30
22:00
b
o
STOD2
20.05 ► Leið-
arinn. Jón
Óttar Ragn-
arsson stjórn-
ar.
20.35 ► Sumarliðir. Hrefna
Haraldsdóttir kynnir dagskrána.
21.00 ► Heimsmeistaramót
íslenska hestsins. Þáttur um
mótið sem fram fór í Austurríki
um miðjan ágúst.
021.30 ► Dagbók Lytt-
ons(Lytton's Diary). Breskur
sakamálaþátturmeð Peter
Bowles og Ralph Bates í
aöalhlutverkum.
UTVARP
©
RIKISUTVARPIÐ
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin. Hjördis Finnboga-
dóttir og Jóhann Hauksson. Fréttir
sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið
úr forystugreinum dagblaðanna. Til-
kynningar lesnar kl. 7.25, 7.55 og
8.25. Guömundur Sæmundsson talar
um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á
ensku sagöar kl. 8.30.
9.00 Fréttir, tilkynningar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Gosi"
eftir Carlo Collodi. Þorsteinn Thorar-
ensen byrjar lestur þýðingar sinnar.
9.20 Morguntrimm. Tónleikar.
10.00 Fréttir, tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tið. Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir, tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ing-
ólfsdóttir. (Þátturinn verður endurtek-
inn að loknum fréttum á miðnætti.)
12.00 Dagskrá, tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir, tilkynningar, tónlist.
13.30 í dagsins önn, — Fjölskyldan.
Umsjón: Kristinn Ágúst Friöfinnsson.
(Þátturinn verður endurtekinn nk.
mánudagskvöld kl. 20.40.)
14.00 Miðdegissagan: ,.( Glólundi", eftir
Mörthu Christensen. Sigríöur Thorlac-
ius lýkur lestri þýöingar sinnar (9).
14.30 Dægurlög á milli stríða.
15.00 Fréttir, tilkynningar, tónleikar.
15.20 Ekki til setunnar boðið. Þáttur um
sumarstörf og fristundir. Umsjón: Inga
Rósa Þóröardóttir. (Frá Egilsstöðum.)
(Endurtekinn þáttur frá sunnudegi.)
16.00 Fréttir, tilkynningar.
16.05 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Barnaútvarpiö.
17.00 Fréttir, tilkynningar.
17.05 Tónlist á siðdegi.
Sinfónía nr. 5 í c-moll, „Örlagasinfóni-
an" eftir Ludwig van Beethoven.
Gewandhaus-hljómsveitin í Leipzig
leikur; Kurt Masur stjórnar. (Af hljóm-
diski.)
17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson
og Anna M. Siguröardóttir.
18.00 Fréttir og tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá
morgni sem Guðmundur Sæmunds-
son flytur.
Að utan. Fréttaþáttur um erlend mál-
efni.
20.00 Leikrit: „Myndir" eftir Sam Shep-
hard. Þýöandi: Birgir Sigurðsson.
Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikend-
ur: Pálmi Gestsson, SigurðurSkúlason
og Erla B. Skúladóttir. (Leikritið verður
endurtekið nk. þriöjudagskvöld kl.
22.20.)
20.25 Gestir í útvarpssal.
a. Robert Riesling og Pauline Martin
leika saman á klarinettu og píanó verk
eftir Jón Nordal, Gary Kulesha, Kar-
ólínu Eiríksdóttur, Arsenio Girón,
Jacques Hétu, Clermont Pepin og Art-
hur Honegger.
b. Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leika verk eftir Pál P. Pálsson,
Werner Schulze og Herbert H. Ágústs-
son; Páll P. Pálsson stjórnar.
21.30 Leikur að Ijóðum. Þriðji þáttur:
Ljóöagerö Guðmundar G. Hagalín og
Kristmanns Guðmundssonar. Umsjón:
Símon Jón Jóhannsson.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Hugskot. Þáttur um menn og
málefni i umsjón Stefáns Jökulssonar.
23.00 „Er nokkur leið út úr þessum
draumi?" Þáttur um „skáld morgun-
roðans", Tom Waits. Umsjón: Ólafur
Angantýsson.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ing-
ólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá
morgni).
1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
&
RAS2
00.10 Næturvakt útvarpsins. Snorri Már
Skúlason stendur vaktina.
6.00 I bitið. — Guðmundur Benedikts-
son. Fréttir á ensku kl. 8.30.
Fréttir sagöar kl. 7, 8 og 9.
9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristínar
Bjargar Þorsteinsdóttur og Skúla
Helgasonar.
Við hæfi barna?
Oft hef ég undrast þá áráttu
sjónvarpsstjóranna að vara við
tiltölulega saklausum kvikmyndum
sem sýndar eru á síðkveldi. En svo
gleymast harðsnúnir sakamálaþætt-
ir sem sýndir eru snemma kvelds,
jafnvel rétt uppúr kvöldfréttum.
