Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
--
rokksíðan
Umsjón: Árni Matthíasson
Sykurmolarnir
fara brattan
Ammæli lag vikunnar í Melody Maker
Þær fregnir bárust frá Bret-
landi að lag Sykurmolanna
Birthday, sem hét Ammæli
er það var gefið út á íslandi,
hefði verið valið lag vikunnar
í breska tóniistartímaritinu
Melody Maker.
Ekki er hægt að segja að
það hafi komið svo mjög á
óvart, því flestir vita að tónlist
Sykurmolanna er á heimsmæ-
likvarða og vel það. Samt er
það alltaf svo að mönnum þyk-
ir mikið koma til upphefðar
sem þessarar þegar tekið er
tillit til þess að á Bretlandi er
gefinn út grúi laga í viku hverri.
Síðustu fregnir af Sykurmol-
unum eru síðan þær að sveitin
flaug til Bretlands í síðuviðtal
við Melody Maker og fleri blöð.
Vonandi verður þetta ti! að ýta
Molunum hressilega uppávið í
Bretlandi.
Ekki er síðan langt í frekari
útgáfu á Sykurmolatónlist á
Bretlandi, en vart þarf að bíða
eins lengi eftir næstu plötu og
á eftir Ammæli.
í kjölfar þess aukna áhuga
Breta á Molunum hefur nokkr-
um tónleikum á Bretlandi verið
bætt á dagskrá fyrirhugaðrar
Evrópuferðar.
Ljósmynd/BS
Sykurmolarnir, „stærsta bílskúrshljómsveit landsins", f bílageymslu ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Frð vinstri: Egill B. Hreinsson píanó, Oliver Manouray bandoneon, Birgir Baldursson trommur, Tóm-
as R. Einarsson kontrabassi.
Dragspil
í Heita pottinum
Aðstandendur heita pottsins
eru greinilega ófeimnir við að
leyfa tilbreytingunni að ráða ferð-
inni þegar um er að ræða hvaða
tónlist erflutt og hvernig. Undan-
farnir þrennir tónleikar hafa sýnt
það og sannað að bandoneon-
hljóðfæriö er vel til þess fallið
að spila jass á það.
Þar hefur franski bandoneon-
leikarinn Oliver Manouray verið
á ferðinni með tríói sem skipað
er þeim Tómasi R. Einarssyni
bassaleikara, Birgi Baldurssyni
trommuleikara og Agli B. Hreins-
syni píanóleikara. Þeir Oliver
hafa leikið klassískan og hálf-
klassískan jass í Heita pottinum
þrjú kvöld, og síðasta sunnu-
dagskvöld voru síðustu tónleikar
þeirra að sinni.
Tónleikarnir á sunnudags-
kvöldið voru ágætlega heppnað-
ir, stemmningin góð og minnti
óneitanlega á franska uppá-
komu. íslendingarnir sem þarna
spiluðu sýndu svo ekki varð um
viilst aö jasstónlist á Islandi vex
ásmegin. Að vísu má segja að
vissa ögun hafi vantaö sums
staðar. En sé gengið á röðina
þá var gaman aö heyra Egil sýna
á sér betri hliðina þetta kvöld og
hann hefur fest sig í sessi sem
jasspíanisti af betri gerðinni.
Tómas sýndi það einnig að hann
er enginn aukvisi á bassa og stóð
fyllilega fyrir sínu. Birgir kemur á
óvart hvað varðar tækni og þétt-
leika og hann og Tómas héldu
bandinu vel saman. Eiga þeir
heiður skilinn fyrir það. Þá er það
Frakkinn Oliver Manouray sem
lék af mikilli innlifun og tilfinningu
og ætti hann að láta fleiri njóta
bandoneon-leiksins.
P.E.P.
LjÓ8mynd/BS
Oliver Manouray þenur drag'
spilið í Heita pottinum.
Foringjarnir í Evrópu. Morgunblaðift/Þorkell
Af tónleikum
Sfðasta fimmtudagskvöld voru
þrennir tónleikar f Reykjavík,
Gildran hólt tónleika í Duus og
Foringjarnir í Evrópu. Þessu til
viðbótar hélt nýstofnuð blússveit
Bobby Harrison, sem ber heitið
Bobby Blues Band, tónleika f
Hótel Borg.
Blússveit Bobby var skipuö ein-
valaliði, en einhver kvartaði yfir því
aö meðlimir hennar væru of góðir
hljóðfæraleikarar til aö spila blús,
þeir væru full kaldir. Það á sjálf-
sagt eftir aö breytast með meiri
spilamennsku.
Foringjarnir spiluðu í Evrópu og
spiluðu sitt „happy" rokk. Söngv-
arinn var þó illa upp lagður, með
einhverja slæmsku í hálsi, og svo
fór að hann missti röddina. Ekki
létu menn þó deigan síga, því
gítarleikari sveitarinnar tók að sér
sönginn í hans stað og fórst það
vel úr hendi.
Gildran var í Duus og lék þar
fyrir vel fullu húsi. Glöggir hafa
sjálfsagt tekið eftir því að á síðustu
Rokksíðu var staðfræði nokkuð
brengluð og hér skal upplýst að
Gildrusveinar eru ekki lengra að
komnir en úr Mosfellsbæ. Hvað
sem því líður þá var Gildran í mikl-
um ham þetta kvöld og ætlar að
spila stíft á næstu vikum.
í kvöld verða Bleiku bastarnir
eina rokksveitin sem heldur tón-
leika, en það verður í Casablanca.
Ekki sakar að geta þess að Bleiku
bastarnir vöktu mikla athygli á
Rykkrokktónleikunum fyrir
skömmu og er sveitin á meðal efni-
legustu sveita landsins.
Jassinn verður síðan á sínum
stað í Heita pottinum á sunnudag-
inn og þar leika þeir Árni Scheving,
Kristján Magnússon, Tómas R.
Einarsson og Birgir Baldursson.
Bleiku bastarnir á Rykkrokki.