Hvað til dæmis um Undirheima
Miami og Bjargvættina á Stöð 2,
en þessir þættir eru oft harla harðsn-
únir enda mikil áhersla lögð á mátt
byssukúlunnar? í fyrrakveld klukkan
20.40 hóf göngu á ríkissjónvarpinu
skoski sakamálaþátturinn Taggart.
Þáttur þessi er afbragðsvel gerður
en þar er lýst geðbiluðum morðingja
er vinnur við sláturgerð að hætti
Skota, nefnist slátrið haggis og er
fróðlegt að fylgjast með því er morð-
inginn hellir blóði saman við mörinn
og kjötstöppuna, en ekki er fullljóst
hvort hann blandar þar samanvið
líkamshlutum sinnar heittelskuðu.
Æ, ég treysti mér varla til að rekja
frekar söguþráð Taggarts en þar eru
svo sannarlega mörg atriði ekki við
hæfi barna.
(ES)
Vissulega er dagskrárstjórum
sjónvarpsstöðvanna ekki bara vandi
á höndum er kemur að því að tíma-
setja dagskrána, ekki skiptir minna
máli að áhorfendur geti treyst dag-
skrárkynningunni. Það er til dæmis
alveg ótækt að mínu mati að kynna
endursýndar myndir Stöðvar 2 í
dagblöðunum með svipuðum hætti
og frumsýndar kvikmyndir. Eg er
persónulega þeirrar skoðunnar að
starfsmönnum Stöðvar 2 beri líkt
og starfsfélögunum á ríkissjónvarp-
inu að geta þess með einhverjum
hætti þá myndir eru endursýndar.
Til dæmis mætti merkja hinar endur-
sýndu myndir með bókstöfunum
(ES). Ónefnt bíó hér í bæ tók uppá
þeim ósið fyrir nokkrum árum að
auglýsa endursýndar kvikmyndir líkt
og um frumsýningu væri að ræða.
Bíóstjórarnir hættu brátt þeim ósið.
Fréttir sagðar kl. 10 og 11.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur
Hauksson og Hrafnhildur Halldórs-
dóttir.
Fréttir sagðar kl. 15 og 16.
16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi
Broddason og Erla B. Skúladóttir.
Fréttir sagðar kl. 17 og 18.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Vinsældalisti Rásar 2. Gunnar
Svanbergsson og Georg Magnússon
kynna og leika 30 vinsaelustu lögin.
Fréttir sagðar kl. 22.
22.05 Tiska. Umsjón: Katrin Pálsdóttir.
23.00 Kvöldspjall. Edward J. Frederik-
sen sér um þáttinn að þessu sinni.
(Frá Akureyri.)
Fréttir sagðar kl. 24.00.
00.10 Næturvakt útvarpsins. Snorri Már
Skúlason stendur vaktina tifmorguns.
BYLGJAN
7.00 Páll Þorsteinsson og morgun-
bylgjan. Fréttir kl. 7.00.8.00 og 9.00.
9.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum
nótum. Morgunþáttur. Afmæliskveðjur
og spjall til hádegis. Fréttir kl. 10.00
og 11.00.
12.00 Fréttir.
12.10 Þorsteinn J..Vilhjálmsson á há-
degi. Fréttir kl. 13.00.
14.00 Ásgeir Tómasson og siðdegis-
poppið. Fjallað um tónleika komandi
'helgar. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og
16.00.
17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavik síðdegis. Fréttir kl. 17.00.
18.00 Fréttir.
19.00 Anna Björk Birgisdóttir. Tónlist
og spjall við hlustendur.
21.00 Jóhanna Harðardóttir, Hrakfalla-
bálkar og hrekkjusvín. Jóhanna fær
gesti i hljóöstofu.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist
og upplýsingar um veður og flugsam-
göngur.
/ FM 102.2
STJARNAN
7.00 Þorgeir Ástvaldsson. Dægurtón-
Kynningarstarfið
Að lokum vil ég minna sjónvarps-
stjórana á að kynna rækilega
bitastæð kvikmyndaverk í blöðun-
um þannig að áhorfendur hverfi
ekki vonsviknir frá skerminum eins-
og gerist gjarnan þegar miðlungs-
myndir eru lofaðar uppí hástert í
dagskrárkynninu. Persónulega er ég
reyndar því mótfallinn að leggja dóm
á kvikmyndaverk „fyrirfram“ því þar
með er áhorfandinn að vissu marki
sviptur möguleikanum á að upplifa
verkið á persónulegan hátt. Mestu
skiptir auðvitað að hinn almenni
áhorfandi eigi þess kost að dæma
um dagskrána án þess að líta fyrst
yfir stóradóm gagnrýnenda. Það er
svo önnur Ella hvort áhorfandinn
kýs að bera eigin upplifun saman
við álit gagnrýnandans, svona einsog
þegar ákveðin dagskráratriði ber á
góma við morgunverðarborðið, en
þessi verkháttur gefur áhorfendum
færi á að setjast á stól gagnrýnand-
22:30
23:00
23:30
24:00
43Þ22.20 ► Rocky III. Bandarisk kvikmynd fia 1982 með Sylvester Stallone, Tal-
ia Shire og Burt Young í aðalhlutverkum.
CBÞ23.55 ► Flugumenn (I Spy). Bandarískur njósnamyndaflokkur með Bill Cosby
og Robert Culp i aðalhlutverkum. Leynileg skjöl eru falin á mexíkönsku korna-
barni, sem leiðir til þess að Scott og Robinson þurfa að taka að sér barnagæslu.
00.50 ► Dagskrárlok.
list og gestir teknir tali. Fréttir kl. 8.30.
Fréttasimi 689910.
9.00 Gunnlaugur Helgason. Tónlist og
fleira. Fréttir kl. 9.30 og 12.
12.00 Rósa Guöbjartsdóttir. Hádegisút-
varp.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Tónlistar-
þáttur. Fréttir kl. 13.30 og 15.30.
16.00 Bjarni Dagur Jónsson. Tónlist,
getraun. Fréttir kl. 17.30.
19.00 Stjörnutiminn. Ókynnt tónlist.
20.00 Einar Magnússon. Poppþáttur.
22.00 Órn Petersen. Umræðuþáttur um
málefni líðandi stundar. Fréttir kl.
23.00.
23.15 Stjörnutónleikar. Ókeypis inn.
00.15 Stjörnuvaktin.
UTVARP ALFA
8.00 Morgunstund. Guðs orð. Bæn.
8.15 Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur.
19.00 Hlé.
20.00 Bibliulestur i umsjón Gunnars
Þorsteinssonar.
21.00 Logos. Umsjónarmaður Þröstur
Steinþórsson.
22.00 Prédikun. Louis Kaplan.
22.15 Fagnaðarerindið í tali og tónum.
Flytjandi Aril Edvardsen.
22.30 Síöustu timar. Flytjandi Jimmy
Swaggart.
24.00 Næturdagskrá. Dagskrárlok.
HUÓÐBYLGJAN AKUREYRI
8.00 í bótinni. Umsjónarmenn Friðný
Björg Sigurðardóttir og Benedikt
Barðason. Lesiö úr blöðum, sagt frá
veðri og færð, sögukorn, tónlist. Frétt-
ir kl. 8.30.
10.00 Á tvennum tátiljum. Þáttur í um-
sjón Ómars Péturssonar og Þráins
Brjánssonar. Getraun. Fréttir kl. 12.00
og 15.00.
17.00 Marinó V. Marinósson fer yfir
iþróttaviðburði komandi helgar. Fréttir
kl. 18.00.
19.00 Benedikt Barðason og Friðný
Björg Siguröardóttir reifa málin.
22.00 Gestir í stofu. Gestur E. Jónasson
fær til sín gott fólk í viötal. Þar er
rætt saman í gamni og alvöru.
23.30 Dagskrárlok.
ans hvert kveld.
En hvað sem líður almennum
hugleiðingum um samskipti gagn-
rýnenda og blaðalesenda þá vil ég
ekki láta hjá líða að hvetja sjón-
varpsstjórana til að kynna betur með
hlutlausri fréttatilkynningu hin
metnaðarfyllri verk, en stundum
hefír undirritaður rétt náð í skottið
á þessum verkum með hjálp mynd-
bandsins. En fyrir hina sem ekki
hafa tíma til að kíkja á bróðurpart
dagskrár sjónvarpsstöðvanna af
myndbandi er ráðið að hringja í dag-
skrárstjórana og hvetja þá til að
endursýna hin bitastæðari myndverk
og ekki má gleyma gamla góða
Velvakanda, þar sem lítil orðsending
getur velt hinu þyngsta hlassi. Það
er mjög við hæfi að efna til slíkra
endursýninga á síðkveldi eða síðdeg-
is um helgar, líkt og tíðkast á Stöð 2.
Ólafur M.
Jóhannesson
SVÆÐISUTVARP
AKUREYRI
18.03
Svæðisútvarp í umsjón Margrétar Blön-
dal og Kristjáns Sigurjónssonar.
Jón Ólafsson
Rás 2:
Bítlavina-
félagið
■HM Morgunþáttur rásar
905 2 er í umsjá þeirra
Kristínar Bjargar
Þorsteinsdóttur og Skúla Helga-
sonar í dag. Þau fá Bítlavinafé-
lagið í heimsókn og ætlar það
að spila í beinni útsendingu í
tilefni af lokatónleikum hljóm-
sveitarinnar en hún er að hætta
að sögn Jóns Ólafssonar eins
meðlima hennar.
Stöð 2:
Heimsmeist-
aramót
íslenska
hestsins
HHRI Um miðjan þennan
Ol 00 mánuð var haldið
“ A heimsmeistaramót
íslenska hestsins í Weistrach í
Austurríki. Þar unnu íslenskir
knapar heimsmeistaratitil í
nokkrum greinum en alls mættu
fulltrúar fjórtán landa á mótið.
Stöð 2 sendi fólk á staðinn og
gerði síðustu mótsdögunum skil
með hálftíma langri heimilda-
mynd sem sýnd verður í kvöld
klukkan 21.